Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980 13 mælingin á flúormagninu í neysluvatninu gerð með skökk- um hætti. Tveir vísindamenn frá Heilbrigðisrannsóknarstofnun Bandaríkjanna (National Institute for Health) fóru yfir athuganirnar og vísuðu þeim algjörlega á bug. Aðrar rannsóknir framkvæmdar af sama vísindamanni og aöstoö- armanni hins hafa verið hraktar viö síöari athuganir. Samt sem áöur tilfæra andstæöingar flúor- blöndunnar sífellt Texasathugun- ina sem sönnun þess aö flúoríð valdi krabbameini. Enn ein athugun, sem nú fær vaxandi rúm í andróöursbækl- ingum gegn flúorblöndun, er rannsókn á bananaflugunum, sem gerö var áriö 1963. Einnig þar er ályktun sem dregin er af rannsókninni gjörsamlega röng. Tvær tegundir bananaflugna sem höföu fengiö frá 20 til 50 ppm af flúoriði í fæöunni sýndust fá æxlisvöxt út frá litarfrumum húö- arinnar. Flúorandstæöingar túlk- uöu þetta þannig, aö flúor ylli krabbameini. Þaö reyndist þó ekki vera svo skv. athugunum vísindamanna viö Krabbameins- rannsóknarstofnun Bandaríkj- anna (National Cancer Institute). Þótt segja megi aö menn séu líffræöilega skyldir músum og öörum spendýrum, er skyldleiki þeirra viö flugur allnokkuð fjar- lægari. Litarfrumuvöxtur banana- flugna er ekki þaö sama og krabbamein hjá spendýrum. Vöxturinn er fremur skyldur örvef og er hann gagnstætt krabba- meinsæxlum hvorki illkynja né skaðlegur. Orsökina getur verð aö finna í ýmsum efnum, t.d. nokkrum fjörefnum, og einnig lysin og tryptofan, sem eru amínósýrur mikilvægar fyrir vöxt og heislu manna. Bananaflugur geta fengiö illkynja æxli, en engin sönnun er fyrir aö flúor hafi nokkru sinni orsakaö þaö. Raun- ar hafa athuganir á mörgum dýrum, t.d. rottum, músum, hömstrum, hérum, marsvínum, hundum og búfé aldrei bent til aö flúoríö valdi krabbameini. 6. fullyrðing: Flúoríð veldur kransæða- sjúkdómum í Wisconsin hafa andstæð- ingar flúorblöndunar oft haldiö því fram aö flúoríð auki dánartölu af völdum kransæöasjúkdóma. Þeir grundvalla sína staöhæfingu á tölum er sýna fjölgun dauös- falla af völdum hjarta- og æöa- sjúkdóma í bænum Atnigó, þar í ríkinu, eftir aö flúorblöndun neysluvatns hófst. Rannsóknarstofnunin í heilsu- fræöi og lungnasjúkdómum (Nat- ional Health and Lung Institute) hefur sagt þessar fullyröingar „rangtúlkun í tölulegum skýrsl- um“. Eins og einn vísindamaður hefur bent á: „Sú þekkta staö- reynd aö kransæöasjúkdómar aukist meö aldrinum viröist hafa farið framhjá mönnunum“. Eftir aö flúorblöndun neysluvatns hófst í Antigó áriö 1949 hefur fjöldi aldraöra í borginni tvöfald- ast. T.d. fjölgaði fólki 75 ára og eldri í bænum um 106% milli 1950 og 1970. Þegar þetta er tekiö með í dæminu, hverfur fullyröingin um áhrif flúors. Samkvæmt rannsókn Heilsu- fræöi- og lungnarannsóknastofn- unarinnar frá árinu 1972 sýnir samanburöur á flúorríkun og flúorsnauðum svæöum angan mun á dauösföllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Enn- fremur var í skýrslum stofnunar- innar sagt frá, aö rannsóknir á fólki, sem alla ævi haföi drukkiö vatn meö háu flúorinnihaldi, heföu aldrei sýnt neinar skaðleg- ar verkanir á hjarta- og æöakerfi. Staöreynd: í Antigó iæröu menn af mistökunum Enginn hinna margvíslegu sjúkdóma, allt frá krabbameini í mönnum til hægðartregðu í hundum, sem flúorblöndun hefur veriö kennt um, hefur nokkru sinni verið sannaður. Eina hætt- an af flúorblönduðu neysluvatni stendur ekki í neinu sambandi viö neyslu þess. Sjúklingar sem fá meöferö í gervinýrum geta þurft 50 til 100 sinnum meira vatn en heilbrigðir. Því ráöleggur Rannsóknarstofnunin í liða- og efnaskiptasjúkdómum (National Institute of Arthritis and Meta- bolic Disease) aö flúoríö, kalsí- um, megnesíum og kopar sé fjarlægöur úr vatni áður en þaö er notaö í gervinýru. Aö þessu frátöldu er engin ástæöa til aö láta flúorblöndun neysluvatns neitt á sig fá. En áriö 1960 voru íbúarnir í Antigó í Wisconsin óvitandi þess að þær ógnvekjandi sögur sem andstæðingar flúorblöndunar héldu a loft, væru ósannar. Antigó samþykkti aö hætta flúor- blöndun eftir að hafa notið henn- ar í 11 ár. Þessi ákvöröun leiddi til, aö heilbrigöisyfirvöld borgar- innar hófu rannsókn á því hvaöa áhrif þaö heföi á tannheilsu barna aö hætta flúorblöndun neysluvatnsins í borginni. Áriö 1960 rannsakaöi tann- lækningastarfslið Wisconsinsrík- is (Wisconsin Division of Health) flest öll börn í leikskólum, ásamt 2., 4. og 6. bekk skólanna í Antigó. Fjöldi skemmdra tanna og útdregnar eöa viögeröar tennur voru skráöar hjá hverju barni. Fjórum árum síðar var rannsóknin endurtekin hjá börn- um í sömu bekkjum, aö undan- skildum 6. bekk. Leikskólabörnin höföu nú 92% meiri tannskemmdir en sami árgangur fjórum árum áöur. í 2. bekk höfðu tannskemmdir í full- oröinstönnum aukist um 183%. í fjóröa bekk varö aukningin 41%. Síöari rannsókn á 6. bekkjum sýndi aukningu tannátu um 91%. Áriö 1965 samþykktu íbúar Ant- igó aö hefja flúorblöndun á nýjan leik. Þrátt fyrir áframhaldandi staö- hæfingar andstæöinga flúor- blöndunar um aukin dauösföll af völdum hjarta- og æöasjúk- dóma, drekka íbúar Antigó enn þann dag í dag flúorblandað drykkjarvatn. Enn eru þó 100 milljónlr Bandaríkjamanna sem fara þess á mis vegna þess ótta sem andstæðingar flúorblöndun- ar hafa vakið. Sannleikurinn er sá, aö enginn vísindalegur ágreiningur er um öryggi flúor- blöndunar. Aöferöin er örugg, ódýr og gagnleg. Aö ennþá skuli llfa orörómurinn um meintan ágreining vísindamanna um ör- yggi flúorblöndunar drykkjar- vatns, er að dómi Neytenda- samtaka Bandaríkjanna hinn mesti sigur sem skottulækningar hafa unniö gegn vísindunum á vorum tímum. Þýtl úr Contumar Rsports, égútt 1978, moð leyfi Bandarítku Neytendatamtakanna. Haraldur Henrysson: Eftir hverju bíðum við? Bílbeltin hafa stórlega dregið úr umferðarslysum Á undanförnum árum hefur oft verið til umræðu hér, hvort gera ætti notkun ör- yggisbelta í bifreiðum að skyldu. Menn hafa ekki verið sammála um þetta fremur en um svo margt annað og af þessu hefur ekki orðið. Nú munu tæplega 30 þjóðir hafa lögleitt notkun bílbelta. í skýrslu Ólafs Ólafssonar, landlæknis, og Hauks Ólafs- sonar M.A. um umferðarslys og öryggisbelti segir, að á alþjóðaþingi um umferðar- mál, sem haldið var 1977, hafi eftirfarandi komið fram um árangur slíkrar lögfest- ingar: Dánartíðni í umferðarslys- um lækkar að jafnaði um 25%. Fækkun innlagna í sjúkra- hús nemur 25%. Alvarlegum meiðslum í umferðarslysum fækkar að jafnaði um 30%. Veikindadögum vegna um- ferðarslysa fækkar um 30%. Sé litið til Norðurlandanna í þessu sambandi kemur í ljós skv. skýrslunni, að milli áranna 1973 og 1977 dró mjög greinilega úr dán- artíðni, sé litið á heildar- fjölda látinna og slasaðra í umferð, á öllum Norðurlönd- um nema íslandi. þar sem hlutfall látinna jókst um allt að 30%. Á hinum Norður^ löndunum var lögleidd notk- un bílbelta á árunum 1975 og 1976. Mér þykja þessar tölur tala svo skýru máli, að ekki þurfi frekar vitnanna við. Auðvitað væri æskilegast að unnt væri að koma á al- mennri notkun bílbelta án þess að gera hana að skyldu. Bílbelti hafa verið almennt í bifreiðum hér í allnokkur ár. Könnun á vegum Umferðar- ráðs á sl. sumri gaf til kynna, að notkun beltanna væri nokkuð dræm eða u.þ.b. 13— 14% meðal ökumanna. Ég tel því mjög ólíklegt að unnt verði að ná fram almennri notkun nema með því að skylda hana, enda er það og reynsla annarra. Ég vona að almenningur og ráðamenn fái bráðlega tækifæri til að kynnast framangreindri skýrslu þeirra Ólafs og Hauks og að í framhaldi þess verði ákveðið að stíga það skref að skylda notkun þessa öryggisbúnað- ar. Hér eru svo ríkir hags- munir í húfi að ekkert getur réttlætt frekari bið. Jafn- framt er full ástæða til að hvetja alla ökumenn og far- þega í bifreiðum til að bíða ekki slíkrar lögleiðingar heldur hefja þegar í stað notkun bílbelta hafi þeir ekki gert það nú þegar. Haraldur Henrysson. HAFA Classic Nýtísku Hafa baðinnréttingar í baðherbergið ykkar Útsölustaðir: Málningarþjónustan Akranesi, Atlabúðin Akureyri, Bústoð Keflavík, Valberg Ólafsfirði, J.L-húsið Reykjavík, G.Á.B. Selfossi, Brimnes Vestmannaeyjum, Har. Jóhannesson, Seyðisfirði, Húsgagnaverslun Patreksfjarðar og flest kaupfélög um land allt. Vald Poulsen h/f Suðurlandsbraut 10. Sími 38520- 31142.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.