Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980 21 Markús Hörður Guðjónsson — minning Kær kveðja frá barnabörn- um. Láttu nú ljósið þitt lýsa yfir rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mæti. Afi dáinn, það er erfitt fyrir lítil börn að skilja slíkt, það eru margar spurningar sem koma upp í hugum þeirra. Okkur langar til þess að þakka elsku afa okkar fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur, alltaf var hann tilbúinn til að hlusta og taka þátt í okkar leik, meira að segja þegar hann lá sem veikastur á sjúkrahúsinu. Þær eru ófáar ferðirnar, sem hann fór með okkur niður á höfn til þess að syna okkur skipin og niður á tjörn, því að mikill fuglavinur var hann. Það sýndi sig þegar hann átti alla páfagaukana og þegar þau amma minnkuðu við sig húsnæðið, þá átti afi aðeins einn fugl, sem hann gat kennt að tala, slík var þolin- mæði hans. Litli nafninn hans afa mun ætíð muna þegar afi hjálpaði honum við að draga fyrsta fiskinn á land s.I. sumar í Borgarfirði, þá aðeins 4 ára gömlum. Afa leið best þegar hann gat glatt aðra. Við eigum erfitt með að skilja að afi sé farinn frá okkur. Megi góður guð styrkja ömmu okkar í hennar miklu sorg og gefa henni kraft til þess að lifa lífinu áfram. Hvíli hann í friði. Fæddur 29. ágúst 1923 Dáinn 18. marz 1980. Þann 18. marz sl. andaðist á heimili sínu, Fellsmúla 20, Markús Hörður Guðjónson, verkstjóri. Hann fæddist í Reykjavík þ. 29. ágúst 1923 og var því aðeins 56 ára, er hann lést. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Guðjóns Ó. Jónssonar trésmiðs, en hann lést árið 1978. Markús og kona hans, ína, eignuðust 5 börn: Árna, Ástu, Guðrúnu og seinast tvíburana Bryndísi og Birgi, sem dó aðeins 8 ára gamall af slysförum og var það mikið áfall fyrir fjölskylduna. Markús var plötu- og ketilsmið- ur að iðn og starfaði hjá Lands- smiðjunni frá árinu 1942 til ævi- loka og lengst af sem verkstjóri. Fyrri hluta ársins 1971 átti ég því láni að fagna að kynnast Markúsi og ínu konu hans, er Ásta dóttir þeirra kynnti mig fyrir þeim, en nokkru síðar urðu þau tengdafor- eldrar mínir. Gestkvæmt var hjá þeim hjón- um og naut ég þeirrar gestrisni í ríkum mæli, því þar var gott að koma. Markús var mikill öðlings- maður og mjög greiðvikinn, alltaf glaður og hress og þeim hæfileik- um búinn að geta sagt skemmti- lega frá og fengið mann til þess að hlæja. Hann var dugnaðar- og eljumaður og sívinnandi. Lengst af átti hann húsið Heiðargerði 124, sem hann byggði árið 1955— 56. Þessu húsi hefur margur veitt athygli, enda bar það með sér þessa eljusemi og snyrtimennsku eigandans. En hann naut þess að prýða það utan sem innan og ekki síst blómagarðinn umhverfis það. Árið 1975 veiktist Markús al- varlega, hann átti við erfiðan sjúkdóm að stríða, sem hann bar þó með mikilli karlmennsku. Síð- astliðið sumar áttum við yndislega daga saman í Munaðarnesi sem ég mun ætíð minnast. Alltaf var hann eitthvað að gera fyrir börn okkar, hann nafna sinn og Ragnhildi litlu, hann hafði mjög gott lag á börnum, enda barnavinur. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka tengdaföður mínum allar samverustundirnar, sem voru þó alltof fáar. Þakka honum hans ljúfa viðmót, glaðlyndi hans og gamansemi. En þó fyrst og fremst þakka honum þá umhyggju sem hann sýndu okkur Ástu og börnum okkar, allt fram til þess síðasta. Ég hefi misst kæran tengdaföð- ur og vin, en þau sem mest hafa misst, er hans góða eiginkona, móðir, börn og barnabörn. Guð blessi þau og styrkL Haukur Ásmundsson. Fæddur 29. ágúst 1923. Dáinn 18. mars 1980. Þegar leiðir skilja í bili eftir langa samvinnu, þá rifjast upp margar minningar. Við félagar og samstarfsmenn Markúsar látum hugann reika og fyrir okkur birt- ist mynd af heilsteyptum, ráða- góðum og góðum félaga. Mynd okkar er ekki af félaga í spariföt- um, heldur félaga í vinnufötum á erilsömum vinnustað, þar sem að mörgu þurfti að hyggja. Markús hóf störf hjá Landssmiðjunni 1942, og átti að baki um 38 ára starf hjá fyrirtækinu. Járniðnaðarmenn sem vinna þjónustustörf í skipum og verk- smiðjum skilja ekki eftir sig sjáanleg minnismerki sem stillt er upp á torgum og áberandi stöðum. En skapandi hendur okkar hafa látið eftir sig minnismerki í þjóð- arbúið, skip sem sigla úr höfn í góðu standi, verksmiðjur sem ganga og skila arði í þjóðarbúið. Markús var glaður félagi og skemmtilegur í félagahópi og hann hafði mjög skemmtilega frásagnargáfu. Oft var glatt á hjalla þegar hann var að segja okkur skemmtilegar sögur. Ér okkur minnisstætt þegar einn félagi okkar var að fara til starfa á öðrum stað og við héldum honum kveðjuhóf, þá sagði Mark- ús okkur hverja söguna af annarri og var hver annarri skemmtilegri. A vinnustað sem okkar hafa ávallt verið mjög fjölbreytt verkefni og mörg erfið úrlausnar. Verkstjóri á þannig vinnustað þarf að vera úrræðagóður og fljótur að taka ákvarðanir og oft að framkvæma mjög flókin verkefni á engum tíma. Við urðum áþreifanlega var- ir við hve margir leituðu til Markúsar með ýmiss konar flókin verkefni og var mönnum þar ekki í kot vísað. Verkefnin leyst fljótt og vel af hendi. Það er nú með okkur járnsmiðina sem umgöngumst gróft og erfitt efni, að margir halda að við séum þannig sjálfir, grófir og harðir. En við lærum fljótt að beita lagni og sérstaklega að hamra járnið meðan það er heitt. Ég held að víða sé leitandi að eins góðum félagsanda og einmitt hjá okkur járniðnaðarmönnum. Þetta kom vel fram með Markús sem starfaði með eljusemi og natni fyrir sín samtök og eigum við honum margt að þakka í þeim málum. Við vissum að Markús lagði mikla natni við heimili sitt og hann átti góða konu og mynd- arheimili. Þegar hann átti hús í Heiðargerði, þá var garðurinn hans með þeim fallegustu í bæn- um og allataf var húsið snyrtilegt. Garðurinn hans lýsti best skap- gerð hans, snyrtimennsku og natni. Við vitum öll sem höfum staðið í því að rækta ýmiss konar blóm og jurtir í okkar kalda landi að það er ekki gert nema með umhyggju og að hugur fylgi með. Öll blóm eru með sína sál og krefjast vissrar sérvisku til að þau vaxi, sum þarf að annast sem ungabörn, önnur þarf að kreista dálítið, en þetta þarf að gera ef það fegursta á að koma í ljós og ef blómin eiga a koma aftur að vetri loknum. Þetta gerði Markús, enda var garðurinn hans með þeim fegurstu í bænum. Markús var fæddur í Reykjavík og voru foreldrar hans þau Guðjón Ó. Jónsson trésmiður, sem er látinn, og Guðrún Jónsdóttir. Árið 1944 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Sigurínu Friðriksdóttur, frá Vestmannaeyjum, og eignuðust þau þrjár dætur og tvo syni. Við vinnufélagar Markúsar sendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur til aðstandenda og þökk- um fyrir að hafa eignast góðan félaga og vin. Vinnufélagar í Landssmiðjunni. Fæddur 29. ágúst 1923. Dáinn 18. marz 1980. Mig langar að setja á blað nokkur kveðjuorð til vinar míns, Markúsar H. Guðjónssonar, járn- iðnaðarmanns, er lést að heimili sínu, Fellsmúla 20,18. marz sl. um aldur fram, aðeins 56 ára að aldri. Kynni okkar Markúsar hófust fyrir um það bil þremur tugum ára, er hann kom til Eyja til að sækja brúði sína, Sigurínu Frið- riksdóttur frá Görðum, fóstur- systur konu minnar. Ekki er allt lifandi fyrir mér frá þeim tíma, en þó nokkuð, og þá sér í lagi, hve Markús bauð af sér góðan þokka, hlýr, glaður og góðvildin geislaði frá honum. í fyrstu urðu samverustundirn- ar æði strjálar, það var vík millum vina. Hans starfsvettvangur í Reykjavík, minn í Eyjum. Líka var að fjárhag okkar á frumbýlisárun- um var stakkur skorinn, báðir uppteknir af því að koma upp varanlegum samastað fyrir fjöl- skyldurnar, svo og að samgöngur voru á þeim árum erfiðar og þó nokkurt átak að taka sig upp og sækja hvorn annan heim. Þetta breyttist með árunum, samveru- stundunum fjölgaði, í ferðalögum og þá einkum innan vébanda fjölskyldnanna. Margar þessara samverustunda eru ógleyman- legar. Kom þar margt til. Heimili þeirra hjóna, Ínu og Magga, að Heiðargerði 124, en þar bjuggu þau mestallan sinn búskap, var með þeim myndarbrag að á betra varð ekki kosið. Þessu heimili höfðu þau hjónin komið upp af miklum dugnaði, fyrirhyggju og fórnarlund á sínum fyrstu bú- skaparárum. Innan dyra sem utan bar allt vott um smekkvísi, án tildurs, reglusemi og myndarskap. En þetta kom ekki af engu, hjónin voru samhent, húsbóndinn fram- úrskarandi hagur bæði á tré og járn, svo sem hann átti kyn til, frágangur innan veggja sem utan bar þess líka glögg merki. Ótaldar hygg ég stundir er Markús heitinn fórnaði, að loknum erfiðum vinnu- degi, í að bæta og fegra heimilið og umhverfi þess, því ekki má gleyma skrúðgarðinum. Natni hans við blóma- og trjáræktina dáðist ég svo sannarlega að, og var stundum ekki laust við kinnroða, er mér var hugsað til verka minna á þessu sviði, er voru næsta lítil, rétt grasblettur í kringum húsið. Og þá vildi ég koma að því, sem ég aðeins vék að í upphafi þessara kveðjuorða, mannkosta þessa góða manns. Svo sannarlega er ég, kona mín og börn þakklát fyrir að hafa átt þess kost að kynnast þessum mannkostamanni. Alltaf var manni tekið opnum örmum. Hjartahlýjan sat í fyrir- rúmi. Ef eitthvað bjátaði á og maður dálítið súr út í tilveruna, voru viðbrögðin ævinlega frá hans hálfu að greiða úr, með þeim mannkostum sem Markúsi voru svo eðlislægir, hjálpsemi, góðvild og bjartsýni. Mannkostir þessir komu hvað best í ljós gagnvart tengdamóður hans. Kristín Ög- mundsdóttir tengdamóðir hans brá búi er hún árið 1954 missti mann sinn, Árna Jónsson frá Görðum. Efri ár sín dvaldi hún á heimilum fósturdætra sinna, að jafnaði á sumrum í Eyjum, en á vetrum á heimili þeirra Markúsar og Ínu í Reykjavík. Þar átti gamla konan góðan samastað. Umhyggja og gæði Markúsar í garð þessarar góðu gömlu konu voru alveg ein- stök. Það kunni tengdamóðir hans líka vel að meta. Fallegu orðin og fyrirbænir hennar í garð heimilis- ins, barnanna og þeirra hjóna voru svo sannarlega merki þar um. Starfsvettvangur Markúsar heitins var á sviði járniðnaðar. Vann allan sinn starfsferil hjá sama fyrirtækinu, Landssmiðj- unni. Hann var framúrskarandi starfskraftur, enda settur snemma til mannaforráða sem verkstjóri í umfangsmikilli deild innan fyrirtækisins. Það hefur stundum gustað um rekstur Landssmiðjunnar og í umræðunni þar um stóð hann vörð um fyrirtækið, lét ekki á það halla og gerði það með þeim hætti að augljóst var að þar var á ferð maður er hafði til að bera þá húsbóndahollustu sem sómi er að. Seinustu árin gekk Markús ekki heill til skógar. Sjúkdómur hans var erfiður og hann dvaldi oft á sjúkrahúsum. Þrátt fyrir sjúk- dómserfiðleikana var hann alltaf jafn hress og glaður og bjartsýnn. Svo sem fyrr er að vikið var hjónaband þeirra Sigurínu og Markúsar farsælt, þau áttu fyrir- myndarheimili, eignuðust fimm myndarbörn, en urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa eitt þeirra af slysförum, elskulegan dreng á barnsaldri. Þetta var mikið áfall og þung- bær sorg að sjá á bak yngsta barninu með þessum hætti. Þess- ari miklu raun tóku þau hjónin af mikilli karlmennsku og svo segir mér hugur um að mannkostir Markúsar hafi átt sinn þátt í því að þoka þeim hjónum yfir erfið- asta hjallann á þeirri erfiðu göngu. Ina mín, ég, fóstursystir þín og börnin okkar erum með þér og börnunum þínum í sorg ykkar, biðjum ykkur blessunar og send- um innilegar samúðarkveðjur. Bj. Guðm. Blað Skálholts- skólanema út í fyrsta sinn „SKÁLHYLTINGUR" blað Nem- endasambands Skálholtsskóla, fyrsta tölublað fyrsta árgangs er komið út. Ritstjórn skipa Steinarr Þ. Þórðarson og Óskar Bjartmarz. Á forsíðu er merki Nemendasam- bandsins gert af Þorleifi Magnús- syni. Meðal efnis í blaðinu má nefna grein um Nemendasambandið, nokkur orð um lýðháskóla eftir Heimi Steinsson, rektor skólans, frásögn af ráðstefnu norrænna lýðháskólanema eftir Steinarr Þórðarson, Kristín B. Sigurjóns- son skrifar vetrarannál 1979— 1980 og Þórarinn Þórarinsson rit- ar um Skálholtsskólafélagið 10 ára. | smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar að leysa út vörur fyrir verzlanir og innflytjendur. Tilboö sendist augld. Mbl. merkt: „0 — 4822". AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 ‘Oi' JWor0unbIní>it> Verðbréf Fyrirgreiösluskrifstofan Vestur- götu 17, síml 16223. Hörgshlíð Samkoma í kvöld kl. 8. Ódýr ferðaútvörp einnig töskur og hylki fyrir kass- ettur. T.D.K. Maxell og Ampes kassettur. Hliómplötur, músik- kassettur og áttarása spólur, íslenskar og erlendar. Mikið á gömlu veröi. Póstsendum. F. Björnsson, radíóverslun. Bergþórugötu 2, sími 23889. □ GLITNIR 59803267 — 1 Apkv. K.R. konur og bakverðir Splluö verður félagsvist í K.R. heimilinu fimmtudaginn 27. marz kl. 8.30. stundvíslega. Stjórnirnar. IOOF 9 = 1613268% = Fl. IOOF7 = 1613268% = F.1. Skemmtikvöld verður föstudaginn 28. marz kl. 20.30 aö Laufásvegi 41. Félagsvist og fl. Farfuglar. GEÐVERNOARFÉLAG ISLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.