Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980 31 r • Símon Ólafsson og Kristinn Jörundsson bitast um knöttinn. í gærkvöldi voru þeir samherjar og voru í hópi beztu manna íslenzka liðsins. Valur vann Þór VALSSTÚLKURNAR brugðu sér norður á Akureyri um helgina og unnu góðan sigur á stöllum sínum í Þór. í fyrstu deild, 16 — 14, eftir að staðan hafði verið 9—7 fyrir Val í hálfleik. Valsstúlkurnar höfðu ávallt frumkvæðið í leiknum en þó náðu Þórsararnir að jafna í seinni hálfleik 11 — 11. En þá sigu Vals- ararnir aftur framúr og sigur þeirra varð staðreynd. Leikurinn í heild var ekki vel leikinn og ekki beint fyrir augað. En þó kom tími í seinni hálfleik sem lifnaði örlítið yfir leiknum en sú dýrð stóð ekki lengi og féll allt í sama farið á ný. Bestar hjá Þór voru þær Harpa Sigurðsdóttir og Magnea Friðriksdóttir. Hjá Val var Erna Lúðvíksdóttir best. Dómarar voru þeir Halldór Rafnáson og Ingvar Viktorsson og áttu þeir slæman dag og setti það talsverðan svip á leikinn. Mörk Vals: Erna Lúðvíksdóttir 6 (lv), Harpa Guðmundsdóttir 4, Ágústa Ragnarsdóttir 3, Karen Guðmundsdóttir 1, Sigrún Berg- vinsdóttir og María Jónsdóttir 1. Mörk Þórs: Harpa Sigurðsdóttir 7 (3), Þórunn Sigurðsdóttir 3, Valdís Hallgrímsdóttir 2, Magnea Friðriksdóttir 1 og Guðný Berg- vinsdóttir 1. Unglingalands- liðsmenn í Víking VÍKINGAR hafa fengið tvo unga og efnilega leikmenn til liðs við sig. Þeir Hafþór Sveinjónsson, unglingalandsliðsmaður úr Fram og Hermann Jónsson, einn- ig unglingalandsliðsmaður en úr KR gengu frá félagaskiptum um helgina. Víkingar æfa nú undir stjórn Pólverjans Bogdans Kowalczyk. Hinn nýi þjálfari Víkinga, Youri Sedov er væntanlegur til landsins á næstu dögum og tekur við yfirþjálfun hjá meistaraflokki og einnig 2. flokki. Víkingar fara í æfingabúðir um páskana til Englands. Þrír Ieikmenn Víkings hafa gengist undir uppskurð nýverið, — allir á hné. Það eru þeir óskar Tómasson, sem átt hefur við langvarandi meiðsli að stríða og þeir Lárus Guðmundsson og Ósk- ar Þorsteinsson. H. Halls. Getrauna- spá M.B.L. 2 ■c s jr C 3 Suc 1- 3 £ Sunday Mirror Sunday People Sundav Kxpress News of the world Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Brighton — Nott. Forest 1 2 X 2 X 2 1 2 3 Bristol City — Middlesbr. 1 X 2 2 X 2 1 2 3 Coventry — Wolves 1 X 2 2 X X 1 3 2 C. Palace — Man. Utd. 2 X X X X 1 1 4 1 Ipswich — Derhy X 1 1 1 1 1 5 1 0 Man. City — Bolton X 1 1 1 2 1 4 1 1 Southampton — Norwich 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Stoke — Aston Villa 2 X 1 X 1 1 3 2 1 Tottenham — Liverpool 1 2 2 2 2 2 1 0 5 WBA - Leeds 1 X 1 1 1 X 4 2 0 Notts. County — Sunderland 2 2 X X X X 0 4 2 Swansea — West Ham 1 2 2 2 X X 1 2 3 Furðudómur tryggði Armenum sigurinn ísland — Sovétríkin 96:98 ÍSLENZKA landsliðið í körfu- knattleik varð að lúta í lægra haldi fyrir landsliði Armeníu í iþróttahúsinu í Njarðvík í gær- kvöldi í skemmtilegum og geysi- spennandi landsleik. Lokatölurn- ar urðu 98:96 Armenum í vil og skoruðu þeir tvö síðustu stigin úr vitaskotum þegar aðeins voru eftir 2 sekúndur af leiknum. Rétt áður hafði verið dæmd mjög umdeild villa á islenzka liðið af sovézka dómaranum Sarkisscan og vildu margir meina að hann hefði þar verið að tryggja sínum mönnum sigurinn. Það var vissulega sorglegt að tapa þessum leik fyrir sovézka 100. lands- leikurinn í körfuknatt- leik í kvöld SÍÐASTI . leikur armenska landsliðsins i þessari heimsókn hingað verður i Laugardalshöll í kvöld klukkan 20. Þá mætir það islenzka landsliðinu. Leik- urinn í kvöld verður 100. lands- leikur íslands í körfuknattleik og verður væntanlega mikið um dýrðir. Munu landsliðsmenn okkar leggja allt í sölurnar til þess að vinna sigur í þessum afmælisleik. landsliðinu. íslenzka liðið kom nefnilega mjög ákveðið til leiks og hafði náð öruggri forystu um miðjan fyrri hálfleikinn, mest þrettán stiga mun. En þá urðu afdrifarík mistök í innáskipting- um, öllu byrjunarliðinu skipt útaf og óreyndari menn settir inná. Og áður en menn höfðu áttað sig var staðan orðin jöfn en í hálfleik var staðan 55:52 Islandi í vil. Seinni hálfleikurinn var gífur- lega jafn allan tímann. Oftast var jafnt en aldrei skildu meira en 3 stig liðin. Undir lokin náðu Arm- enarnir þriggja stiga forystu en Guðsteini Ingimarssyni tókst með þrautseigju að jafna metin 96:96 þegar 12 sekúndur voru eftir. En á lokasekúndunum tróðst gamli skipperinn Zactuchov upp að Guð- steini og landi hans með flautuna var ekki lengi að blása í hana og dæma vítaskot. Sannarlega um- deildur dómur. Islenzka liðið lék á köflum skínandi vel og átti sigur skilið. Vafalaust mun það standa sig vel á Polar cup í Noregi. Beztp menn liðsins voru Pétur, Símon, Krist- inn og Guðsteinn og Flosi sýndi góða takta. Stig íslands: Pétur Guðmunds- son 28, Símon Ólafsson 21, Krist- inn Jörundsson 15, Guðsteinn Ingimarsson 11, Flosi Sigurðsson 7, Jón Sigurðsson 6, Jónas Jóhann- esson 6, Gunnar Þorvarðárson 2. Stigahæstir Armena voru Tuch- ikian með 31 stig, Agadianian með 23 stig og Zactuchov með 20 stig. Kristbjörn Albertsson og fyrr- nefndur Sarkisscan dæmdu leik- inn. Sovétmaðurinn dæmdi yfir höfuð vel en einstaka dómar á mikilvægum augnablikum voru vafasamir og vöktu furðu. -SS. Handknatt- leikur í kvöld ÞRÍR leikir fara í kvöld fram i íslandsmótinu í handknattleik, einn í 1. deild karla, einn í 2. deild karla og sá þriðji í 1. deild kvenna. í Hafnarfirði eigast við FH og Haukar í 1. deild klukkan 20.00 og strax að þeim leik loknum leika Haukar og KR í 1. deild kvcnna. Þá eigast við Aftureld- ing og Þróttur að Varmá og hefst leikurinn klukkan 19.15. 12 ítalskir knattspyrnu- menn settir í steininn 12 ítalskir knattspyrnumenn hafa verið handteknir á Ítalíu síðustu dagana. meðan dómsvald- ið þar í landi rannsakar eitthvert mesta hneykslismál sem upp hef- ur komið á Ítalíu og þótt víðar væri leitað í knattspyrnuheimin- um. Þetta hófst allt á því, að tveir tipparar úr röðum óbreyttra borg- ara ásökuðu ýmsa leikmenn um að reyna ekkert allt of mikið á sig í leikjum. Gáfu þeir í skyn, að' mútur væru á kreiki. Þegar orðið „mútur" fór af stað , varð allt vitlaust og nú er búið að loka tólf Hafþór Sveinjónsson, — í Víking. fótboltamenn inni meðan þeir eru yfirheyrðir. Meðal þeirra eru frægir karlar, svo sem landsliðs- maðurinn Bruno Giordani hjá Lazío, Ricardo Albertosi, mark- vörður meistaraliðsins AC Mílanó, Felice Colombo forseti AC Mílanó svo einhverjir séu nefndir. Þá mun vera ætlun yfirvalda að yfirheyra sjálft goðið Páolo Rossi miðherja Perugia og ítalska landsliðsins. Verði einhverjir sekir fundnir, verða þeir sömu vafalítið dæmdir í ævilangt bann frá knattspyrnu- Reykjavíkurmótið í alpagrein- um á skíðum fór fram um helgina og var haldið í Hamragili. Fór mótið fram í blíðskaparveðri, en þó í nokkru harðfenni. Fjöldi keppenda var skráður til leiks og þó að dálítil brögð væru að því að menn mættu ekki til keppni varð yfirleitt fjörug keppni í flestum flokkum. Röð og timi þriggja bestu í hverjum flokki varð sem hér segir: Stúlkur 13—15 ára, stórsvig: sek. 1. Dýrleif A. Guðmunds Á 128,50 2. Inga Hildur Traustad. Á 129,85 3. Guðrún Björnsdóttir Vík. 130,79 Drengir 15—16 ára, stórsvig: sek. 1. Tryggvi Þorsteinsson Á 115,98 2. Jónas Valdimarsson ÍR 121,42 3. Steingrímur Birgisson ÍR 121,71 Drengir 13—14 ára, stórsvig: sek. 1. Þórhallur Reynisson Á 129,52 2. Baldvin Valdimarsson Á 129,91 3. Hermann Valsson ÍR 129,92 afskiptum. Og verði forseti AC Mílanó sekur fundinn um að hafa þegið mútur eða eitthvað slíkt er talið víst að félag hens verði dæmt til þess að leika í 2. deild næsta keppnistímabil. Það er því aug- ljóst að ítalir líta mál þetta engum vinaraugum. Italska deildarkeppnin verður þó ekki látin líða fyrir hneykslið. Sex umferðir eru eftir og er titillinn svo gott sem í höfn hjá Inter Mílanó, sem á engan leik- mann bendlaðan við mál þetta. Stúlkur 13—15 ára. svig: sek. 1. Tinna Traustadóttir A 82,84 2. Rósa Jóhannsdóttir KR 84,61 3. Ásta Óskarsdóttir Á 86,88 Drengir 13—14 ára, svig: sek. 1. Gunnar Helgason ÍR 76,79 2. Hermann Valsson ÍR 82,71 3. Ásmundur Helgason ÍR 85,46 Drengir 15—16 ára, svig: sek. 1. Tryggvi Þorsteinsson Á 78,40 2. Jónas Valdimarsson ÍR 83,00 3. Kristján Jóhannsson KR 83,60 í alpatvíkeppni. stúlkna 13—15 ára sigraði Tinna Traustadóttir með 26,13 stig, Rósa Jóhannsdóttir varð önnur með 32,99 og í þriðja sæti varð Guðrún Björnsdóttir. í alpatvíkeppni drengja 13—14 ára sigraði Gunnar Helgason með 27,50, Hermann Valsson varð annar með 60,31. Loks sigraði Tryggvi Þorsteinsson í alpatví- keppni drengja 15—16 ára með 0,00. Jónas Valdimarsson varð annar með 80,19. Hart barist á Rk-móti unglinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.