Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980 Einu sinni var í sjónvarpi: Fjallað um norræna víkinga Þátturinn Einu sinni var er á dagskrá sjónvarps klukkan 18.25 í dag, og eru sögumenn í þættinum þau Ómar Ragnarsson og Bryndís Schram. Ómar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þessi þáttur kæmi íslendingum svo sannarlega við, því nú yrði fjallað um forfeður okkar norrænna manna, víkingana. Víkingar voru þeir norrænir menn kallaðir er herjuðu á ýmis lönd yfir sumarmánuðina, en sátu að vetrum heima á búum sínum í Noregi, á íslandi eða annars staðar á Norðurlöndum. Hafa þeir yfirleitt verið taldir fremur ómenntaðir og frumstæðir ruddar, nær sneyddir öllu þvi sem menning getur talist. Jafnvel hafi svo verið fyrir þeim komið að þeir hafi verið búnir að tapa allri trú, og aðeins „trúað á mátt sinn og megin“ eins og svo oft er sagt. Seinni tíma rannsóknir á víkingum og víkingatímabilinu hafa hins vegar leitt allt annað í ljós. Hallast nú margir að því að víkingar hafi um margt verið mun meiri menningar- þjóð en talið hefur verið, og er meðal annars sýnt fram á það á Bryndís Schram hinni miklu víkingasýningu sem nú stendur yfir í London. Þess má geta, að þegar Norð- urlöndum stóð til boða að kaupa þættina urðu Svíar mjög óhressir með að í þeim skyldi vera sagt frá útburði barna meðal fornnorrænna manna. Töldu þeir að hér væri um óhróður að ræða. Hinn franski umsjónarmaður gerðar þátt- anna lét sér hins vegar hvergi bregða við þessi mótmæli Svía, og benti þeim á mörg dæmi þess í íslenskum fornritum, að börn væru borin út. En slíkar frásagnir er víða að finna, svo sem í sögunni af Þorsteini á Borg og Finnboga hinum Ómar Ragnarsson ramma. Sjónvarp í kvöld kl. 21.05 Rudolf Nureyev og Margot Fonteyn i einu dansatriðanna sem sýnt verður i þœttinum í sjónvarpinu i kvöld. Ballett með Nureyev og Fonteyn I sjónvarpi í kvöld er þáttur um hinn heimskunna landflótta Sovétmann Rudolf Nureyev, sem er einn fremsti ballettdansari veraldar. Hann flúði land sitt, Sovétríkin, þegar skömmu eftir 1960, og hefur síðan dansað við mjög góðar undirtektir víða um Vesturlönd. Sem kunnugt er hafa fjölmargir ballettdansarar Sovétríkjanna síðar farið að dæmi Nureyevs og flúið land, og var einn þeirra hér á landi síðastliðið sumar, Michail Baryshnikov. í þættinum í kvöld, sem er á dagskrá klukkan 21.05, verður fylgst með dansaranum á æfingum, hann dansar nokkra kunna ballettdansa, og meðal mótdansara hans í þættinum verður hin víðfræga Margot Fonteyn. Útvarp Reykjavík A1IÐNIKUDKGUR 26. marz MORGUNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustu- gr.dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Dagný Kristjánsdóttir held- ur áfram að lesa þýðingu sína á sögunni „Jóhanni" eftir Inger Sandberg (12). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðufregn- ir. 10.25 Morguntónleikar Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur Konsert fyrir blásara, og Konsertpolka eftir Pál P. Pálsson; höfundurinn stj./ Michel Beroff og Parísar- hljómsveitin leika Píanó- konsert eftir Igor Strav- insky; Seiji Ozawa stj. 11.00 Við þörfnumst kristinna mæðra Benedikt Arnkelsson cand. theol. les þýðingu sína á hugleiðingu eftir Billy Gra- ham. 11.20 Tónleikar David Sanger leikur á semb- al Svítu í g-moll eftir Jean- Baptiste Loeillet/ Barokk- trióið í Montreal leikur Tríó í c-moll eftir Georg Philipp Telemann. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45. Veður- fregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa Tónlist úr ýmsum áttum, þ.á m. léttklassisk. 14.30 Miðdegissagan: „Myndir daganna“. minningar séra Sveins Víkings Sigríður Schiöth les (13). SÍÐDEGIÐ 15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Litli barnatiminn Sigrún Björg Ingþórsdóttir stjórnar og talar við tvo drengi, Svavar Jóhannsson (7 ára) og Eið Alfreðsson (8 ára), sem velja sögur ti) lestrar í tímanum. 16.40 Útvarpssaga barnanna: „Glaumbæingar á ferð og flugi“ eftir Guðjón Sveins- son. Sigurður Sigurjónsson byrj- ar lesturinn. 17.00 Síðdegistónleikar Julian Bream leikur á gítar Pavane eftir Maurice Ravel/ Joseph Szigeti og Claudio Arrau leika Fiðlusónötu nr. 1 í D-dúr op. 12 eftir Ludwig van Beethoven/ Dvorák- kvartettinn leikur ásamt fé- lögum úr Vlach-kvartettin- um Sextett í A-dúr op. 48 eftir Antonin Dvorák. KVÖLDIÐ 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Einsöngur í útvarpssal: Elisabet Eiríksdóttir syngur lög eftir Pál ísólfsson, Jór- unni Viðar, Sigfús Einarsson og Edvard Grieg; Jórunn Viðar leikur á píanó. 20.00 Úr skólalífinu Kristján E. Guðmundsson sér um þáttinn og fjallar að þessu sinni um nám í sálar- fræði við félagsvisindadeild háskólans. 20.45 Dómsmál Björn Helgason hæstarétt- arritari segir frá máli varð- andi skyldu tryggingafélags til að greiða bætur vegna bifreiðartjóns, ef iðgjald er ógreitt. 21.15 „Einu sinni var“, leik- hústónlist eftir Lange-Möller Willy Hartmann syngur með kór og hljómsveit Konung- iega leikhússins i Kaupmannahöfn; Johan Hye-Knudsen stj. 21.45 Ctvarpssagan: „Sólon íslandus“ eftir Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi Þorsteinn ö. Stephensen les (30). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Lestur Passíusálma (44). 22.40 Veljum við islenzkt? Annar þáttur í umsjá Gunn- ars Kristjánssonar. Fjallað um samkeppnisgrundvöll ís- lenzkrar iðnvöru. 23.00 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR Umsjónarmaður örnólfur 26. mars Thorlacius. 18.00 Börnin á eidfjallinu. 21.05 Ballettdansarinn Nýsjálenskur myndaflokk (I Am a Dancer). ur. Annar þáttur. Bresk kvikmynd um hinn Þýðandi Guðni Kolbeinsson. heimskunna Ballettdansara 18.25 Einu sinni var. Rudolf Nureyev. Teiknimyndaflokkur. Fylgst er með honum m.a. að Þýðandi Friðrik Páll Jóns- æfingum, og sýndir vinsælir son. Sögumenn ómar Ragn- ballettar. Meðal dansfélaga arsson og Bryndís Schram. Nureyevs í myndinni er 18.50 Hlé. Margot Fonteyn. 20.00 Fréttir og veður. Þýðandi Kristrún Þórðar- 20.25 Auglýsingar og dagskrá. dóttir. 20.35 Nýjasta tækni og visindi. 22.35 Dagskrárlok. I_________________________________________________________/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.