Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980
19
Ragnhildur Rodahl
Nielsen — Minning
Fædd 23. nóvember 1913.
Dáin 19. marz 1980.
í dag verður lögð til hinztu
hvíldar í Kaupmannahöfn frú
Ragnhildur (Ragna) Rodahl Niel-
sen.
Að liðnu hádegi þann 19. marz
barst mér sú dapra frétt frá
Kaupmannahöfn að Ragna vin-
kona mín væri látin.
Árla morguns þennan miðviku-
dag var hún flutt í skyndi sársjúk
frá heimili sínu og lögð inn á
sjúkrahús. Hún hafði fengið
hjartaáfall og fyrir hádegi var
hún öll og klukkustundu síðar
barst sorgarfréttin til vina hennar
og vandamanna hér í borg, sem
aldrei vaentu annars en gleðifrétta
frá Rögnu.
Ég stóð stjörf um stund við að
heyra þessi sáru tíðindi og hugur
minn tók að þjóta með leiftur-
hraða allt frá okkar fyrstu kynn-
um til þeirrar stundar í fyrravor,
sem við áttum saman í gleði og
leik á heimili mínu með hækkandi
sól og ilmandi vori, þá nutum við
þess að lifa lífinu svo sem gerist
meðal vina og vandamanna.
En í þessum hugarminningum
mínum staldraði ég við þá stund
er ég kornung að árum fór í fyrsta
sinn úr foreldrahúsum út í hina
víðu veröld og lá leið mín til
Kaupmannahafnar. Fylgdarvana
lagði ég af stað yfir Atlantsála
með Gullfossi, flaggskipi Islend-
inga, og í glæsilegum sölum hans
kynntumst við Ragna. Það var þá
líkt farið með mig eins og vorgróð-
ur íslenzkrar náttúru, óvarinn og
áveðurs í hretviðrum sumarmál-
anna en frúin tignarleg og til-
komumikil sem fullvaxin eik í
skógþykkni suðrænna laufskóga,
sterk og sigurviss til hvers konar
anna komandi stundar.
Með óróa úthafsins að förunaut
knýttumst við Ragna hér órjúf-
andi vináttutengslum, sem alla tíð
hafa varað síðan þótt að baki séu
nokkuð betur en tveir áratugir.
Frá upphafi okkar vináttu var
Ragna í huga mínum sem mín
önnur mamma og þannig heilsuð-
umst við og kvöddumst í hvert
sinn sem leiðir lágu saman báðum
megin úthafsins.
Ragnhildur Rodahl Nielsen,
fædd Jónasdóttir, var Húnvetn-
ingur að uppruna.
Ung að árum eignast hún dótt-
íslensk kvik-
myndavika
Kvikmyndaíélagið h.f. hefur ákveðið að halda
íslenska kvikmyndaviku í Regnboganum 27. mars
til 2. apríl n.k. Er þetta fyrsta verkefni félagsins.
Myndirnar sem sýndar verða
eru: Friðrik Friðriksson, Ás-
grímur Jónsson, Páll ísólfsson,
Þórbergur Þórðarson og
Reykjavík 1955 eftir Ósvald
Knudsen, Síðasti bærinn í daln-
um, Nýtt hlutverk, Ágirrid,
Reykjavíkurævintýri Bakka-
bræðra og Björgunin við Látra-
bjarg eftir Óskar Gíslason, Eld-
eyjan eftir Ernst Kettler, Pál
Steingrímsson og Ásgeir Long,
Lilja eftir Hrafn Gunnlaugsson,
Gilitrutt og Tunglið, tunglið
taktu mig eftir Ásgeir Long, 240
fiskar fyrir kú eftir Magnús
Jónsson, Ólafur Liljurós eftir
Rósku, Gegnum gras, yfir sand
eftir Þorstein Björnsson, og von-
ir standa til að hægt verði að
sýna Hernámsárin I—II eftir
Reyni Oddsson og að lokum
Konungskomuna eftir Ólaf
Magnússon.
Kvikmyndafélagið h.f. var
stofnað í Reykjavík 11. mars
1980. Markmið félagsins er að
sýna og dreifa kvikmyndum sem
hafa menningarlegt og listrænt
gildi. Félagið hefur aðsetur að
Hverfisgötu 54 í kvikmyndahús-
inu Regnboganum. Fram-
kvæmdastjóri er Kolbrún
Sveinsdóttir.
Lars Ardelius spjall-
ar um sig og ritstörf
sín í Norræna húsinu
Lars Ardelius.
„MIN vág till Reykjavík“ nefnir
sænski rithöfundurinn Lars
Ardelius erindi sem hann flytur
í Norræna húsinu miðvikudag-
inn 26. mars kl. 20.30 en þar
spjallar hann um sjálfan sig og
ritstörf sín.
Lars Ardelius er fæddur 1926
og að loknu stúdentsprófi 1945
lagði hann land undir fót, gerðist
sjómaður, iðnverkamaður, verka-
maður í skipasmíðastöð og vann á
veitingahúsum hér og þar um
heiminn, uns hann sneri aftur og
hóf háskólanám í sænsku, sögu
og sálarfræði, og lauk fil. kand.
prófi 1954.
Fyrsta bók hans kom út 1958,
smásagnasafnið „Daglig alle-
handa“, og síðan rak hverja
bókina eftir aðra, „Mátt och steg“
1959, „Krafter och spel“ 1962,
báðar skáldsögur, „Svávningar",
smásögur 1963, skáldsagan „Rök“
1964, enn smásögur „Spritt
sprángande" 1965, og síðan
skáldsögurnar „Gösta Berglunds
saga“ 1970, „Kronprinsarna"
1972, „Smorgasbordet" 1974, „Och
kungen var kung“ 1976 og „Tid
och otid“ 1978. Sjálfsævisagan
„Plagiat" kom út 1968, og barna-
bókin „Mumiens sista strid“ 1975.
Auk þessa hefur Lars Ardelius
skrifað sex sjónvarpsleikrit. 4
Lars Ardelius hefur hlotið
verðlaun fyrir ritverk sín, Stora
romanpriset fyrir Kronprinsarna
og Aniara-priset fyrir Tid och
otid.
urina Jónínu (Sísí), fer síðan til
Kaupmannahafnar. Á styrjaldar-
árunum var hún búsett um sinn í
Berlín, höfuðborg Þýzkalands.
Eftir átakanlega reynslu af hörm-
ungum styrjaldaráranna flyzt
Ragna að nýju til Kaupmanna-
hafnar, þar sem hún árið 1914
giftist eftirlifandi eiginmanni
sínum, Rodahl Nielsen trésmíða-
meistara. Börn þeirra eru tvö,
Sonja og Bruno.
Heimili fjölskyldunnar var mér
og systur minni ævinlega til taks
sem okkar annað foreldraheimili
og þar var alltaf gnótt af vináttu
og hjartahlýju.
Ragna var glæsileg kona í sjón
og vel greind. Hún var raunsæ og
hollráð hverjum þeim er leituðu
til hennar í vandamálum. Ragna
var traustur vinur íslendinga í
Kaupmannahöfn, hún vitjaði
þeirra sem vina var vant og
einkum var henni umhugað um þá
sem tilheyrðu sjúkrahúsunum.
Blessuð veri minning minnar
ástkæru vinkonu — Rögnu Rod-
ahls — og hjartanlegar kveðjur og
samúð sendi ég maka hennar og
börnum, ástvinum og aðstandend-
um.
Lóló.
I dag verður til moldar borin frú
Ragnhildur Rodahl Nielsen, sem
lést í Kaupmannahöfn 19-03-80.
Þegar fregnir berast um látinn
vin verður huganum reikað til
minninganna um góða konu, sem
öllum vildi hjálpa og á hún miklar
þakkir fyrir þá hugulsemi. Hún
fór með marga Islendinga í
sjúkrahús, sem áttu við vanheilsu
að stríða, Ragna átti alltaf tíma
fyrir þetta fólk og ekki skemmdi
eiginmaðurinn það. Ég á Rögnu og
eiginmanni hennar svo margt að
þakka fyrir fölskvalausa vináttu
og tryggð í áraraðir.
Það var oft glatt hjá vinkonun-
um, sem bjuggu í sama húsi í
Helgolandsgade 12-K, enda ungar
að árum og lífið brosti á móti
okkur.
Guð breytist aldrei. þótt breytist allt
i brengluðum heimsins vonum
hdils hjálparráð eilift. er aldrei valt
ok órusKt að treysta honum.
Rodahl, jeg sender dig og dine
Kære mange tanker í jeres sorg.
Ragnhildur var dóttir Margrét-
ar Þorsteinsdóttur og Jónasar
Jónassonar að Hlíð í Vatnsnesi.
Hún fæddist 23. 11. 1913 og átti
eina systur og fimm bræður. Ung
að árum giftist Ragna Robert
Benter bryta, sem fórst með
dönsku skipi í stríðinu, eina dóttur
eignuðust þau hjón, Jónínu (Sísí),
sem er ekkja og býr hér í borg, á
hún fjögur börn.
Frá elskandi dóttur kveðja kær,
hvert kvöld í húmkyrrð ómar.
1944 giftist Ragna seinni manni
sínum, Peter Rodahl Nielsen
trésmíðameistara, miklum dugn-
aðarmanni, þau áttu tvö börn,
Sonju og Bruno, og tvö barnabörn.
Hefur fjölskyldan búið að Hytte-
lunden 16, Bröndby-Strand, en
fyrir nokkrum árum flutu þau að
Allégade 27, Kaupmannahöfn F.
Ég sendi mína innilegustu sam-
úð til allra ástvina hennar.
Vertu sæl — þó horfin hér
sér hjartans vonum þreyðum
og friður drottins fylpri þér
á fósrum himinleiðum.
Guðrún.
Margir litár
Stæróir: 105-140 cm
BUXUR
denim og flauels
Dino
ERUÐ ÞIÐ MEÐI
HOPINN?
Austnrstnrti 10
sinii; 27211
\V