Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980 23 Pétur Helgason — Kveðjuorð fyrstu nefndina sem sá um undir- búning að byggingu þessa fallega heimilis og valdi staðinn að Höfða sem ég spái að framtíðin telji að vel hafi verið valinn. Hann tók fyrstu skóflustunguna og sagði um leið: Ég mun flytja hingað um leið og byggingu er lokið. Síðan tók heilsu hans að hnigna, hann varð svifaseinni og fasminni bæði í gangi og sam- ræðu. Það reyndist rétt að hann hafði ekki lengur heilsu til að búa einn og þegar fyrstu íbúar skyldu flytja að Höfða var hann einn þeirra og honum voru boðin þau forréttindi vegna vinnu sinnar að byggingamálunum að velja sér íbúð. Hann kom á skrifstofuna til mín og bað mig um að koma með sér inn á Höfða því honum væri boðið að velja sér íbúð. Við gengum um ganga og her- bergi efri hæðarinnar sem fyrst átti að flytja í. Við horfðum út um glugga íbúðanna og ég vakti at- hygli á því hve fallegt útsýni væri ti hafnarinnar, Langasands og yfir sjóinn. Þessa íbúð skyldi hann velja sér. Nei, sagði hann, ég ætla að velja mér herbergi þar sem sést inn að Krossi. Bær og staður æskuáranna var honum kær. Þangað vildi hann horfa og hugsa til þeirra ára sem kannski verða síst gleymd þegár óminni áranna færist yfir, sam- veru í hópi foreldra og systkina, þegar ljómar af bjartsýni æskunn- ar og dul fullorðinsáranna bíður eftir manni. Allt hverfur að lokum til upp- runa síns. I dag er hann kvaddur hinstu kveðju í Akraneskirkju. Við félagar og samstarfsmenn hans í Verkalýðsfélagi Akraness kveðjum heiðursfélaga og þökkum störf hans allra áranna frá því félagið var stofnað 1924 og til æviloka hans. Herdís Ólafsdóttir. A þessari kveðjustund vil ég þakka vini mínum áratuga löng kynni og vináttu alla tíð, allt til dauðadags. Margs er að minnast um sam- skipti okkar og þá fyrst er ég var 18 ára. Þá var ég kosinn í stjórn Sjómannadeildar verkalýðsfélags Akraness, undir formennsku hans, ásamt Einari heitnum Magnús- syni. Starfið með þeim mótaði mjög afstöðu mína félagslega. A þeim árum vorum við Einar heitinn báðir starfandi sjómenn, en mörgu þurfti að breyta og þá með sérsamningum hér heima. Voru þá mörg þeirra mála til lykta leidd og tel ég hiklaust að samningar sjómanna hafi þá verið betri en hér þekktist við Faxaflóa. Þegar Sjómannasamband ís- lands var stofnað beitti Sigríkur sér mjög fyrir því að Sjómanna- deildin yrði með þeim félögum er stóðu að stofnun þess og var hann kosinn í stjórn þess og tók þátt í mótun þess fyrstu árin. Ahuginn var svo mikill að hvern dag, líka þegar landlega var, fórnaði hann frístundum sínum í þágu þeirra er hann hafði helgað krafta sína til að berjast fyrir. Hann var mikill áhugamaður um bridge. Þegar stund kom var hann alltaf tilbúinn að taka í spil, bæði á vinnustað og á kvöldin að vinnu lokinni. Einnig var eitt mesta áhugamál hans laxveiðar og stundaði hann þær aísumrin. Þegar framkvæmdir hófust við byggingu Sementsverksmiðju ríkisins, lágu leiðir okkar saman, því þar áttum við sameiginlegan vinnustað og félaga allt þar til árið 1970, en þá hætti ég starfi þar. En þar með lauk ekki okkar vináttu, hún hélst alla tíð. Síðustu æviárin dvaldist Sig- ríkur á Dvalarheimilinu Höfða. Hann var mikill baráttumaður fyrir byggingu þess heimilis og gaf ágóðann af sölu íbúðar sinnar til þess. Hann var í fyrstu stjórn dvalarheimilisins og tók fyrstu skóflustunguna að því. Að lokum sá hann þennan draum siim verða að veruleika. Að endingu vil ég þakka kærum vin ómetanlegt framlag í þágu félagsins frá stofnun þess, á með- an kraftar hans entust. - Skúli Þórðarson. Fæddur 4. febrúar 1905. Dáinn 12. mars 1980. Hamingjan býr í huga manns, höpp eru ytri gæði. Dyggðin ein má huga hans hvila og gefa næði. Sig. Breiðf jörð. Horfinn er Pétur Helgason úr hópi fjölskylduvina og samferða- manna. Enginn getur frestað sínu skapadægri. Hvert eitt okkar verður að hlíta kallinu þegar stundin er komin. Allt líf okkar er sífelld leit að lífshamingju og hana finnum við á margan hátt, í leik og í starfi. Eitt er þó best sem við eignumst á lífsleiðinni, það eru góðir vinir og samstarfsmenn. Það er ekki nauð- synlegt að samleiðin sé löng, heldur að hún sé traust og skilji eftir ógleymanlegar minningar, sem hægt er að ylja sér við þegar veikindi eða sorg berja að dyrum. Við Pétur höfum þekkst allt frá því ég giftist systur hans, Sigríði, árið 1930. Öll þessi ár hefur verið gott að eiga hann að mági, þótt vegalengd milli vina hafi verið þröskuldur hvað dagleg samskipti snertir, þar sem Pétur bjó alla sína tíð norðan fjalla, fyrst á Siglufirði og síðan á Sauðárkróki. Þó var það ekki ósjaldan að við hjónin gistum hans elskulega heimili, þar sem hann tók okkur opnum örmum, og ekki síður eiginkona hans Ingibjörg Jóns- dóttir, sem á fáa sína líka í móttöku gesta, enda vel þekkt í hótelrekstri. Hugurinn reikar yfir farinn veg og er fullur þakklæts til látins vinar. Honum voru gefnir slíkir mannkostir, eðlið var svo frjótt og skapgerðin skemmti- leg, að Pétur vár alls staðar og alltaf velkominn gestur. Pétur var orðlagður hesta- maður, átti alltaf góðhesta og tók þátt í mörgum hestamótum. Þá var hann góður söngmaður og ljóðelskur mjög. Foreldrar Péturs voru merkis- hjónin Friðrikka Pétursdóttir, ættuð úr Hafnarfirði, og Helgi Jónsson, kenndur við Tungu hér í Reykjavík, ættaður ofan úr Mýr- um. Þegar ég kynntist þeim hjón- um og þeirra stóra barnahópi, bjuggu þau á Njarðargötu 33 hér í borg. Þar var oft glatt á hjalla og mikið sungið, jafnvel við uppvask- ið í eldhúsinu var sungið og oft þrí- og fjórraddað. Þess munu fá dæmi. Það eru hugljúfar minn- ingar bundnar við Njarðargötu 33, dóttir — Fædd 4. júlí 1907. Dáin 18. mars 1980. Jóna Þórunn Árnadóttir lést í Landspítalanum þriðjudaginn 18. þ.m. eftir stranga sjúkdómslegu. Hún var fædd í Reykjavík 4. júlí 1907. Þau systkinin voru átta og einn fósturbróðir. Að þeim lágu kjarnmiklar gáfuættir og urðu þau mætir borgarar. Eru nú að- eins fjögur þeirra og fósturbróðir á lífi. Jóna giftist árið 1927 Magnúsi Stefánssyni stórkaupmanni, sem lést um aldur fram árið 1963. Þau eignuðust fjögur börn. Eina dótt- ur, Nönnu, sem þau misstu 9 mánaða gamla. Synirnir þrír eru: Birgir verslunarmaður, kvæntur Birnu Ögmundsdóttur, Árni Freyr verslunarmaður, kvæntur Soffíu Jensdóttur, og Stefán Örn úrsmið- ur, kvæntur Sigríði Gísladóttur. Þau eru mörg árin síðan ég og fjölskylda mín hittum Jónu í fyrsta sinn. Atvikin höguðu því þannig að eftir það lágu leiðir okkar mikið saman. Við vorum fljót að finna að þarna fór kona óvenju vönduð til orðs og æðis. Sérlega myndarleg var hún með þær eru geymdar og glatast ei þótt tímans tönn vinni á flestu og færi okkur fjær og fjær unglingsárun- um. Árið 1934 giftist Pétur eftirlif- andi konu sinni, Ingibjörgu. Það mun hafa verið mesta gæfa Péturs í lífinu að eignast hana að lífs- förunaut. Sífelld ást og umhyggja og alltaf sama róin og æðruleysið á hverju sem gekk, því enginn siglir svo lífsins sjó að ekki gefi á bátinn öðru hverju. Þá er að halda stefnunni og verja lífsfleyið áföll- um og þetta tókst Ingibjörgu með slíkum ágætum að hún á þökk og heiður fjölskyldunnar fyrir það hvað hún var traustur og góður förunautur maka síns alla þeirra sambúð. Hún var og er perla í hópi íslenskra kvenna. Áður en Pétur kvæntist átti hann dóttur, Huldu. Hún er yfir- hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Dreng tóku þau Pét- ur og Ingibjörg í fóstur, Hákon Tryggvason, og reyndust honum sem bestu foreldrar. Hann er nú kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, kvæntur Sigríði Guð- brandsdóttur. Son eignuðust þau Ingibjörg og Pétur, Erling Örn. Hann er versl- unarmaður á Sauðárkróki, kvænt- ur Sigrúnu Skúladóttur. Síðast þegar Pétur var á ferð í Reykjavík, sem var stuttu áður en hann dó, kom hann þrisvar i heimsókn tíl mín. Við rifjuðum upp margt skemmtilegt frá liðn- um árum og höfðum bæði gagn og gaman af. Mér kom síst til hugar þá, að Pétur ætti stutt eftir, svo hraustlega leit hann út og virtist enn búa yfir mikilli lífsorku. En þetta er köld staðreynd, sem við verðum að sætta okkur við. Kannski er það léttara að vita, að við förum öll, fyrr eða seinna, þennan sama áfanga og vonandi til sömu heimkynna. Þeim fjölgar nú óðum vinunum og samferðamönnunum sem farn- ir eru yfir landamæri lífs og dauða. Það er mikil náðargjöf að eiga þá trú að líf sé eftir þetta líf og að maður eigi eftir að hitta ættingja og vini sem taka á móti manni og veita leiðsögn á nýjum, ókunnum leiðum sem liggja að fótskör Frelsarans. Trú mín er sú, að í þeim hópi verði Pétur mættur, svo félags- lyndur, hjálpfús og góður drengur sem hann reyndist í þessu lífi. Megi Friðarins Guð gefa honum styrk og kraft til þess að þeysa á minning festu í fasi og hlýja, rólega framkomu. Hún var höfðingleg og gestrisin af þeirri list að á heimili hennar var mannbætandi að koma. Það var eftirtektarvert hve vel henni tókst við syni sína og fjölskyldur þeirra eftir fráfall manns síns. Þegar hún stóð ein fyrir bæði, hvikaði hún í engu frá hinu samhenta lífsformi þeirra hjóna og því varð hún fjölskyldum sínum það ein, sem þau hjón voru bæði búin að leggja grundvöllinn að. Fyrir mig og fjölskyldu mína varð það dýrmætt að kynnast þessari greindu og góðu konu, sem kom inn í líf okkar þegar Soffá mágkona mín giftist syni þeirra, Árna Frey. Einnig við slíkar tengdir átti hún stórt hjarta. Hún varð bratt eins konar amma í vitund sona minna og allrar fjöl- skyldunnar. I nær tvo áratugi var það fastur liður í hátíðahöldum á aðfanga- dagskvöld að koma til „Jónu ömmu“ og eiga þar ógleymanlegar stundir með henni og fjölskyldum sona hennar áður en kvöldið var á enda. Þegar synir mínir eignuðust fögrum fákum og vængjum söngs- ins upp í himinbláma eilífðarinn- ar þar sem einn dagur er sefn þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. Eg enda svo þessi kveðjuorð með ljóðlínum eftir Einar Bene- diktsson þar sem hann sér inn í huliðsheiminn mikla, sjálfa eilífð- ina: Eillfd. eilifð, orð á mannsins tungu. andans bæn við dauðasporin þunsu, þrá til lifs, til lifs i lægsta ormi, Ijðsblik himnadaKS á kvöldsins hvarmi. Ris þú friðland, stjörnudjúps af stormi, ströndin þar sem sái vor allra biöur. Timi er svipstund ein, sem aldrei liður alseims rúm, ein sjón, einn dýrðarbjarmi. Vinur er horfinn úr hópnum. Þar er skarð fyrir skildi, en minningin lifir um mætan mann. Ég og mitt fólk sendum Ingi- björgu, börnunum og öðrum ætt- ingjum innilegustu samúðar- kveðju. Theodór Gíslason. Verði ljós, er lýsi öllum þjódum Lausnarans svo megi vegsemd sjá. Verði Ijós, svo Guðs á vegi góðum gangi sérhver maður jörðu á. (Gísli Halldórsson) Hann er farinn síðustu ferðina hann Pétur bróðir. Hann bjó á Sauðárkróki lengst af ævinnar. Þar undi hann hag sínum vel með sinni ágætu konu Ingibjörgu Jóns- dóttur. Áttu þau einn son, Erling Örn, sem býr á Sauðárkróki, kvæntur Sigrúnu Skúladóttur og eiga þau tvö börn, Pétur Örn og Valgerði, einnig á Erling 15 ára son sem Þórður heitir. Systurson- ur Ingibjargar ólst upp hjá þeim, Hákon Tryggvason kennari, kona hans er Sigríður Guðbrandsdóttir og eiga þau fjögur börn. Pétur eignaðist dóttur áður en hann gifti sig, Huldu yfirhjúkrunarkonu á sjúkrahúsi Sauðárkróks. Það eru hugljúfar bernskuminningar sem fjölskyldur fjölgaði gestunum hjá „Jónu ömmu“ á aðfangadagskvöld og reyndar oftar. fara í gegnum huga minn þessa daga, minningar um æsku okkar systkinanna. Við vorum þrettán fædd, ellefu komust á legg, Pétur var elstur, ég þriðja í röðinni, vorum við því mjög náin í starfi og leik. Það þótt öllum heima svo vænt um hann Pétur, hann var svo elskulegur drengur, svo hlýr og góður við alla og með sinni snilldarlegu kímni, gat hann látið okkur systurnar snúast í kringum sig. Hann brosti sínu falleg brosi og sagði: þú gerir þetta nú fyrir mig. Bestu æskuminningar mínar eru bundnar við hann, við vörum svo samrýmd, ég var með honum við störf úti við og sótti með honum hesta, man ég hvað hann var syngjandi sæll og glaður á hestbaki, Pétri var hestamennska í blóð borin, hann átti alltaf hesta, fór vel með þá og þótti vænt um þá. Hann var aðeins níu ára gamall þegar hann var látinn á einn gæðing sem pabbi átti, voru sett lóð í fætur hans til að þyngja hann og varð hann fyrstur á kappreiðum sem haldnar voru á íþróttavellinum á melunum, níu ára gamall drengur, já, honum var snemma mikið ætlað. Þegar þessi stóri systkinahópur tvístraðist i allar áttir skildu leiðir, ég fór vestur á Snæfellsnes, en Pétur norður, fyrst til Siglu- fjarðar og þaðan á Sauðárkrók. Á Siglufirði kynntist Pétur sinni elskulegu eiginkonu og um hana hef ég hans eigin orð, hún Ingi- björg á fáa sína líka. Við hjónin komum til Péturs og Ingibjargar meðan þau höfðu hótelin á Sauð- árkróki og á ég yndislegar minn- ingar frá þeim tíma. Einu atviki gleymi ég aldrei úr heimsókn minni, við Pétur stóðum hlið við hlið í dyrum hótelsins og horfðum út í kvöldkyrrðina, innan úr stof- unni bárust ómar af því síðasta úr útvarpinu, Ó, Guð vors lands, við rauluðum undir og er mér það ógleymanlegt, Péturs undurfagra rödd, sem hafði alveg sérstakan blæ, ómaði svo þýtt úr í kvöld- húmið. Ég held ég hafi ekki heyrt hann raula eftir það. Ég er þess fullviss, að Sauðárkrókur setur niður við burtför Péturs, hans persónuleiki setti svip sinn á bæinn, og þar á hann marga vini sem sakna hans. Hann hvarf af sjónarsviðinu rétt fyrir sæluvikuna, er sú vika einkennandi fyrir Skagfirðinga. En nú byrjar hann sínar sælu- vikur, hann þarf ekki lengur að spyrja, eins og stendur í erindinu sem hann söng svo oft. Er til sæla er sífellt má vara? Guð fylgi honum inn í eilífðar- löndin og haldi sinni verndarhendi yfir ástvinum hans. Beta systir. Er synir mínir og fjölskyldur þeirra hafa dvalið hérlendis í jólafríum sínum nú síðustu ár, hafa aðfangadagskvöldin alltaf endað í hinum góða hópi hjá „Jónu ömmu“. Það er mikill sjónarsviptir að Jónu Árnadóttur, sem harður sjúkdómur lagði að velli, þótt andlegt þrek hennar og skýr hugsun héldust fram á síðustu stund. Líf okkar allra, sem henni kynntust verður nú fátækara af dýrmætum samverustundum. Ástvinum hennar öllum er óbæt- anlegt skarð fyrir skildi. Um leið og einlægar samúð- arkveðjur eru hér sendar til ást- vina hennar allra frá okkur hjón- um og fjölskyldum sona okkar í fjarlægum löndum, er „Jóna amma“ kvödd með þakklæti fyrir óvenju trausta samfylgd í lífinu. Guð blessi minningu hennar. Hreiðar Stefánsson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Jóna Þórunn Árna-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.