Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 25
r MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980 25 fclk í fréttum + Þjóðhöfðingjar aka hér í opn- um vögnum í kalsaveðri. I vagn- inum til vinstri eru Margrét Danadrottning og Juan Carlos Spánarkonungur. Konungurinn og drottning hans Sofia komu í heimsókn til Danmerkur í síðustu viku. — Segja blöðin, að aldrei fyrr hafi nokkur erlendur þjóðhöfðingi ekið í opnum vagni um Kaupmannahfn í þvílíkum kulda, sem verið hafði í borginni þennan dag. — í vagninum til hægri, sem ekið var fast á eftir vagni Margrétar, voru þau Henrik prins drottningarmaður og Sofía Spánardrottning. — Þegar vagnar þjóðhöfðingjanna komu inn á Ráðhústorgið sýndi hitamælirinn stóri í Richturnin- um að hitinn var núll gráður í kóngsins Kaupmannahöfn. + Þetta er nýleg mynd frá Iran, af Ayatollah Khomeini. — Hann er hér staddur í Teheran — heilsar lýðnum af svölunum. — Ekki er vitað hverjir þeir eru þessir fulltíða menn, sem eru á myndinni með trúarleiðtoganum mikla, en unglingarnir tveir eru barnabörn hans, í heimsókn hjá afa gamla. Fjölda- moröingi + Maður þessi er af- kastamesti fjölda- morðingi Bandaríkj- anna, John Gacy að nafni, 37 ára gamall Chicagobúi. — Hann hefur verið mjög í frétt- unum, vegna þeirra 33 morða, sem kviðdómur í borginni, skipaður sjö körlum og fimm konum, telur sannað að John þessi hafi framið á árun- um 1972—78. — Hann var handtekinn skömmu eftir síðasta morðið, en það framdi hann skömmu fyrir jólin 1978. — Allt voru það ungir piltar sem hann myrti. — Hann plataði þá heim til sín undir því yfir- skyni að útvega þeim atvinnu. Hann myrti þá ala í kynvilluæði. — Rúmlega 100 vitni voru leidd fram og vitna- leiðslur stóðu yfir í sam- fleytt 28 daga. — Hann virtist ekki snortinn af framburði vitnanna, fyrr en kom að því að fyrrum eiginkona hans var leidd í vitnastúkuna, þá hafði John brostið í grát. — Kviðdómurinn hafði ekki ákveðið hina endanlegu refsingu mannsins þegar þetta er skrifað, en dauðadómur virtist yfir- vofandi. Spurning var á hvern hátt hann yrði tekinn af lífi fyrir glæpi sína. Tveir í sjúkra- húsi + Tveir kunnir menn í kvikmyndaheiminum hafa verið í sjúkrahúsi að und- anförnu. — Annar þeirra er sjálfur Alfred Hitchcock, sem nú er orðinn 80 ára. Hann var lagður inn í frægt sjúkrahús í Los Ang- eles, og var til rannsóknar, sem tók nokkra daga. — I lok síðasta ars var hann sleginn til riddara af Eliza- betu Englandsdrottningu. — Hitchcock, sem er fræg- astur fyrir æsikvikmyndir sínar er Breti. — Og í þessu sama sjúkrahúsi var gam- anleikarinn frægi Jackie Gleason fyrir skömmu og gekk þar undir allsherjar læknisskoðun. Hann er annars ekki nógu góður til gangs vegna helti. Hann var nýlega viðstaddur golfkeppni atvinnumanna, sem hann efnir árlega til og við hann er kennd. Hún var háð á golfvelli hans í Laud- erhill í Florida.. Gleason er nú 64 ára gamall. Spánn Spánn Innflytjendur M/s Suðurland lestar í Bilbaó 11. apríl til íslands. Umboðsmenn: EMASA — Servicios s.a. San Vincente s/n — Planta 9, Bilbaó Sími: 4215146 og 4217025. Telex: 32458. Nesskip H/F Lögtaksúrskurður Að kröfu innheimtu ríkissjóðs í Hafnarfiröi, Garða- kaupstað, Seltjarnarnesi og Kjósarsýslu úrskurðast hér með að lögtök geti farið fram fyrir gjaldföllnum en ógreiddum söluskatti fyrir 4. ársfjóröung 1979 og viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila svo og fyrir nýálögðum hækkunum þing- gjalda ársins 1979 og fyrri ára. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði geta farið fram að liðnum átta dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Hafnarfiröi 24. marz 1980. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Garöakaupstað og á Seltjarnarnesi, Sýslumaöurinn í Kjósarsýslu. PASKAFERÐALAG? SKIDOO EVEREST 500 E Stór, sterkur og sparneytinn sleöi með öllum búnaði, mælum, rafstarti o.fl. Vandaöar kerrur, henta bæöi fyrir jeppa og fólksbíla, stór dekk og sterk fjöðrun. Tengisleðar, 3 stæröir: 150 kg, 250 kg og 500 kg, mjög þýöir. Gísli Jónsson & CO. HF. Sundaborg 41 — Sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.