Morgunblaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1980
Svona á að framreiða eldtungusteikt kjttt á teini! Dásamlegt sumarírí þarna
norður á íslandi. Aldrei þurr
dagur í fjórar vikur.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Slæmur er samningurinn, hugs-
ar þú sjálfsagt þegar þú lítur á
spilin í skemmtilegri úrspilsæf-
ingu. Suður gaf spilið og er
sagnhafi í þrem gröndum en
andstæðingarnir hafa báðir alltaf
sagt pass.
Norður
S. 62
H. 109854
T. G63
L. KG9
Suður
S. Á108
H. ÁD32
T. ÁD8
L. ÁD8
COSPER
Ég byrja alltaf á naflanum!
Vill þjóðin að
geðsjúkdómar
séu feimnismál?
Til Velvakanda.
Ég verð að segja að ég dáist
að listamanninum og alkóhólist-
anum, sem kom fram í sjónvarp-
inu laugardagskvöldið 15. þ.m. og
sagði sögu sína umbúðalaust og af
einlægni og hreinskilni.
Það hefur orðið slík breyting á
málefnum áfengissjúklinga síðan
AA-samtökin og S.Á.Á. tóku til
starfa, að hulunni hefur verið
svipt af því sem áður var talið
feimnismál. Nú þykir ekkert
sjálfsagðara en að þessir sjúkl-
ingar séu iagðir inn um tíma, rétt
eins og um sykursjúklinga sé að
ræða, þeir taka svo til starfa á ný
í þjóðfélaginu og reyna eftir beztu
getu að ná fótfestu aftur. Sjúk-
dómurinn er ekki læknaður, en
honum haldið niðri af þeim sjálf-
um.
En einn er sá hópur sjúklinga,
sem of hljótt er um enn sem komið
er, og eru það geðsjúklingar.
Heilafrumur hljóta að hafa sama
tilverurétt og aðrar frumur líkam-
ans. Þess vegna ætti ekki að gera
neinn greinarmun á geðsjúkdóm-
um og öðrum sjúkdómum, félags-
lega séð. Sjálf þekki ég mikið af
vel gefnu og menntuðu fólki, sem
einhvern tíma á lífsleiðinni hefir
þurft að vera á geðdeildum lengri
eða skemmri tíma, sumir jafnvel á
hverju ári, sem sagt virkir geð-
sjúklingar eða óvirkir. Allir þessir
sjúklingar ná sér á köflum, sumir
hverjir alveg. Margir sjúkl-
inganna kvarta undan neikvæðum
viðbrögðum fólks, þegar þeir koma
út í lífið á ný, og geta heilsu
sinnar vegna farið að umgangast
fólk og vinna.
Er ekki kominn tími til að þessi
hópur fái tækifæri til að tjá sig í
fjölmiðlunum? Þá gæti margt
komið fram í dagsins ljós, sem
gæti breytt neikvæðri afstöðu
fólks til geðsjúkra og þeim erfið-
leikum er þeir eiga við að stríða.
Eða vill þjóðin að geðsjúkdómar
séu feimnismál?
Áhugamaður um geðvernd
Sjálfsagt hefðir þú frekar vilj-
að, að makker þinn spilaði fjögur
hjörtu en gegn gröndunum þrem
spilar vestur út spaðakóngi.
Þú gefur tvo fyrstu slagina á
spaða, tekur þann þriðja en þá
þarf að ákveða framhaldið?
Auðvitað erum við sammála um,
áð ekki fást níu slagir án hjarta-
litarins. Og sé þess nokkur kostur
það að gerast þannig, að vestur fái
ekki slag á litinn, því eðlilegt er,
að búast við báðum spöðunum,
sem vantar, á hendi hans. Til
greina kemur að taka strax á
hjartaásinn. Þá fær vestur ekki á
kónginn blankan. En það er næst-
besta leiðin.
Við leitum að þeirri bestu og
finnum hana. Spilum lágu laufi á
gosann og síðan hjarta frá blind-
um.
Vestur
S. KDG43
H. G76
T. K92
L. 43
Austur
S. 975
H. K
T. 10754
L. 107652
Og þegar kóngurinn kemur fær
austur að eiga slaginn. Þá er
fullkomlega tryggt, að vestur fær
ekki slag á litinn en við í allt níu.
En væri spilið þannig, að austur
léti lágt þegar hjartanu var spilað
tækjum við á ásinn, spiluðum
aftur laufi á blindan og síðan
hjarta að drottningunni. Og með
því hefðum við gert okkar besta.
Ný kapella
í Fossvogi
VIGÐ hefur verið ný kapella í Fossvogi og
annaðist biskup Islands hr. Sigurbjörn
Einarsson vígsluna að viðstöddum dóm-
prófasti, sr. Olafi Skúlasyni og mörgum
prestum Reykjavík.urprófastsdæmis auk
ýmissa starfsmanna og gesta. Organisti
var Sigurður Isólfsson, sem jafnframt
stjórnaði söng.
Frá vígslu kapellunnar, biskupinn fyrir altarinu og vigsluvottar til hliðar.
Kapellan rúmar allt að 60 manns í sæti
og er ætluð til afnota fyrir kistulagn-
ingarathafnir og fámennari útfarir. Jafn-
framt byggingu hinnar nýju kapellu hafa
líkgeymslur verið endurnýjaðar og útbúin
hafa verið sérstök herbergi á kirkjuloft-
inu fyrir presta og þá sem við þá eiga þar
erindi. Ólafur Sigurðsson arkitekt teikn-
aði og sá um breytingar þessar og Leifur
Breiðfjörð hefur gert steinda glugga í
kapelluna. Segir að lokum í frétt frá
Kirkjugörðum Reykjavíkur að breytingar
þessar stórbæti alla aðstöðu útfararþjón-
ustunnar fyrir starfsmenn, presta og þá
sem sækja hinar ýmsu athafnir.
Nýja kapellan í forgrunni.