Morgunblaðið - 10.04.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.04.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 Jón £>. Árnason — Lífríki og lífshættir XLVIII Það er heilaspuni að ímynda sér, að Vesturlönd geti keypt sig frá glötun með því að láta traðka á sér. Háskalegrar hylli nýtur enn sem fyrr og þrátt fyrir allt, sú gljádregna fagnaðarkenning, að auðlindir jarðar séu ótæmandi og hæfni mannkynsins til skyn- samlegrar nytjunar þeirra engin takmörk sett. Um þessa fávís- legu óskagetgátu hafa síðustu 200 ár mannkynssögunnar' að verulegu leyti snúizt. Andófs, sem útlit er fyrir að valdið gætu straumhvörfum, hefir þó gætt með vaxandi þunga undanfarna 2—3 áratugi. Þannig hafa nokkrir málsmet- andi fræðimenn vakið athygli á, að í upphafi þessa tímabils hafi frumherjar hagfræðinnar gerzt sekir um ferlega vinstrivillu, ámóta skrípilega og hún hafi verið líkleg til vinsælda, sem síðan hafi ráðið stefnunni: þeim hafi orðið á, að notast nær eingöngu við þau efnahagslegu byggingarefni við smíði fræði- háhýsa sinna, er manneskjan fengi handþuklað, gæti heflað, sniðið eða raðað saman. Á þess- um grunni reis síðan aragrúi hliðarkenninga, þ.á m. óteljandi sortir af sósíalisma, en af slíku samansafni hafði t.d. ég bókað 114, þegar ég gafst upp á skrán- ingu fyrir 6 árum. An baráttu ekkert líf Allt fyrir magann Höfuðdrættir allra yfir- og undirkenningafeiknanna felast í, hvernig framleiðsla skuli aukin og neyzla mögnuð í þeim tilgangi að pressa alla í gegnum ham- ingjuhliðið á sem allra skemmst- um tíma. Öllum töfum og tálm- unum, afturkippum og glanna- ströndum er stutt og laggott skellt á „vitlausa pólitík" eða ráðríka embættismenn. Aldrei er látinn í ljós grunur um, að náttúruríkið gangi ekki fyrir ímyndunarafli og óskaorku manneskjunnar sjálfrar. Bæði markaðsmenn og marx- istar eru haldnir „galdratrú kenningasmiðjanna" eins og mig minnir að Emil Kung nefni sálarástand þeirra (í bók sinni „Wohlstand und Wohlfart", Tiib- ingen 1972), er hann telur eink- um lýsa sér í hugdettu um að sérhver sæludraumur sé fram- kvæmanlegur. Ennfremur segir hann, að safnaðarfólk sé jafnvel heiðarlega sannfært um, að lífs- hamingjan sé eingöngu peninga- spursmál. Svipaðar hugrenningar þykist ég mega lesa út úr ummælum hins þekkta hagvísindamanns, Friedrich A. von Hayek, í lær- dómsríku og frægu blaðaviðtali hinn 28. janúar þ.á., þar sem hann telur, að síðastliðin 100 ár hafi þeir straumar í heimspeki orðið úrslitavaldar og færzt í aukana, sem .. bera í sér þá trú, að í fortíðinni hafi maðurinn vit- andi vits þróað menningu sína í krafti vitsmuna sinna, að hann búi lika yfir ótakmörkuðum mætti og þar að auki hæfileik- anum til að efia þennan mátt að geðþótta. Skilningurinn á þvi, að manneskjan — eins og ég hefi orðað það í einu af síðustu verkum minum — var siðmönn- uð þvert á móti vilja sinum og varð eingöngu fyrir agavaid og siðgæði, er henni geðjaðist alls ekki að, þokað í þá aðstöðu að skapa velmegunina, sem mann- kynið býr nú við, brýtur í bág við lífsskoðun þá. sem drottnar yfir evrópskum hugsunarhætti. Við lútum skaðsamlegri heim- speki. Ifeiti hókar minnar „Die úbermáchtige Einbildung des heutigen Intellektuellen“ skil- greinir vandamál samtiðarinn- ar. Um langan tima mun okkur ekki takast að breyta stjórn- málaviðhorfunum án þess að breyta hinni andlegu þróun. Enda þótt ég sé mjög svartsýnn á næstu framtíð, álít ég, að horfurnar síðar meir séu mjög • • Orlagarík vinstri- villa. góðar, svo framarlega sem stjórnmálamennirnir leggja ekki heiminn í rúst á næstu tuttugu árum.“ Og í hópi stjórnmálamanna sýnist v. Hayek ekki vera um auðugan garð að gresja. í Vest- ur-Þýzkalandi 'telur hann t.d. aðeins einum treystandi til vit- legra viðbragða, nefnilega kanzl- araefni CDU/CSU, Franz-Josef Strauss, en segir það hins vegar slempilán, að núverandi kanzl- ari, Helmut Schmidt, skuli greinilega ekki vera sósíalisti. Ófögnuður á alþjóða- vettvangi Ekki aðeins hugmyndir og atferli hinna ýmsu ríkisstjórna hvíla á hinni skaðsamlegu heim- speki, sem v. Hayek gagnrýnir, heldur eiga líka allir tilburðir alþjóðastofnana, sem og ein- stakra ríkja og risafyrirtækja til þess að draga vanþroskaþjóðir upp úr eymd þeirra og volæði, rætur sínar að rekja í trúna á tækniknúða heimsvelferð. Streitzt er við að yfirfæra stjórn- og efnahagsskipulag menningarþjóða Vesturlanda, sem sannarlega hefur ekki reynzt þeim nein allsherjar- blessun, á hálf- og algerðar steinaldarþjóðir. Framleiðslu-, Friedrich A.von Hayek heimtar endurmat. viðskipta- og stjórnhættir, já lífshættir Vesturlandaþjóða yfirleitt, hafa verið taldir einkar vel til þess fallnir að kenna þessum þjóðum hin einu réttu rök á tilverunni, sérstaklega þó aðferðir til að komast á sama eyðsluvaxtarstig og þær sjálfar. Þegar síðan milljarða- og aft- ur milljarðaölmusurnar hafa gufað upp, bilið stækkað og hörmungarnar hrópa til himins, verður mannúðarfólk og aðrir jafnstæðistrúaðir yfir sig for- viða. Líklegast eru helztu orsakir hinnar ömurlegu niðurstöðu fólgnar í þeirri reginfirru, að gerlegt sé að ganga í berhögg við hinar náttúrubundnu forsendur allrar mannlegrar lífsbjargar- viðleitni. Það hefir beinlínis ekki verið litið við þeirri staðreynd, að hin lifandi náttúra og önnur jarðarauðæfi eru og verða grundvöllur hvers konar fram- leiðslu, allra fjármagns- og vinnuaflsumsvifa. Þar ofan í kaupið hefir algerlega verið vís- að á bug að taka hinn gífurlega mismun, sem staðfestur er á milli þjóða og landa að því er hæfileika og staðhætti varðar, upp í dæmið. Framangreint er þó kjarni hinnar raunvísinda- legu stjórnarskrár, sem gilt hef- ir frá upphafi vega, gildir enn og mun gilda unz sól slokknar. Nýtt „þróunar- land“. Alveg sérstaklega hefðu allir kristilegir lýðræðissinnar átt að hafa þetta í huga, því að „Guð gerir engin kraftaverk. Guð limlestir ekki náttúrulögmálin", eins og Philip Wylie minnir þá á (í bók sinni „The Magic Animal", New York 1968). Hrikalegt einsdæmi I mannlegum samskiptum þekkjast mýmörg dæmi þess, að einn hlaupi undir bagga með öðrum. Ekkert einsdæmi er heldur, að fáir beri byrðar margra um lengri eða skemmri tíma eða jafnvel fórni sér fyrir fjöldann. Til þess liggja einkum siðferðilegar og lagalegar ástæð- ur. Um þúsundir ára hefir það og verið regla, að sigurvegarar tækju eignir hinna sigruðu her- fangi og þvinguðu þá síðan til að greiða sér stríðsskatta og stríðsskaðabætur. En allt til þess að Vesturlandamenn urðu gripnir sjálfsmorðsæði, uppgötv- uðu þá undraverðu heilsubót, að lífvænlegra væri að þjóna en drottna, þekkist ekkert dæmi þess í allri veraldarsögunni, að fullvalda þjóðir gerðust af sjálfsdáðum undirgefnir fram- færendur annarra fullvalda þjóða — án þess að sjáanlegur væri snefill siðferðilegra máls- bóta. Allir, sem hafa geðslag til að dáðst að hinu fjarstæðukennda eða hafa ekki farið varhluta af hæfileikanum til að undrast endalaust, hljóta án afláts að heillast af furðufyrirbærinu „þróunarhjálp“. Þrennt aðallega myndi þeim í fyrstu verða ómetanlegt aðdáun- ar- og aðhlátursefni, þ.e.: a) að þörfin fyrir „þróunar- hjálp" fer stöðugt vaxandi, aldrei minnkandi, enda þótt yfirlýst markmið sé hjálp til sjálfshjálpar, b) að hugmyndinni sló í upphafi niður í kolla ölmusugefenda, en ekki ölmusuþiggjenda, og c) að ölmusugefendur una mögl- unarlítið okri og fjárkúgun ölmusuþiggjenda, og borga auk þess sumum ölmusu- þiggjendum þegjandi og hljóðalaust morðfjár í okur- og fjárkúgunargjöld, sem þeir pína út úr öðrum ölmusu- þiggjendum. Nýleg ummæli Guido Brunner, orkumálaforstjóra EBE, sýna máski best, hversu uppgjöf og niðurlæging Evrópu er alger: „Ekkert, sem við gerum eða látum ógert, getur breytt neinu um það, að olíuríkin hafa kverkatak á okkur; stundum föst, stundum dálítið lausari, samt ávallt ólosanleg og mis- kunnarlaus". Og enn mælti hann: „Við verðum að gera meira fyrir fátækari löndin. Hið háa olíuverð hrekur þau fram á glötunarbarm." Að því er hið háa olíuverð og glötunarbarminn varðar, hefur EBE-herrann vafalítið lög að mæla. En glötunarbarmurinn bíður ekki bara „þróunarþega". Mjólkurkýr þeirra, Vesturlönd, eru ekki sérlega langt frá honum heldur. Og síðan hvenær hefir glötun- arbarmur ekki beðið allra, sem ekki nenna að lifa? GULAG-ríkin ætla sér að lifa Hins vegar nenna þræl- stjórnarríkin að lifa, og þau dafna vel. Ráðamönnum þeirra er því miður alltof vel ljóst, að ákjósanlegra er að skipa en hlýða. Á sama tíma og Sovétrík- in kappefla hernaðarmátt sinn, hafa varnarsamtök vestrænna þjóða, NATO, smátt og smátt fengið á sig yfirbragð málfunda- félags, þannig að af þeim sökum m.a. verður skiljanlegt, hvers vegna ítalskir kommúnistar geta vel sætt sig við setu í klúbbnum og íslenzkir landvarnaandstæð- ingar slá slöku við kveðskap. Á sama tíma og Bandaríkin gerast æ kærulausari um alþjóða- stjórnmál, fleytir finnlenzkun Evrópu óðfluga fram eins og bezt sannast af undirtektum leiðtoga Vestur-Evrópuríkja við kröfum kommúnista um hlut- leysi og hagkvæm viðskipti. Á sama tíma og Sovétríkin hremma Afghanistan ofurselja lýðræðisríkin þeim Rhódesíu. Já, vel á minnzt, Rhódesía. í 15 ár hefir Rhódesía, sem stjórnað hefir verið af litlum, hvítum minnihluta — eins og íslenzka rauðvarpið hefir minnt okkur á nokkur þúsund sinnum — staðizt tortímingarherhlaup Wall Street/Kreml-bræðralags- ins með miklum sóma. Nú er Rhódesíu „stjórnað af stórum, svörtum meirihluta, enda munu fréttir þaðan á næst- unni bera það með sér — þ.á m. fréttir um „þróunarhjálp."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.