Morgunblaðið - 10.04.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.04.1980, Qupperneq 1
48 SÍÐUR 81. tbl. 67. árg. FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Irakar og Iranir eigast við í lof ti 9. apríl. AP. TIL loftbardaga kom yfir landamærum íraks og írans í dag, að því er íranska sjónvarpið skýrði frá í kvöld. Var sagt að þar hefðu átzt við írakskar þyrlur annars vegar og írönsk Phantom-þota og þyrlur hins vegar. Ekki var þess getið að flugvélar hefðu vcrið skotnar niður í þessari viðureign. en sagt var að fimmtán íranskir „byltingarvcrðir“ hefðu særzt. Að því er næst varð komizt tók stórskotalið þátt í bardaganum, auk þess sem eldflaugum var beitt. Ghotbzadeh utanríkisráðherra írans lýsti því yfir í dag að íransstjórn hefði ákveðið að ráða niðurlögum „hinna illu afla í írak“, eða stjórn Baath-flokksins. Khomeini trúarleiðtogi sagði í útvarpsávarpi í dag, að rétttrúaðir menn í írak og íran myndu sjá til þess að stjórn Baath-flokksins fengi makleg málagjöld og verðug- an samastað, sem væri „ösku- tunna mannkynssögunnar". Shiit- ar eru nokkuð öflugir í Irak og telja kunnugir að Khomeini mundi veitast auðvelt að æsa þá gegn stjórn Saddam Husseins. Flokkur Husseins, Baath, hefur hin vegar öll ítök í her íraks, en Sunni-menn eru í í flestum áhrifa- stöðum í landinu. í útlegð sinni frá íran var Khomeini lengst af í Irak. I Bagdað hefur ekkert verið sagt um átökin á landamærunum, en stjórnin þar skýrði frá því í dag, að afhjúpað hefði verið samsæri um undirróður. Hópur irakskra öfgamanna hefði þar átt hlut að máli, en samsærið hefði þó verið að undirlagi stjórnarinnar í íran. Mikil harka er greinilega að færast í leikinn en að undanförnu hefur hvað eftir annað komið til átaka á landamærum ríkjanna. Um árabil hefur ágreiningur verið milli Iraks og írans um þrjár eyjar í mynni Persaflóa, þar sem nú eru Sameinuðu furstadæmin. Ghotbzadeh brigzlaði Saddam Hussein í dag um að vera hand- bendi Bandaríkjastjórnar, en hingað til hafa írakar verið álitnir eindregnustu andstæðingar Bandaríkjanna í Austurlöndum ísraelsmenn inn í Líbanon Beirút, 9. apríl. AP. ÍSRAELSKIR hermenn fóru í brynvörðum bifreiðum yfir suð- urlandamæri Libanons i dag og tóku sér stöðu á gæzlusvæði SÞ við Beit Yahoun og Kounin. sjö og átta km frá iandamærunum, að sögn talsmanns friðargæzlu- sveitanna. Vestrænir diplómatar segja að þessi ráðstöfun ísraels- manna sé grcinilega liður í nýj- um aðgerðum gegn árásum Pale- stinumanna yfir landamærin og hún fylgir í kjölfar skæruliðaár- ásarinnar á samyrkjubúið Mis- gaw í Efri-Galíleu í gær þegar firír ísraelsmenn voru drepnir. sraelsmenn felldu árásarmenn- ina, fimm talsins, og sögðu að þeir hefðu sótt yfir gæzlusvæði SÞ í Suður-Líbanon. Diplómatar sögðu að ísraelskir hermenn hefðu líka verið sendir til svæðis gæzlusveita frá Ghana, um 10 km austur af stöðvum á írska svæðinu. Þetta svæði er Shakra, 1.5 km inni á svæði SÞ. Um 100 ísraelskir hermenn virð- ast vera að koma sér þar fyrir. 10 þúsund Kúbu- menn leita hælis Lima, Perú. 9. apríl. AP. STARFSLIÐI sendiráðs Perú í Havanna hefur verið f jölgað um helming til að undirbúa brott- flutning þeirra tiu þúsund póli- tísku flóttamanna, sem hafast við á sendiráðslóðinni. Ekkert riki hefur boðizt til að taka við flóttamönnunum, en stjórnarer- indrekar frá Bóliviu, Kolumbíu, Equador. Venezuela og Perú reyna nú í sameiningu að finna lausn á vanda þessa fólks. Stjórnir þessara rikja höfðu gert sér vonir um að Banda- rikjastjórn féllist á að taka við þessum andstæðingum komm- únistastjórnar Castrós Kúbufor- seta, en embættismenn í Wash- ington segja að umsóknir þeirra Kúbumanna, sem fluttir verði til Perú, verði teknar til athug- Njósnari til A-Þýzkalands Berlin, 9. apríl. AP. IMELDA Verrept, belgísk kona, sem starfað hefur við vélritun í aðalstöðvum NATO í Brussel, hefur flúið til Austur-Þýzkalands og sótt þar um hæli sem pólitísk- ur flóttamaður. að því er austur- þýzka fréttastofan ADN skýrði frá í dag. Ástæðuna fyrir flóttan- um sagði fréttastofan þá að konan „hefði gert sér ljóst hversu háskaleg stefna NATO væri“, um leið og sagt var, að hún hefði haft aðgang að fjölda „leynilegra áætlana“. Hóta fjöldamorði verði Iranir beittir hervaldi 9. apríl. AP. ÖFGAMENNIRNIR í sendiráði Bandaríkjanna í Teheran hóta að myrða alla gísla sína, 50 að tölu, og brenna þá til ösku, ef Bandaríkjastjórn beiti íran hervaldi. Þessi yfir- Jan Mayen: Norðmenn vonlitl- ir um samkomulag A..ia n ..í c.z i..„ r„u, i __á • ^ i > _ ! • fi í w Ósló, 9. apríl. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA sendinefndin, sem kemur að samninga- borði í Reykjavík á mánudaginn, er vondauf um að samkomulag tak- ist um fiskveiðilögsögu og önnur óleyst vanda- mál varðandi Jan Mayen. Talið er víst að íslend- ingar séu reiðubúnir að fallast á útfærslu Norð- manna við eyna að því tilskildu að Norðmenn fallist á móti á hinar ýmsu kröfur þeirra. Þess ar kröfur eru þó svo víðtækar og óaðgengi- legar frá sjónarmiði Norðmanna, að embætt- ismenn í norska utan- ríkisráðuneytinu gera sér litlar vonir um að samningar takist, að þvi er heimildamenn Morg- unblaðsins þar segja. Sú krafa, sem Norðmönnum þykir einna sízt aðgengileg, er að Islendingar fái umráðarétt yfir öllu landgrunninu utan 12 mílna landhelgi við eyna. Þá telja þeir sig ekki geta fallizt á þá tilhögun að íslendingar taki einir ákvörð- un um heildarloðnukvóta við Jan Mayen, en auk þess segja heim- ildamennirnir í ráðuneytinu að íslendingar vilji fá helming alls afla, sem veiðist innan hinnar norsku fiskveiðilögsögu við eyna. lýsing kom eftir að banda- rískir embættismenn létu að því liggja í dag, að til greina kæmi að hindra skipaferðir til írans ef efnahagslegar og stjórn- málalegar refsiaðgerðir Carters forseta bæru ekki tilætlaðan árangur, þ.e. að fá gíslana lausa, sem nú hafa verið á valdi öfga- mannanna í rúma fimm mánuði. Bandaríkjastjórn hefur farið þess á leit við banda- menn sína í V-Evrópu og Japan að þeir styðji refsiað- gerðirnar, en margt bendir til þess að slíkur stuðningur verði fremur í orði en á borði, en mörg þessara ríkja eru mjög háð olíukaupum í íran. Alsír hefur tekið að sér að gæta hagsmuna írans í Bandaríkjunum eftir að stjórnmáíasambandi hefur verið slitið, og svissneska sendiráðið í íran mun gæta hagsmuna Bandaríkjanna þar. Starfsmenn íranska sendi- ráðsins í Washington eru komnir til írans, en í sam- tali við fréttamenn á Heath- row-flugvelli í morgun sagði Agah, fyrrum sendiráðu- nautur, að brottrekstur sendiráðsfólksins í Wash- ington mundi engin áhrif hafa á það hvort gíslunum yrði sleppt eða ekki. Flug- ræningi til Kúbu Los Angeles, 9. apríl. AP. ÞEGAR áhöfnin kom um borð í Boeing 727 þotu American Airlines á Ontario-flugvelli í Kaliforníu skömmu áður en lagt skyldi af stað til Chicago hitti hún fyrir vopnaðan mann, sem krafðist þess að verða fluttur tii Kúbu án tafar. Áhöfnin hafði samband við flugturn og tókst að koma í veg fyrir að farþegar kæmu um borð. Að sögn var flugræning- inn vanstilltur mjög þar til eftir flugtak.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.