Morgunblaðið - 10.04.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.04.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 Umræður um yfirvofandi útsvarshækkun: Meirihlutinn kann sér ekki hóf í skattlagningu segir Ólafur B. Thors Á borKarstjórnaríundi sem haldinn var þann 20. marz sl„ spurðist Davíð Oddsson borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fyrir um fyrirhuKaða heimild að útsvarshækkun, sem þá lá óaÍKreidd á AlþinKÍ. Fyrir- spurn Davíðs var svohljóðandi: 1. Hafa borKaryfirvöld í Reykjavík (meirihluti borK- arstjórnar) sótzt eftir því, að AlþinKÍ setti í Iök heimild til sveitarfélaKa um hækkun útsvars um 10%? 2. Nú er aðcins tæpur mánuður til lokaafKreiðslu á fjárhaKs- áætlun borKarinnar. Því er spurt, hvort borKaryfirvöld (meirihluti borKarstjórnar) stefni að því að nýta slíka heimild, sem að framan er nefnd, ef að löKum verður? 3. Er borKarstjórnarmeirihlut- anum ekki Ijóst, að hann hefur þe^ar aukið skatt- heimtu af borKarbúum lanKt umfram verðbólKU með veruleKri hækkun fasteÍKna- Kjalda, aðstöðuKjalda ok fleiri Kjalda, þannÍK að 10% almenn hækkun útsvara er líkleK til að ofbjóða Kreiðslu- þoli þeirra? Engin ákvörð- un tekin Forseti borgarstjórnar, Sigur- jón Pétursson (Abl), svaraði fyrirspurn Davíðs. Hvað varðaði fyrsta lið fyrirspurnarinnar var svar Sigurjóns neitandi. Hann sagði að meirihluti borgar- stjórnar sem slíkur hefði ekki óskað eftir slíkri heimild. Hins vegar sagðist hann hafa per- sónulega óskað eftir því við fjármálaráðherra að heimildin til útsvarsálagningar yrði rýmk- uð. Einnig sagðist Sigurjón hafa verið í hópi þeirra sem á þingi sambands sveitarfélaga, beindu þeim tilmælum til Alþingis að um þessa heimild yrði rýmkað. Sigurjón ítrekaði að „meirihlut- inn sem slíkur" hefði ekki staðið að þessu. Síðan svaraði Sigurjón öðrum lið fyrirspurnarinnar. Um þann lið sagði hann að nýting tekju- stofna væri ekki stefna í sjálfu sér. Benti hann á að fyrir lægi fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1980, en þar vantaði nokkuð upp á að fé væri til, til að mæta auknum launa- greiðslum á árinu. Hann benti á þrjár leiðir til að láta enda ná saman. Að auka tekjur borgar- innar til að mæta auknum útgjöldum, að skera niður þjón- ustu og framkvæmdir, og að útvega lán til brúunar. Hann tók fram að engin ákvörðun hefði verið tekin innan meiri- hlutans um leiðir til að ráða fram úr þessum málum. Sigur- jón sagði að hann teldi skulda- söfnun borgarsjóðs óæskilega og að borgarbúar yrðu að greiða það sem þyrfti. Niðurskurður væri illfær eða ófær og benti hann á að engar tillögur hefðu komið fram um slíkt. Þá gat hann þess að enn hefðu engar ákvarðanir verið teknar á Al- þingi og því væri full snemmt að ræða þessa hluti. Þá tók hann fram að tekjuaukning borgar- sjóðs væri óhjákvæmileg ef halda ætti uppi þjónustu í borg- innr. Hvað þriðja lið fyrirspurnar- innar varðaði sagðist Sigurjón telja að hann væri einungis borinn fram til birtingar í fjölmiðlum. Hann sagði síðan að núverandi meirihluta væru ætíð ljósar samþykktir þær sem hann gerði í borgarstjórn. Kvaðst hann vona að það væri ekki einkenni á þeim meirihluta sem nú væri við völd í borginni. Erfið og vandasöm ákvörðun bíður borgarstjórnar Næst tók til máls Sjöfn Sigur- björnsdóttir (A). Sjöfn sagðist vilja taka fram að henni væri ekki kunnugt um að yfirvöld í Reykjavík hefðu sótzt eftir því að heimild til útsvarsálagningar yrði rýmkuð. Hún sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um þessi mál innan meirihlutans, þ.e. hvort sá tekjustofn myndi nýttur eða ekki. Um þriðja lið fyrirspurnarinnar sagði hún að það væri rétt að nokkur hækkun hefði átt sér stað. Hins vegar hefði það fé sem borgin fengi í tekjur nýtzt illa og væri það vegna verðbólgunnar. Hún benti á að fjármálaráðherra hefði sagt í fjölmiðlum að ekkert svigrúm væri til grunnkaups- hækkana á þessu ári. Samt sem áður ætlaði ríkið að auka skatt- heimtuna á árinu og því væri erfitt fyrir sveitarfélögin að hækka skattana einnig. Hún sagði því að það biði erfið og vandasöm ákvörðun borgar- stjórnar í þessum málum. Kjörseðill breyttist í skattseðil Næstur talaði Davíð Oddsson (S). Hann kvað svörin ágæt svo langt sem þau næðu, en gat þess að í svari Sigurjóns við þriðja lið fyrirspurnarinnar kæmi ekki það fram sem máli skipti. Það sem máli skipti í því efni væri hvort greiðsluþoli borgarbúa væri ekki ofboðið, ef útsvarið yrði hækkað um 10%. Hann sagði að forsendur sveitar- stjórnanna fyrir útsvarshækkun væru þær að sveitarstjórnirnar ættu að þekkja betur hag ein- staklinganna í sínu umdæmi. Davíð taldi að ef þessi hækkun kaémi til þá myndi greiðsluþoli borgarbúa ofboðið. Davíð sagði að undirrót fyrsta liðar fyrirspurnarinnar væri sú að þrálátur orðrómur væri í borginni þess efnis að borgaryf- irvöld þrýstu á um útsvars- hækkun. Síðan spurði Davíð Sigurjón í hvers umboði hann hefði farið á fund fjármálaráð- herra og knúið á um rýmkun á heimild til úrsvarsálagningar. Fjármálaráðherra hlyti að áætla sem svo að hann færi þar í umboði meirihluta borgar- stjórnar. Að mati Davíðs mátti lesa það út úr orðum Sigurjóns að hækkun útsvara væri þegar á dagskrá í Alþýðubandalaginu, enda myndi útsvarshækkun ríða yfir, að heimild fenginni, á þremur stöðum á landinu. Það væru Reykjavík, Kópavogur og Neskaupstaður og ættu þeir það sameiginlegt að þar væri Al- þýðubandalagið ráðandi afl. Davíð sagði að það væri mikið mál að hækka útsvarið um heil 10%, enn ætti að höggva í sama knérunn. Fjárhagur sveitarfé- laga hefði farið batnandi seinni ár, og væri þar miðað við þjóðarframleiðslu. Hann benti á að rekstrarkostnaður borgar- sjóðs hefði aukist um fjóra milljarða á föstu verðlagi síðastliðin fjögur ár og þetta vekti spurningar um hve mikill hinn opinberi rekstur ætti að vera. Sagði hann að þegar það væri metið hvort skattheimtan yxi við aukna álagningu, svo að það ofbyði skattþoli borgarbúa þá væri sagt að á móti ætti að koma aukinn persónuafsláttur. Það væri ljóst að skattheimtan ykist um 4—5 milljarða ef af þessari auknu skattlagningu yrði, og ekki væri hægt að draga ónýttan persónuafslátt frá því. Þessi aukning persónuafsláttar myndi aðeins ná til um 20% gjaldenda, en hin 80% fengju þetta á sig. Einnig væru aðstæð- ur aðrar í Reykjavík en i öðrum sveitarfélögum. Borgarsjóður myndi fá um 2 milljarða í sinn hlut af völdum hækkunarinnar, en þess bæri að gæta að nú þegar hefði borgarsjóður hækk- að gjöldin á borgarbúa um 2,6 milljarða. Því hefði borgarsjóð- ur tekið forskot á sæluna. Ef sú yrði raunin að meirihlutinn legði útsvarið á af fullum þunga, þá væri ljóst að núverandi meirihluti þyrfti 12% meira fé en fyrrverandi meirihluti til reksturs borgarinnar. Davíð sagði að ekkert réttlætti þessa útsvarshækkun nema það að útgjöld borgarinnar hefðu verið aukin. Hins vegar bæri á það að líta að Sjálfstæðisflokknum hefðu alltaf dugað þáverandi álagningarreglur, en það væri greinilega ekki nóg fyrir vinstri meirihlutann. Hann gat þess að þegar lagt væri á borgarbúa þá ættu borg- arfulltrúar að minnast þess að þeir væru fulltrúar fólksins í borginni, en ekki fulltrúar borg- arsjóðs. Davíð sagði að ljóst væri hvað væri framundan. Orkuskattar væru í bígerð, og væri ágætt ef Sigurjón myndi fara á fund ráðherra og biðja um að þeir yrðu ekki lagðir á, en skyldi hann hafa gert það? Það hefði hann áreiðanlega ekki gert, sagði Davíð. Honum fannst það skrýtið í meira lagi að leggja flatan skatt eins og út- svar á borgarbúa, þegar ljóst væri að ekki væri svigrúm til grunnkaupshækkana í landinu. Þegar ekki væri slíkt svigrúm, þá ætti ekki að auka skattbyrð- ina. Davíð sagði það hafa komið fram í máli Sigurjóns að eftir tveggja ára stjórn vinstri meiri- hlutans í borginni þá þyrfti að gera eitt af þrennu; að steypa sér í skuldafen, að skéra niður útgjöldin með óbærilegum hætti, eða að hækka skatta. Davíð sagði glundroðann alls- ráðandi í borginni. Kosningarn- ar ’78 sem hefðu átt að vera kjarabarátta hefðu verið eitt- hvað annað, enda hefði sá kjör- seðill breytzt í skattseðil, borg- arbúum öllum til tjóns. Flytja þarf verkefni til sveitarfélaganna Að ræðu Davíðs lokinni kom í pontu Markús Örn Antonsson frá horuarstjórn — frá borgarstjórn — frá borgarstjórn — frá hor^ar Vernduðum vinnustöðum ekki fjölgað síðan 1976: Er dæmigert fyrir vinstri meirihlutaim — segir Birgir ísl. Gunnarsson Á fundi borgarstjórnar hinn 20. marz sl. bar Birgir ísl. Gunnarsson (S), fram fyrirspurn um vernd- aða vinnustaði ofl. Fyrir- spurnin er svohljóðandi: Hinn 18. marz 1976 var sam- þykkt svofelld tillaga í borgar- stjórn: „Borgarstjórn samþykkir að tekin skuli upp skipulögð sérhæfð vinnumiðlun á vegum Ráðn- ingarstofu Reykjavíkurborgar í samstarfi við Endurhæfingarráð ríkisins vegna þjálfunar og hæfn- isprófa fyrir öryrkja, sem fram fara á þess vegum. Verði starfsað- staða og starfsmannahald Ráðn- ingarstofunnar eflt í samræmi við aukin verkefni á þessu sviði. Þá verði enn fremur kannaðir möguleikar á að fjölga vernduðum vinnustöðum í Reykjavík fyrir þá, sem vegna andlegrar eða líkam- legrar örorku eiga enga von um að geta farið út á hinn almenna vinnumarkað. Við gerð áætlana um þessa uppbyggingu skal hafa mið af þeirri könnun, sem fram fór á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar árið 1974. Borgarstjórn vill einnig vekja athygli á því ákvæði laga frá 1970 um endurhæfingu, að þeir, sem notið hafa endurhæfingar, skuli að öðru jöfnu eiga forgangsrétt til atvinnu hjá ríki og bæjarfélögum og er borgarstjóra falið að kynna þetta ákvæði fyrir forstöðu- mönnum borgarstofnana." Spurt er: Hvað líður fram- kvæmd þessarar tillögu? Vernduðum vinnustöðum ekki fjölgað Egill Skúli Ingibergsson borgar- stjóri svaraði fyrirspurn Birgis. Hann sagðist vilja upplýsa eftir- farandi um framkvæmd tillögunn- ar: „í samræmi við 1. mgr. tillög- unnar var ráðinn einn maður til starfa á Ráðningarstofunni 8. jan- úar 1978 til að annast atvinnumál öryrkja og annars fólks með skerta starfsorku. Þessi starfsmaður hefur starfað í nánu samstarfi við fram- kvæmdastjórn endurhæfingarráðs varðandi mál einstakra atvinnu- umsækjenda. Árið 1978 voru ráðn- ir 62 af 91 og árið 1979 voru ráðnir 31 af 62 umsækjendum. Varðandi fjölgun á vernduðum vinnustöðum í Reykjavík er það að segja, að þeim hefur ekki verið fjölgað síðan borgarstjórn gerði samþykkt sína 18. marz 1976. Ljóst er hins vegar, að mjög mikil nauðsyn er að slíkum vinnu- stöðum fyrir vissan hóp öryrkja. Nú liggja fyrir hugmyndir og tillögur frá fulltrúa öryrkjadeild- ar hjá stjórn Ráðningarstofunnar og hafa verið þar til umræðu um nokkurt skeið. Tillögur þar um eru væntanlegar frá stjórn Ráðn- ingarstofunnar til borgarráðs á næstunni og ýmislegt fleira, sem varðar atvinnumál öryrkja. Af þeim hugmyndum, sem þar eru til umræðu, má m.a. nefna: 1. Komið verði á fót samstarfs- nefnd, sem vinni að uppbygg- ingu og skipulagningu atvinnu- mála öryrkja. Nefndin yrði skipuð fulltrúum frá borgar- stjórn, félagsmálaráðuneyti, samtökum öryrkja o.fl. 2. Undirbúningur verði hafinn að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.