Morgunblaðið - 10.04.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.04.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 Út í hött að skipa mér á bekk með Margeiri, Jóni L. og Helga — ennþá — segir Jóhann Hjartarson, nýkrýndur íslandsmeistari i skák „ÉG FÉKK fljúgandi start á skákþinginu og þakka því fyrst og fremst sigurinn. Ég hef ekki æft umfram venjulega en aukin reynsla hefur reynst mér drjúg. Ég hef teflt 250 kappskákir og þær hafa hert mig i ólgusjó skáklistarinnar,“ sagði hinn 17 ára gamli Jóhann Hjartarson — nýkrýndur íslandsmeistari í skák. Jóhann skipaði sér á bekk með stórmeisturunum Guðmundi Sigurjónssyni og Friðriki Ólafssyni að því leyti, að hann eins og þeir er aðeins 17 ára þegar hann vinnur Skákþing íslands. Hins vegar er Jón L. Árnason yngsti íslandsmeistari frá upphafi — aðeins 16 ára vann hann Skákþing íslands. Áttirðu von á að sigra á Skákþinginu? Nei, ég átti ekki von á titlinum en góð byrjun gaf mér vissulega byr undir báða vængi. Sigurinn var auðvitað ekki öruggur fyrr en eftir sigurinn við Helga Ólafsson. Um tíma hélt ég, að ég væri að tapa fyrir honum en mér tókst að snúa á hann. Yfirleitt tefli ég margar byrjanir og ég held að það hafi hjálpað mér hvað alhliða taflmennsku snerti. Þá hef ég stúderað nokkuð endatöfl og það kom sér vel. Margir skákmenn eru mjög íhaldssamir í byrjunum en mér finnst betra að halda mig við margar byrjanir. Það gefur líka meiri yfirsýn yfir ýmsar stöður sem koma upp. Hver er þinn uppáhaldsskák- maður? Eg veit ekki hvað segja skal. Jú, mér finnst Spassky mjög skemmtilegur. Hann er svo fjöl- hæfur, góður í öllum þáttum skákarinnar. Hann hefur fjöl- breytt byrjanaval, er sterkur í miðtaflinu og eins endataflinu. Hins vegar er ég ekki eins mikið fyrir þá Petrosian og Karpov þó að árangur þeirra sanni auðvitað hve öflugir skákmenn þeir eru. Áttu einhverja uppáhaldsskák- bók? Nei, ekki get ég sagt það. Ég á nú mikið safn skákbóka — alls um 120 bækur. Þá held ég mikið upp á árbók FIDE, Informator, en því er eins háttað með mig og marga skákmenn, að ég sæki mikinn fróðleik í þá bók. Nú segja margir að þú teflir afleitlega erlendis. Hvað segir þú um það? Mér finnst ekki beint hægt að segja að mér hafi gengið illa erlendis, allavega ekki rosalega illa. Það er jú rétt að mér gekk afleitlega á Heimsmeistaramóti unglingalandsliða. 1. borðið þar var með 29% vinningshlutfall en það er eiginlega eina mótið, þar sem mér hefur gengið afleitlega. Mér hefur ekki gengið illa á HM sveina. Teflt þar tvívegis og orðið í sjötta sæti af 40. Það er þokkalegt í sjálfu sér. Þá náði ég alveg viðunandi árangri á opnu móti í Noregi, fékk 6 vinninga af níu, en Guðmundur Sigurjónsson bar þar sigur úr býtum. Ég tefldi þar við alþjóðlega meistara og gekk alveg þokkalega. Hitt er svo annað, að þær kröfur sem gerðar eru til íslenzkra skákmanna eru gífurlegar, allt of miklar, — stráka eins og þeirra Margeirs Péturssonar, Jóns L. Árnasonar og Helga Ólafssonar. Sérstaklega þegar hafður er í huga sá mikli aðstöðumunur, sem þeir þurfa að búa við í samanburði við Sovét- 'menn, Bandaríkjamenn og Eng- lendinga — þar eru bæði mun meiri peningar og eins hafa efnilegustu skákmenn þessara þjóða þjálfara. Eftir að skákmenn hér á landi hafa náð vissum styrkleika, bygg- ist framför þeirra alveg á sjálfs- námi. Þeir Jón L. Árnason, Mar- geir og Helgi hafa engan þjálf- ara. Það er hlúð mjög vel að ungum strákum í Taflfélagi Reykjavíkur en eftir að vissum styrkleika er náð, þá verða þeir að klára sig sjálfir. Ég held að Jóhann Hjartarson — nýkrýnd- ur íslandsmeistari í skák, að- • eins 17 ára. brýnt sé að reyna að þoka þessu lengra en eins og málin standa í dag, þá stendur Taflfélag Reykja- víkur í byggingu og féð rennur þangað. Ég held að það sé algjört einsdæmi í V-Evrópu að taflfélag eigi sitt eigið húsnæði, það eitt sýnir hve TR er sterkt. Nú skipar fólk þér á bekk með þeim Jóni L., Margeiri og Helga. Heldurðu að það verði erfitt að rísa undir þeim kröfum? Þessi sigur minn á Skákþing- inu gerir það að verkum að auknar kröfur verða gerðar til mín. En hann veitir mér einnig tækifæri, styrki til að fara út á mót, fleiri boð, sæti í landsliði Islands svo eitthvað sé nefnt. En það er auðvitað út í hött að fara að skipa mér á bekk með þeim félögum ennþá. Þeir eru allir titilhafar og mjög öflugir skák- menn, mun öflugri en ég. H. Halls. Norrænir leiðsögu- menn til fundar hér á landi NORRÆNIR leiðsögumenn halda aðalfund sinn hér á landi í dag og á morgun og eru komnir hingað um 50 erlendir gestir auk íslenzku þátttakendanna. í framhaldi af aðalfundinum verður svo haldið leiðsögumannaþing sem lýkur á mánudag. Júlía Sveinbjörnsdóttir, for- maður Félags íslenzkra leiðsögu- manna, sagði í samtali við Morg- unblaðið að auk hefðbundinna ferða með útlendinga færu full- trúarnir saman í ferðalög út á landsbyggðina, þar sem erlendu gestunum yrðu kynntar íslenzkar aðstæður svo og hvernig íslenzkir leiðsögumenn vinna. Aðspurð sagði Júlía að nú væru um 230 félagar í Félagi leiðsögu- manna hér á landi og væru flestir þeirra sérstaklega menntaðir til starfsins, en hinir hefðu á móti mikla starfsreynslu. Það nám sem íslenzkir leiðsögumenn verða að stunda er heilsvetrarnámskeið, þar sem kennt er tvö kvöld í viku. Þá sagði Júlía að á aðalfundin- um og þinginu yrði fjallað al- mennt um málefni leiðsögumanna á Norðurlöndum. Deildir SVFÍ fái ekki áfengisleyfi til f járöflunar MORGUNBLAÐINU hefur borizt svohljóðandi yfirlýsing frá Ragnari Þorsteinssyni og Huldu Victorsdóttur, fulltrúum Slysavarnafélags íslands hjá Landsambandinu gegn áfengisbölinu: Eins og öllu slysavarnafólki útbúnaðar björgunarsveitanna. mun kunnugt hefur Slysavarna- Öllu slysavarnafólki mun kunn- félag íslands, allt frá stofnun ugt um, hver slysavaldur áfengi 1928, haft að meginmarkmiði að getur verið. Samkvæmt ofan- forða fólki frá slysum. Það hefur skráðu og að gefnu tilefni upplýs- notað til þess öll tiltæk meðul með ist það hér með, að Slysavarnafé- hjálp björgunarsveita sinna, sem lag íslands hlýtur að standa fast á eingöngu eru skipaðar sjálfboða- móti því, að deildir félagsins fái liðum. Einnig er félagið dyggilega leyfi til áfengisveitinga á stutt af kvennadeildum þess og skemmtisamkomum sem ætlaðar karla, sem styðja félagið með eru til fjáröflunar starfseminni. ráðum og dáð við að afla fjár til Myndlista- og handíðaskólinn: Námskeið í veggmyndatækni NÁMSKEIÐ í veggmyndatækni Jörgen Bruun-Hansen frá kon- fyrir starfandi myndlistamenn unglegu akademíunni í Kaup- verður haldið frá 11. apríl til 5. mannahöfn. Þátttaka tilkynnist maí, mánudaga og föstudaga frá til skrifstofu skólans, Skiphólti 1. kl. 18 til 22. Kennari verður Þjóðleikhúsið 25 ára: „Smalastúlkan og út- lagarnir“ frumflutt í TILEFNI 25 ára afmælis Þjóðleikhússins 24. apríl n.k. mun verða frumflutt þann dag verkið Smalastúlkan og útlagarnir, eftir Sigurð Guðmundsson listmálara, en Þorgeir Þorgeirsson hefur búið verkið til leikflutnings. Síðasta leikrit Jökuls Jakobssonar, í öruggri borg, verður svo frumflutt 5. maí n.k. í Þjóðleikhúskjallaranum undir leikstjórn Sveins Einarssonar. Að sögn Árna Ibsens mun á afmælinu verða afhjúpuð veggmynd af Jökli, sem Baltasar hefur gert, en það eru aðstandendur Jökuls sem hana gefa. HOOVER ekki bara ryksuga... Teppahreinsarinn frá HOOVER ekki aðeins ryksugar teppið, hann hreinsar að auki úr því margskonar önnur óhreinindi sem ryksuga nær ekki eins og t.d. • Klistur »Þráðarenda • Dýrahár • Sand úr botni • Bakteríumyndandi sveppa- og gerlagróður Jafnframt ýfir hann flosið.svo aö teppið er ætíð sem nýtt á að líta, og það á jafnt við um snöggtsem rya. Fjölþætt notagildi fylgihluta. Og það er staðreynd að teppið endist þér lengur. HOOVER er heimilishjálp. •-Á'T ég banka bursta og sýg... FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.