Morgunblaðið - 10.04.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.04.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 43 Norræn vef jarlist á Kjarvalsstöðum SÝNINGIN Norræn vefjarlist II verður opnuð á Kjarvals- stöðum á laugardaginn kemur. Þetta er í annað sinn sem slik sýning er sett upp hér á landi, fyrri sýningin var einnig á Kjarvalsstöðum fyrir þremur árum, í janúar og febrúar 1977. Sýningin er ávöxtur samstarfs vefara og textílhönnuða á Norð- urlöndunum. Árið 1974 kom saman vinnuhópur veflistar- manna í Danmörku til þess að leggja drög að umfangsmikilli sýningu sem gæfi hugmynd um það sem væri að gerastí vefjar- list á Norðurlöndunum. Áður höfðu veflistarmenn haldið sjálfstæðar sýningar í heima- löndum sínum og einstaka vefar- ar tekið þátt í samsýningum annarra myndlistarmanna, ennfremur höfðu norrænir vef- arar vakið athygli á alþjóðlegum vefjarlistsýningum — en nú skyldi með sameiginlegu átaki vinna vefjarlistinni fastari sess í vitund fólks sem sjálfstæðri listgrein. Eftir mikla undirbúnings- vinnu var fyrsta Norræna vefj- arlistsýningin opnuð í Listasafn- inu í Álaborg 1976, sem síðan fór um öll Norðurlönd og hlaut hvarvetna mikla aðsókn og lof- samlega dóma gesta og gagnrýn- enda. I upphafi var ákveðið að stefna að því að koma upp slíkri sýningu þriðja hvert ár og var önnur sýningin opnuð í Röhsska-listiðnaðarsafninu í Ragna Róbertsdóttir við verk sitt „Kirkjugarðinn" á norrœnu vefjarlistsýningunni, sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum á laugardag. Ljósm. Ól.K.M. Þorbjörg Þórðardóttir við verk sitt „Skyggni ágætt" á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Ljosm Mw fo K M Stærsta verkið á norrænu vefj- arlistsýningunni sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum á laug- ardag er þetta verk finnsku listakonunnar Yosi Anayu. Verkið er 13 metrar að lengd, er batik og nefnist „í virð- ingarskyni við Níger". Litli hnokkinn sem situr á verkinu gefur til kynna stærðarhlutföll- in. Ljósm. Mbl. ól.K.M. Gautaborg í fyrrasumar. Þá var sá háttur hafður á, að skipuð var dómnefnd í hverju landi, sem valdi síðan verkin á sýninguna. I íslensku dómnefndinni voru Hrafnhildur Schram, Hörður Ágústsson og Magnús Pálsson. Alls bárust 29 íslensk verk og voru átta þeirra valin til sýn- ingar. Eru þau eftir listamenn- ina Guðrúnu Auðunsdóttur, Ás- gerði Búadóttur, sem á tvö verk, Gerlu Geirsdóttur, Hildi Hákon- ardóttur, Rögnu Róbertsdóttur, Þorbjörgu Þórðardóttur og Guð- rúnu Þorkelsdóttur. Sýningin hefur nú farið um öll Norðurlöndin og lýkur ferðinni ¦ hér á Kjarvalsstöðum. Á sýning- unni eru 93 listaverk eftir 87 listamenn frá öllum Norðurlönd- unum, að Færeyjum meðtöldum. Sýningin er sölusýning, en þegar hafa mörg verkanna selst. Fyllir sýningin báða sali Kjarvalsstaða og alla ganga, og þar kennir margra grasa, þ.á m. er mynd- vefnaður, textílþrykk, batik, ísaumur, rýavefnaður, ofinn skúlptúr og ýmis blönduð tækni. Að undirbúningi og uppsetn- ingu sýningarinnar hafa annast þær Ásgerður Búadóttir, Ásrún Kristjánsdóttir, Guðrún Gunn- arsdóttir, Ragna Róbertsdóttir, Þorbjörg Þórðardóttir og þeir Guðmundur Benediktsson og Stefán Halldórsson. Sýningin verður opnuð kl. 14.00 laugardaginn 12. apríl. Við það tækifæri flytur Árni Gunn- arsson, formaður Menningar- málanefndar Norðurlandaráðs, ávarp og menntamálaráðherra Ingvar Gíslason opnar síðan sýninguna. Höfn: Haf ist handa við f yrsta áfanga f jarvarmaveitu Uoín Hornafirði. 1. april. SAMKVÆMT upplýsingum Þor- steins Þorsteinssonar, formanns hitaveituneíndar Hafnarhrepps, þá stendur yfir vinna við fyrsta áfanga fjarvarmaveitu og er það lögn fra kyndistöðinni inn í miðjan eldrihluta bæjarins, ásamt dreifikerfi að hverju húsi á þessu svæði. Þessum áfanga er fyrirhugað að ljúka 1. júlí n.k. í apríl og maí er áformað að bjóða út annan og þriðja áfanga. Annar áfangi tekur yfir svæðið frá Bogaslóð að Víkurbraut og þriðji áfangi verður svo lagður inn að Víkurbraut í þann hluta bæjarins, sem ekki er rafhitaður, ásamt nýja hverfinu innst í bænum. Bygging kyndistöðvar er komin vel af stað og er stefnt að því að setja hana í gagn í haust. Áætlaður kostnaður vegna dreifikerfis hita- veitunnar var um 500 milljónir króna í marz 1979. Áætlanir gera ráð fyrir að orkukostnaður verði um 90% af rafhitunartaxta og heim- taugargjöld sambærileg við það sem gerist hjá öðrum nýlegum hitaveit- um, eða um 6—700 þúsund krónur á hvert íbúðarhús miðað við verðlag í dag og er gert ráð fyrir því að það greiðist í þrennu lagi innan tveggja ára. Síðan sagði Þorsteinn að fyrst um sinn notaði kyndistöðin afgangs- orku frá dísilstöðinni og í því sambandi mætti nefna dæmi um þá orku sem færi forgörðum miðað við olíunotkun sl. ár og verðlag í dag. Væri þarna um að ræða orku fyrir um 200 milljónir króna, sem færi út í veður og vind. Að lokum sagði Þorsteinn að Hornfirðingar gerðu sér miklar vonir með að tengjast landskerfinu svo fljótt sem mögu- legt væri til þess að losna sem fyrst við raforkuframleiðslu með dísilvél- um. - Einar Discótek og lifandi músiká fjórum hæðum. klúWninnn Fimmtudagurtakk... Opið á öllum hæöum hjá okkur i kvöld. Enda veitir ekki af — Allir þrælhressir eftir gott páskafrí og tilbúnir í I fjörið á nýjan leik. Já, og svo eru skólarnir ekki byrjaðir. tf Hljómsveitin Goðgá sér um lifandi músik á fjórðu hæð. Að venju fáum vid Módelsamtökin j heimsókn með frábæra tisku- sýningu. Módelsamtökin bregðast aldrei. Athugíö Ljósmyndafyrirsætur á aldrinum 18—25 ára veroa valdar úr hópi gesta. 10—12 stúlkur fá ferðaverölaun, Útsýnarferö. Muniö svo að koma i betri gallanum og hafid með ykkur naf nskirteini — Klossar ganga ekki hjá okkur í kvöld er það KARON 1 A fimmtudagskvöldum er orðÍD hefð að fólk fari á góðar-tízkusýningar. íkvöld eins og alltafá fimmtudögum koma hin frábæru Karon sýningar- samtók og sýna fatnað frá Verzl Dalbæ og Kap- ellu, Kjörgarði. ¦ Sýningin hefst kl 11.15. Þorgeir Ástvaidsson mætir svo á svæðið í kvöld og velur vinsældarlistann með aðstoð gesta afsinni alkunnu snilld. ,"V- iM *"'¦ 1 /:: i \ ¦ f t l»l V ¦ í ¦ -jf 1 ¦ L1 íl H ! Komið hress í bragði í HQLLUiAIOOD