Morgunblaðið - 19.04.1980, Qupperneq 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
89. tbl. 67. árg.
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Bandaríkin:
Yextir
lækka
New York, 18. apríl. AP.
NOKKRIR stærstu bankar í
Bandaríkjunum lækkuðu í dag
viðskiptavexti sína um 14 — lk%
og eru vextir til beztu viðskipta-
vina bankanna nú ýmist 19,5%
eða 19,75%. Vextir voru áður 20%
og höfðu aldrei áður verið jafn
háir í Bandaríkjunum. Talið er að
efnahagssamdráttur og minnk-
andi eftirspurn eftir lánsfé hafi
valdið vaxtalækkuninni og er
búizt við frekari vaxtalækkun
vestan hafs á næstu dögum.
San José, Costa Rica, 18. apríl. AP
KÚBANSKIR flóttamenn. sem
komu til Costa Rica í dag, eftir
langa og ömurlcga dvöl i sendi-
ráði Perú í Havana, sögðu í dag,
að versnandi afkoma á Kúbu og
frásagnir ættingja í Bandarikjun-
um leiddu til sivaxandi óánægju
meðal almennings á Kúbu.
„Ættingar okkar, sem fengu að
koma í heimsókn frá Bandaríkjun-
um, fluttu okkur ný viðhorf og
opnuðu augu fjölda fólks fyrir
eymdinni hér,“ sagði Dario Cura,
einn þeirra þúsunda flóttamanna,
sem flúði í sendiráð Perú í Havana.
„Lífið á Kúbu undir stjórn Kastrós
er verra en í helvíti Dantes," sagði
Carlos Martinez Baldez, 38 ára
málari, í samtali við fréttamenn í
Costa Rica.
Tvær þotur komu til Costa Rica
með flóttamenn úr sendiráði Perú í
Havana í dag, en flutningarnir
voru stöðvaðir, þegar síðari vélin
var lent. Að sögn yfirvalda í Costa
Rica voru þeir stöðvaðir að fyrir-
mælum Kúbustjórnar, sem hefur
ákveðið að flóttamennirnir skuli
fluttir annað en til Costa Rica.
Þangað hafa nú verið fluttir tæp-
lega 700 flóttamenn, en um 10
þúsund eru enn eftir í Havana.
Að sögn embættismanna í Costa
Rica hafa Kúbumenn átt í miklum
erfiðleikum með að útbúa brottfar-
arskjöl fyrir alla þá flóttamenn
sem heimilað hefur verið að flytj-
ast úr landi og þeir flóttamenn,
sem fengið hafa að fara á flugvöll-
inn hafa orðið fyrir aðkasti frá
fólki, sem safnast hefur fyrir þar.
Bandaríkin, Spánn og mörg ríki í
Suður-Ameríku hafa fallizt á að
taka á móti flóttamönnum á Kúbu
eftir að þeim hefur verið komið
þaðan.
FLÚIÐ FRÁ HAVANA — Konu fylgt úr sendiráði Perú í Havana
áleiðis til flugvallarins, þaðan sem hún var í dag flutt ásamt
hundruðum annarra flóttamanna. Fólk, sem safnast hefur saman
fyrir utan sendiráðið, hreytir ókvæðisorðum að flóttakonunni.
(Símamynda AP)
Zimbabwe:
Óeirðir á fyrsta
degi sjálfstæðis
Salisbury. 18. apríl. AP.
NOKKRAR óeirðir voru í Zimb-
abwe i nótt og í dag í kjölfar
hátíðahaldanna vegna nýfengis
sjálfstæðis landsins. Tveimur
handsprengjum var varpað á
samkomum blökkumanna með
þeim afleiðingum að tveir menn
biðu bana og 30 særðust. Hópur
blökkumanna réðst að styttu Cec-
ils Rhodes í Salisbury með grjót-
kasti og fangar í fangelsi í
borginni yfirbuguðu verði og
brutust út. Flestir þeirra skiluðu
sér þó aftur, þegar vopnað herlið
var sent á vettvang.
Norska íþróttasambandið:
Stjómin gegn
þátttöku á
OL í Moskvu
Itodö. 18. april. AP.
STJÓRN norska íþróttasambands-
ins ákvað í dag að mæla með því við
landsþing sambandsins, að það
bannaði þátttöku Norðmanna í Ól-
ympiuleikunum í Moskvu i sumar.
Átta stjórnarmenn greiddu þessu
atkvæði, en þrir voru á móti.
Atkvæði verða greidd um málið á
þingi íþróttasambandsins, sem lýkur
á sunnudag, og er líklegt talið, að
þingið fallist á tilmæli stjórnarinn-
ar. Norska ólympíunefndin ákvað 26.
marz með 19 atkvæðum gegn 13 að
senda lið á leikana í Moskvu, en þing
íþróttasambandsins getur breytt
þeirri ákvörðun.
A þingi íþróttasambandsins eiga
sæti fulltrúar allra sérsambanda,
héraðssambanda og stjórnarmenn-
irnir ellefu. Alls situr 131 fulltrúi á
þinginu.
Ríkisstjórn norska verkamanna-
flokksins hefur ákveðið að hafa
engin afskipti af ákvörðun íþrótta-
samtakanna, en Nordli forsætisráð-
herra kom til Bodö í dag og er búizt
við því að hann ávarpi þingið um
helgina.
Ríkisstjórnir Frakklands,
Bandaríkjanna, Italíu og Vestur-
Þýzkalands tóku í dag upp stjórn-
málasamband við Zimbabwe og
ríkið verður á næstúnni 154. aðild-
arríki Sameinuðu þjóðanna og 43.
ríkið í brezka samveldinu.
Stórtækur
demanta-
þjófur í
Tel Aviv
STÆRSTA rán í sögu
Ísraelsríkis var framið í Tel
Aviv i dag. þegar maður nokkur
hafði á brott með sér demanta
að verðmæti um 4,5 milljónir
dollara (tæpir 2 milljarðar ísl.
króna) frá demantamarkaðnum
í borginni. Lögreglan í borginni
handtók síðar í dag þritugan
mann, sem grunaður er um að
hafa framið ránið, en gimstein-
arnir hafa ekki fundizt enn.
Laust fyrir hádegi í dag kom
maður nokkur á skrifstofu dem-
antakaupmanns á 13. hæð í
demantamarkaðnum í borginni
og hafði með sér byssu og
handsprengju. Batt maðurinn
starfsmennina þrjá á skrifstof-
unni og hvarf síðan á braut með
mörg umslög sem í voru demant-
ar.
Ránið uppgötfáðist stuttu
síðar og var byggingunni þegar
lokað og leit hafin í húsinu og
annars staðar í borginni. Maður-
inn, sem handtekinn var síðar í
dag hefur neitað sakargiftum.
Demantar eru mjög stór þátt-
ur í útflutningi Israelsmanna og
fer fram óhemjumikil verzlun
með þá á degi hverjum á dem-
antamarkaðnum í Tel Aviv. Mik-
il öryggisgæzla er í markaðshús-
inu og hefur ekki áður verið
framið þar rán.
SJÁLFSTÆÐISLOGINN TENDRAÐUR - Mugabe forsætisráð-
herra Zimbabwe kveikir hér eld, sem loga mun um alla framtíð, til
heiðurs meirihlutastjórn blökkumanna í Zimbabwe. (Símamynd
AP)
Líbanon:
Gæzluliðar
SÞ drepnir
Boirut. 18. apríl. — AP.
ÍSRAELSKAR hersveitir réð-
ust í dag á bækistöðvar Pal-
estínuskæruliða í Líbanon í
hefndarskyni vegna árásar
skæruliða á samyrkjubú í
ísrael í gær. Tuttugu og einn
maður beið bana í árásinni.
Kristnir hægri menn, sem
njóta stuðnings ísraela, rændu
í dag fimm mönnum úr gæzlu-
liði Sameinuðu þjóðanna og
tveimur fréttamönnum AP-
fréttastofunnar.
Fréttamennirnir og þrír her-
mannanna úr liði SÞ voru látnir
lausir skömmu síðar. Ættingjar
tveggja ungra manna úr herliði
kristinna hægri manna, sem
vegnir voru í gær, rændu í dag
tveimur Irum úr gæzluliði SÞ og
drápu þá, að því er ísraelskar
heimildir hermdu. Talsmaður SÞ
í Líbanon sagði aðeins að mann-
anna væri saknað.
Nokkur átök hafa orðið undan-
farnar vikur milli gæzluliða SÞ
og kristinna hægri manna og
hafa þau færzt í aukana síðustu
daga.
Danir styðja r§fsi-
aðgerðir gegn Iran
Kaupmannahöfn. Washington, Tcheran. 18. april — AP.
ANKER Jörgensen forsætisráðherra Dana tilkynnti í dag, að stjórn
sín væri rciðubúin að taka þátt í viðskiptalegum refsiaðgerðum gegn
íran. Jörgensen sagði fréttamönnum að Danir myndu taka þátt i
sameiginlegum aðgerðum EBE-landanna, sem væntanlega yrðu
ákveðnar í smáatriðum í Luxemborg nk. mánudag.
Leiðtogar írans lýstu því yfir í
dag, að landið mundi standa af sér
allan efnahagslegan þrýsting og
að ekki stæði til að semja við
Bandaríkin um eitt eða neitt.
Carter Bandaríkjaforseti ákvað
í gærkvöldi að herða enn aðgerðir
Bandaríkjanna gegn íran. Hann
bannaði allan innflutning á
írönskum vafningi, útilokaði öll
fjármálatengsl við aðila í Iran og
bannaði öllum Bandáríkja-
„Lífið á Kúbu verra
en í helvíti Dantes44
mönnum öðrum en blaðamönnum
að ferðast til landsins. Carter
hótaði jafnframt að grípa til
hernaðarlegra aðgerða verði
gíslarnir í sendiráði Bandaríkj-
anna ekki látnir lausir.
Portúgal hætti í dag öllum
viðskiptum við Iran og stjórn
landsins lýsti því yfir að þau yrðu
ekki hafin að nýju fyrr en banda-
rísku gíslarnir hefðu verið látnir
lausir. Hins vegar var tilkynnt í
Prag í dag að nýr viðskiptasamn-
ingur Tékkóslóvakíu og Irans yrði
undirritaður síðar á þessu ári.
Móðir eins gíslanna í sendiráð-
inu hélt í dag áleiðis til Teheran
til að freista þess að fá aö hitta
son sinn, þrátt fyrir bann Banda-
ríkjastjórnar við ferðum Banda-
ríkjamanna til írans. Ekki er
vitað hvort hún og maður hennar
fá að heimsækja gíslinn.