Morgunblaðið - 19.04.1980, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 19.04.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980 3 Sovétmenn fá ekki rannsóknaleyfi hér á landi í sumar RANNSÓKNARÁÐ ríkisins hef- ur ákveðið að synja sovézkum vísindamönnum um leyfi til jarð- fræðirannsókna hér á landi í sumar, þar sem þeir hafi ekki undanfarin ár hlítt settum regl- um um að skila gögnum sínum og ritum varðandi rannsóknirnar. Ekki væri heldur fyrir hendi það samstarf við íslenzka vísinda- menn sem vitnað hefði verið til í umsóknum vísindamannanna. Þrátt fyrir þessa synjun nú verða eftir sem áður umsóknir Sovétmanna teknar til athugunar þegar þær berast. Garöabær: Útsvar 11%, fast- eignagjöld 0,4% REKSTRAR- og framkvæmdaáætlun Garðabæjar var samþykkt á bæjar- stjórnarfundi s.l. fimmtudag með atkvæðum meirihlutans. þ.e. sjálf- stæðismanna. gegn atkvæðum minni- hlutans. þ.e. fulltrúa Alþýðuflokks. Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks. Útsvarsálagning skv. áætlun- inni er 11%, álagning fasteignagjalda 0.4%. Minnihlutinn bar fram tiílögu um hækkun á útsvarsálagningu um 61,5 millj. kr.. sem meirihluti felldi. Niðurstöðutölur áætlunarinnar eru um 2,3 milljarðar. Á tekjuhlið eru útsvörin hæsti liðurinn eða 1053 millj- arðar, en sameiginlegar tekjur eru alls 1,7 milljarðar. Á gjaldahlið er liðurinn fræðslumál hæstur eða 714.030 millj., þá gatna- og holræsagerð upp á 617.639 millj., síðan almannatrygg- ingar 217.120 millj. Af framkvæmdum á árinu ber hæst byggingu Garðaskóla, annars áfanga, þá gatnagerð og má þar nefna endur- bætur á Vífilsstaðavegi, lagningu slit- lags á götur í Arnarnesi, slitlag á Goðatún, gangstéttir í hluta Lunda- hverfis, síðari hl. gatnagerðar í Holts- búð, slitlag á neðri hluta Lyngmóa, slitlag á Melás, gangstétt á Stórás, frágang Bæjarbrautar, þ.e. lýsingu á þann hluta sem iagður hefur verið slitlagi og slitlagslögn á veginn frá Hofsstaðabraut að Vífilsstaðavegi og lagningu slitlags á Hofsstaðabraut frá Bæjarbraut að Hlíðarbyggð. Þá má nefna gangstéttarlagningu á Karla- braut frá Vífilsstaðavegi að upphæð 4 millj. kr. Þá er verulegri upphæð varið til endurbóta á Garðaholti, 10 millj. kr. eru ætlaðar til hitaveitulagningar í Garðahverfi, þ.e. Garðaholti. Hnútur í samninga- viðræðum fyrir vestan SAMNINGAVIÐRÆÐUR stóðu yfir í allan gærdag milli útvegs- manna og sjómanna á Suðureyri og klukkan 21.30 í gærkveldi ætluðu aðilar aftur að hittast og ræða málin. Óvissan í samninga- málunum á Suðureyri munu hafa haft þau áhrif, að ekki var haldinn sáttafundur í gær á Flateyri. Sjómenn þar óskuðu eftir frestun boðaðs fundar og var það trú manna, að þeir Ók á dreng en stoppaði ekki í FYRRAKVÖLD rétt fyrir klukkan 21 var ekið á dreng á hjóli á mótum Skaftahlíðar og Bólstaðarhlíðar. Bifreiðin, sem ók á drenginn. ók vestur Ból- staðarhlið og bcygði suður Skaftahlíð. Ökumaðurinn stöðv- aði ekki bifreiðina heldur hélt af vettvangi. Er hann beðinn að gefa sig fram við lögregluna svo og kona, sem kom drengnum til hjálpar skömmu eftir atburðinn. Að sögn drengsins þykir honum líklegt að þetta hafi verið rauð Fiat-bifreið með Y-númeri. Drengurinn meiddist lítils háttar og föt hans rifnuðu. fylgdust með gangi mála á Suður- eyri. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun mjög lítið bera í milli aðila á Flateyri og var þess vænzt, að unnt yrði að halda þar félagsfund um helgina. Samkomu- lagið þar mun vera mjög svipað og náðist í Bolungaravík á mánudag. Á Suðureyri voru menn fremur svartsýnir á samkomulag og var jafnvel búizt við því að tækist samkomulag ekki í gærkveldi, myndu súgfirzkir sjómenn boða verkfall í dag með tilskildum fyrirvara. Sjómannafélag ísfirðinga og Al- þýðusambands Vestfjarða hafa óskað eftir samningafundi við sáttasemjara ríkisins, en ekki hefur verið ákveðið enn, hvenær fundurinn verður haldinn. Er beð- ið eftir framvindu málanna á Flateyri og Suðureyri. Hver vann skáktölvu? DREGIÐ hefur verið í happdrætti Reykjavíkurskákmótsins og kom upp númerið 6197. Er þetta barna- miði, sem seldur var á 9. umferð. Hinn heppni er beðinn að sækja vinninginn til Nesco. Vinningur- inn er skáktölva, sem talar ensku og þýzku. (Númer birt án ábyrKðar). Ólympíuskákmót „Fjarlægur möguleiki“ — segir Einar S. Einarsson HALDA á ólympíuskák- mót á Möltu í nóvember og desember en óvíst er að mótið geti orðið þar og liggja til þess ýmsar ástæður. Fór sérstök nefnd beint héðan af Fide-þinginu til Möltu til að kanna þessi mál undir forystu varaforsetans Campomanesar. Þeirri hugmynd hefur skotið upp að íslendingar hlaupi í skarðið og taki að sér að halda mótið og hefur Jó- hann Þórir Jónsson rit- Vinnuhælið að Litla-Hrauni. Refsifangi á Litla-Hrauni kærir til dómsmálaráðuneytisins: Krefst rannsóknar á meðferð fanga í einangrunarklefum Ófagrar lýsingar fangans á ein- angrunarklefum og meðferð þar REFSIFANGI á Litla-Hrauni hefur ritað dómsmálaráðuneytinu bréf og óskað eftir því að verða látinn laus úr einangrunarklefa í kjaliara langelsisins. en þar mun fanginn hafa verið í geymslu um nokkra hríð. Jafnframt krefst hann þess. að rannsókn verði látin fram fara á aðbúnaði fanga í þessum einangrunarklefum. í bréfinu lýsir hann aðbúnaðinum og er það ófögur lýsing. Einnjg ber hann fangaverði þungum sökum. Fjórir slíkir einangrunarklefar eru í kjallara Litla-Hrauns og hefur verið venjan að hafa fanga þar í haldi ef þeir eru taldir sýna mótþróa og fara ekki eftir settum reglum. Fanginn segir í upphafi bréfs- ins til dómsmálaráðuneytisins að fangar séu settir í einangrun- arklefa (selluna) eftir eigin geð- þótta fangavarða og með eða án samþykkis forstjórans. Þeir séu berháttaðir en síðan klæddir föðurlandsbuxum, ullarsokkum og nærbol. í sellunni sé að finna kodda, sem eftir útliti að dæma hafi ekki verið þveginn í áratugi, tvö tepparæksni, sem orðin séu óþjál vegna fitu og svita. Mjög þungt loft sé í sellunni og það sé mettað stækju eins og úr holræsi væri. í sellunni sé fata, sem vistmenn eigi að gera þarfir sínar í og sé hún alsett kalk- steini jafnt utan sem innan af þvagi manna. Loftræsting, ef nefna skuli hana því nafni, sé gat á veggnum, um átta senti- metrar í þvermál, en gatið sé teppt að % hlutum af aur og sýklagróðri. I sellunni sé steypt sæti, steypt borð og steypt rúm- stæði og sé þetta allt þakið óþverra, svo sem gömlum mat- ar-, svita, blóð- og saurleifum. Og áfram heldur fanginn lýs- ingu sinni: í skonsu fyrir enda gangs fyrir framan klefa er afgirtur kamar, þ.e. trépallur úr ójöfnum viði, sem á er járngrind með setu og fötu. Þarna sé mikill sóðaskapur enda yfirfangavörð- urinn ekki trúaður á nútíma hreinsiefni. Fangarnir þurfi að sjá um þrif þarna óviljugir. Einangrunarfangar fái ekki að þvo sér með heitu vatni og aldrei að fara í bað þann tíma sem þeir séu í einangrun. Lyf fái þeir ekki né fái þeir sem gleraugu nota að bera þau. Bækur sé ekki aðrar að fá en biblíuna en lítið sé hægt að lesa í henni því engin pera sé í klefanum, aðeins 40 kerta pera í ganginum fyrir framan. Fang- arnir fái ekki að hafa samband við lækni né lögfræðing. Algengt sé að menn tapi tímaskyni, þeir verði þunglyndir og leiti ráða til að fyrirfara sér. Geislahitun sé í klefanum og hana sé ekki hægt að tempra, aðeins kveikja og slökkva og því sé þar annaðhvort nístingskuldi eða steikjandi hiti. I lokin ber fanginn fangavörð- um illa söguna. Segir hann að „agabrot" virðist fólgin í því að óhlýðnast fyrirskipunum fanga- varða, hversu vitlausar sem þær séu og fangaverðir hafi í hendi sér hvernig farið sé með fang- ana. Tugmilljóna tjón í fiskeld- isstöðinni á Hausatóf tum Kýlaveiki, skæður gerlasjúkdómur hér á landi í fyrsta sinn TUGMILLJÓNATJÓN hefur hlotizt vegna fisk- sjúkdóms, sem upp er kom- inn í fiskeldisstöðinni á Hausatóftum við Grinda- vík. Um er að ræða svo- nefnda kýlaveiki, sem er einn þekktasti og skæðasti gerlasjúkdómur í laxfisk- um, sem þekktur er. Fimmtíu þúsund laxaseiði hafa þegar drepist í stöðinni af völdum sjúkdómsins og ákveðið hefur verið að farga þeim seið- um sem eftir eru, eða ríflega fjörutíu þúsund stykkjum. Kýlaveiki hefur ekki áður orðið vart í fiski hér á landi. Seiðin í stöðinni á Húsatóftum eru öll fengin frá stöðvum hér innanlands og var haft eftir Sigurði St. Helgasyni, eiganda stöðvarinnar, í gærdag, að sýk- ingin kæmi sér mjög á óvart þar sem hennar hefði aldrei orðið vart hér á landi, svo og vegna þess að miklar varúðarreglur væru í þeim stöðvum sem seiðin kæmu frá. Þar væru öll seiðin sótthreinsuð þegar kreisting færi fram. í upphafi koma áhrif sjúk- dómsins aðallega fram í skemmdum innri líffærum fisk- anna, en þegar lengra er komið verða áhrifin ennfremur grein- anleg utan á fiskinum. Tjónið sem af sýkingunni hlýzt er eins og áður sagði mjög mikið og þess má geta að Sigurður hafði gert samning við fyrirtæki í Noregi um sölu á 100 þúsund seiðum í sumar, sem ekki verður hægt að standa við. á Islandi í haust? stjóri Skákar m.a. rætt um þetta í ritstjórnar- spjalli nýverið. „Það er ansi fjarlægur möguleiki að halda þetta mót hér, a.m.k. eins og málum er nú háttað,“ sagði Einar S. Einarson forseti Skáksambands íslands, þegar Mbl. ræddi málið við hann. „Mót sem þetta kost- ar tugi ef ekki hundruð milljóna, því halda þarf uppi mörg hundruð manns í 3 vikur, en þátttökuþjóðir eru 60—70. Það er ógjörn- ingur að halda slíkt mót nema með verulegum stuðningi hins opinbera. En vissulega væri gaman að geta haldið hér Ólympíumót og vart er hægt að hugsa sér betri auglýsingu fyrir landið,“ sagði Einar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.