Morgunblaðið - 19.04.1980, Qupperneq 11
I
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980
11
ÁLMUR
(Ulmus glabra)
Álmur er auðþekktur á
yddum og æðaberum,
tenntum skakkegglaga
blöðum, snörpum á éfra
borði. Myndar stóra
blaðfleti (blaðsamfellur).
Börkur dökkgrár, rifnar
og verður langrákóttur
með aldrinum. Álmur
þarf frjósaman fremur
djúpan jarðveg því gráð-
ugur er hann og sendir
rætur sínar langt út. Get-
ur orðið hið vöxtulegasta
tré með gildan bol og
mjög stórri laufkrónu.
Þarf því að ætla honum
mikið rúm í garðinum.
Álmur þolir fremur vel
storma og vel þolir hann
töluverðan skugga. Blað-
lýs sækja talsvert á hann,
einkum tegund sem kölluð
er álmlús. Hún sýgur safa
og veldur því að blöðin
Þorvaldur Thoroddsen ár-
ið 1888 sunnan við íbúð-
arhús sitt á Laufásvegi 5.
Mun hann vera 9—10 m
hár, þótt stofn sé marg-
boginn. Þessi og fleiri
álmar bera fræ í góðum
árum. Stór hlynur stend-
ur við hlið álmsins á
Laufásvegi 5. Reynt hefur
verið í seinni tíð að fá
álmfræ frá stöðum þar
sem vaxtarkjör eru svipuð
og hér á landi. Skógrækt-
in flutti inn álm frá Salt-
dal í N-Noregi 1937 og
1939 og virðast þær hrísl-
ur vaxa vel . í Múlakoti í
Fljótshlíð er beinvaxin og
fögur fertug álmhrísla 10
m há og er það góður
vöxtur.
Álmfræ geymist fremur
illa og mun best að sá því
strax haustið sem það
Elsta álmtréð í Reykjavík stendur við Laufásveg 5,
og við hlið þess stórvaxinn hlynur.
(Myndin er tekin í sept. 1979)
vefjast saman, hringa sig
utan um lýsnar, svo erfitt
er að ná til þeirra með
lyfjum. Þarf að úða til
varnar áður en það gerist.
Sama lúsategund leggst
líka á ribsrunna og verða
ribsblöðin þá eins og ból-
ótt.
í Reykjavík og víðar eru
til vænar álmhríslur,
sumar þeirra stór fagur-
vaxin tré t.d. hríslan á
Túngötu 6 í Reykjavík og
hrísla í gömlu Gróðrar-
stöðinni ((Einarsgarði).
Báðar þessar stóru, fögru
hríslur munu gróðursett-
ar árið 1902. Þessi tré eru
8—9 m há eða vel það og
til eru hér allt að 12 m há
álmtré. Elsta álmtréð í
Reykjavík gróðursetti
þroskast. En líka má vel
fjölga álmi með sumar-
græðlingum og er það nú
gert í vaxandi mæli.
Bannað er að flytja inn
álmplöntur vegna hættu á
sveppasýki, sem stór-
skemmt hefur eða jafnvel
drepið fjölda álmtrjáa
erlendis t.d. á Bretlands-
eyjum og Niðurlöndum.
Hefur hennar og orðið
vart í Danmörku og víðar.
Margir hafa álm sem
tilkomumikið garðtré. En
hann er líka hæfur í
limgerði og skjólbelti.
Limgerðin þarf að klippa
oft ef þau eiga að verða
þétt og falleg. Álmur í
skjólbelti þarf frjósaman
jarðveg og góða umhirðu
einkum fyrst í stað.
I.D.
RONALD Reagan hefur þegar tryggt sér helming
þeirra fulltrúa, sem hann þarf á að halda til að hljóta
útnefningu repúblikana á landsþingi flokksins í
Detroit um miðjan júlí. Hvorki George Bush né John
Anderson virðast líklegir til að stöðva sigurför hans í
forkosningunum úr þessu, og allt bendir því til þess,
að Ronald Reagan verði forsetaefni repúblikana í
forsetakosningunum í nóvember.
Alla tíö, síðan Reagan hóf
fyrst afskipti af stjórnmálum í
Kaliforníu 1965, hefur verið gert
lítið úr möguleikum hans sem
frambjóðanda. Ríkisstjóri Kali-
forníu, Pat Brown, var í hópi
þeirra, sem tóku framboð Reag-
ans til ríkistjóra 1966 ekki alvar-
lega og talaði í niðrandi tón um
þennan óreynda fyrrverandi
leikara og demókrata, sem vildi
verða ríkisstjóri repúblikaná.
Reagan sigraði Brown í kosning-
unum með milljón atkvæða mun
og var endurkjörinn ríkisstjóri
fjórum árum seinna, jafnvel þótt
demókratar séu í yfirgnæfandi
meirihuta í Kaliforníu.
I forsetakosningum 1976 þótti
Reagan leggja út í vonlausa
baráttu um útnefningu Repú-
blikanaflokksins á móti Gerald
Ford, þáverandi forseta. Barátt-
an milli þeirra reyndist þó mjög
hörð, og Ford hlaut útnefningu
flokksins með naumum meiri-
hluta. Enginn spáði Reagan jafn
auðveldri baráttu í upphafi
kosningabaráttunnar í ár og
hefur komið á daginn. Fjöldi
álítlegra repúblikana var í fram-
boði, en þeir hafa helzt úr
lestinni hver á fætur öðrum, og
nú eru þeir Reagan, Bush og
Anderson einir eftir. Reagan
hefur aðeins tapað þremur for-
kosningum, Massachusetts,
Connecticut og Puerto Rico,
fram til þessa, og hann á varla
marga ósigra fyrir höndum í
forkosningunum.
Gerald Ford lét að því liggja
um tíma, að hann ætlaði að gefa
kost á sér. Hann sagði, að
Reagan ætti litla möguleika á að
sigra Jimmy Carter í forseta-
kosningum, en skoðanakannanir
sýndu, að hann sjálfur gæti
sigrað Carter. Framboð Fords
fékk lítinn hljómgrunn meðal
framámanna í repúblikana-
flokknum, svo að Ford ákvað að
gefa ekki kost á sér að svo
stöddu, enda hafði hann gert of
lítið úr möguleikum Reagans,
eins og svo margir aðrir hafa
gert.
Nýjustu skoðanakannanir
sýna, að kosning milli Reagans
og Carters gæti farið á hvorn
veginn sem er, og íhaldssamar
skoðanir Reagans virðast ekki
fæla eins marga kjósendur frá
honum og margir hafa haldið
fram.
Ronald Reagans kemur mjög
vel fyrir. Hann nýtur góðs af 20
ára leikferli sínum á árunum
1937—57 á kosningafundum og í
sjónvarpi. Hann er mjög skýr í
svörum og öll heimsins vanda-
mál virðast eiga sér sáraeinfald-
ar skýringar og lausnir, þegar
hann fjallar um þau.
Helztu baráttumál hans í
kosningabaráttunni eru efna-
hags-, orku- og utanríkismál.
Hann vill leysa verðbólguvand-
ann með hallalausum fjárlögum,
30% skattalækkunum á þremur
árum og minni ríkisafskiptum af
viðskiptalífinu. Hann lætur að
því liggja í ræðum sínum, að
orkuskotur sé ekki fyrir hendi.
Hann telur, að skorturinn hverfi
um leið og olíuverð verður gefið
alveg frjálst og ríkið hættir
öllum afskiptum af olíufyrir-
tækjum. Reagan er tryggur
stuðningsmaður ísrael, en er
hlynntur samvinnu við önnur
miðausturlönd í baráttu gegn
áhrifum Sovétríkjanna á svæð-
inu. Honum þykir stjórn Carters
hafa svikið keisarann af íran og
ekki brugðist rétt við handtöku
bandarísku gíslanna í Teheran.
Reagan telur Bandaríkin hafa
dregizt aftur úr Sovétríkjunum í
vopnabúnaði á undanförnum ár-
um og segir, að tími sé kominn
til að vígbúast að nýju. Hann er
orðið
forseti
Banda-
ríkj-
anna
andvígur Salt II samningnum
við Sovétríkin og vildi ekki fá
Panamaskurðinn Panamabúum í
hendur á sínum tíma.
Reagan á flesta aðdáendur í
hópi íhaldssamra repúblikana og
meðal láglaunafólks og þeirra,
sem hafa hlotið litla menntun.
Hann höfðar til margra með
ákveðinni andstöðu sinni gegn
fóstureyðingum og breytingar-
tillögu við stjórnarskrána, sem
áætlað er að tryggja jafnrétti
kynjanna. Hann er á móti skrá-
setningu skotvopna og vill að
kristnar fyrirbænir verði leyfðar
í opinberum skólum.
Yfirleitt er val varaforseta-
efnis fyrsta alvarlega ákvörðun-
in, sem forsetaframbjóðandi
flokkanna tekur. Það er siður í
Bandaríkjunum, að varaforseta-
efnið höfði til þeirra kjósenda,
sem forsetaefnið sjálft nær ekki
til. Þetta er oft erfitt, en getur
orðið sérstaklega erfitt fyrir
Reagan.
I kosningabaráttunni 1976
valdi Reagan varaforsetaefni
sitt fyrir landsþing Repú-
blikanaflokksins, en vaninn er
að frambjóðendur geri það ekki
fyrr en þeir hafa hlotið útnefn-
inguna. Hann valdi Richard
Schweiker, öldungardeildarþing-
mann frá Pennsylvaníu sem var
í þá daga kunnur fyrir frjáls-
lyndar skoðanir sínar og var
áætlað að höfða til þeirra kjós-
enda í forkosningunum, sem
töldu Reagan of íhaldssaman.
Schweiker gerði ekki það gagn,
sem vonast hafði verið til af
honum, og í ár segist Reagan
ekki áætla að velja sér varafor-
setaefni, fyrr en hann hefur
hlotið útnefningu flokksins.
Reagan er 69 ára gamall. Ef
hann verður kjörinn forseti,
verður hann elzti forseti Banda-
ríkjanna í sögunni. Dwight Eis-
enhower var 66 ára, þegar hann
var endurkjörinn 1956 og var
elzti forseti aldarinnar. Árið
1841 var W.H. Harrison, sem var
68 ára, kjörinn forseti, en hann
lézt mánuði eftir að hann tók við
embætti úr lungnabólgu. Reagan
verður 73 ára 1984 og þykir mjög
líklegt, að hann sæti aðeins eitt
kjörtímabil og varaforseti hans
fari fram í stað hans. Varafor-
setaefni Reagans þarf því að
vera einhver, sem talið væri að
myndi halda stefnu Reagans
áfram. Hann þarf líka að vera
nokkur, sem höfðar til frjáls-
lyndari kjósenda en Reagan, en
þó ekki svo mjög, að hann fæli
frá stuðningsmenn hans.
Reagan virðist stundum eiga
erfitt um heyrn, en það eru einu
merkin um háan aldur hans.
Hann er þekktur fyrir gott
minni og þefur tölur um ótrú-
legustu hluti á takteinum. Und-
anfarið hefur þó verið bent á í
fréttum, að tölur Reagans eigi
sér ekki alltaf stoð í raunveru-
leikanum. Hann er gjarn á að
ýkja, og stundum virðist hann
einfaldlega hafa fundið tölurnar
upp hjá sjalfum sér. Langflestar
ræður Reagans fjalla um, hversu
mun betur þjóðin væri sett, ef
ríkisvaldið væri ekki að vasast í
öllu. Hann notar sem dæmi, að
það kosti félagsmálaráðuneytið
3 dollara að koma 1 dollara í
hendur þurfandi þegnum, en
ráðuneytið segir, að það kosti
það aðeins 12 sent. Hann segir
einnig, að ríkisbáknið sé ávallt
að stækka og 131000 manns hafi
komist á jötuna á síðasta ári.
60000 voru ráðnir til ríkisins í
fyrra samkvæmt opinberum töl-
um. Svo mætti lengi telja.
Síðan hann hætti sem ríkis-
stjóri Kaliforníu árið 1974, hefur
Reagan skrifað greinar og flutt
fréttaauka um málefni líðandi
stundar. Hann hefur starfað áð
þessu einn og því er stundum
kennt um, þegar hann fer vit-
laust með eða er ekki vel heima á
vissum sviðum. Stuðnings- og
starfsmenn hans hafa gert sitt
bezta til að bæta úr þessu og
vafalítið tekst þeim það, svo að
Reagan verði jafn vel heima á
öllum sviðum og frambjóðandi
Demókrataflokksins í forseta-
kosningunum.
R0NALD
REAGAN