Morgunblaðið - 19.04.1980, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980
Framhaldsnám erlendis er sjálfsagður hlutur
fyrir íslenzkan námsmann og liggur leiðin þá gjarnan
til Norðurlanda. Það þykir heldur ekki annað en
sjálfsagt að hjón leggi í langferð og annað eða bæði
nemi. Það er hins vegar heldur sjaldgæft að fólk
komið á fimmtugsaldur hleypi heimdraganum, fari til
annarra landa með fjögur börn sín og húsmóðirin á
heimilinu fari að nema.
Þetta er þó tilfellið með Sigurjón Jóhannsson og
Ernu Þorleifsdóttur, en þau fóru til Noregs í
ágústmánuði 1978 með fjögur börn sín. Hún ætlaði að
læra félagsráðgjöf, en hann að fá sér vinnu, helzt í
sínu fagi, blaðamennsku. Framan af gekk þó hvorki
né rak hjá Sigurjóni að fá vinnu hjá norskum
f jölmiðlum, hann vann fyrir sér og sínum sem
næturvörður á hóteli og við þvotta á stóru sjúkrahúsi,
en einn góðan veðurdag skipuðust veður í lofti og
hann var orðinn lektor við norska blaðamannaskól-
ann í Ósló, sem er inni í háskólakerfinu þar í landi.
skólans heima á íslandi, Sogstad
heitir hann, og ég leitaði til hans
og spurði hvort hann gæti orðið
mér innan handar með vinnu.
— í framhaldi af þessu sagði
, hann mér, að staða væri laus við
blaðamannaskólann, einmitt í
ljósmyndun og útlitsteiknun.
Hann lagði að mér að sækja um
stöðuna, en mér fannst það frá-
leitt og neitaði öllum slíkum
hugmyndum staðfastlega. Knut
Sogstad gafst ekki upp og án þess
að ég vissi um var hann, kona min
og Þorgrímur Gestsson að krunka
um þetta á bak við mig, auk þess
sem þau notuðu hvert einasta
tækifæri til að hvetja mig til að
sækja um þessa stöðu.
— A endanum lét ég til leiðast í
þeirri einlægu von, að ég fengi nei
við umsókninni. Við sóttum tveir
um, ég og norskur blaðamaður. Ég
Rætt við Sigur-
jón Jóhannsson
og Ernu Þor-
leifsdóttur, sem
stundar nám í
félagsráðgjöf í
Ósló, en þau
héldu utan fyrir
tveimur árum
ásamt f jórum
börnum sínum
um aðstæðum, en sonurinn Jó-
hann er sá eini sem ekki stundar
nám. Hann er 19 ára, Þórgunnur
16 ára, Katrín 15 ára og Anna 11
ára og þær eru allar í skóla
systurnar eins og móðirin meðan
karlpeningurinn á bænum vinnur
úti.
— Mér fannst orðið óþolandi að
hjakka alltaf í sama farinu heima
án þess að eiga möguleika á
nokkru meiru nema að afla sér
menntunar, heldur Erna áfram.
Mér líkar námið vel núorðið, en
fyrsta árið var heldur leiðinlegt,
og jafnvel þurrt stagl. Núna er
þetta hins vegar orðið líflegt og
skemmtilegt.
— í Noregi eru sex slíkir skólar
og þar af þrír í Ósló. Það hefur
verið mikið um, að Islendingar
sæktu í þessa skóla og mætt
vinsemd Norðmanna eins og ann-
ars staðar í menntakerfinu. Það er
líka á margan hátt hagstætt fyrir
íslendinga að stunda nám í Noregi
og yfirleitt að dvelja hér.
— Um börnin er það að segja,
að þeim hefur gengið vel eftir að
þau komu hingað út. Þeirri yngstu
á bænum brá þó heldur betur í
brún er hún komst að því fyrstu
dagana hér, að hún skildi ekkert
hvað skólasystkinin sögðu. Hún
neitaði alveg að fara út og leika
sér og sagðist ekki fara út fyrir
dyr fyrr en hún væri búin að læra
norskuna. Það lagaðist þó allt og
hún er sú okkar, sem talar beztu
norskuna, alveg eins og innfædd,
finnst mér að minnsta kosti, segir
Erna.
Tilviljun að
ég byrjaði i
blaðamennsku
Sigurjón Jóhannsson, Katrin. Erna Þorleifsdóttir og Þórgunnur.
Blaðamaður Mbl. hitti þau hjón
að máli á heimili þeirra í Ósló
fyrir nokkru, en þau búa í ágætri
íbúð við Sognsveginn á fallegum
stað skammt frá stúdentabænum
að Kringsjá. Sigurjón var fyrst
beðinn að segja frá fyrstu vikun-
um í Noregi og aðdraganda þess,
að hann varð lektor við blaða-
mannaskólann.
— Frá því að ég byrjaði í
blaðamennsku hef ég mikið unnið
við ljósmyndun og útlitsteiknun
eða „lay-out“. Ég gerði mér því
vonir um að fá starf við mitt hæfi
hjá norsku blaði og hugsaði með
mér, að þetta hlyti ég að geta, þar
sem slíkt starf krefst ekki ýkja
mikillar norskukunnáttu. Með
góðar kveðjur að heiman í vasan-
um var ég bjartsýnn og hélt að
þetta yrði ekki erfitt, en annað
átti eftir að koma á daginn.
— Um þetta leyti skall á verð-
og launastöðvun í Noregi og kom
þessi ákvörðun stjórnvalda
mönnum alveg á óvart. Atvinnu-
rekendur héldu að sér höndum
fyrst á eftir og frekar var um
fækkun að ræða, heldur en að t.d.
blöðin fjölguðu mönnum.
Konan mín
þekkti konu,
sem þekkti konu
— Við höfðum reyndar verið á
götunni þar til fjórum dögum áður
en við stigum upp í flugvélina. Þá
tókst vini okkar að útvega hús-
næði nokkuð fyrir utan Ösló og
þar vorum við fyrstu mánuðina.
Að mörgu leyti var heppilegt að
vera þar, börnin fóru í skóla í
nágrenninu og meðal annars var
gott fyrir þau að vera þarna, þar
sem allt var smærra í sniðum en
inni í Ósló.
— En atvinnumálin voru ekki
glæsileg og sannarlega góð ráð
dýr. Eftir að hafa gengið á milli
blaðanna gafst ég upp og fór að
fylgjast náið með atvinnuauglýs-
ingum í norsku blöðunum. Einn
daginn tók ég eftir auglýsingu í
Aftenposten þar sem óskað var
eftir næturverði á hóteli. Ég rölti
þangað sama dag og fékk vinnuna.
Merkilegt nokk, þá hafði ég bara
gaman af þessum starfa. Þarna
hitti ég mikið af fólki, auk þess,
sem mér gafst nægur tími til að
hugsa mitt ráð, en þetta starf
nægði ekki til að ég gæti fram-
fleytt fjölskyldunni.
— Síðan gerðist það að konan
mín þekkti konú, sem þekkti konu
og hún útvegaði mér vinnu í
þvottahúsi í stóru sjúkrahúsi. Ég
neita því ekki, að þar fékk ég
mikið áfall fyrsta daginn, þegar ég
fékk það verkefni að moka þvott-
inum mismunandi skítugum og
illa lyktandi inn í stórar þvotta-
maskínurnar.
Þegar frá leið vandist þetta eins
og annað og mér varð hugsað til
Mao formanns og fannst að lokum
í fullkomnu lagi að kynnast öðrum
hliðum mannlífsins en áður og frá
öðrum sjónarhornum í anda við
kenningar formannsins.
— Meðan ég var í næturvörzl-
unni og þvottinum hafði ég augun
opin og reyndi hvað ég gat til að fá
annað starf. Ég hafði kynnzt
einum af kennurum blaðamanna-
Vann
við
nætur-
vörzlu
og
þvotta
er
hann
varð
lektor í
blaðamennsku
var ráðinn í starfið til eins árs
sem kennari við skólann. Sá, sem
hafði gegnt stöðunni áður, ákvað
síðan að vera lengur burtu og ég
hef nú verið ráðinn sem lektor í
þessum greinum til næstu ára-
móta, segir Sigurjón.
Óþolandi að hjakka
alltaf í sama farinu
— I guðanna bænum láttu
þetta ekki líta þannig út, að ég
hafi grátið yfir eldavélinni og
uppþvottinum í 20 ár og syrgt þau
örlög mín að komast ekki til náms,
segir Erna Þorleifsdóttir þegar
blaðamaður snýr máli sínu til
hennar og vill fá að vita aðdrag-
andan að því, að hún hóf nám í
félagsráðgjöf í Noregi.
— Ég hafði áhuga á að læra
félagsráðgjöf og hafði m.a. unnið á
Kleppi í 8 ár sem læknaritari.
Félagsráðgjöf er ekki hægt að
læra heima og eftir að hafa rætt
þessi mál vorum við öll sammála
um að reyna eitthvað nýtt og ég
hóf svo nám í félagsráðgjöf í
„Norges kommunal og sosial hög-
skole" haustið 1978.
— Mér finnst þetta ekkert
merkilegt, alls ekki, þetta var bara
eðlilegur hlutúr hjá okkur fyrst
Sigurjón var tilbúinn að reyna
fyrir sér erlendis, segir Erna og
vill eyða spurningum blaðamanns.
Hún segir að börnunum hafi
gengið vel að aðlaga sig að norsk-
Við snúum okkur aftur að Sig-
urjóni og blaðamennskunni, en í
þeim efnum hefur hann komið
víða við.
— Það var fyrir algera tilvilj-
un, að ég byrjaði í blaðamennsku,
segir Sigurjón. — Þannig var, að
snemma árs 1958 átti ég leið upp á
Þjóðvilja og hitti þar fyrir föður-
bróður minn, Ásmund Sigurjóns-
son. Ég var þá við nám í Háskól-
anum, en er Ásmundur bauð mér
blaðamannsstarf sagðist ég vera
spenntur fyrir því og daginn eftir
var ég byrjaður á Þjóðviljanum.
— Frá Þjóðviljanum lá leiðin á
blaðið Mynd, sem gefið var út í
nokkurn tíma 1962. Þar líkaði mér
vistin vel og lærði mikið þó tíminn
þar væri stuttur, sérstaklega í
útlitsteiknun. Síðan varð ég rit-
stjóri Fálkans um tíma, þá var
það Alþýðublaðið, Þjóðviljinn aft-
ur og loks Vikan, en þar var ég
blaðamaður þegar við ákváðum að
hleypa heimdraganum og fara
hingað til Noregs.
— Það má því segja, að ég hafi
víða komið við í íslenzka blaða-
heiminum og ég hef oftar en einu
sinni reynt að hætta í blaða-
mennskunni, en bakterían er þrá-
lát og alltaf hef ég komið aftur. Ég
var t.d. um tíma fulltrúi í Sam-
vinnubankanum og einnig á Aug-
lýsingastofu Gísla B. Björnssonar,
en alltaf togaði blaðamennskan í
mig og ég hljóp því ævinlega til
þegar mér fannst eitthvað bita-
stætt bjóðast.
Ólíku saman að
jafna í mennt-
un blaðamanna
Við gætum eflaust haldið lengi
áfram að tala um blaðamennsku á
íslandi, málið er Sigurjóni hug-
stætt og sérstaklega það er snýr
að launamálum blaðamanna, að-
stöðu og möguleikum á menntun.
Hann hefur kynnt sér hvernig
Norðmenn búa að sínum mönnum
og nefnir sem dæmi, að norska
ríkið veitir á þessu ári um 700
milljónir íslenzkra króna til fram-
haldsnáms og endurmenntunar
blaðamanna og ýmissa rannsókna