Morgunblaðið - 19.04.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980
13
innan fjölmiðlunar. Auk þess eru
mörg stór fyrirtæki og samtök
innan atvinnuveganna með nám-
skeið reglulega þar sem kynntar
eru nýjungar og framfarir í starfi
viðkomandi fyrirtækja og iðn-
greina.
— Það má gjarnan koma fram í
þessu spjalli okkar hversu mjög
Norðmenn eru hjálplegir okkur
íslendingum í menntamálum. I
blaðamannaskólanum hér í Ósló
fá íslendingar t.d sömu meðferð
og Norðmenn. Ef viðkomandi upp-
fyllir sett skilyrði fær einn íslend-
ingur a.m.k. inngöngu í blaða-
mannaskólann, en á hverju ári
sækja um 400 manns um inntöku í
skólann, en aðeins 40 eru teknir
inn árlega.
— Einnig má nefna að Norð-
menn hafa boðið Blaðamannafé-
lagi íslands þátttöku í blaða-
stofnun, sem stendur að könnun-
um ýmiss konar og skipuleggur
námskeið fyrir blaðamenn, þannig
að þeir, sem hafa hug á blaða-
mennsku í Noregi hafa mikla
möguleika á menntun.
Spennandi glíma
Sigurjón er lektor við norska
blaðamannaskólann eins og áður
sagði og lætur vel af starfi sínu
við skólann. Nú eru tveir Islend-
ingar þar við nám, þeir Jón Einar
Guðjónsson og Gunnar Kvaran.
Freysteinn Jóhannsson á Morgun-
blaðinu reið á vaðið og nam við
skólann, þá Sigrún Stefánsdóttir,
undirritaður og Þorgrímur Gests-
son á Helgarpóstinum.
— Ég kom inn á algjörlega nýtt
svið þegar ég varð kennari við
skólann og sannarlega hefur þetta
Sigurjón ásamt tveimur nemendanna i norska blaðamannaskólanum.
Gunnari Kvaran og Jóni Einari Guðjónssyni.
Texti: Ágúst I. Jónsson
mannanámskeiðum á vegum sér-
stakrar stofnunar, sem hefur með
umfangsmikið námskeiðahald og
ýmsar rannsóknir að gera. íslend-
ingar fá þarna sömu kjör og
norskir blaðamenn, en mér finnst
menn heima hafa verið of sofandi
fyrir svona möguleikum.
— í launamálaumræðu meðal
blaðamanna á íslandi um og upp
úr 1970 var mikið rætt um það, að
blöðin yrðu að vera samkeppnis-
fær um háskólamenntað fólk.
Síðan þá hefur þetta lagast veru-
lega heima með bættum kjörum,
en við eigum þó enn langt í land til
að ná t.d. Norðmönnum. Umræður
um blaðamannaskóla skjóta alltaf
upp kollinum annað slagið heima
og ég held að við gætum tekið upp
kennslu í blaðamennsku við Há-
skóla íslands. Fjölmiðlunin gæti
þá verið aðalgrein í tengslum við
félagsvísindi og málanám.
— Blaðamannaskólinn í Ósló
byrjaði sem eins árs skóli, en er nú
tveggja ára skóli í beinum tengsl-
um við háskólann. Einnig er
kennd blaðamennska í Volda og
verður tekin upp í Bodö á næst-
unni, en námið þar er öðru vísi
upp byggt. Þá er kennd fjölmiðlun
við lýðháskólana og loks er þessi
verið spennandi glíma, allt í einu
var ég farinn að kenna og var
byrjandi í málinu. Ég veit ekki hve
lengi ég verð hérna og hvað tekur
við hjá okkur, en smátt og smátt
hafa hugmyndir verið að mótast í
kollinum á mér um hvernig ég vil
byggja upp mína kennslu og um
það hef ég haft mjög frjálsar
hendur. Á næstunni stendur til, að
skólinn fái stærra húsnæði til
afnota og þá batnar um leið öll
aðstaða, en á margan hátt er þessi
skóli illa í stakk búinn til að veita
fræðslu um ýmsa þætti í blaða-
mennsku. Sérstaklega á þetta við
um það, sem lýtur að þeim öru
tæknibreytingum, sem orðið hafa í
fjölmiðlum á síðustu árum og
koma meira og minna inn á mitt
svið í kennslunni.
— Við höfum ekki reynt Norð-
menn að neinu öðru en góðu og
þeir hafa leyst úr okkar vanda-
málum fljótt og vel. Þetta meina
ég hjartanlega, þetta er ekki bara
eitthvað halelúja um þá. Ég var í
rauninni himinlifandi þegar kon-
an fór að tala um það af alvöru að
hún vildi fara til náms í Noregi.
Okkur hefur líkað vel hérna í
flesta staði, en hins vegar er enn
þá óljóst hversu lengi við verðum
hérna. — áij.
Erna segir Önnu, yngstu dótturinni, til við heimanámið.
Leikritið Er þetta ekki
mitt líf? eftir Brian Clark,
er sýnt í Iðnó um þessar
mundir. Hjalti Rögnvalds-
son fer þar með aðalhlut-
verkið, hann leikur ungan
myndhöggvara, sem bund-
inn er við rúmið vegna
lömunar.
Þetta leikrit hefur víða
verið tekið til sýningar,
bæði vestan hafs og austan
og alls staðar dregið að
mikinn fjölda áhorfenda. í
upphaflegri sýningu á þessu
verki í London fór Tom
Conti með aðalhlutverkið,
og er áreiðanlega mörgum
ógleymanlegur sem sáu.
Þótti hann túlka hlutverkið
svo vel að hann var fenginn
til að taka það að sér þegar
leikritið var tekið til sýn-
ingar á Broadway í New
York á síðasta ári.
(Tom Conti lék í breskum
sjónvarpsþáttum, sem hér
voru sýndir fyrir ekki mjög
löngu, þar var hann skóla-
piltur í háskóla og gerðist
rithöfundur að námi loknu).
Mary í hlutverki sínu.
Mary Tyler Moore
tekur við
Það urðu nýlega leikara-
skipti í fyrrnefndu leikriti í
New York, bandaríska leik-
konan Mary Tyler Moore tók
við aðalhlutverkinu af Tom
Conti. Mary Tyler Moore
hefur aðallega fengist við
leik í sjónvarpi og það í
þáttum af léttara taginu,
samanb. þætti þá, sem við
fengum á laugardagskvöld-
um í langa hríð.
Aðalhlutverkið í Er þetta
ekki mitt líf? er skrifað fyrir
karlmann, eins og þeir vita
sem séð hafa leikritið.
Höfundur leikritsins
þurfti að gera smá breyt-
ingar á texta vegna þess
arna, og heitir hin unga
kona Claire Harrison í stað
Ken, og er myndhöggvari,
eins og gert var ráð fyrir í
upphafi. Mary Tyler Moore
þykir túlka þetta erfiða
hlutverk á sviði stórvel, eftir
því sem lesa má eftir gagn-
rýnendur.
Mary Tyler Moore
Leikritið tekið til
sýningar í Álaborg
í lok síðasta árs var leik-
ritið Er þetta ekki mitt líf?
tekið til sýningar í Álaborg.
Hlutverk hins unga mynd-
höggvara er þar í höndum
Erik Wedersöe, en hann
mun vera þaulvanur sviðs-
leikari.
Erik Wedersöe og sam-
starfsmenn hans höfðu þann
háttinn á, meðan á æfingum
stóð, að fá að dvelja innan
dyra á sjúkrahúsum til að
kynnast þar af eigin raun
lífi langlegu sjúklinga.
Fannst þeim sem þeir
fengju með því aukinn skiln-
ing á verkinu.
Er þetta
ekki mitt líf?
Leikarinn Erik Wedersöe.