Morgunblaðið - 19.04.1980, Síða 16
16
TÓNLISTARFÉLAGIÐ
Hörpuleikarínn Osian
Ellis á tónleikum
IIÖRPULEIKARINN Osian Ellis
leikur á tónleikum Tónlistaríé-
lagsins í Austurbæjarbíói i dag,
laugardag, kl. 14.30.
Osian Ellis fæddist í Wales og
ólst þar upp við aldagamla tónlist-
arhefð. Hann hefur haldið tón-
leika víða um heim og leikið inn á
hljómplötur flest hin þekktari
verk, sem samin hafa verið fyrir
hörpu, s.s. eftir Hándel, Mozart,
Ravel o.fl.
Árið 1970 var Osian Ellis gerður
að doktor í tónlist við háskólann í
Wales og árið 1971 sæmdi Breta-
drottning hann CBE-orðunni fyrir
framlag hans til tónlistar.
Á dagskrá tónleika hans í dag
eru verk Gabriel Fauré’, William
Mathias, Benjamin Britten, Hánd-
el og Albert Zabel, einnig þjóðlög
frá Wales í hans eigin útsetningu
o.fl.
ASMUNDARSALUR
Hannes Lárusson
með sýningu,
sem lýkur
á gerningi
HANNES Lárusson heldur sýn-
ingu á verkum sínum í Ásmundar-
sal um þessar mundir. Sýningin er
opin virka daga kl. 16—18 og
20—22, en um helgar frá kl. 14—18
og 20—22. Sýningunni lýkur 25.
apríl og þá um kvöldið flytur
Hannes gerning í Ásmundarsal kl.
21.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
Hannes í „gerningaformi".
Á FJÖLUNUM
Leiksýningar
Þjóðleikhúsið:
í kvöld eru „Sumargestir" sýnd-
ir kl. 20, en á morgun sunnudag
verður barnaleikritið „Óvitar"
sýnt kl. 15. Fáar sýningar eru eftir
á því verki.
Leikfélag Reykjavíkur:
„Er þetta ekki mitt líf?“ er sýnt
í næst síðasta sinn í kvöld kl.
20.30. Sjöunda sýning á „Hemrna"
er annað kvöld kl. 20.30. Gilda þá
hvít áskriftarkort. Þá verða
„Klerkar í klípu" sýndir á miðnæt-
ursýningu í Austurbæjarbíói í
kvöld kl. 23.30.
Kópavogsleikhúsið:
Leikfélag Kópavogs sýnir „Þor-
lák þreytta" bæði í kvöld og annað
kvöld kl. 20.30.
Ungmennafélag
Reykdæla:
„Þið munið hann Jörund" er á
fjölunum í Logalandi í kvöld.
MYNDLIST
Árni Garðar opnar sýningu
ÁRNI Garðar opnar málverka-
sýningu í Nýja Galleríinu,
Laugavegi 12, Reykjavík í dag,
laugardag kl. 14.00.
Árni sýnir nú 45 vatnslita-,
pastel- og olíukrítarmyndir, en
þetta er fjórða einkasýning
hans.
Hann er félagi í Myndlist-
arklúbbi Seltjarnarness og hefur
einnig tekið þátt í samsýningum
þeirra.
Sýningin stendur til 29. apríl
og er opin daglega frá kl. 14—22.
Meðfylgjandi mynd tók Ragn-
ar Axelsson ljósm. Mbl. af Árna
hjá einu af verkum hans á
sýningunni í gær.
Selkórinn með árlega tónleika
SELT J ARN ARNES
SELKÓRINN á Seltjarnarnesi
heldur hina árlegu opinberu tóni-
eika sína fyrir styrktarfélaga og
aðra söngunnendur á morgun
sunnudaginn 20. apríl kl. 16.30
og fimmtudaginn 24. apríl kl.
20.30 í Félagsheimilinu Seltjarn-
arnesi. Á efnisskrá eru bæði
innlend og erlend lög.
Einsöngvarar með kórnum eru
Guðmundur Sigurðsson og Þórður
Búason og stjórnandi er Ragn-
heiður Guðmundsdóttir söngkona
og undirleikari Lára Rafnsdóttir.
Þar til fyrir fjórum árum var
kórinn kvennakór. Því hefur sú
hefð komist á, að konurnar syngi
fáein lög sérstaklega.
Að loknum tónleikum á Sel-
tjarnarnesi er fyrirhugað að
syngja í Ytri-Njarðvíkurkirkju og
Vogum.
Starfsári sínu lýkur kór-
inn með vorskemmtun 3. maí og
þar bregða kórfélagar á leik með
söng, glens og gamanmálum.
MYNDLIST í HVERAGERÐI
Sýning Softiu — tileinkuð innhverfum bömum
I DAG, laugardag, opnar Soffia
Þorkelsdóttir málverkasýningu í
Eden, Hveragerði. Þar sýnir hún
40 verk, sem flest eru gerð á sl.
tveimur árum. Þetta er önnur
einkasýning Soffíu,,en áður hef-
ur hún sýnt í Ásmundarsal,
Reykjavík.
Sýningin er tileinkuð innhverf-
um börnum og mun heimilisbygg-
ingarsjóður þeirra njóta góðs af
sýningunni. Hún er opin alla daga
frá kl. 9—22 og lýkur 28. þ.m.
Meðfylgjandi mynd er af einu
verka Soffíu á sýningu hennar í
Ásmundarsal á sl. ári.