Morgunblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 17
HVAÐ ER AÐ GERAST I RÆNUM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980 17 MYNDLIST í FÍM-SALNUM Hjörleifur opnar í dag sýningu d Lófóten-mgndum HJÖRLEIFUR Sigurðsson opnar sýningu á myndum frá Lófóten í FÍM-salnum í dag. Á sýningunni eru 39 myndir, flestar unnar úr vatnslitum, en þó eru nokkrar olíumyndir og teikningar. Hjörleifur hefur haldið all- margar einka- og samsýningar. Hann var forstjóri Listasafns A.S.Í. í níu ár og formaður Félags ísl. myndlistarmanna frá 1974— 1979. Nám stundaði hann í Svíþjóð, Frakklandi og Noregi frá 1946-1952. Sýning Hjörleifs stendur til 4. maí og er opin daglega frá kl. 14-22. TÓNLIST; REYKJAVÍK Allar sónötur Beethov- ens fyrir fiðlu og píanó GUÐNÝ Guðmundsdóttir fiðlu- leikari og Philip Jenkins píanó- leikari efna til tónleika um þesar mundir í Reykjavík. Hér er um þrenna tónleika að ræða. en á efnisskrá eru allar sónötur Beet- hovens fyrir fiðlu og píanó en þær eru 10 talsins. Listamennirnir hefja tónleika- röðina á morgun, sunnudag kl. 20.30 í Norræna húsinu. Efnis- skráin er Sónata í A dúr, opus 12, nr. 2, sónata í F-dúr, opus 23 (Vor-Sónata) og Sónata í C-moll opus 30, nr. 2. Aðrir tónleikarnir verða 23. apríl á sama tíma og stað og þeir þriðju og síðustu nk. sunnudag, 27. apríl. GRINDAVÍK Gylfi Ægisson opn- ar sýningu í dag GYLFI Ægisson opnar mál- verkasýningu í Grindavík í dag, laugardag í Sjómannaheimilinu Grindavík. Sýnir hann þar yfir 20 myndir sem unnar eru úr akrillit- um, og eru það bæði rammamál- verk og tunnulokamyndir. Sýning- in stendur yfir í tvær vikur og er opin alla daga á opnunartímum sjómannaheimilisins. : » - wí~ SJÓMANNASKÓLINN Skrúfudagurinn 1980 HINN árlegi kynningar- ojg nem- endamótsdagur Vélskóla Islands er i dag og er nú haldinn i átjánda sinn. Að skrúfudeginum standa Vélskóli fslands, Skólafé- lag Vélskólans, Kvenfélagið Keðjan og Vélstjórafélag íslands. Kynningin hefst kl. 13.30 og stendur yfir til 17.00 í húsnæði Sjómannaskólans. Nemendur verða þar við störf í öllum verk- legum deildum og munu veita upplýsingar um tæki og skýra gang þeirra. Kaffiveitingar verða á vegum Keðjunnar í veitingasal frá kl. 14.00. KJARVALSSTAÐIR Leikbrúðuland sýnir „Sálina hans Jóns míns“ LEIKBRÚÐULAND frumsýnir á morgun, sunnudag, brúðuleikinn „Sálina hans Jóns míns" sem samin er eftir samnefndri þjóð- sögu og Gullna hliðinu eftir Davið Stefánsson. Bríet Héðins- dóttir samdi handritið og stjórn- ar sýningunni. Þetta er viða- mesta verkefnið sem Leikbrúðu- land hefur ráðist i til þessa, og er sýningin ekki síður ætluð full- orðnum en börnum. Frumsýningin er kl. 15, önnur sýning er einnig á morgun kl. 17. Ráðgert er að sýna leikinn um helgar og á tyllidögum fram til 18. maí. í Leikbrúðulandi starfa nú Erna Guðmarsdóttir, Hallveig Thor- lacius.Helga Steffensen og Þor- björg Höskuldsdóttir og stjórna þær brúðunum í sýningunni. KVIKMYNDIR Fjalakötturinn sýnir ,$teamboat Bill jr. “ FJALAKÖTTURINN sýnir í dag kl. 17 og á morgun kl. 17, 19.30 og 22 í Tjarnarbíói kvikmyndina „Steamboat Bill jr.“ eftir Buster Keaton. Mynd þessi er frá árinu 1927. Hún fjallar um Willie (Buster Keaton) sem kemur til heimabæj- ar síns eftir nám við Harvard til að hjálpa pabba sínum til að halda yfirráðum yfir ánni Sacramento. Með önnur aðalhlutverk í mynd- inni fara Ernest Torrence og Marion Byron. 1 kvikmynd~írI Þýzka stórmyndin „Clavico“ á vegum Germaníu ÞÝSK stórmynd, „Clav- ico“, byggð á leikriti eftir Johan Wolfgang Goethe verður sýnd í Nýja bíói kl. 2 á laugardag á vegum Germaníu. Myndin er rúmra tveggja klukkustunda löng. Leikgerð er á vegum Fritz Kortners, en Ham- burger Schauspielhaus lét gera myndina árið 1973. Þessi sýning Germaníu er einn þátturinn í 60 ára afmælishátíð félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.