Morgunblaðið - 19.04.1980, Page 18

Morgunblaðið - 19.04.1980, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980 ánauöar Leiðin í byrjun þessa mánaðar gáfu Almenna bókafé- lagið og Félag frjálshyggjumanna út bókina LEIÐINA TIL ANAUÐAR (The Road to Serfdom) eftir nóbelsverðlaunahafann Friedrich A. Hayek í tilefni komu höfundar til landsins. Þessi bók kom fyrst út í Bretlandi 1944, og varð Ilayek víðkunnur af henni. Olli bókin þegar miklum deilum, enda voru margar algengustu hugmyndir vestrænna menntamanna gagnrýndar í henni. Ilayek leiddi rök að því, að þjóðernisstefna Hitlers og Mússólín- is væri sama eðlis og sameignarstefna Leníns og Stalíns. Hann reyndi einnig að sýna, að stefna ríkisafskipta og ríkisrekstrar — samhyggjan eða sósíalisminn hlyti að leiða til alræðis eins og þess, sem við blasti í Þýzkalandi Hitlers og Ráðstjórn- arríkjum Stalíns, enda væri skipulag séreignar og samkeppni eða markaðskerfið nauðsynlegt skil- yrði fyrir lýðræði og almennum mannréttindum. Flestir hugsandi menn taka nú undir rök Hayeks, ekki sízt í ljósi reynslu síðustu þrjátíu ára, en þá voru þau umdeild. í þessari samantekt verður sagt frá þeim deilum, sem urðu bæði hérlendis og erlendis um bók hans. Viðtökurnar í Bretlandi og Bandaríkjunum Hayek hefur sjálfur sagt, að mikill munur hafi verið á viðtök- um bókarinnar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Rit sitt hafi orðið tilefni til alvarlegra rökræðna í Bretlandi, en kappræðna tveggja hópa, sem hvorugur hefði skilið rök sín, í Bandaríkjunum. Til dæmis um það má taka muninn á þeim tveimur bókum, sem sam- hyggjumenn gáfu út gegn Hayek. Barbara Wootton, sem var þing- maður brezka Verkamannaflokks- ins, skrifaði bókina Freedom Und- er Planning, sem var hófsamlegt svar við bók Hayeks, þótt henni tækist ekki að hrekja rök hans. En Herman Finer, sem var háskóla- kennari í Wellesley í Bandaríkjun- um, skrifaði bókina The Road to Reaction, sem var árás á Hayek — svo hörð, að nefna má „níðrit". Finer sagði: Lærdómi Hayeks er ábótavant, hann er ekki víðlesinn, skiln- ingur hans á haglegum efnum er einhliða, söguskilningur hans rangur, þekking hans á stjórnfræði er næstum engin, hugtakanotkun hans villandi, skilningi hans á brezkum og amerískum stjórnsiðum og hugsanalífi er stórlega ábóta- vant, og afstaða hans til alþýðu manna full af valdsmannsleg- um hroka. Dómur Keyness En hvað sagði sá hagfræðingur, sem kunnastur var á Vesturlönd- um, John Maynard Keynes, um bókina? Hann og Hayek höfðu deilt á fjórða áratugnum um orsakir kreppunnar miklu og flestir þá tekið undir með Keynes (þótt það hafi breytzt á þeim áratug, sem er nú að ljúka), og Keynes er talinn með mörgum helzti málsvari ríkisafskipta- stefnu eftirstríðsáranna, þótt hann væri reyndar frjálslyndur maður. Keynes sagði í bréfi til Hayeks 28. júní 1944 (sem birt er í The Life of John Maynard Keyn- es eftir R.F. Harrod): Við höfum aliir ástæðu til að þakka yður fyrir að segja það, sem einhver varð að segja. Að sjálfsögðu búizt þér ekki við, að ég taki undir allar hag- fræðikenningar yðar. En frá •heimspekilegu og siðferðilegu sjónarmiði séð er ég yður sammála í einu og öllu — ekki aðeins sammála, heldur hjart- anlega sammála... Ég held, að ég komist þannig að annarri niðurstöðu en þér. Ég segi, að við þurfum ekki skipulagslaust atvinnulíf, ekki heldur jafn- skipulagt og við höfum nú, heldur jafnvel enn frekar skipulagt. En skipuleggja verð- ur í umhverfi, þar sem flestir, bæði leiðtogar og allur al- menningur, taka sömu sið- ferðilegu afstöðu og þér. Hóf- samlegur áætlunarbúskapur þarf ekki.að vera hættulegur, ef þeir, sem semja og fram- kvæma áætlanirnar, hafa gott hjartalag og rétt hugarfar. Þessari athugasemd Keyness var að vísu svarað í kaflanum Hvers vegna ná verstu mennirnir valdinu? í bók Hayeks. En því er við þetta að bæta, að Vesturlanda- menn hafa orðið vitni að því síðasta áratuginn — ekki síður á íslandi en í öðrum löndum — að þingmenn geta ekki stjórnað at- vinnulífinu. Þeir hafa engin skil- yrði til að ráða við það, hafa ekki staðþekkinguna, mannþekkinguna og verkkunnáttuna, sem dreifist á hina starfandi einstaklinga, og þeir eru eðli málsins samkvæmt bundnir af keppni sinni um at- kvæðin. í því viðfangi skiptir ekki máli, hvort þeir hafa „gott hjarta- lag og rétt hugarfar" eða ekki. Skoðun Orwells Hayek hefur sjálfur sagt, að líklega hafi George Orwell haft jafnmikil eða meiri áhrif á hug- myndir manna um alræðisríkið með bók sinni, 1984, og hann með Leiðinni til ánauðar. Bók Orwells kom út fjórum árum síðar en bók Hayeks, og forvitnilegt er að lesa það, sem Orwell skrifaði um bók Hayeks (en það er að finna í 3. bindi Collected Essays, Journal- ism and Letters eftir Orwell): Sannleikskjarni er í hinni eig- inlegu ádeilu Hayeks prófess- ors. Það verður varla sagt of oft — eða er að minnsta kosti ekki sagt nægilega oft — að hóphyggja er ekki í eðli sínu lýðræðisleg. Öðru nær. I hóp- hyggjuskipulagi er drottnun- argjörnum minni hluta fengið miklu víðtækara vald en spænski rannsóknarrétturinn á miðöld hefði látið sig dreyma um. Það er sennilega einnig rétt, sem Hayek segir, að brezkir menntamenn eru al- ræðishneigðari en allur al- menningur. En hann kemur ekki auga á eða kýs að sjá ekki, að fyrir venjulegt fólk felur „frjáls samkeppni" í sér harð- stjórn, sem er sennilega verri en harðtjórn ríkisins, því að hún er ábyrgðarlaus. Gallinn við samkeppnina er, að einhver vinnur hana. Hayek neitar því að vísu, að samkeppni leiði nauðsynlega til einokunar, en hún hefur í reynd leitt til þess. Og með því að almenningur tekur skipulagningu ríkisins fram yfir kreppur og atvinnu- ieysi, hlýtur þróunin til hóp- hyggj u að halda áfram, ef hann fær einhverju ráðið. Orwell er sammála Hayek um sumt, en gagnrýnir hann þó. Er gagnrýni hans réttmæt? Orwell var ekki hagfræðingur og hefur misskilið hagfræðilega hugtakið samkeppni. Það er ekki leikur eins og knattspyrnukeppni, þar sem tvö lið keþpa, annað vinnur og hitt tapar. Samkeppni á markaði felst í því, að sérhver framleiðandi keppir að því að bæta framleiðslu sína og lækka verð hennar til þess að auka sölu sína. Muna verður, um hvað keppnin er. Hún er um það að fullnægja þörfum neytend- anna sem bezt og ódýrast. Sam- keppnin knýr framleiðendur til að leggja sig fram, bætir gæði vör- unnar og lækkar verð hennar til neytenda. Með öðrum orðum vinna allir samkeppnina — nema hinir fáu, sem missa einokunargróða. Og það er rangt, að samkeppnin hafi leitt til einokunar. Sögulegar rannsóknir sýna, að einokun hefur venjulega orðið til vegna ríkis- afskipta. Orwell var þrátt fyrir þetta skarpskyggnari en aðrir sam- hyggjumenn, enda var samhyggja hans fremur samúð með lítil- magnanum en stefna að þaul- skipulögðu mannlífi í miðstjórn- arkerfi. Það er því vafamál, hvort róttæklingar geta talið hann til síns hóps. Deilurnar ber- ast til Islands Deilurnar um bók Hayeks bár- ust til íslands 1945. Ólafur Björnsson, sem var þá dósent í hagfræði við Háskóla íslands, hafði kynnzt kenningum austur- rísku hagfræðinganna Ludwigs von Misess og Hayeks um sósíal- isma eða samhyggju á námsárum sínum í Kaupmannahöfn og skrif- að nokkrar tímaritsgreinar um þær. Geir Hallgrímsson var þá einn af forystumönnum ungra sjálfstæðismanna og hafði lesið útdrátt úr bók Hayeks, sem birtist í hinu víðlesna bandaríska tíma- riti Reader’s Digest, og hrifizt af. Hann bað Ólaf að snúa útdrættin- um á íslenzku, og birtist hann sem framhaldsgrein á æskulýðssíðu Morgunblaðsins, sem Geir sá um. Fyrsta greinin birtist 21. júli 1945. Nýsköpunarstjórnin, samstjórn sjálfstæðismanna, kommúnista og jafnaðarmanna, hafði þá ríkis- valdið, en hún beitti sér fyrir „nýsköpun atvinnuveganna". Nokkrum dögum síðar birtist leið- ari í Þjóðviljanum (en ritstjórar hans voru þá Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhjartarson). Þar sagði svo: Nú bregður svo einkennilega við að allt í einu er hafin í Morgunblaðinu hatrömm árás Friedrich A. Hayek kastaði sprengju inn á vettvang stjórn- máianna, þegar hann gaf út LEIÐINA TIL ÁNAUÐAR 1944. á einmitt þessa stefnu ríkis- stjórnarinnar og hún stimpluð sem „leið til ánauðar". Heimskulegar hugmyndir aft- urhaldssamra amerískra próf- essora eru teknar þar upp og íslenzkur hagfræðidósent, sem virðist vera einni kynslóð, ef ekki einni öld, á eftir tímanum, er látinn básúna þessar árásir á „áætlunarbúskap" sem fagn- aðarerindi í Morgunblaðinu. Það má vel vera að Morgun- blaðið hafi ekki áttað sig á þessari lymskulegu árás á stefnu ríkisstjórnarinnar, þeg- ar henni var lætt inn í síður þess. En þá færi vel á að blaðið gerði það sem fyrst. Ólafur Björnsson svaraði þegar þessari árás, óskaði eftir rökum gegn Hayek og sagði: „Málafærsla af því tagi, sem Þjóðviljinn ber fram, fúkyrði og tilmæli um rit- bann eða ritskoðun, hlýtur í aug- um allra viti borinna manna að verða aðeins til stuðnings þeim málstað, er afflytja á.“ Leiðari birtist einnig í Morgunblaðinu, þar sem farið var viðurkenningar- orðum um Hayek, Ólaf og unga sjálfstæðismenn og tekið undir skoðanir þeirra. Þjóðviljinn svar- aði Morgunblaðinu nokkrum dög- um síðar í leiðara, þar sem sagt var, að „austrænt lýðræði" væri fullkomnara en hið vestræna. John Maynard Keynes sagði, að hann væri Hayek hjartanlega sammála i öllum siðferðilegum efnum, þótt hann teldi frekari skipulagningu nauðsynlega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.