Morgunblaðið - 19.04.1980, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980
21
Ferðaskrifstofan
Útsýn 25 ára:
FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn á 25 ára afmæli um þessar
mundir ok efndi af því tilefni til veglegrar afmælishátíðar á
Hótel Sögu sl. sunnudagskvöld. Ingólfur Guðbrandsson,
forstjóri Utsýnar, ávarpaði gesti í tilefni þessara tímamóta og
kvað viðskiptavini fyrirtækisins orðna nærri því eins marga
og samanlaKðan ibúðafjölda landsins.
í ávarpi sínu sagði Ingólfur Guðbrandsson að viðskiptin við
nær allan þennan mikla fjölda hefðu gengið með öllu
árekstralaust og vakið mikla ánægju enda kappkostaði Útsýn að
hafa færu og hjálpsömu starfsfólki á aö skipa. Útsýn hefði gert
ferðalög að almenningseign á íslandi og sparað milljarða
útgjöld með hagkvæmum samningum, hagræðingu og há-
marksnýtingu. Sagði Ingólfur Guðbrandsson, að ferðalög heyrðu
til hins eftirsóknarverðasta í lífi nútímamannsins, enda legðu
öll lýðræðisriki og Sameinuðu þjóðirnar áherzlu á eflingu þeirra
fyrir betra og fegurra mannlíf. Forstjóri Útsýnar sagði í ávarpi
Módelsamtökin sýndu batikkjóla Katrínar Ágústsdóttur.
Viðskiptavinir fyrirtækisins nær
jafn margir og íbúar landsins
— sagði Ingólfur Guðbrandsson
á afmælishátíð á Hótel Sögu
Litskrúðug vortízka frá Stúdíó.
Mikill fjöldi gesta var á afmælishátíð Útsýnar.
sínu, að geysileg aðsókn væri að ferðum Utsýnar enda ýmsar
ferðir að seljast upp en ferðaúrvalið væri mikið: Spánn, Ítalía,
Júgóslavia, gríska eyjan Rhodos, Florida og Kenya auk þess,
sem margir starfsmenn Útsýnar störfuðu einungis að skipu-
lagningu og útgáfu farseðla fyrir einstaklinga. I lok ávarps síns
á afmælishátíðinni saðgi Ingólfur Guðbrandsson, að fyrirtæki
hans stefndi að því að hjálpa íslendingum til að vera
„sólarmegin í tilverunni" næsta aldarfjórðunginn eins og þann
sem væri að baki.
Fjölbreytt skemmtiatriði voru á afmælishátíð Útsýnar. Jón
Þorsteinsson, sem stundar nám í Bologna á Ítalíu söng íslenzk
og erlend lög, Agnes Löve lék á píanó, félagar úr íslenzka
dansflokknum sýndu dansa í Broadway-stíl og Ómar Ragnars-
son skemmti gestum.
Þá voru Módelsamtökin með fjölbreytta tízkusýningu og
sýndu það nýjasta í baðfatatízku frá verzluninni Madam og vor-
og sumartízku frá Stúdíó. Einnig voru sýndir hatik-kjólar frá
KOS, hannaðir af Katrínu Ágústsdóttur. Þá kpmu fram á sviðið
37 J)átttakendur í ljósmyndafyrirsætukeppni Útsýnar.
I tilefni af afmælishátíðinni voru anddyri, gangar og salir
Hótel Sögu skreyttir blómum og gulum greinum og konur
kvöldsins voru skreyttar með þurrkuðum blómum í barminn.
Blóm og ávextir önnuðust skreytinguna. Tekið var á móti
gestum með freyðandi víni og gómsætum ostum. Franskur
matreiðslumaður Hótel Sögu sá um kvöldverðinn.
Ingólfur Guðbrandsson. forstjóri Útsýnar, flytur ávarp við upphaf
afmælishátiðar.