Morgunblaðið - 19.04.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 19.04.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980 23 Orlög vesturs- ins undir f jöl- miðlum komin Lundúnum. 18. apríl. AP. „ÞAÐ er undir hinu nýja stór- veldi, f jölmiðlunum. komið hver verða örlög hins vestræna heims,“ segir Richard Nixon í bók sinni, „Hið raunverulega stríð“, sem út kemur á næst- unni, en brezka tímaritið Now hefur hafið birtingu kafla úr bókinni. Nixon heldur því fram að bandarískir fjölmiðlar séu „óheiðarlegir, og ástundi tvískinnung í umfjöllun," en slík frammistaða hafi orsakað ósigur Bandaríkjanna í Víetnam og fall Iranskeisara og Somoza. „Sjónvarpið gerir sér far um að sýna byltingarmenn í róm- antísku ljósi og elur þannig ljóst og leynt á því að styrjaldir byltingarsinna á snærum Sov- étríkjanna séu háðar í göfugum tilgangi." Nixon áfellist m.a. sjónvarpið í Bandaríkjunum fyrir að aug- lýsa upp fólk eins og Jane Fonda, og segir að ef Bandaríkin eigi eftir að tapa þriðju heimsstyrj- öldinni þá verði um að kenna þeirri óverðugu athygli, viður- kenningu og aðdáun sem alls konar „tízkuvaðall" njóti í fjöl- miðlum. Hann telur það skipta sköpum fyrir þróun alþjóðamála á næstu áratugum hversu lengi klofningur verði ríkjandi í sam- skiptum Kína og Sovétríkjanna, — segir Nixon og því betur sem takist að fá Kínverja til að skilja að hags- munir þeirra séu fremur þjóð- ernislegir en kommúnískir þeim mun jákvæðari verði þróunin í þágu Kín.verja, Bandaríkjanna og friðar í heiminum. Karamanlis í forsetastól? Aþenu. 18. april. AP. KONSTANTÍN Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, verður líklega eini frambjóðandinn þegar þing kemur saman á miðvikudag- inn til að kjósa nýjan forseta lýðveldisins í stað Konstantíns Tsatsos, en fimm ára kjörtimabil hans rennur út 20. júní. Ymsir hafa getið sér til þess að Karamanlis hyggist draga sig í hlé eftir 46 ára stjórnmálaferil, en enn sem komið er er hann eini maðurinn sem kemur augljóslega til greina í forsetaembættið. Aðal- andstöðuflokkur stjórnarinnar, PASOK, hefur ekki stungið upp á frambjóðanda þótt hann sé and- vígur Karamanlis. Ef Karamanlis gefur kost á sér er almennt búizt við að hann sigri þótt verið geti að kjósa verði þrisvar. Karamanlis átti þátt í því að Tsatsos var kosinn forseti á sínum tíma en Tsatsos hefur aldrei beitt öllum völdum sínum sem forseti þar sem hann hefur ekki viljað setja sig upp á móti Karamanlis. Ef Karamanlis verður forseti mun hann trúlega beita meira valdi forseta en Tsatsos. Hann gæti senniléga komið i veg fyrir allar ráðstafanir nýs forsætisráð- herra er hann gæti ekki fellt sig við. Líklegasti eftirmaður Kara- manlisar í embætti forsætisráð- herra er Evanghelos-Averof-Tos- itsas sem er 72 ára gamall og hefur verið utanríkisráðherra í fyrri stjórnum Karamanlisar og nýtur mikillar virðingar banda- manna Grikkja. Annar hugsanlegur eftirmaður er Georg Rallis, gamall vinur Karamanlisar. Begin neitaði að láta undan Tel Aviv. 18. apríl. AP. MENACHEM Begin íorsætisráð- herra kom til ísraels í dag frá Washington þar sem hann ræddi við Carter forseta og sagði að hann hefði neitað að láta undan i þremur stórum málum sem standa í vegi fyrir árangri í heimastjórnarviðræðunum — deilunum um Jerúsalem. öryggi á vesturbakkanum og hvað varðar Veður Akureyri 1 hólfskýjað Amsterdam 14 skýjað Aþena 23 skýjaö Barcelona 21 skýjað Berlfn 13 skýjaö BrUssel 18 skýjað Chicago 16 heiöríkt Feneyjar 15 þokumóöa Frankfurt 24 skýjað Genf 15 þoka Helsinki 5 skýjaö Jerúsalem 26 heiðríkt Jóhannesarborg 18 heiöríkt Kaupmannahöfn 17 skýjað Lissabon vantar London 14 þokumóöa Los Angeles 30 heiðríkt Madrid 15 skýjað Malaga vantar Mallorca 12 rigning Miami 24 rigning Moskva 0 skýjað New York 16 heiðríkt Ósló 13 heiðríkt París 21 skýjað Reykjavík 1 léttskýjað Rio de Janeiro 28 skýjað Rómaborg 17 skýjað Stokkhólmur 10 heiðríkt Tel Aviv 26 heiðríkt Tókýó 17 heiðríkt Vancouver 12 skýjað Vínarborg 18 heiðrikt völd heimastjórnar Palestínu- Araba. Begin kvaðst hafa vísað ein- dregið á bug tillögum sem miðuðu að nýrri skiptingu Jerúsalem og sagðist heldur ekki hafa samþykkt að Arabar í borginni fengju að kjósa til heimastjórnar Palestínu- manna. Hann sagði að Israels- menn mundu sem fyrr bera áb- yrgðina á öryggi á vesturbakkan- um og að völd heimastjórnarráðs yrðu takmörkuð þannig að það gæti ekki breytzt í eins konar þing sem mundi leiða til stofnunar Palestínuríkis. Begin og Carter urðu sammála um nær daglega fundi um heima- stjórnarviðræður og þær eiga að hefjast 27. apríl og miða að því að samkomulag náist um helztu mál sem varða form sjálfstjórnar Araba sem búa við ísraelska stjórn. Begin neitaði að segja nokkuð um stjórnarkreppu þá sem er komin upp í Israel vegna gagnrýni Ezer Weizman landvarnaráðherra og áskorunar hans um skjótar kosningar. Hann kvaðst mundu kynna sér ummæli ráðherrans og sagði að ef hann sæi ástæðu til að svara þeim mundi hann gera það. Sprenging í kauphöll Jóhannesarborg. 18. apríl AP. SPRENGING varð einum verka- manni að bana í kauphöllinni í Jóhannesarborg í dag að sögn yfirvalda. Fjórir aðrir verka- menn brenndust, tveir þeirra alvarlega. Vinnuslys olli sprengingunni. Eldur úr logsuðutæki kveikti í lími sem var notað til að leggja flísar. Truflun varð ekki á viðskiptum í kauphöllinni. Bush og Kennedy leggja sig alla fram í Pennsylvaniu Frá fráttaritara Morgunbladsins í Washington. Önnu Bjarnadóttur. FORKOSNINGAR bandarísku stjórnmálaflokkanna hefjast að nýju eftir þriggja vikna hlé í Pennsylvaníu á þriðjudag. Mik- ið veltur á úrslitunum þar fyrir þá Edward Kennedy, frambjóð- anda demokrata og George Bush, frambjóðanda republik- ana. Þeir hafa báðir unnið langtum færri forkosningar fram til þessa en Jimmy Carter og Ronald Reagan, keppinautar þeirra. Sigur Kennedys og Bush í Pennsylvaníu gæti snúið kosn- ingabaráttu þeirra við og dreg- ið úr líkunum á sigri Carters og Reagans á landsþingum flokk- anna í sumar. Þetta verður í fyrsta sinn í kosningabaráttunni, sem Bush og Reagan bítast tveir um at- kvæði reþublikana. John Ander- son er ekki í kjöri í Pennsyl- vaníu. Hann hefur tekið sér viku frí úr kosnigabaráttunni til að hugleiða, hvort hann eigi að bjóða sig fram sjálfstætt til forseta. Ronald Reagan hefur ekki eytt miklum tíma í Penn- sylvaníu, en George Bush hefur lagt nótt við nýtan dag í leit að stuðningi kjósenda. Bush hefur eytt miklum fjár- munum í auglýsingar í sjónvarpi og öðrum fjölsmiðlum Pennsyl- vaníu. Þannig hefur hann náð til mun fleiri kjósenda en hann getur með fundarhöldum ein- göngu. Hálftímaþættir, þar sem hann svarar spurningum kjós- enda, hafa vakið mesta athygli. Bush var ásakaður í byrjun kosningabaráttunnar, eftir að hann vann prófkosningarnar í Iowa og hlaut þannig mikla kynningu, fyrir að forðast mál- efnalega umræðu. Nú hampar hann skoðunum sínum í sífellu og reynir að gera grein fyrir muninum á skoðunum sínum og Ronalds Reagan. Bush gerir mikið úr reynslu sinni sem sendiherra Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum og í Kína og sem yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar. Bush er frjálslyndari en Reagan, en þó ekki svo mjög, að það geti fælt marga republikana frá hon- um. Bush segist ætla að halda kosningabaráttu sinni áfram að landsþingi republikana, hvernig sem kosningarnar í Pennsyl- vaníu fara. En ef honum gengur illa þar eftir að hafa eytt miklum tíma og fjármunum í ríkinu mun barátta hans fyrir útnefningu flokksins virðast til- gangslaus. Edward Kennedy sigraði Jimmy Carter í forkosningunum í New York fyrir fjórum vikum. Síðan hefur hann ferðast vítt og breitt um Pennsyvaníu og vonar, að sigurinn endurtaki sig, en Pennsylvaníu svipar að mörgu leyti til New York. Skoðana- kannanir sýna, að Kennedy hef- ur sigið á Carter undanfarið, en aðeins skoðanakannanir starfs- manna Carters hafa sýnt að Kennedy sé líklegur sigurvegari í forkosningunum. Fréttir af yfirvofandi atvinnu- leysi í bifreiða- og byggingariðn- aði í vikunni munu líklega hjálpa Kennedy í kosningunum á þriðjudag. Hann hefur hlotið stuðning fjölda verkalýðsfor- ingja í Pennsylvaníu og borgar- stjóri Philadelphíu hefur lýst yfir stuðningi sínum við hann. 185 fulltrúar verða kjörnir í Pennsylvaníu á þriðjudag á lansþing demókrata. Þótt Kennedy takist að vinna meiri hluta þeirra, á hann samt afar litla von um að hreppa útnefn- ingu flokksins í ágúst. Áfram- haldandi barátta hans mun þó skiljanlegri, ef hann vinnur í Pennsylvaníu en ef hann tapar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.