Morgunblaðið - 19.04.1980, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.04.1980, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakið. Skattstigi Al- þýðubandalagsins Alþýðubandalagið fer með embætti fjármálaráðherra og forystu í ríkisfjármálum. Þess má víða sjá stað. Lánsfjáráætlun, sem lög mæla fyrir um að leggja skuli fram áður en fjárlög eru afgreidd, er enn ókomin, enda meiriháttar ágreiningsefni á stjórnarheimilinu. Fjárlög ársins 1980 eru mestu eyðslu- og skattheimtufjár- lög íslandssögunnar og hækka nú mun meira en nemur verðlagsþróun milli ára. Haldið er fast við þá fjárlagastefnu sem er meginvaldur verðbólguþróunar í þjóöarbúskapnum. Þrátt fyrir eyðslustefnu fjárlaganna er framkvæmdaþáttur þeirra verulega lægri nú en verið hefur um langt árabil. Arið 1975 — fyrir fimm árum — var frarhkvæmdaþáttur fjárlaga 25% af ríkisútgjöldum. I þessum fyrstu fjárlögum Alþýðu- bandalagsins er framkvæmdaþátturinn kominn niður í 16,7% Skattstiginn, sem mælir þegnunum tekjuskatt í hlutfalli af vinnulaunum, hefur verið og er enn vandræðamál í höndum núverandi ríkisstjórnar. Margs konar hringl og handarbaksvinnubrögð hafa einkennt meðferð málsins. Stjórnarliðar hafa gjarnan borið vjð misræmi eða skekkjum í reikningslegum forsendum í útreikningi skattstigans. Svo var þó komið í upphafi þeirrar viku, sem nú er að líða, að fjármálaráðherra lagði fram frumvarp að skattstiga á Alþingi, sem hann lagði ofurkapp á að ná gegnum þingið á sem stytztum tíma. Taldi ráðherra svo mikla nauðsyn að hraða málinu að varhugavert væri að viðhafa útvarpsum- ræðu um það, en Alþýðuflokkurinn fór fram á umræðu í alþjóðaráheyrn með tilvísun til þingskaparákvæða, þar eð slík málsmeðferð væri tímafrek. Eftir að útvarpsumræða var ákveðin breytir fjármálaráðherra um afstöðu, og fer fram á frestun umræðunnar. Nauðsyn þess að hraða málinu er allt í einu ekki jafn brýn og áður, eíida komið á daginn, að gagnrýnisatriði stjórnarandstöðu voru hárrétt. Niðurstöður athugana, sem ríkisskattstjóri framkvæmdi, sýndu, að tekjuskattstillögur fjármálaráðherra og ríkis- stjórnarinnar þýddu verulega þyngingu skattbyrði á lág- launafólki, einstaklingum og einstæðum foreldrum. Sem dæmi um niðurstöður ríkisskattstjóra má nefna, að álagður tekjuskattur á einstakling með 3 milljónir í tekjuskattsstofn, varð rúmlega 61 þúsund krónum hærri en miðað við fyrri álagningarreglur. Við 4 milljóna markið var þessi skattauki — eða skattþynging — komin í 112 þúsund krónur. Við 6 milljóna markið lækkaði hins vegar tekjuskattur einstakl- ingsins miðað við fyrri reglur. Skattstigatillögur stjórnar- liðsins virtust hafa 40%, skattahækkun í för með sér hjá lágtekjufólki í hópi einstæðra foreldra með eitt barn — miðað við gömlu skattalögin. Alþýðubandalagið hafði forystu um skattstigamálið, bæði í ríkisstjórn og fjárhagsnefnd efri deildar. Niðurstaðan var þynging skatta á lágtekjufólki, einstaklingum og einstæðum foreldrum, en í vissum tilfellum lækkun er hærra kom í tekjustiga. Þessa staðreynd treysti fjármálaráðherra sér ekki með í útvarpsumræður, í áheyrn alþj'óðar, og láir honum enginn, þó hann geti hins vegar ekki skotið sér undan ábyrgð á eigin tillögum að skattstiga né hringlandahættinum í undirbúningi málsins. Það er einkar lærdómsríkt fyrir láglaunafólk að hugleiða þessar niðurstöður athugana á skattstigatillögum fjármála- ráðherra Alþýðubandalagsins, varðandi álagningu tekju- skatts. Þær koma hvað verst við láglaunafólk. Sama máli gegnir um sjúkratryggingargjaldið, sem er flatur brúttó- skattur á gjaldstofn útsvara. Það kemur, ásamt útsvars- hækkuninni sjálfri, mjög illa við láglaunafólk. Hækkun söluskattsins, sem að sjálfsögðu þýðir hærra vöruverð, bætir heldur ekki kjarastöðu heimilanna í landinu — né þáttur ríkisvaldsins í verðmyndun bensíns, en ríkisskattar eru hvorki meira né minna en 57% af bensínverði. Sjálf er fjárlagastefnan mikilvirkasti verðbólguhvatinn í þjóðar- búskapnum. Og verðbólgan leikur enga verr en láglaunafólk, sem ekki hefur aðstöðu til að skýla sér í neins konar fjárfestingu gegn hvirfilvindum verðbólgunnar. Verðbólgan skekur og undirstöður útflutningsatvinnuvega okkar og þar með atvinnuöryggi í landinu, sem hefur verið haldreipi hins almenna manns um langt árabil. GÆR var hinn árlegi peysu- fatadagur Kvennaskóla Reykja- víkur. Mátti þá sjá prúðbúnar stúlkur i peysufötum af mæðr- um sinum og ömmum spássera um götur borgarinnar. Síðan var haldið sem leið lá heim til skólastýrunnar Guðrúnar P. Helgadóttur. sest aö borðum og veitingar þáðar. Mesta athygli vakti eini karlmaðurinn í hópn- um, Jón G. Davíðsson, sem þarna hélt uppi heiðri karlpen- ingsins. Þess má geta að peysu- fatadagurinn hefur verið ár- legur viðburður í starfi skólans allt frá árinu 1922. (Texti: Guðrún Katrín Ein- arsdóttir og Ingibjörg Ingva- dóttir. — Ljósm: Magnús Gottfreðsson. nemendur úr 9. bekk Garðaskóla). „Niðurtalningarleið ríkis- stjórnarinnar stenst ekki“ — segir Kristján Benediktsson v!ð að Þetta mætti hafa eftir „ÁÆTLUNIN um niðurtaln- ingarleið ríkisstjórnarinnar stenst ekki,“ sagði Kristján Benediktsson. borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, í um- ræðum á borgarstjórnarfundi á fimmtudagskvöld. Síðan sagði Kristján: „Allt bendir til þess að verðbólgan verði meiri en áætlun ríkisstjórnar- innar. Ég trúi ekki á það að niðurtalningarleiðin stand- ist.“ sagði Kristján og bætti Einnig lýsti Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, því yfir að hann tryði því ekki að fyrsti áfangi niðurtalningarleiðarinnar næði tilgangi sínum. Hins vegar sagðist hann vona að hinir áfang- arnir gerðu það. Kjartan Jóhannsson: Hvers vegna frestað- ist útvarpsumræðan? í tilefni þeirrar umræðu, sem farið hefur fram um útreikninga Reiknistofnunar Háskólans og Ríkisskattstjóra og um frestun útvarpsumræðna vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Við aðra umræðu um skatt- stigafrumvarpið í efri deild Al- þingis sl. þriðjudag benti ég á að samkvæmt tillögum ríkisstjórn- arflokkanna um skattstiga yrði veruleg skattahækkun á fólki með lágar tekjur og rakti einföld dæmi um einhleyping t.d. ekkju eða ungan mann svo og um einstætt foreldri með eitt barn. Samkvæmt þessum einföldu dæmum jókst skattbyrði miðað við 250 þús. kr. mánaðartekjur brúttó um 34—67% hjá hinum einhleypa, en 120—150 þús. kr. hjá einstæðu foreldri með eitt barn og sömu tekjur. Fjármála- ráðherra gaf einungis hrokafull svör við þessum ábendingum og sagði m.a. að hvergi væri ósann- gjarn munur á skattlagningu samkvæmt tillögum hans sam- borið við eldra kerfi og einstæðir foreldrar hefðu áður notið sér- stakra fríðinda, og var á honum að skilja að hann vildi draga úr þeim. I ljósi þessara viðbragða fjármálaráðherrans tók Alþýðu- flokkurinn þá ákvörðun daginn eftir, miðvikudag, að óska eftir útvarpsumræðum um málið. Þótti okkur ekki nema rétt að stjórnarliðar gerðu grein fyrir þessari stefnumörkun sinni frammi fyrir alþjóð. Stjórnarlið- ar reyndu eftir megni að þvælast fyrir því að útvarpsumræða færi fram og báru því m.a. við að það mundi tefja afgreiðslu málsins. Sama dag samþykktu þeir í atkvæðagreiðslu skattstigann sinn þrátt fyrir gagnrýni okkar og létu ekkert á sig fá. Undir miðnætti sama kvöld kemst fjár- málaráðherra hins vegar að þeirri niðurstöðu að óska eftir frestun á umræðunni og guggnar þannig á að verja mál sitt. Skýringarnar á því geta einungis verið tvær. Annað hvort hætti ráðherrann á þessari stundu við að læða skattaþyngingunni í gegn ellegar hann hafði ekki kynnt sér skattstigann og hafði aldrei vitað um hvað hann var að tala fyrr en rann upp ljós í hugskoti hans þessa miðnæt- urstund. Nú heldur ráðherra því fram að eitthvað hafi komið fram í útreikningum Ríkisskattstjóra, sem ekki hafi verið ljóst af útreikningum Reiknistofnunar. Þetta er aumlegt yfirvarp. Það er ekkert misræmi milli þess- arra tveggja útreikninga, þótt þeir séu gerðir sinn með hvorum hættinum. Þannig má t.d. sjá á bls. 10 í útreikningum Reikni- stofnunar, sem legið hafa fyrir í marga daga, að skattbyrði á einstæðum foreldrum með eitt barn muni aukast úr 20 milljón- um, ef skattar væru lagðir á með sama hætti og áður (framreikn- að fyrir verðlagsbreytingar) og upp í 200 milljónir kr. sam- kvæmt skattstigafrumvarpi stjórnarflokkanna — eða tífald- ast. Þar sést líka að meðalskatt- byrði þessa hóps með tekjur á bilinu 3—4 milljónir kr. á ári mundi aukast um 119 þús. kr. Það var reyndar út frá þessum upplýsingum, sem ég setti upp einföld dæmi um skattaþyng- ingu lágtekjufólks samkvæmt tillögu stjórnarliða. Dæmin frá Ríkisskattstjóra leiða nákvæm- lega þetta sama í ljós og eru hliðstæð við þau dæmi, sem ég kynnti á þriðjudaginn í efri deild. Það er þannig fráleitt að tala um að upplýsingar af þessu tagi hafi ekki legið fyrir fyrr, enda hverjum manni sem kann pró- sentureikning í lófa lagið að reikna dæmi af þessu tagi á smástund og má merkilegt heita ef fjármálaráðherrann hefur aldrei lagt það á sig eða einhver annar stjórnarliði. Óskin um frestun umræðnanna verður því ekki skýrð með þessu. Hún getur ekki verið tilkomin nema af öðru tveggja, að ríkisstjórnarflokk- arnir guggnuðu á að verja skatt- píningu í útvarpi, sem þeir ætluðu sér að fleyta í gegn, ellegar að þeir vissu aldrei hvað þeir voru að tala um og höfðu ekki lesið útreikninga sem fyrir lágu. Kjartan Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.