Morgunblaðið - 19.04.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRIL 1980
27
Meirihlutinn hækkaði útsvarið um 8%:
Hlííiö Reykvíkingum við því
að greiða hærri skatta
— segirÓlafur
B. Thors
Á fundi borgarstjórnar
sem haldinn var á fimmtu-
dagskvöld, fór fram síðari
umræða um fjárhagsáætl-
un borgarinnar fyrir árið
1980.
í upphafi umræðunnar
hélt borgarstjórinn í
Reykjavík, Egill Skúli
Ingibergsson, hina hefð-
bundnu framsöguræðu.
Borgarstjóri sagði að ekki
hefði verið talið rétt að
afgreiða frumvarpið, fyrr
en fjárlög ríkisins hefðu
endanlega verið sett. Hvað
útsvörin varðaði sagði
hann að í tekjuspá fyrir
þetta ár væri gert ráð
fyrir 48,5% tekjuhækkun
borgarbúa milli ára. Hann
sagði að meirihluti borgar-
stjórnar hefði lagt fram
tillögu um að nýtt verði
heimild til útsvarsálagn-
ingar að átta prósentum,
en heimildin var ákveðin á
Alþingi fyrir stuttu. Þetta
myndi þýða 1712 milljóna
króna tekjuauka fyrir
borgarsjóð. Um fasteigna-
gjöldin sagði borgarstjóri
að áætlað væri að þau
skiluðu 6082,4 milljónum í
borgarsjóð á þessu ári, en
það væri um 79,8% hækk-
un frá frumvarpi síðasta
árs.
Hvað gjaldaliðinn varðaði, sagði
borgarstjóri að liðurinn „stjórn
borgarinnar" myndi hækka um
20,42% frá fyrri frumvarpstölu.
Liðurinn „Heilbrigðis- og hreinlæt-
ismál“ myndi lækka um 2% frá
þeirri frumvarpstölu, en liðurinn
„Önnur útgjöld" myndi hækka um
148% frá þeirri sömu tölu. Þá rakti
Egill Skúli nákvæmlega alla
gjalda- og tekjuliði borgarsjóðs, en
hér er aðeins borið niður á nokkr-
um stöðum.
I lok máls síns sagði borgarstjóri
að hann gerði það að tillögu sinni
að frumvarp að fjárhagsáætlun
borgarinnar verði samþykkt við
þessa umræðu í borgarstjórn, með
þeim breytingum sem fram kæmu í
fundargerð borgarráðs frá 15. apríl
sl. Einnig lagði hann til að frum-
varp að fjárhagsáætlun fyrirtækja
borgarinnar verði samþykkt eins
og það var lagt fyrir borgarstjórn í
desember.
Lítil áhugi á
ráðdeild og sparnaði
Að máli borgarstjóra loknu tók
til máls Birgir Isl. Gunnarsson (S).
Birgir gagnrýndi þann stutta tíma
sem minnihlutanum hefði gefist til
að athuga frumvarpið, en það hefði
aðeins legið fyrir í sinni lokamynd
í tvo daga. Þá vék Birgir að
frumvarpinu sjálfu og sagði að
niðurstöðutölur borgarsjóðs væru
Frá
borgar-
stjórn
að þessu sinni tæplega 40 milljarð-
ar, en það væri 65% hækkun frá
fjárhagsáætlun ársins 1979. Þetta
væri gfurleg hækkun, og það annað
árið í röð. Þetta sagði Birgir bera
vott um aukna eyðslu, aukna
þenslu hjá borginni, minnkandi
aðhald og lítinn áhuga á ráðdeild
og sparnaði. Hann sagði það helsta
áhugamál vinstri meirihlutans að
hækka stöðugt skatta og seilast
lengra og lengra í vasa skattborg-
aranna. Hann benti á að skattar
hækkuðu nánast daglega og nefndi
sem dæmi hækkun söluskatts,
hækkun flugvallargjalds, hækkun
tekjuskatta o.fl. Hann sagði að
hækkanir síðustu vinstri stjórnar
og núverandi, næmu 31 milljarði í
óbeinum sköttum og 25 milljörðum
í beinum. „Og ekki eru vinstri
mennirnir betri í borgarstjórn,"
sagði Birgir. Hann sagði að við
fyrri umræðu í borgarstjórn, um
fjárhagsáætlunina hefði verið
fjallað um álagningu fasteigna-
skatta og aðstöðugjalds. Þar hefði
verið felld tillaga frá sjálfstæðis-
mönnum, um að notaðar yrðu sömu
álagningarreglur og árið 1978, —
sem notaðar voru fyrir tveimur
árum. Hann sagði því aukaálagn-
ingu vinstri flokkanna nema 1368
milljónum í fasteignasköttum,
107,4 milljónum í aðstöðugjöldum
og 1.122,2 milljónum í aðstöðu-
gjöldum.
Því næst vék Birgir máli sínu að
Alþýðuflokknum og sagði að skoð-
un flokksins á Alþingi væri öll
önnur en í bcrgarstjórn. Á Alþingi
berðist flokkurinn gegn útsvars-
heimild og skattpíningu, en í borg-
arstjórn væri hann hlynntur því.
Þessu næst rakti Birgir lækkun-
artillögur sjálfstæðismanna sem
miðuðu að því að komast verði hjá
því að leggja nema 11% útsvar á
borgarbúa. Tillögurnar voru m.a.
byggðar á því að ráða ekki í nýjar
stöður hjá borginni, framlög til
gatna og holræsagerðar og til
ýmissa byggingarframkvæmda
lækki um 5%. Framlag til BÚR
lækki um 350 milljónir, — niður í 1
milljarð, framlag til SVR lækki um
150 milljónir o.fl. Þá voru ýmsar
aðrar tillögur til lækkunar lagðar
fram og námu þær samtals um
1500 milljónum króna. Einnig
fluttu sjálfstæðismenn tillögur um
hækkun nokkurra tekjuliða.
Eyðsla á öllum
sviðum
Næstur á mælendaskrá var Páll
Gíslason (S). Hann benti á að í
fjárhagsáætluninni kæmi fram að
þar væri á ferðinni eyðsla á öllum
sviðum. Til að endar næðust saman
þá væri gripið til þess ráðs að auka
skattheimtuna. Skattar væru lagð-
ir á þó svo að kaupmáttur héldist
ekki í hendur við verðbólgu og því
væri alltaf minna og minna eftir
hjá borgurunum til ráðstöfunar.
Páll sagði að vinstri meirihlutinn
gæfi sér það að tekjur borgarbúa
hækkuðu um 48,5% milli ára, en
samt ætlaði meirihlutinn að hækka
útsvör um 67,5%, fasteignagjöldin
um 79,8%, aðstöðugjöldin um
46,4% og gatnagerðargjöld og
benzínfé um 58,4%. Hann sagði að
svo mætti lengi telja, en heildar-
tekjur borgarinnar, skv. frumvarp-
inu, ættu að hækka um 65% þó að
tekjur fólksins í borginni hefðu
ekki hækkað nema um 48,5%.
Ekki byggt á
raunveruleika
Að máli Páls loknu kom í pontu
Sigurjón Pétursson, forseti borgar-
stjórnar (Abl). Hann sagði að
útgjöld borgarinnar hækkuðu mest
á sviði félagsmála, en það væri gert
til að jafna tekjur borgarbúa.
Hann sagðist ekki telja gagnrýnis-
vert að nota hluta þeirrar heimild-
ar til útsvarshækkunar sem ákveð-
in hefði verið á Alþingi. Hann
sagði einnig að nú hefði Sjálfstæð-
isflokkurinn lagt fram tillögur um
það að útgjöld borgarinnar skyldu
skorin niður, til að sýna fram á að
óþarft væri að leggja þetta aukna
útsvar á. í þessum tillögum sjálf-
stæðismanna, sagði Sigurjón ekk-
ert vera byggt á raunveruleika,
heldur aðeins getsökum og gagn-
rýndi hann tillögurnar harðlega.
Vanþekking
meirihlutans
Elín Pálmadóttir tók næst til
máls. Hún gagnrýndi mjög van-
þekkingu borgarfulltrúa meiri
hlutans á högum borgarbúa, þegar
þeir gera lítið úr síauknum skatta-
álögum á þá, eins og Björgvin
Guðmundsson hefði m.a. gert þann
Birgir ísl. Gunnarsson i ræðustól
sama morgun í blaði sínu undir
fyrirsögninni „Alögur í algjöru
lágmarki". Og Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir talaði drýgindalega um að
ekki hefði í útsvarinu verið lagst
alveg eins þungt á borgarbúa eins
og heimildir frekast leyfðu. Ekki
væru samflokksmenn þeirra borg-
arfulltrúanna sammála um
greiðsluþol skattgreiðenda, saman-
ber Kjartan Jóhannsson á þingi,
sem átaldi harðlega að nýjar
skattaálögur ríkisstjórnar ætluðu
að lenda þyngst á láglaunafólki og
einstæðum mæðrum, og lýsti því
yfir í sama blaði og Björgvin að
„Alþýðuflokkurinn vildi stemma
stigu við skattaæðinu". Meðan
stjórnvöld boði 4,5% kaupmáttar-
skerðingu, víli vinstri stjórn og
borgarfulltrúar meirihlutans í
borgarstjórn ekki fyrir sér að taka
æ stærri hlut af ráðstöfunarfé
heimilanna, sem hefðu ekkert að
sækja ábót eins og skattglöðu
borgarfulltrúarnir þeirra. Þeir
gætu ekki fyrst ákveðið í hvað skuli
eytt, og síðan hrifsað þá upphæð í
sinn hlut. Það væri röng aðferð við
gerð fjárhagsáætlunar á svo erfið-
um tímum að miða hana við að
geta bara gengið í auknum mæli í
vasa skattgreiðenda.
Raunhæf fjár-
hagsáætlun
Næstur tók til máls Björgvin
Guðmundsson (A). Hann sagði að
með þessum álögum væri raungildi
útsvara haldið, og þess gætt að þau
rýrnuðu ekki í verðbólgunni.
Björgvin sagði að sú fjárhagsáætl-
un sem nú hefði verið lögð fram
væri sú j-aunhæfasta sem lögð
hefði verið fyrir borgarstjórn í
hans tíð. Hann sagði um lækkun-
artillögur sjálfstæðismanna að það
væri greinilegt að „enginn áhugi
væri hjá íhaldinu til að byggja upp
atvinnulífið í borginni“. Vegna 8%
hækkunar á útsvörum væri m.a.
hægt að hrinda af stað byggingu á
B-álmu Borgarspítalans, ásamt
mörgum öðrum þörfum málum.
Meirihlutinn
skattheimtuglaður- •
Næstur tók til máls Davíð
Oddsson (S).
Hann sagði að Sigurjón væri að
vonum óánægður með að sjálfstæð-
ismenn skyldu geta sett fram
sparnaðartillögur, en rök hans
væru léttvæg. Hann sagði það
algerlega óraunhæft að ganga til
ríkisvaldsins, eins og Sigurjón
hefði gert, og biðja um heimild til
hækkunar útsvara, þegar sýnt væri
að tekjur myndu hrökkva fyrir
gjöldum. Davíð sagði að það væri
út í bláinn að halda því fram að
tillögur sjálfstæðismanna væru
óraunhæfar, hins vegar væri það
öllum ljóst að einkenni borgar-
stjórnarmeirihlutans væri skatt-
heimtugleði. Því næst vitnaði
Davíð í viðtal Þjóðviljans við borg-
arstjóra, sem birtist um áramótin,
en í viðtali þessu kom fram að
fjárhagsstaða borgarinnar væri
betri en um áramótin þar á undan.
En samt fyndi meirihlutinn sig
knúinn til þess að hækka skatta.
Davíð sagði niðurstöðuna þá að
núverandi meirihluti treysti sér
ekki til að reka borgarsjóð öðruvísi
en fá 14% meiri tekjur umfram
verðbólgu, en Sjálfstæðisflokkur-
inn nokkurntíman gerði. Þá sagði
Davíð að sjálfstæðismenn í borgar-
stjórn væru sjálfum sér samkvæm-
ir, afstaða þeirra í borgarstjórn
væri sú sama og fulltrúa þeirra á
Alþingi, en það væri annað en hjá
fulltrúum rKata. I borgarstjórn-
vildu þeir skattahækkun en á
Alþingi skattalækkun. Ástæðan
væri sú að þeir vildu getað brosað
framan í alla.
Er Davíð hafði lokið málinu, tók
til máls Sigurður Tómasson (Abl).
I ræðu hans kom það m.a. fram að
hann teldi enga von fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að vinna meirihlut-
ann í borgarstjórn aftur á næst-
unni.
Ekki tímabært
að hækka skatta
Þá kom í ræðustól Ólafur B.
Thors (S). Hann sagði að það væru
óvenju skýrar línur í því sem í
borgarstjórn væri að gerast. Þar
væru tvær stefnur ráðandi. Annars
vegar væri sú stefna sem byggði á
óhóflegri skattheimtu, en hins veg-
ar væri sú stefna að skattleggja
borgarana í hófi og taka mið af þvi
sem væri að gerast í þjóðfélaginu á
hverjum tíma. Hann sagði að
sjálfstæðismenn teldu ekki tíma-
bært að hækka skatta á borgarbúa.
Menn yrðu að gera sér grein fyrir
því að borgin hefði ekki ráð á að
framkvæma ýmislegt það sem
æskilegt væri. Borgarbúar yrðu að
meta það hvort þeir vildu fá hærri
skatta vinstriflokkanna, eða lægri
skatta, ef Sjálfstæðisflokkurinn
væri við völd. Þá gat Ólafur þess að
hann teldi að samneyslustefnan
hefði verið allt of lengi ráðandi í
borginni. Afleiðing þess væri sú að
nú geysaði óðaverðbólga í landinu.
Þá vék hann orðum sínum að
meirihluta borgarstjórnar og sagði:
„Reykvíkingar eru ykkur ekki
þakklátir fyrir stefnu ykkar í
borgarmálum. Það er ekki viturlegt
að ganga svo nærri Reykvíkingum í
skattheimtu, eins og þið ætlið að
gera. Innan fjárhagsáætlunarinnar
er mikið svigrúm til að velja og
hafna, og hlífið þið Reykvíkingum
við því að greiða hærri skatta.“
U ppby ggingarstef na
meirihlutans
Er Ólafur hafði fokið máli sínu,
tók til máls Kristján Benediktsson
(F). Hann sagðist telja meirihlut-
ann sýna ábyrgð í störfum sínum,
og hann myndi verja þeim pening-
um vel, sem fengjust við útsvars-
hækkunina. Hann sagði að sjálf-
stæðismenn hefðu lítið minnst á
það í hvað meirihlutinn ætlaði að
verja þessum peningum, og forðuð-
ust að nefna það hvar þeir ætluðu
að skera niður. Þá vék hann orðum
sínum að Ólafi B. Thors. Hvað
varðaði orð Ólafs um stefnurnar
tvær sem tækjust á í borginni,
sagði Kristján að það væru sam-
dráttarstefna Sjálfstæðisflokksins
og uppbyggingarstefna meirihlut-
ans, en sú stefna kæmi öllum til
góða, ekki síst skólafólki. Hann
sagði að með fjárhagsáætluninni
væri reynt að mæta þeim kostnað-
arhækkunum sem von væri á á
árinu. Nú væri það gert í fyrsta
sinn að framkvæmdir væru færðar
upp til verðlags ársins, þ.e. áætl-
aðrar meðalbyggingarvísitölu árs-
ins. Hann sagði að ekki mætti
draga Reykjavík niður í svaðið, þó
að ríkisvaldið hækki skatta. Krist-
ján sagði skattheimtu ríkisins
mikla og tæpast hægt að halda
lengur áfram á þeirri braut. Þá
sagði hann að sjálfstæðismenn
öfunduðu meirihlutann af fjár-
hagsáætluninni og væri hún að
þeirra skapi. Hins vegar reyndu
þeir að telja fólki trú um að
meirihlutinn væri skattpíningar-
meirihluti, en það væri hann ekki.
Næst talaði Adda Bára Sigfús-
dóttir (Abl). Hún sagði að það hefði
ekki verið henni ánægjuefni fyrr en
nú að afgreiða fjárhagsáætlun
borgarinnar. Það væri fyrst nú sem
hún gæti komið áhugamálum
sínum að. Hún sagði að þeirra
stefna miðaði að því að taka af
opinberu fé til að auka félagslega
samhjálp, samvinnu og félagslega
þjónustu.
Ekki seilast of
langt í vasa
skattborgaranna
Síðastur talaði Markús Örn Ant-
onsson (S). Hann sagði að Adda
hefði sagt að nú fyrst væri henni
ánægjuefni að afgreiða fjárhags-
áætlun, og ástæðan væri sú að fyrr
hefði henni ekki tekist að koma
fram áhugamálum sínum. Inntakið
í þeim áhugamálum væri það að
áhersla skyldi lögð á samvinnu og
samhjálp í borginni. Síðan nefndi
Markús ýmis dæmi af sviði félags-
mála, þar sem þessu er þveröfugt
farið, og slík mál skorin niður á
ýmsum sviðum. Hann sagði það
tilefni til athugana hvort hér fylgdi
hugur máli, þegar svo væri komið.
Hann sagði að dæmin sýndu ljós-
lega að meirihlutinn hefði vikið í
veigamiklum atriðum frá yfirlýstri
stefnu sinni, a.m.k. þeirri stefnu
sem boðuð var kjósendum.
Síðan sagði Markús: „Sjónarmið
okkar er það að seilast ekki of langt
í vasa skattborgaranna, en vera
ekki með sífelldar yfirboðs tillögur,
eins og fyrrverandi meirihluti var
svo iðinn við.“
Er hér var komið sögu var
umræðum lokið. Þá voru bornar
upp tillögur meirihlutans og breyt-
ingartilögur sjálfstæðismanna. Er
ekki að orðlengja það að allar
tillögur sjálfstæðismanna voru
felldar, en fjárhagsáætlunin í heild
var samþykkt með átta samhljóða
atkvæðum. Sjálfstæðismenn sátu
hjá við atkvæðagreiðsluna.