Morgunblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRIL 1980 33 isstætt, hve eindregið hann tók upp hanzkann fyrir útgerð togar- ans Fonts á Þórshöfn, þegar hún átti í fjárhagserfiðleikum og radd- ir úr röðum sjálfstæðismanna gagnrýndu hana hvað mest. Sér- fræðinga og reiknimeistara svo að ekki sé talað um tölvuspekinga lítur Jónas tortryggnisaugum, þegar þeir ge/a sér forsendur og fá út glæstar útkomur, þar sem hinn mannlegi þáttur verður útundan. Þetta birtist líka í skoðunum hans á landbúnaði. Landbúnaður er í augum hans annað og meira en matvælaframleiðsla. I sveit eiga menn þess kost að alast upp í samskiptum við náttúruna við aðhald hinnar daglegu annar og þau uppeldisáhrif eru holl. Jónas mun vera höfundur spakmælisins: Búskapur er heyskapur. Það hefur verið sú lífsregla, sem bezt hefur dugað íslenzkum bændum á öllum öldum. Sjálfstæði í hugsun er skýrasta einkenni Jónasar og hon- um þykir heiður að því að vera kallaður sérvitur. Bróðir Jónasar var Jakob Ó. Pétursson ritstjóri, hagyrðingur og húmoristi. Ég minnist þess ekki að kunna vísu eftir Jónas, en margar hefur hann farið með fyrir mig, jafnvel hlífðarlausan kveð- skap um hann sjálfan, sem fluttur hefur verið á samkomum, svo sem þorrablótum, og hann hefur kunn- að vel að meta. Ég tel, að við þessi tímamót geti Jónas litið stoltur yfir góðan vinnudag. Hann hefur náð því marki, sem er metnaðarmál hvers heilbrigðs manns, „að eiga þegar árin líða eftir spor í tímans sjá“. Með hlýjum kveðjum frá brekóttum fóstra. Mattías Eggertsson Okkur finnst oft á tíðum, þegar fólk er orðið sjötugt að þá hafi það lokið ævistarfi sínu. Einnig ætlast íslenzk löggjöf til þess í mörgum tilfellum. Þegar ég hugsa til nágranna míns, Jónasar Péturssonar, sem er sjötugur í dag, þá finnst mér slíkur hugsunarháttur mjög óeðli- legur svo ekki sé meira sagt. Jónas er svo störfum hlaðinn að hann hefur vart tíma til þess að neyta matar eða svefns. Þegar ég sé vin minn koma gangandi heim í morg- unkaffið um hálftíuleytið á morgnana, þá búinn að vinna á skrifstofunni frá því kl. 7, hvarflar vissulega að manni að bak hans sé byrjað að bogna og óþarflega mikið af önnum daganna hvíli á hans herðum — manni, sem kom- inn er á þennan aldur. Því er nú eitt sinn þannig varið með Jónas að hann er svo mikill hugsjóna- og starfsmaður að hann kann ekki við sig öðruvísi en að hafa nóg að gera og vinna hug- sjónum sínum allt það gagn, sem hann kann. Jónas Pétursson er fæddur 20. apríl 1910 á Hranastöðum í Eyja- firði. Foreldrar hans voru: Pétur Ólafsson, bóndi og kona hans Þórey Helgadóttir frá Leifs- stöðum. Jónas stundaði nám í Bændaskólanum á Hólum og brautskráðist búfræðingur þaðan árið 1932. Að því námi loknu lagði hann stund á verklegt nám í Gróðrastöðinni á Akureyri um nokkurt skeið. Árið 1933 kvæntist hann Önnu Jósafatsdóttur ættaðri úr Skaga- firði, hinni mætustu konu, og hófu þau búskap á Hranastöðum sama ár. Þau bjuggu þar óslitið til ársins 1947, en það ár gerðist Jónas tilraunastjóri við búið á Hafursá á Völlum. Árið 1949 fluttist tilraunastöðin að Skriðu- klaustri í Fljótsdal og þar var hann tilraunastjóri til ársins 1962. Þegar kjördæmaskipuninni var breytt árið 1959 var Jónas kjörinn alþingismaður fyrir Austur- landskjördæmi og sat hann á þingi til ársins 1971. Um svipað leyti hófust framkvæmdir við Lagarfossvirkjun og gerðist hann starfsmaður þar um tíma, en hin síðustu ár hefur hann verið fram- kvæmdastjóri Verzlunarfélags Austurlands. Þegar Jónas tók við því starfi gekk rekstur félagsins fremur illa en sökum árvekni hans og ósérhlífni hefur honum tekist að bæta hag félagsins, svo það nýtur nú vaxandi trausts á sviði viðskipta. Við félagsmennirnir stöndum því í þakkarskuld við Jónas fyrir hans óeigingjarna starf í þágu okkar og félagsins. Sem þingmaður reyndist Jónas Austfirðingum með afbrigðum vel og störf hans á Alþingi sköpuðu tímamót fyrir Austurland. Má þar fyrst nefna frumvarp til laga, sem hann flutti á Alþingi 1970 um happdrættisskuldabréf ríkissjóðs til vega- og brúargerðar á Skeið- arársandi er opni hringveg um landið. Þetta frumkvæði Jónasar flýtti þessari framkvæmd um mörg ár. En svo einkennilega vildi til við opnun hringvegarins 1974 að þá gleymdist að þakka Jónasi sem skyldi hans brautryðjanda- starf í þessu máli. Það voru aðrir, sem þá stóðu í sviðsljósinu. Þá voru það að mestu verk Jónasar að hafist var handa um Lagarfossvirkjun. Hafði hann sett sig mjög vel inn í orku- og virkjunarmál í landinu öllu og hefur ætíð lagt áherzlu á sjálf- stæði héraðanna í virkjunarmál- um. I þriðja lagi vil ég benda á að það var Jónas Pétursson, sem lét gera og vann að vegaáætlun fyrir Austurland en sú vegaáætlun var tímamótaverk í samgöngumálum á Austurlandi. Á þeim tímum stóðu allar samgöngur i fjórðung- unum langt að þaki því, sem gerðist í öðrum landshlutum. Þá er vert að minnast þess að Jónas beitti sér fyrir því að hafin var leit að jarðvarma á Austur- landi, þrátt fyrir það að sérfræð- ingar höfðu talið að litlar vonir væru til þess að þar fyndist heitt vatn. Við jarðboranir fannst þó nægilega heitt vatn í Urriðavatni, sem nú hefur verið virkjað og ber yl í bæinn hja íbúunum í nágrenni Egilsstaða. Þó að Jónas hefði að sjálfsögðu mestan áhuga á málefnum í sínu kjördæmi flutti hann mörg mál á Alþingi, sem vörðuðu landið allt. Þar má minna á tillöguflutning hans um þegnskylduvinnu, loð- dýrarækt og fleira mætti telja, þó það verði ekki gert hér. Ég tel því að pólitísk eftirmæli Jónasar séu góð og væri hver þingmaður full- sæmdur af þeim. Þá skal þess getið að Jónas hefur skrifað margar greinar í blöð og flutt erindi í útvarp. Mér er sérstaklega minnisstætt erindi, sem hann flutti eitt sinn í útvarpsþættinum „Um daginn og veginn". Um það leyti var á dagskrá útvarpsins þáttur um lögfræðileg efni, sem nefndist „Hver er réttur þinn?“ í þessum þáttum var brýnt fyrir fólki, hver væri réttur þess til samfélagsins, en ekki minnst á skyldur þegn- anna við þjóðfélagið. Jónas gagn- rýndi þennan málflutning mjög í erindi sínu. Enda er hann maður með afbrigðum skyldurækinn, og gerir fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín. Hefur það verið ein- kennandi fyrir öll hans störf, bæði fyrr og síðar. Fyrir nokkru síðan sá ég litla minningabók hjá Jónasi frá því að hann var í barnaskóla. Einn leikur skólabarnanna var í því fólginn að þau spurðu hvert annað hvað þau vildu verða þegar þau yrðu full- orðin. Svar Jónasar var á þá leið að hann vildi verða gildur bóndi og alþingismaður. Kannski er lífsferill hans dæmi um það, hvað einbeitni og dugnaður fær áorkað. Svo sannarlega fékk hann þessar óskir sínar uppfylltar. Þegar þau Ánna og Jónas flutt- ust frá Skriðuklaustri, byggðu þau sér hús á ásnum vestan Lagar- fljótsbrúar. Það hús nefndu þau Lagarfell. Þar hafa þau átt heima síðan. Þau hjónin eiga 3 börn, sem eru: Hreinn rafmagnstæknifræð- ingur í Reykjavík, Erla talsíma- vörður, Egill Egilsstöðum og Pét- ur búfræðikandidat, nú við fram- haldsnám í Svíþjóð. Þessari ágætu fjölskyldu þökk- um við nágrannarnir, hinum meg- in götunnar á Lagarfellinu, fyrir þá samleið, sem við höfum átt á undanförnum árum og óskum þeim til hamingju með tímamótin og framtíðina. Þráinn Jónsson. ,Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld” — eru einkunnarorð llapparættis UAS. - l.jósm.: Imvnd. Nýtt happdrættisár hjá DAS-happdrættinu: Húseign á 35 milljón- ir, sumarbústaður á 25 og snekkja á 18,2 millj. NÝTT happdrættisár er nú að hefjast hjá Happdrætti Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna og verður sami háttur hafður á og áður. að dreifa sem mest topp- vinningum þess, en það gaf mjög góða raun í fyrra, að sögn forráða- manna happdrættisins. Mánaðar- verð miða verður 1.400 krónur, ársmiða 16.800 krónur. Dregið verður í 1. flokki 6. maí. Vinningaskráin að þessu sinni verður þannig að hæsti vinningur- inn verður húseign eftir vali fyrir 35 milljónir króna. Síðan verða 9 íbúðarvinningar, sem dregnir verða út í 1., 2., 5., 6., 7., 8., 10. og 11. flokki, hver að upphæð 10 milljónir króna. I 3. flokki verður dregið um sumarbústað, fullgerðum með öllum búnaði og er verðmæti hans 25 milljónir króna. í 4. flokki verður dregið um skemmtisnekkju með öllum útbúnaði til úthafssiglinga að verðmæti 18,2 milljónir króna. í 1. flokki verður dregið um Ford Must- ang Accent, að verðmæti 7,4 millj- ónir. í 6. flokki verður dregið um Peugeot 305 bíl, að verðmæti rúm- lega 7,2 milljónir. Til viðbótar þessum vinningum verða 7 bílavinningar, sem hver er á 3 milljónir og 91 bílavinningur á 2 milljónir króna hver. Þá eru 300 utanlandsferður á 'á milljón hver og 5.588 húsbúnaðarvinningar á 100, 50 og 35 þúsund krónur hver vinningur. Sala í happdrættinu er mjög góð, og má vænta, að lausir miðar seljist upp í flestum umboðum nú í fyrsta flokki og miðalager er að þrjóta. Eru því þeir, sem hugsa sér að fá sér miða eða bæta við sig miðum, hvattir til að gera það sem fyrst. Einnig er endurnýjun ársmiða og flokksmiða hafin. Við Hrafnistu í Hafnarfirði eru nú hafnar framkvæmdir við hjúkr- unardeild, er rúma mun 75 vist- menn. Er hér um afar brýna framkvæmd að ræða, þar sem þörfin fyrir hjúkrunarvistrými er mjög mikil og aðkallandi og þess vegna mikils um vert, að hægt verði að flýta fyrir þessari framkvæmd sem mest. 60% tekna happdrættis DAS renna til þessarar framkvæmdar, en 40% til byggingasjóðs aldraðra, er styrkir byggingar dvalarheimila út um land. Hver miði í happdrætti DAS er því dýrmætt framlag til að búa öldruðum áhyggjulaust ævi- kvöld, jafnframt því sem hann er möguleiki til stórvinnings. Lystisnekkja. sem er vinningur milljónir króna. 4. flokki að verðmæti 18.2 í sumarbústað DAS. sem er vinningur í 3. flokki að verðmæti 25 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.