Morgunblaðið - 19.04.1980, Síða 37

Morgunblaðið - 19.04.1980, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980 37 Jón Kr. Olsen, Keflavik: Kjör sjómanna á skuttogurum Trúnaðarmannanámskeið hjá Verzlunarmannafélagi Ryíkur Verzlunaríélag Reykjavikur gekkst fyrir trúnað- armannanámskeiði sem stóð 14.—17. apríl. Tuttugu manns sóttu námskeiðið sem haldið var á Hótel Esju. Á þessu námskeiði var farið yfir helztu verkefni og stöðu trúnaðarmanna, vinnu- löggjöf, kjarasamninga, tryggingamál og fleira. Magnús L. Sveinsson formaður VR setti nám- skeiðið og ræddi um skipulag og starf VR, en þessi mynd er frá fundi, þar sem Guðmundur H. Garðarsson, Pétur H. Blöndal og Sigfinnur Sigurðsson fjölluðu um lífeyrissjóð VR og sjúkrasjóð. Tilhögun útivistar á Kili og í Ódáðahrauni í MARZMÁNUÐI komu út tvö af fjölritum Náttúru- verndarráðs. Fjallar fjölrit nr. 7 um tilhögun útivistar á Kili og hefur Jón E. ísdal unnið það, en f jölrit nr. 8 um tilhögun útivistar í ódáða- hrauni og hefur Jón Gauti Jónsson haft veg og vanda af því. í formála að fyrra ritinu segir Árni Reynisson, fram- kvæmdastjóri Náttúruvernd- arráðs, m.a.: „Þessi ritgerð er innlegg í umræður um það, hvernig stuðla megi að já- kvæðum ferðaháttum í óbyggðum íslands og draga úr óæskilegum áhrifum aksturs þar. Náttúruverndarráð, Vegagerð ríkisins, Landmæl- ingar íslands og ferðafélög hafa tekið upp víðtækt sam- starf um umhverfismál vega- gerðar og ferðamennsku og stefna m.a. að samræmingu í ákvörðun ferðamannaslóða, merkingu þeirra og viðhaldi. I skýrslu um ferðamál: Óbyggð- ir (Jón E. ísda) og Árni Reynisson) er reynt að skil- greina orsakir fyrir land- skemmdum af akstri í óbyggð- um og benda á leiðir til úrbóta. Hér er stigið næsta skref með því að lýsa vanda- málum á afmörkuðum óbyggðasvæðum: Kjalvegi. Tekið er mið af núverandi ástandi og hugsanlegum breytingum á ferðaháttum á svæðinu. í framhaldi verða væntanlega gerðar hliðstæðar tillögur um Ódáðahraun, Sprengisand, svæðið að Fjalla- baki og Vesturöræfum." Næsta rit er þegar út komið, ritið um Ódáðahraun. í loka- orðum þess segir Jón Gauti Jónsson m.a.: Með aukinni fræðslu og góðum vilja allra þeirra, sem tengjast útivist- armálum, ætti það markmið að nást, sem sett var í upphafi, en það var að nýta sem best útivistarmöguleika Ódáða- hrauns. Með tilhögun þeirri, er hér að framan hefur verið bent á, ætti slíkt að nást, án þess að komi til árekstra milli útivistargreina. Því ferðafólki, sem vill notfæra sér bifreið- ina, er gefinn kostur á hring- akstri um Ódáðahraun eftir tiltölulega greiðfærum og merktum slóðum og gistiað- stöðu, annaðhvort í skála eða á tjaldsvæði með viðunandi hreinlætisaðstöðu. Göngufólki er hins vegar gefinn kostur á að ferðast um miðbik Ódáða- hrauns. Er ólíklegt að nokkurn tíma verði þar svo margir saman komnir, að hver og einn megi þar ekki næðis njóta.“ í viðtölum við fjölmiðla setur formaður L.I.U. Kristján Ragnars- son fram fyllyrðingar um tekjur sjómanna á Isafjarðartogurunum, á þann veg, að fyrir þá sem ekki þekkja betur til, gætu haldið að þessi laun sem hann nefnir þar séu almennt séð laun togarasjómanna. Aróður af því tagi sem þarna er viðhafður kallar að sjálfsögðu á leiðréttingu. Laun sjómanna eru árslaun þeirra, og þá verður myndin nokkdð önnur. Það er staðreynd að togara- sjómenn eru verstlaunaða stéttin á landinu. Þeir sem vinna langan vinnudag vilja fá laun sín sam- kvæmt því . Fólk sem vinnur bónusvinnu í frystihúsum vill fá laun eftir afköstum. Það fólk getur margfaldað daglaun sín. Kemur mér því spánskt fyrir sjónir að lesa orð Jóhönnu Pálsdóttur frá Vestmanna- eyjum í Þjóðviljanum í dag, þriðju- daginn 15. apríl, þar sem hún telur sjómenn hafa orðið það góð laun að þau þurfi ekki að bæta meðan aðrir hafa ekki fengið launahækkanir til að vega upp þennan s.k. launamun. Hefur fólk gert sér almennt ljóst hver vinnan er á sjómanninum á bak við hver tonn sem hann kemur með að landi. Ég mun hér á eftir, upplýsa um tekjur þessara manna á ársgrundvelli, sem er byggt á skýrslu L.Í.U. fyrir tímabilið 1/1 1979 til 31/12 1979. Á svæðinu Vestmannaeyjar-Snæ- fellsnes voru gerðir út 25 minni skuttogarar á árinu 1979, þar af voru 23 með meira en 300 úthalds- daga. Meðal úthaldsdagafjöldi var 316 dagar. Meðalskiptaverðmæti kr. 462,7 milljónir. Meðal hásetahlutur kr. 8.886.000,00. Á Norðurlandi voru gerðir út 18 minni skuttogarar. Meðal úthalds- dagafjöldi voru 316 dagar. Meðal skiptaverðmæti 464,7 milljónir. Meðal hásetahlutur kr. 8.930.000,00. Á Austurlandi voru gerðir út 11 minni skuttogarar. meðal úthalds- dagafjöldi 305 dagar. Meðal skipta- verðmæti 416,0 milljónir króna. Hásetahlutur kr. 7.986.000,00. Á Vestfjörðum voru gerðir út 12 minni skuttogararm Meðal úthalds- dagafjöldi 334 dagar. Meðal háseta- hlutur kr. 12.700.000,00. Að fengnum þessum tölum, ætti að vera auðvelt fyrir fólk að reikna út hvaða laun þessir menn hafa á tímann miðað við aðra launahópa í fiskvinnu. En þá ber að gæta þess við slíkan útreikning að þessir menn eru við vinnu allan sólarhringinn — 24 klst. á sólarhring. Það ætti einnig að taka tillit til þess, að þessir menn vinna við verstu aðstæður eins og allir þeir sem hafa eitthvað verið á sjó geta dæmt um. í sambandi við laun togarasjómanna á Vestfjörðum ber þess einnig að gæta að þeir hafa sennilega lengri vinnutíma en gerist á öðrum togurum. Fyrir þá sem kannski nenna ekki að reikna út tímakaup þessara manna, get ég upplýst, að það er einhvers staðar á bilinu tólf hundruð og tvö þúsund og tvö hundruð, eftir því hvað menn vilja ætla að vinna þessara manna sé mikil á hverjum sólarhring, en skylduvinna þeirra eru 12 klst á sólarhring. Ekki er það óalgengt, að frívaktir séu staðnar til að koma aflanum undan. Og mundi ég eftir viðtöl við sjómenn þessara skipa telja að 15 til 18 klst. í sólarhring væri nær því sanna um meðal vinnutíma þessara manna. Þá ber að gæta þess einnig við útreikninga á launum þessara manna, að ef unnið er í landi á vöktum, kemur vaktaálag allt að 33% til 26%. Ég undrast ekki þó oddviti útgerðar- manna reyni að slá ryki í augu landsmanna um tekjur þessara manna, en þegar fólk úr verkalýðs- hreyfingunni reynir að gera baráttu vestfirsku sjómannanna tortryggi- lega finnst mér mælirinn fullur. Það er staðreynd, að það er ekki nema harðgerðustu mennirnir sem geta stundað vinnu á þessum skipum. Margir þessara manna eru að gefast upp. Launin eru ekki í neinu sam- ræmi við vinnuálag og áhættu. Laun þessara manna í krónutölum litið eru kannski há, en vinnan sem Iiggur þarna á bak við er ofboðsleg. Fólk ætti áður en það fer að býsnast yfir launum þessara manna að íhuga hvar þjóðin væri stödd ef þessir menn myndu nú taka upp á því að vinna aðeins 8 klst. dagvinnu og kannski tvo tíma í eftirvinnu. Þetta er ekkert gamanmál. Útgerð- armenn og reyndar þjóðin öll ættu að íhuga vel afstöðu sína til sjó- manna almennt, því þó sjómenn á skuttogurum séu með þessa háu krónutekjur eru aðrir sjómenn enn verr settir. Þessi skip verða ekki gerð út nema með úrvals mannskap, og það úrval er nú til staðar. Ef þið hrekið þessa menn í land, útgerð- armenn, fyrir vanmat á störfum þeirra, þá má leggja togaraútgerð á Islandi niður. Laun þessara manna á að hækka, eða það sem er kannski skynsamlegra, að þeir hafi frí á fullum launum í minnst tvo til þrjá mánuði á ári. Að lokum sendi ég öllum sjó- mönnum baráttukveðjur og árna þeim allra heilla í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Standið sam- an og sækið ykkar rétt, það eruð þið sem með vinnu ykkar gerið mögu- legt að lifa í landi þessu því mannlífi sem þar er lifað. Jón Kr. Olsen Fóbos, annað tungla Mars Mars er næsta reikistjarna utan við braut jarðar og er 227 milljón km frá sólu. Umferð- artími hennar er 687 dagar. Um Mars ganga tvö örlítil tungl. Fóbos og Deimos. Fóbos er 12 km í þvermál og fjarlægð hans frá yfirborði Mars er aðeins 6.100 km, eða nokkru minna en þvermál Mars, sem er 6.800 km enda gengur Fóbos með geysihraða og fer eina hringferð á 7 klst. og 39 mín. Deimos er enn minni eða 9 km í þvermál. Fjarlægð hans frá yfirborði Mars er 20.000 km og umferðartíminn er 30 klst. og 21 mín. Ymsar kenningar hafa verið uppi um þessi tvö tungl, m.a. þær, að þau kunni að hafa verið gerð af mannahöndum, þ.e. af hugsanlegum íbúum reiki- stjörnunnar Mars, áður en súr- efnisleysi og aðrir erfiðleikar hafi gert hnöttinn óbyggilegan. Hafi þeir svo getað hafst við á eða í þessum gervitunglum lengur eða skemur. Nú er fullsannað, að þessar getgátur hafa ekki við rök að styðjast, ög séu tunglin af náttúrlegum rótum runnin. Ljósmyndir teknar úr geim- flaugum, t.d. Mariner 9, 1971, sýna að Fóbos er ekki kúlulaga hnöttur, heldur óreglulega lag- aður bergklumpur, með mörg- um gígum eftir loftsteina á yfirborði. Lögun hans minnir þannig á ýmsa smáhnetti, sem tilheyra smástirnabeltinu milli Mars og Júpiters, en þar er mikill fjöldi slíkra „stjarna" með óreglulegri lögun. Ingvar Agnarsson Myndin sýnir lögun Fóbos.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.