Morgunblaðið - 19.04.1980, Síða 38

Morgunblaðið - 19.04.1980, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980 + Móðir mín, dóttir og unnusta, INGIMUNDA ERLA GUDMUNDSDÓTTIR, til heimilis sð Hátúni 12, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 17. apríl. Haldís Hauksdóttir, Guörún Guöjónsdóttir, Gunnar Sigurjónsson. Faöir okkar. + BENEDIKT SVEINSSON, húsasmíðameistari, Austurbrún 2, er látinn. Börnin. ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Hátúní 10A, veröur jarðsungin fré Fossvogskirkju, mánudaginn 21. apríl kl. 3 e.h. Harald ísaksen, Ingibjörg Þorgrímsdóttir og börn. + Elsku sonur okkar og bróðir, ÞÓRIR BALDVINSSON, Bergstaöastræti 43A, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 21. apríl nk. kl. 1.30 Baldvin L. Sigurösson, Halldóra Guömundsdóttir og systkíni hins látna. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför ÞÓRARINS EINARSSONAR, Höföa. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á deild A1 Landakotsspítala. Dætur, fósturbörn og tengdabörn. + Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar og stjúpfööur, tengdaföður, afa og langafa, BALDVINS JÓHANNSSONAR, Dæli í Sæmundarhlíó. Guö blessi ykkur. Jón Baldvinsson, Stefanía Guömundsdóttir, Ingibjörg Baldvinsdóttir, Valtýr Guömundsson, Ásta Baldvinsdóttir, Þorsteinn Hallfreðsson, Emil Ólafsson, Hanna Pálsdóttir Guóný Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför móöur okkar, fósturmóöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐMUNDÍNU ÓLAFSDÓTTUR, frá Hvallátrum, Þjórsárgötu 11, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarkonum og starfsfólki Landspítalans fyrir alla umönnun í veikindum hennar. Margrét Guöbjartsdóttir, Guðjón Guðbjartsson, Árni Guömundsson, Katrín Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför foreldra okkar, tengdaforeldra, afa og ömmu, GUÐBJARGAR SVEINFRÍOAR SIGURDARDÓTTUR, og GUDJÓNS GÍSLA GUÐJÓNSSONAR, frá Hesti, Önundarfirói, Laugarnesvegi 40. Þorvaröur Guðjónsson, Sigríður Halldórsdóttír, Hervör Guðjónsdóttír, Guömundur Egilsson, Helga Guðjónsdóttir, Pálmar Þorsteinsson, Svava Guðjónsdóttir, Jón M. Smith, María Guöjónsdóttir, Hafsteinn Guöjónsson og barnabörn. Júlía Árnadóttir — Minningarorð Fædd 16. júli 1896. Dáin 11. apríl 1980. Haustið 1934 flutti Gagnfræða- skólinn í Vestmannaeyjum inn í Breiðablik, sem verið hafði íbúð- arhús þeirra hjóna Asdísar og Gísla J. Johnsen en var þá nýlega komið í eign Iðnaðarmannafélags Vestmannaeyja. Húsið var stórt, búið rúmgóðum stofum á tveim hæðum. Kjallari var vel úr jörðu og upp undir þak var rishæð. I þessari risíbúð bjuggu hjónin Júlía Arnadóttir og Halldór vöru- bifreiðastjóri Árnason. Önnuðust þau húsvörslu og ræstingar. Samtímis því að gagnfræðaskól- inn flutti í húsið tók kvöldskóli iðnaðarmanna til starfa í húsa- kynnunum. Eftir að fjölskylda sem bjó á efri hæðinni flutti fékk skólinn allt húsið. í kjallara var komið fyrir smíðastofu. Eftir að gagnfræðaskólinn flutti inn á efri hæðina tók hann að starfrækja lesstofu síðdegis og skátafélagið Faxi fékk inni í litlu herbergi. Frá því kl. 8 árdegis til kl. 20 alla sex daga vikunnar var í Breiðabliki starfað að uppeldismálum í hverj- um krók og kima. Á rúmgóðri lóð skólans, sem umgirt var háum múrveggjum var í öllum frímínút- um farið í leiki og iðkaðar íþróttir. Breiðablik var erilsamur staður og enn frekar þegar inn í skólalífið voru færð námskeið fyrir mat- sveina bátaflotans og að sumar- lagi starfræktur vinnuskóli. Innan um allt þetta ferðaðist Júlía eða Júlla eins og nemendur kölluðu hana. Umferð margra um stiga, ganga og stofur færði með sér aur og ýmsa aðskotahluti en hvern morgun var allt skólahúsið hreint og vistlegt. Þetta þótti öllum sjálfsagt en þeir lögðu fáir að því hug hvílíkt starf var unnið hvert síðkvöld, til þess að þessi árangur næðist. Við daglegan eril bættust um helgar dansleikir og fundir. Öllu tók Júlía á móti með vinsemd og skilningi. Oft hlaut nám, leikur og félagsstarf að færa með sér andleg og líkamleg áföll. Mest voru þetta skeinur á höndum og fyrir komu stærri áverkar, rifin föt eða fall á aurugar grasflatir gerði fatnað forugan. Með öll þessi áföll var leitað með upp á loft til hinnar góðhjörtuðu húsmóður skólans, Júlíu. Hún átti sáravatn, smyrsl og umbúðir, nál og spotta, þvottaskál og handklæði, og sköfu til að skafa for af fati. Hryggð var sefuð og kjarkur vakinn að nýju í ungum huga fyrir orð og móður- legt viðmót velgerðrar konu. Við Þorsteinn Þ. Víglundsson skóla- stjóri kynntumst mannkostum Júlíu hvað best er hún var mat- ráðskona og húsmóðir vinuskóla sem við starfræktum í skólahús; inu mánaðartíma eitt sumarið. í skólanum var sofið og matast. Drengirnir ræstu húsið, þvoðu upp og bjuggu um sig undir stjórn Júlíu. Þá reyndi oft á stjórnsemi hennar, dugnað og rósemi. Ekki veit ég hvort Júlía hafði lært til matargerðar en hún var frábær við alla matargerð. Sama má segja um handavinnu hennar. Hún eins og mörg íslensk húsmóðir hafði lagni og alúð til þess að gera mikið úr litlu. Með hljóðlátu umburðar- lyndi sínu, samviskusemi og hjálp- semi, tel ég er ég læt hugann reika til skólastarfsins og félagsstarfs- ins á Breiðabliki þau 7 ár sem ég starfaði þar, að Júlía átti mikil- vægan þátt í að þar þróaðist góður skóli á kreppu- og fátæktarárum. Ég álít að skólastarfið hafi orðið okkur afdrifaríkara af því að Júlía bjó í skólahúsinu og gæddi það vistleika öryggi og alúð. Fyrir þetta skal henni nú og það of seint þakkað. Frá Eyjum flutti Júlía með manni sínum og sonum þeirra Árna, Guðna og Sveini til Selfoss. Þau reistu sér hús utan ár, sem þau nefndu Breiðablik. Sú nafn- gift sýndi hug þeirra til gagn- fræðskólans í Vestmannaeyjum. Júlía fegraði lóð húss síns með trjám og blómum. Hið innra prýddi hún það með listrænu handbragði sínu. Sonunum þremur, fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum votta ég samúð. Júlíu Árnadóttur eru þökkuð heillarík störf sem hún lagði af mörkum fyrir okkur starfsfólk og nemendur Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Þorsteinn Einarsson Bridgefélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur og var spil- að í einum 14 para riðli. Úrsiit: Georg Sverrisson — Valgarð Blöndal 196 Ólafur Garðarsson — Júlíus Guðjónsson 173 Friðjón Margeirsson — Þorleifur Þórarinsson 169 Meðalskor 156. Nk. þriðjudag verður einnig eins kvölds tvímenningur og verður það næst síðasta spila- kvöld vetrarins. Spilað er í húsi Kjöts og fisks Seljabraut 54 og hefst keppnin kl. 19.30. Bridgefélag Reykjavíkur Átta umferðum af 13 er lokið í butler-tvímenningskeppni hjá félaginu en alls taka 28 pör þátt í keppninni. Staða efstu para: Viðar Jónsson — Skafti Jónsson 296 Ásmundur Pálsson — Hjalti Elíasson 281 Guðmundur Páll Arnarsson — Sverrir Ármannsson 266 Gestur Jónsson — Páll Valdimarsson 262 Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson 253 Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 232 Meðalskor 200. Næst verður spilað á þriðju- daginn kl. 19.15 stundvíslega. Bridgefélag Akureyrar Thule-tvímenningi félagsins lauk þriðjudaginn 8. apríl sl. Spilað var í þremur 12 para riðlum í þrjú kvöld. Röð efstu para varð þessi: Gunnlaugur Guðmundsson — Magnús Aðalbjörnsson 415 Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Soffía Guðmundsdóttir — Þórir Leifsson 406 Einar Sveinbjörnsson — Sveinbjörn Jónsson 402 Guðmundur V. Gunnlaugsáon — Stefán Vilhjálmsson 378 Alfreð Pálsson — Angantýr Jóhannsson 373 Gissur Jónasson — Jón Friðriksson 369 Meðalskor 330 Nú stendur yfir minningarmót um Halldór Helgason en það er sveitakeppni með Board A Match fyrirkomulagi. Eftir fyrstu umferðina er sveit Páls Pálssonar í efsta sæti með 72 stig. Algjör metþátttaka er í þess- ari keppni — 18 sveitir. Úrslitakeppni íslandsmóts í sveitakeppni íslandsmót í sveitakeppni í bridge verður haldið að Hótel Loftleiðum dagana 30. apríl til 4. maí. 1. umferð hefst miðvikudaginn 30. apríl kl. 20.00. 2. umferð hefst fimmtudag 1. maí kl. 13.15. 3. umferð hefst fimmtudag 1. maí kl. 20.00. 4. umferð hefst föstudag 2. maí kl. 20.00. 5. umferð hefst laugardag 3. maí kl.13.15. 6. umferð hefst laugardag 3. maí kl. 20.00. 7. umferð hefst sunnudag 4. maí kl. 13.15. Einn leikur í hverri umferð verður sýndur á töflu. 8 sveitir hafa unnið sér rétt til úrslita- keppninnar. Dregið hefur verið um töluröð og er hún þessi: 1. Sv. Jóns Páls Sigurjónssonar. 2. Sv. Hjalta Elíassonar. 3. Sv. Þórarins Sigþórssonar. 4. Sv. Helga Jónssonar. 5. Sv. Sævars Þorbjörnssonar. 6. Sv. Skapta Jónssonar. 7. Sv. Ólafs Lárussonar. 8. Sv. Óðals. Bridgefélag kvenna Yfirstandandi hjá bridgefélagi kvenna er nú hraðsveitarkeppni, með þátttöku 15. sveita. Að lokinni fyrstu umferð er staðan þessi: Guðrún Bergsd. 589 Hrafnhildur Skúlad. 553 Aldís Schram 549 Dóra Friðleifsd. 532 Gunnþórunn Erlingsd. 530 Meðalskor eru 504 stig. Bridgedeild Breiðfirðinga minnist 30 ára afmælis deild- arinnar laugardaginn 26. apríl n.k. með veglegu hófi á Hótel Sögu (Lækjarhvammi). Hefst það með borðhaldi kl. 19.00. Miðapantanir í símum: 32562 (Ingibjörg) og 31411 ( Erla). Er þess sérstaklega vænst að eldri spilafélagar og aðrir velunnarar láti sig ekki vanta á fagnaðinn. Bridgedeild Breiðfirðinga var stofnuð 8. janúar 1950 af 22 félögum Breiðfirðingafélagsins. Óx deildinni fljótlega fiskur um hrygg og mun nú ekki vera meiri þátttaka hjá öðrum bridgefélög- um í borginni. Spilað er á fimmtudögum í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Stjórn deildarinnar er þannig skipuð: Óskar Þráinsson formað- ur, Guðlaugur Karlsson gjald- keri, Þorvaldur Matthíasson rit- ari, Sigríður Pálsdóttir og Guð- jón Kristjánsson meðstjórnend- ur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.