Morgunblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980 Ég er að verða móðir — já, móðir þín, því ég ætla að giftast honum föður þínum, Siggi minn! /| BRIDGE Enn um fóst- ureyðingar Umsjón: Páll Bergsson Út af fyrir sig er það ágæt regla að taka trompin af andstæðingun- um við fyrsta tækifæri þegar ekki þarf að nota þau til að trompa tapslagi. En það er eins með þessa reglu og margar aðrar. Hana þarf að meðhöndla með varúð. Spilið í dag sýnir þetta nokkuð vel. Látum nægja að líta á spil norðurs og suðurs, hinir tóku ekki þátt í sögnunum en suður gaf. Norður S. 963 H. KD5 T. ÁK4 L. K942 Suður S. KG10875 H. G6 T. D52 L. Á8 Suður var sagnhafi í fjórum spöðum og vestur spilaði út tígulsjö. Hvernig mundu lesendur haga úrspilinu? Þegar spil þetta kom fyrir tók sagnhafi útspilið í blindum og spilaði strax trompinu. Nía, lágt, lágt og vestur fékk á drottning-i una. Hann hélt áfram með tígul- inn, í þetta sinn spilaði hann þristinum og suður tók heima og spilaði trompfimminu. En vestur tók strax á ásinn og austur lét hátt hjarta. Greinilega hafði vest- ur reiknað með þessu, spilaði hjarta, sem austur tók með ás og spilaði tígli, sem vestur trompaði eins og alltaf stóð til — einn niður. Eflaust hafa lesendur komið auga á villu spilarans. Hann spilaði trompunum of snemma. Sama var á hvorri hendinni hann tók útspilið en síðan varð að spila hjörtunum. Hættan var, að þriðja tígulspil varnarinnar yrði tromp- að og því tilvalið að láta tígul af hendinni í hjartaháspil blinds. Skiptingin, sem var fyrir hendi, vestur með tvíspil í tíglinum ásamt ÁD4 í trompinu og austur með hjartaásinn var sú eina, sem skapaði hættu en var jafnframt hægt að ráða við. Fóstureyðingar eru ekki sjálf- sagður þáttur í ferli hins daglega lífs í nútímaþjóðfélagi, — en hér á landi voru lög sett um heimildir til fóstureyðinga að ákveðnum skil- yrðum fullnægðum fyrir tæpum 5 árum. Niðurstöður umræðna þá varðandi þetta efni voru þær m.a. félagslegar ástæður gætu mælt með fóstureyðingum, — lögin eru ekki gömul, — eru forsendur breyttar frá því sem var árið 1975? Einn þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og nokkrir háskóla- nemar m.a. hafa nú gerst ákafir málsvarar breyttrar löggjafar á þessu sviði, — hvers vegna? Ungur háskólanemi skrifaði fyrir nokkru greinar gegn fóstureyðingum í Mbl. og flutti erindi um sama efni í útvarpi í þættinum „Um daginn og veginn og var niðurstaða hans málsflutnings á þá leið helzt að allar fóstureyðingar af hvaða or- sökum sem þær væru fram- kvæmdar væru í raun manns- morð. Telja þessir menn að for-' eldrar velji fóstureyðingu sem lausn að lítt ígrunduðu máli og þá sem getnaðarvörn og treysta þeir ekki þeim yfirvöldum sem hér á landi eiga að fylgja löggjöfinni um þetta efni til þess að meta aðstæð- ur „rétt“ í hverju tilviki? Engar opinberar skýrslur liggja fyrir um reynslu fóstureyðingarlöggjafar- innar hér á landi þessi 5 ár, en í Bretlandi hefur verið gerð úttekt af 12 ára reynslu þar í landi hvað slíka löggjöf snertir og væri eðli legt að þessir menn öfluðu sér þeirra upplýsinga sem þar koma fram, — sem er m.a. að ólöglegum fóstureyðingum hefur að mun fækkað frá því sem áður var talið að væru framkvæmdar þar í landi. Málflutningur þessara manna er til lítils annars en að orsaka enn frekari vanlíðan foreldra sem af nauðsyn hafa þurft að láta eyða fóstri sínu. Hverjar eru líka þær ráðstafan- ir sem gætu komið í stað lausna Olía það sem Rússar girnast — segir Yamani Riyadh. Saudi-Arahíu, 17. apríl. AP. OLIURÁÐHERRA Saudi-Arabíu, Ahmed Zaki Yamani. telur tilgang framrásar Rússa i Afganistan og á austurhorni Afríku þann að treysta nærveru Rússa í grennd við olíusvæði Miðausturlanda með hliðsjón af minnkandi oliufram- leiðslu Sovétrikjanna að sögn saudi-arabísku fréttastofunnar. Yamani sagði þetta í fyrirlestri í háskólanum í Jidda að sögn fréttastofunnar. Hann sagði að Rússar fengju um þessar mundir 40% gjaldeyristekna sinna af olíu sem þeir seldu til Austur-Evrópu. En hann sagði að Rússar gætu ekki haldið áfram að flytia út olíu í náinni framtíð og yrðu í bezta falli sjálfum sér nógir með olíu. Einnig var haft eftir Yamani að varaolíuforði Saudi-Arabíu væri að aukast, að olíuverð mundi halda áfram að hækka og að Súdanir hefðu fundið nógu mikla olíu til þess að vera sjálfum sér nógir. Flugfólk fékk dóm ÓhIó — 17. apríl — írá Jan Erik I ^auré, fréttaritara Morgunhlaðsins. FLUGMAÐUR og tvær flugfreyjur hafa fengið skilorðsbundna fang- elsisdóma og sektir fyrir að koma öivuð til starfa fyrir tæpum tveim- ur árum. Lögreglunni barst njósn af ástandi fólksins áður en flugvél- in lagði af stað frá Tromsö til Óslóar, þannig að ekkert varð úr ferðalaginu. í undirrétti var flugfólkið sýknað, en hæstiréttur hefur kveðið upp dóm um sekt þess. Flugmaðurinn fékk 36 daga fangelsisdóm, skil- orðsbundið og 5 þúsund króna sekt, en flugfreyjurnar voru dæmdar til 24 daga fangelsis, sömuleiðis skil- orðsbundið, og eiga að greiða þús- und króna sekt hvor. Magnús Gottfreðsson heitir ungur Garðbæinjíur sem er í starfsfræðslu hjá okkur á Morgrunhlaðinu um þessar mundir og þessa ljósmynd tók hann í miðbænum í gær af unxri stúlku, Maríu Soffíu, sem sat á tröppum Stjórnarráðsins og slappaði af í góða veðrinu við dyr landsfeðranna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.