Morgunblaðið - 19.04.1980, Side 45

Morgunblaðið - 19.04.1980, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980 45 TD VÉLVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI ^ m' u-Mjn&'iiH'íJU eins og fóstureyðinga? Hvernig býr íslenzkt þjóðfélag að þeim þegnum sínum sem ekki ganga heilir til skógar vegna fæðinga- galla o.fl. eða að foreldrum slíkra einstaklinga? Hver er stuðningur- inn við óhæfa foreldra eða for- eldra sem eiga fjölda barna fyrir og þurfa að vinna úti helzt 12 tíma á sólarhring hverjum til þess að fæða munnana og hafa þar af leiðandi ekki tíma til þess að sinna börnunum sem skyldi sem foreldr- ar? Eða að börnum sem verða foreldralaus af einhverjum orsök- um ung að aldri, — hver tekur við þeim? Ég held ekki að þessir menn geti, að ókönnuðu máli í það minnsta, staðhæft að konur (for- eldrar) velji fóstureyðingar þegar þeim sjálfum þykir henta og þá að ástæðulausu í fjölda tilvika. Spurningin um þessa löggjöf ætti fremur að vera sú hvernig bezt eftirlit verði með því haft að þessi heimild laganna verði ekki mis- notuð heldur en um það að fella þessa heimild úr lögum. Móðir. • Hugsanir Teil- hards merkilegar Til Velvakanda. Nú er Jean Paul Sartre látinn, og má búast við, að mikið verði um hann ritað af því tilefni. Það sem áður hefur verið ritað getur þó stundum haft fullt svo mikið gildi sem það er síðar kemur fram. Fyrsta íslenzka ritgerðin um Sartre, og um langt skeið hin eina, birtist í Lesbók Mbl. árið 1947 undir nafninu: „Hin nýja franska heimspeki og mesta vandamál vorra tíma“. Var höfundur henn- ar Helgi Pjeturss, íslenzkur heim- spekingur. Um annán franskan heimspek- ing, Teilhard de Chardin, sem líklega hefur vakið mun meiri eftirtekt um alla Evrópu og Ameríku á árunum 1955—1970, hefur nær ekkert verið ritað á islenzkú — nema mig minnir að dr. Jón Gíslason hafi eihverntíma minnzt á hann í útvarpsviðtali. Hugsanir Teilhards eru mjög merkilegar og verðskulda athygli enn þann dag í dag. Þorsteinn Guðjónsson. • Ómakleg árás á sjómenn Kristinn Aadnegard hringdi: Vegna skrifa „skattpínds þjóðfélagsþegns" í Velvakanda sl. fimmtudag langar mig að gera eftirfarandi athugasemd: Okkur sjómönnum finnst það nokkuð hart að þar sem útsending á stuttbylgju er m.a. hugsuð okkur til hagsbóta, því við getum ekki hlustað á útvarp á Islandi, að fundið sé að því að við fáum notið þess sama og aðrir þjóðfélags þegnar. Við greiðum okkar skatta og skyldur ekki síður en „skattpíndur" og teljum okkur afla verulegs hluta þess gjaldeyris sem gerir þjóðfélagsþegnum unnt að eignast umrædd hljómburðar- tæki. Það má einnig minna á, að 1978, SKAK Umsjón: Margeir Pétursson þegar 3% verðbæturnar voru gefnar eftir með loforði um félags- málapakka, þá var þar eitt af loforðunum að sjómenn skyldu fá bætta aðstöðu til að njóta sjón- varps og útvarpsefnis. Nú hafa allir þegnar þjóðfélagsins sína „pakka“, nema sjómenn. Við get- um ekki skroppið, eins og aðrir þjóðfélagsþegnar, og notið félags- starfs sem þjóðfélagið býður upp á, svo það er að okkar matii — og ekki aðeins okkar — lágmarks- krafa að við fáum að hlusta á útvarp. Málflutningur „skattpínds" er að mínu mati fyrir neðan virðingu þess sem notið hefur góðs af okkar störfum, en hann dæmir sig bezt sjálfur. Á alþjóðlega skákmótinu í Buenos Aires í desember, þar sem Larsen sigraði með yfirímrðum, kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Ivkovs, Júgósla- víu, sem hafði hvítt og átti leik, og Gheorghiu, Rúmeníu. 31. HleG! (Hótar 32. Hxg6+ fxg6 33. Df6 og einnig 32. Hxd6) fxe6 32. Df6 og svartur gafst upp. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. Lar- sen ll v. af 13. 2—5. Anderson, Miles, Najdorf og Spassky 8 v. 6—7. Gheorghiu og Ivkov 7Vfe v. 8. Quínteros 6'/2 v. 9—10. Panno og Petrosjan 6 v. 11—12. Lombardy og Franco (Paraguay) 5 v. 13. Tempone 3 v. 14. Rubinetti (báðir frá Árgentínu) l'Æ v. HÖGNI HREKKVÍSI VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið aö notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 19. apríl veröa til viðtals Magnús L. Sveinsson og Bessí Jóhannsdóttir. Magnús er í atvinnumálanefnd, framkvæmdaráöi, stjórn Inn- kaupastofnunar sjúkrasamlagsstjórn, umhverfis- málaráöi. Bessí er í stjórn Borgarbókasafns, félags- málaráöi, stjórnarnefnd dagvistunarstofnana Reykja- víkurborgar, æskulýðsráöi. TILKYNNING um lóðahreinsun í Reykjavík, vorið 1980. Samkvæmt ákvaBðum heilbrigöisreglugerðar, er lóðaeigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum og að sjá um aö lok séu á sorpílátum. Umráðamenn lóöa eru hér meö minntir á að flytja nú þegar brott af lóðum sínum allt sem veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí n.k. Að þessum fresti liönum verða lóðirnar skoðaö- ar og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án frekari viövörunar. Þeir sem kynnu að óska eftir sorptunnum og lokum, hreinsun, eða brottflutningi á rusli, á sinn kostnað, tilkynni það í síma 18000 eða 13210. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tíma sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 8.00—21.00 Á helgidögum frá kl. 10.00—18.00 Rusl sem fiutt er á sorphauga skal vera í umbúðum eða bundið. Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er aö flytja úrgang á aöra staði í borgarlandinu. Veröa þeir látnir sæta ábyrgð sem gerast brotlegir í því efni. Gatnamálastjóri í Reykjavík. Hreinslunardeild. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.