Morgunblaðið - 19.04.1980, Síða 46

Morgunblaðið - 19.04.1980, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980 Skíðanámskeið fyrir byrjendur ÁKVEÐIÐ hefur verið að gefa byrjendum í skíða- íþróttinni kost á námskeiði i svigi og göngu í Bláfjölium. Námskeiðin hefjast þriðjudaginn 22. apríl. Upp- lýsingar eru gefnar hjá Bláfjallancfnd, í sima 28544. í hungur- verkfall Bóliviska félagið Indi- pendiente Potosi skuldar Íeikmönnum sinum iaun langt aftur í timann. Svo langt. að leikmenn liðsins hafa gripið til þess ráðs að fara i hungurverkfali... Víðavangs- hlaup ÍR Viðavangshiaup ÍR verð- ur háð í Vatnsmýrinni og i miðborg Reykjavíkur á fimmtudaginn kemur, sumardaginn fyrsta, að venju. Hefst hiaupið kl. 14 í Hijómskáiagarðinum, en endað verður við Alþingis- húsið eftir að hlaupinn hef- ur verið hringur í Vatnsmýr- inni. Verður hiaupin sama leið og undanfarin ár. Hlaupið verður nú háð 65. árið í röð. Keppt verður um fjölda bikara í sveitakeppn- unum, en keppt er í þriggja. fimm og tíu manna sveitum í karlaflokki, 3ja drengja sveit. 3ja kvenna sveit og í fimm manna sveit 35 ára og eldri. Þátttökutiikynningar þurfa að berast til Guð- mundar Þórarinssonar hjá ÍR hið snarasta, en sími hans er 34812. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar Víðavangshiaup Hafnar- fjarðar fer fram sumardag- inn fyrsta þann 24. apríl. Hlaupi hefst við Lækjar skóla kl. 2 en mæta þarf timanlega til skráningar. Keppt verður i eftirtöidum flokkum: Karlar fæddir árið 1971 og siðar, árið 1966—1970 bæðiárin meðtaiin, 1963— 1965 bæði árin meðtalin og í fiokki 1962 og eldri. Konur fæddar árið 1971 og síðar, árið 1967 —1970 bæði árin meðtalin og i flokki 1966 og eldri. Viðurkenningar- skjöl ÍSÍ íþróttahátiðarnefnd ÍSl hefur útbúið mjög smekkleg viðurkenningarskjöl, sem þeir fá sem taka þátt i hátiðinni eða starfa við hana. Þegar, hafa verið af- hent siík skjöl vegna Vetr- arhátíðarinnar, sem fram fór á Akureyri svo og víða i kaupstöðum iandsins. Fyrir Reykvikinga hafa verið haldin mót i Biáfjöilum og Hveradölum. svoköiiuð skiðatrimm fyrir almenning og hafa þátttakendur fengið í hendur undirrituð viður- kenningarskjöl vegna þátt- tökunnar. Þar sem skjöl þessi eru vönduð í útiiti og geta verið góður minjagripur frá há- tiðinni hefur Myndaútgáfan Hafnarstræti 11, 2. hæð, Reykjavík sími 13850 boðist tii að hafa á boðstóium fallega álramma, sem sér- stakiega eru hannaðir fyrir þessar viðurkenningar. Jóhannes Geir Sigurgeirsson formaður stjórnar U.M.S.E. og Hólmfríður Erlingsdóttir iþróttamaður U.M.S.E. 1979. Heistu afrek Hólmfríðar árið 1979. Á meistaramóti íslands innanhúss varð hún íslandsmeistari i iangstökki án atrennu. Á Héraðsmóti U.M.S.E. varð hún stigahæsj alira keppenda. Á Kvennamóti U.M.S.E. varð hún stigahæst. Á Meistaramóti íslands varð hún í 3. sæti í 200 m hlaupi, og 6. í 100 m hlaupi. I Bikarkeppni U.M.F.Í. og A.A.G. varð hún sigurvegari í 100 m hlaupi. önnur i bæði 100 m grindahlaupi og 400 m hlaupi. í Bikarkeppni F.R.Í. 2. deild á Akureyri sigraði hún \ 100 m hlaupi. varð önnur í 100 m grindahlaupi og 200 m hlaupi. Á Norðurlands- meistaramóti varð Hólmfríður næststigahæst kvenna á mótinu. Hólmfríóur kjörin íþróttamaóur UIVIFE 59. þinf Ungmennasambands Eyjafjarðar var haldið í Þela- merkurskóla dagana 22. og 23. marz sl. Rétt til setu á þinginu áttu 62 fulltrúar frá 13 félögum. Þingið sátu liðlega 50 fulltrúar auk gesta. Þingforsetar voru kjörnir Páll Garðarsson og Gísli Pálsson. Meðai gesta voru: frá Í.S.Í. Sveinn Björnsson varafor- maður og Sigurður Magnússon útbreiðslustjóri og framkvæmda- stjóri sumaríþróttahátíðar Í.S.Í. og frá U.M.F.I. þeir Pálmi Gísla- son formaður og Sigurður Geir- dal framkvæmdastjóri. Fyrir þinginu lágu mörg mál. Má þar til nefna ýmis mál sem varða héraðið í heild svo sem samgöngumál, fjölmiðlun og þjón- ustu hins opinbera. Þá voru mál sem vörðuðu fjárhag sambands- ins. En hæst bar þó íþróttamálin, en þau snertu aðallega fram- kvæmdaatriði við mót og keppn- isíþróttir. Þó var tekin afstaða til almenningsíþrótta s.s. göngudags U.M.F.I. o.fl. Fyrri dag þingsins voru málin reifuð, hlýtt á skýrslur stjórnar og ávörp gesta. Síðari daginn störfuðu nefndir þingsins frá kl. 9—2 en þá hófst þingfundur með umræðum um álit nefnda. í áliti allsherjarnefndar bar hæst: Hvatningu í bindindismál- um. Áskorun vegna árs trésins. Mjög harðorða gagnrýni á for- ráðamenn vegamála í Eyjafirði og áskorun um að gera átak til úrbóta í þeim efnum. Áskorun til alþingismanna og forráðamanna Pósts og síma um skjótar úrbætur á hreinu ófremdarástandi í síma- málum héraðsins. Þá var skorað á sveitarstjórnamenn í héraðinu og fjárveitingavaldið í landinu að sjá til þess að ötullega verði unnið að uppbyggingu íþróttamannvirkja á sambandssvæðinu, því að slík mannvirki eru mjög ófullnægjandi og standa uppbyggingu íþrótta- starfs í héraðinu mjög fyrir þrif- um. I þinglok voru veittar viður- kenningar fyrir afrek og vel unnin störf á árinu 1979. Hólmfríður Erlingsdóttir hlaut bikar, en hún var kjörin íþróttamaður U.M.S.E. 1979. Ungmennafélagið Reynir á Árskógsströnd hlaut félagsmála- bikar U.M.S.E. en hann var gefinn af U.M.S. Skagafjarðar og er veittur fyrir mest og best störf að félagsmálum á sambandssvæðinu. Þá hlaut Reynir einnig Sjóvábik- arinn. Hann er gefinn af Sjóvá og veittur fyrir bestan samanlagðan árangur úr öllum mótum á vegum sambandsins. Enginn völlur i Hörgslandshreppi AÐALFUNDUR Umf-Armanns í Hörgslandshreppi og Kirkjubæj- arhreppi í Vestur-Skaftafeils- sýslu var haidinn laugardaginn 5. apríl síðastliðinn. Meðal gesta á fundinum voru Sigurður Geir- dal framkvæmdastjóri UMFÍ og Guðni Einarsson formaður USVS. Fráfarandi stjórn félags- ins iagði fram á fundinum itar- lega ársskýrslu fyrir starfsárið 1979. Á fundinum urðu allfjör- legar umræður um starfsemi fé- lagsins og um með hvaða hætti mætti auka virkni félagsmanna og íhúanna á svæðinu i starfsemi félagsins. Einnig urðu á fundinum miklar umræður um aðstöðu fólks á svæðinu til íþróttaiðkana. Reynd- ust fundarmenn sammála í því að í þeim efnum ríkti algjört hörm- ungarástand, þar sem engan íþróttavöll er að finna á svæði félagsins, þótt félagið eigi að baki 70 ára sögu á svæðinu. í fundarlok var samþykkt áskorun til sveitar- stjórna Hörgslandshrepps og Kirkjubæjarhrepps, þar sem þær eru hvattar til að hefja nú þegar framkvæmdir, eða undirbúning að gerð varanlegs íþróttavallar. Við stjórnarkjör báðust tveir stjórnarmanna undan endurkosn- ingu, það voru þeir Kjartan Magn- ússon ritari og Björgvin Harðar- son gjaldkeri. Stjórn félagsins skipa nú: formaður Sigmar Helga- son Hraunkoti, ritari Jón Jónsson Prestbakka og Hilmar Gunnars- son Kirkjubæjarklaustri gjald- keri. Enn er ógengið frá samningum við Valsmenn - forseti Borussia væntanlegur til landsins eftir tvær vikur EINS og fram hefur komið í fréttum hefur Atli Eðvaldsson Val undirritað tveggja ára at- vinnumannasamning við v-þýzka knattspyrnufélagið Borussia Dortmund. Samningur sá er Atli hefur undirritað er hins vegar aðeins starfssamningur að sögn Jóns Gunnars Zöega formanns knattspyrnudeildar Vals. Enn er ógengið frá öllum samningum á milli Vais og Borussia og er forseti félagsins væntanlegur hingað til lands eftir tvær vikur til viðræðna um mái Atla og jafnframt til þess að ræða kröfur þær sem Valur mun setja Boruss- ia varðandi greiðslur til Vals. Það mun ekki vera algengt að leikmenn skrifi fyrst undir starfssamning og að félögin gangi síðan frá sínum málum eins og nú er upp á teningnum. Staða Vals er því greinilega nokkuð sterk í samningaviðræð- um þeim sem fram munu fara á næstunni á milii félaganna um greiðslur þær sem þýska félagið verður að inna af hendi. Maður sá er til landsins kom til að ganga frá samningum við Atla var fulltrúi félagsins en sá mun ekki hafa haft nein leyfi til þess að ganga frá samningum á milli félaganna og þvi kemur forseti félagsins til landsins í þeim erindagjörðum. - þr. HSI og Ríkis- útvarpið í hár saman Handknattleiksam- band íslands og Ríkisút- varpið eru komin í hár saman og hefur HSÍ í samráði við lögfræðing krafist þess að Sjónvarp- ið greiði sambandinu 5 milljónir króna fyrir það að sýna landsleiki í sjón- varpi án nokkurrar heimildar frá HSÍ. Að sögn Júlíusar Haf- steins formanns HSÍ, hef- ur sambandið margoft reynt að koma á fundum með Sjónvarpinu og setið 2 slíka, en árangur hefur enginn orðið. „Það er mjög hvimleitt fyrir fá- tæk áhugamannasam- bönd eins og HSÍ að þurfa að standa í stríði við ríkisvaldið út af svona löguðu,“ sagði Júlí- us í samtali við Mbl. í gær. David Peach til Swindon • David Peach Að venju var mikið um félaga- skipti í ensku knattspyrnunni siðustu mánuðina og hefur áður vcrið greint frá mörgum þeirra. Mörg hafa þó farið fram án hávaða og iáta. T.d. má nefna að bakvörðurinn sterki hjá Sout- hampton, David Peach, gerðist nýlega leikmaður hjá Swindon í 3. deild. Kom verulega á óvart að Southampton skyldi láta þcnnan sterka bakvörð fara frá sér. Frank McGarvey, sem kost í fréttirnar í upphafi keppnistíma- bilsins þegar Liverpool keypti hann frá Partick Thistle, er farinn aftur til Skotlands, án þess að hafa nokkurn tíma komist í aðal- lið Liverpool. Það var Celtic sem festi kaup á honum. Tveir kunnir kappar hjá Leeds Utd hafa verið seldir úr landi, nánar tiltekið þeir Ray Hankin miðherji og mark- vörðurinn David Harway, sem fóru til Vancouver Whitecaps. Willy Donachie, bakvörðurinn snjalli hjá Manchester City, fór einnig vestur um haf, hann skrif- aði undir samning hjá Portland Timbers. Annar leikmaður City slóst í för með Donachie, Stuart Lee. Loks má geta einnar frægrar kempu, Peter Cormack, sem gerði garðinn frægan hjá Liverpool áður en hann var seldur til Bristol City. Cormack hefur lítið leikið með Bristol að undanförnu og fyrir skömmu seldi félagið hann til skoska liðsins Hibernian.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.