Morgunblaðið - 19.04.1980, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980
47
• 2. deildar lið Þróttar sem nú hefur tryggt sér sæti i 1. deild næsta keppnistímabil með því að sigra lið ÍR
nokkuð örugglega í tveimur leikjum um sætið. En það kemur nú í hlut IR að leika í 2. deild.
Lið bróttar. fremri röð frá vinstri: Einar Sveinsson. Lárus Lárusson, Örn Thors, Sigurður Ragnarsson,
Gísli Óskarsson, Páll óiafsson. Snorri Siggeirsson, aftari röð f.v. Magnús óskarsson formaður Þróttar,
Gunnar Gunnarsson liðsstjóri. Magnús Margeirsson, Sveinlaugur Kristjánsson. ólafur H. Jónsson fyrirliði
og jafnframt þjálfari liðsins, Sigurður Sveinsson markakóngur í 2. deild, Ari Einarsson. Grétar
Vilmundarson, Arni Svavarsson aðstoðarþjálfari, Þorsteinn Jónsson formaður handknattleiksdeildar
Þróttar. Ljósmynd Kristinn.
Leika 20 til 25 landsleiki
fram að B-keppninni
Norðurlandaþingi handknatt-
leikssamhandanna er nýlokið en
það fór fram í Helsinki að þessu
sinni. Af hálfu íslands sótti
Július Hafstein og Gunnar Torfa-
son þingið og Mbl. ræddi við
formann HSÍ og innti hann eftir
því hvað hefði verið efst á baugi.
— Á þessu þingi voru ýmis
mál varðandi Norðurlöndin rædd
og formennirnir báru saman
bækur sinar um þau mál sem eru
efst á baugi. Það sem var einna
merkilegast varðandi sameigin-
leg samskipti voru hugmyndir
um sameiginlegan þjálfaraskóla
fyrir bestu handknattleiksþjálf-
arana á Norðurlöndunum sagði
Július.
„Þá lagði ég fram drög að
samningum um landsleiki næstu
tvö ár. Við erum búnir að semja
við Dani um að leika landsleik hér
heima í desember á þessu ári og
við sækjum þá heim í febrúar á
næsta ári. Þá leikum við á Norður-
landameistaramótinu sem fram
fer í Noregi í haust, nánar tiltekið
dagana 23. til 27. okt. Norður-
landamótið mun verða með nýju
fyrirkomulagi að þessu sinni. I
stað' riðlaskiptingar leika allir við
alla.
Þá bendir allt til þess að við
leikum landsleiki við Frakka í
janúar á næsta ári hér heima. Við
erum í samningaviðræðum um að
leika bæði við Austur- og Vestur-
Þjóðverja næsta keppnistímabil,
bæði heima g heiman. Þá reiknum
við fastlega með að verða boðið á
Baltic-keppnina sem fram fer í
Rússlandi 6,—12. janúar á næsta
ári.
Við þurfum að leika í það
minnsta 20 til 25 landsleiki áður
en við höldum í B-keppnina sem
fram fer í Frakklandi í mars þar
sem við setjum markið hátt og
stefnum að því að komast í
A-keppnina. Við getum ekki miðað
okkur neitt við aðrar íþróttagrein-
ar t.d. knattspyrnuna sem þarf
aðeins að leika 4 til .5 landsleiki á
ári. Við erum að stefna að því að
vera meðal þeirra bestu í okkar
íþróttagrein og verðum að leggja
mikið á okkur.
Fyrir keppnistímabilið, ’81—’82,
er verið að stefna að því að koma á
þriggja liða keppni hér heima á
milli Islendinga, Norðmanna og *
hugsanlega Spánverja eða Sviss-
lendinga. Þá hafa Svíar sýnt
mikinn áhuga á slíkri keppni árið
1982—’83.
Norðurlandamót unglinga verð-
ur á íslandi árið 1982 og NM
stúlkna í haust.
Ekki er loku fyrir það skotið að
Handknattleikssambandi íslands
verði boðin þátttaka í Ólympíu-
leikunum í Moskvu í sumar. Hætti
Vestur-Þjóðverjar og Japanir við
þátttöku er ísland komið inn í
myndina og við því verðum við að
vera búnir,“ sagði Júlíus.
Varðandi landsliðsþjálfaramál-
• Kalott-sundkeppnin sem jarðarsvæði Norðurlanda halda árlega fer fram um helgina í Gallevare í
Svíþjóð. Þátttökuþjóðir eru Finnar, Svíar, Norðmenn og íslendingar sem nú taka þátt í þessari keppni í
annað sinn. I síðustu keppni hafnaði ísland í neðsta sæti. Eftir að Kalott-keppninni lýkur mun
sundlandsliðið taka þátt í mcistaramóti Skotlands dagana 23.-26. apríl. Á myndinni hér að ofan er
íslenska sundlandsliðið en það skipa eftirtaldir sundmenn:
Anna F. Gunnarsd. Ægi 3 landsk.. Elín Unnarsd. Ægi 1 landsk.. Katrin L. Sveinsd. Ægi 2 landsk., Magnea
Vilhjálmsd. Ægi nýliði ólöf L. Sigurðard. Self. 5 landsk.. Sonja Hreiðarsd. Ægi 7 landsk., Þóranna Héðinsd.
Ægi 4 landsk.. Halldór Kristiensen Ægi 3 landsk.. Hugi S. Harðarss. Self. 4 landsk., Ingi b. Jónss. ÍA 3
landsk. Ingólfur Gissurars. IA 3 landsk.. Magni Ragnarss. ÍA nýliði. Þorsteinn Gunnarss. Ægi nýliði,
Ljósm. Kristján Elíasson.
Forsala
EINS og komið hefur fram
í fréttum, hafa KR or
Haukar tryggt sér rétt til
þess að leika til úrslita í
bikarkeppni HSÍ. Fer leik-
urinn fram í Laugardals-
höllinni á miðvikudaginn
23. apríl og hefst hann
klukkan 20.00.
Forsala aðgönKumiða
hefst í dag. Selt verður í
Haukahúsinu við Flata-
hraun og í KR-húsinu við
Frostaskjól. Verður selt á
þessum stöðum frá klukk-
an 8.00 á morgnana til
klukkan 22.00 á kvöldin. Á
miðvikudaginn verður selt
til klukkan 16.00 og sama
dag í Laugardalshöllinni
frá klukkan 18.00. Þeir
sem á annað borð ætla að
sjá leikinn gera sjálfum
sér greiða með því að
notfæra sér forsölurnar.
in sagði Júlíus, að allt miðaði í
rétta átt með að Jóhann Ingi yrði
áfram landsliðsþjálfari, núna
stæðu yfir samningaviðræður um
þau mál.
, - þr.
íþróttir
um
helgina
ÞESSI pistill er rétt til þess að
minna á helstu íþróttaviðburði
helgarinnar. Velska unglinga-
landsliðið í körfuknattleik er
mætt til leiks og leikur fyrsta
leik sinn af fjórum gegn íslenska
unglingalandsliðinu í Ilagaskól-
anum í dag og hefst leikurinn
klukkan 14.00.
Fjögur íslandsmót fatlaðra eru
á dagskrá. í gærkvöldi hófst í
Sundhöll Reykjavíkur íslandsmót
í sundi og í dag klukkan 14.00
hefst íslandsmót í boccia í íþrótta-
húsi Álftamýrarskólans. Á morg-
un verður síðan keppt bæði í
borðtennis og bogfimi, fer það
fram í Laugardalshöllinni og hefst
klukkan 16.00.
Á öðrum stað á síðunni er greint
frá leikjum. Litlu bikarkeppninni í
knattspyrnu, en einnig fara fram
þrír leikir á á Reykjavíkurmótinu
í knattspyrnu. Er hér um að ræða
viðureign Þróttar og Víkings í dag
klukkan 14.00. Á morgun klukkan
16.00 eigast síðan við Frám og
Ármann og loks leika á mánu-
dagskvpldið Valur og KR.
Enn hugað að
framkvæmdum
hjá Gerplu
Á aðalfundi íþróttafélags-
ins Gerplu í Kópavogi, sem
haldinn var 23. mars sl. urðu
stjórnarskipti. Hin nýja
stjórn Gerplu er þannig
skipuð: Formaður Margrét
Bjarnadóttir, ritari Sigríður
Pálmadóttir, gjaldkeri ðsk-
ar Karlsson, meðstjórnend-
ur Tómas Guðmundsson,
Ilannes Þorsteinsson, Kol-
brún Gestsdóttir og Helgi
Gunnarsson.
Eins og fram kemur í
skýrslu félagsins er fjárhag-
ur mjög erfiður um þessar
mundir og veldur þar mestu
um rekstur íþróttahúss fé-
Iagsins að Skemmuvegi og
ráðning erlends þjálfara í
fullt starf.
Félagsmenn hafa þó stað-
ið sig vel á mótum sem
haldin hafa verið í vetur og
má t.d. nefna að Gerplu-
stúlkur skipuðu efstu sætin í
öllum fimleikamótum vetr-
arins og urðu einnig bik-
armeistarar. Borðtennis-
fólkið hefur heldur ekki lát-
ið sitt eftir liggja og hlaut
m.a. 2. sæti á Islandsmeist-
aramóti í einliðaleik kvenna
og í tvenndarkeppni og bad-
mintondeildin sigraði í bæj-
arkeppni Ilafnarfjörður-
Garðabær-Kópavogur og á
héraðsmóti UMSK.
Tryggir ÍA
sér bikarinn?
LITLA bikarkeppnin í
knattspyrnu verður á fleygi-
ferð um helgina. tveir leikir
verða á dagskrá. Báðir leik-
irnir fara fram í dag. í
Kópavogi eigast við Breiða-
blik og FH. en á Akranesi
leika IA og Keflavík. Stend-
ur lið ÍA með pálmann i
höndunum, sérstaklega ef
liðið vinnur ÍBK, en þá er
bikarinn í höfn, einnig næg-
ir ÍA iafntefli. Sigri hins
vegar ÍBK. verður ÍA að
sigra FII í sínum siðasta
leik.
Báðir leikirnir í dag hef j-
ast klukkan 14.00, en strax
að þeim Ioknum. eigast við
B-lið sömu félaga.
Bræður
berjast
LÖGREGLAN í Mexíkó
kom upp um hreint furðu-
legt mál fyrir skömmu.
Kvíslingur nokkur hringdi
og tilkynnti að það ætti að
ræna forseta knattspyrnu-
félagsins Union de Curtidor-
es innan skamms og fór
lögreglan þá á stúfana og
gómaði ramingjana með
hjálp felumannsins. Alla rak
í rogastans þegar upp komst
hver var höfuðpaur mann-
ræningjanna. Það var eng-
inn annar en bróðir forset-
ans!
Ágúst til
Göppingen
ÁGÚST Svavarsson. hand
knattleiksmaðurinn sterki.
sem lék á sínum tíma með
ÍR. hefur gert samning við
vestur þýska liðið Göpping-
en. Ágúst hefur verið yfir-
burðamaður í liði Spenge í 2.
deild í vetur en flyst nú í 1.
deild til Göppingen, sem
hefur góða reynslu af Islend-
ingum. Bæði Geir Hall-
steinsson og Gunnar Ein-
arsson léku þar við góðan
orðstí.