Morgunblaðið - 19.04.1980, Qupperneq 48
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980
PIERPOnT
OÚARTZ — úr
Þessi heimsþekktu úr
fást hjá flestum úr-
smiðum.
Konan fannst
með áverka
Krafist gæsluvarðhalds yfir eiginmanninum
RANNSÓKNARLÖGREGLA rikisins xcrði í Kærkvöldi kröfu um að hálfsext-
UKur IlafnfirðinKur yrði hncpptur i Ka'zluvarðhald á meðan rannsókn færi
fram á því mcð hvaða hætti kuna hans hlaut alvarlcK höfuðmciðsl. Dómarinn
tók sór frest til klukkan 13 í daK til að kvcða upp úrskurð.
Að söKn Þóris Oddssonar vararann-
soknarlöKreKlustjóra hrinKdi maður-
inn til löKreglunnar s.l. fimmtudags-
morgun og bað um aðstoð því kona
hans hefði dottið utan í vegg og meitt
sig. Þegar á heimili þeirra í Hafnar-
firði var komið lá konan meðvitundar-
laus á gólfinu með blóð í vitum. Kom
síðar í ljós að höfuðkúpan var sprung-
in á hnakka og blætt hafði milli
höfuðkúpu og heila. Var konan enn
rænulaus í gærkvöldi.
Við rannsókn á vettvangi vöknuðu
grunsemdir um að meiðsli konunnar
væru af öðrum toga og maðurinn hefði
hugsanlega veitzt að henni. Þessu
hefur maðurinn harðneitað. Hann var
mjög ölvaður þegar atburðurinn gerð-
ist.
Stal frá foreldrum sín-
um og tengdaforeldrum
RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkis-
ins hcfur handtckið 26 ára gamlan
Reykvíking og játaði hann að hafa
stoiið miklum verðmætum úr íbúð-
um foreldra sinna og tengdafor-
eldra um páskana.
Innbrotin framdi maðurinn á
Ríkið greiddi
100 þúsund í
skaðabætur
fyrir hundinn
DÓMSMÁLA- og fjármála-
ráðuneyti hafa sætzt á að
greiða 100 þúsund krónur í
skaðabætur fyrir hund. sem
lögreglan í Keflavík tók fyrir
nokkrum vikum og lét skjóta.
Hundurinn sem um ræðir,
var tík sem hét Perla. Kvart-
anir munu hafa borizt til
lögreglunnar vegna hennar.
Fór lögregian heim til eigand-
ans, sem býr í fjölbýlishúsi, og
tók tíkina í gangi hússins og
hafði hana á brott með sér.
Hundagæzlumaður bæjarins
tók tíkina í sína vörzlu og
aflífaði hana.
Eigandinn mótmælti harð-
lega aðförum lögreglunnar og
kvað hana ekki hafa heimild til
að aflífa hundinn jafnvel þótt
hann hefði haft hundinn í
leyfisleysi. Á þessi sjónarmið
féllst ríkið og bauð eigandan-
um 100 þúsund krónur í skaða-
bætur sem hann samþykkti.
skirdag og föstudaginn langa í
íbúðum í austurborginni en þá voru
íbúarnir ekki í borginni. Maðurinn
tók m.a. litsjónvarpstæki, myndseg-
ulband, hátalara, ljósmyndavél,
gullarmband, fimm gullhringa og
gjaldeyri að upphæð 217 þúsund.
Verðmæti þýfisins skiptir milljón-
um. Fannst megnið af því í fórum
mannsins.
Rannsóknarlögregla ríkisins gerði
í gær kröfu um gæzluvarðhald yfir
manninum og var hann í gærkvöldi
úrskurðaður í gæzluvarðhald til 30.
apríl í sakadómi Reykjavíkur.
LjÓHm. RAX
Enn árangurslaus sáttafundur ASÍ og VSÍ:
Engin ,samstaða inn-
an ASI um aðgerðir
SÁTTAFUNDUR var í gær haldinn í kjaradeilu Alþýðusambands
íslands og Vinnuveitendasambands íslands og stóð hann í tvær
klukkustundir. Fundurinn varð árangurslaus og var nýr fundur
boðaður mánudaginn 28. apríl. Fundinn sat 43ja manna
samninganefnd ASÍ. en samningamenn vinnuveitenda voru 6.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins munu fulltrúar ASÍ hafa
lýst því yfir, að þeir hefðu aðeins
umboð til þess að ræða 5%
grunnkaupshækkunarkröfu ASÍ
og verðbótakröfuna, auk sameig-
inlegra sérkrafna. Þeir segjast
ekki hafa umboð til þess að ræða
sérkröfur félaga. Vinnuveitendur
hafa aftur á móti lýst því, að ekki
þýði að ræða hluta samninganna,
heidur vilji þeir ræða þá í heild og
vilja þeir að ASI komi með fullt
umboð til samninga.
Innan ASI mun ekki vera nein
samstaða um aðgerðir. 43ja
manna samninganefnd ASI kom
saman til fundar í húsakynnum
sáttasemjara klukkan 14 í gær og
hélt fund um stöðu samninganna.
Vextir af orlofsfé
fara úr 11,5% í 24%
-ÞVÍ er ekki að leyna að 24%
vextir eru heldur meira en við
treystum okkur til að greiða, i
raun og veru getum við ekki
greitt nema um 18% vexti, ef ekki
á að verða halli á starfseminni,“
sagði Birgir Hermannsson for-
stöðumaður Póstgíróstofunnar er
Mbl. innti hann eftir því hvernie
Póstgíróstofan væri í stakk búii
til að grciða nú 24% vexti í staó
11.5% áður af orlofsfé, en félags-
málaráðuneytið hefur tekið
ákvörðun um framangreinda
hækkun.
„Ef vaxtatekjur okkar hjá
Seðlabanka eru teknar og frá þeim
dregnar kostnaður við rekstur
fyrirtækisins getum við greitt
18% vexti eins og ég sagði. Þessi
hækkun í 24% þýðir það einfald-
lega að við verðum með 150—180
milljón króna halla á starfsem-
inni,“ sagði Birgir.
Birgir sagði ennfremur, að sam-
kvæmt nýju reglunum myndi
Póstgíróstofan þurfa að greiða um
600 milljónir í vaxtagreiðslur, en á
síðasta ári greiddi hún um 235
milljónir króna.
I sambandi við þá gagnrýni, sem
fram hefur komið á Póstgíróstof-
una, að hún greiddi lága vexti vildi
Birgir geta þess, að samkvæmt
þessari nýju reglu þyrfti hún að
greiða 24% allt frá því í maí í
fyrra en þá voru vextir af venju-
legum sparisjóðsbókum í banka
19%, og væri meðaltalið tekið
kæmi í ljós að meðaltalið af
sparisjóðsbókum væri 26,75% á
móti 24% hjá Póstgíróstofunni.
Klukkan 16 kom síðan samninga-
nefnd vinnuveitenda og ræddust
við síðan tveir frá hvorum aðila,
frá vinnuveitendum þeir Þor-
steinn Pálsson og Páll Sigurjóns-
son, en frá ASI þeir Ásmundur
Stefánsson og Snorri Jónsson.
Fjármálaráðherra:
Ekkihlynnt-
ur frekari
hræringum
á skattstiga
„ÉG er ekki spenntur fyrir
því að hræra meira í skatt-
stiganum og þess vegna
erum við að velta fyrir
okkur oðrum möguleikum
til að leiðrétta hlut þeirra
hópa, sem virðast fara
frekar illa út úr þessari
skattkerfisbreytingu, eins
og hún er nú sett upp,“
sagði Ragnar Arnalds,
fjármáiaráðherra, er Mbl.
spurði hann, hvort ríkis-
stjórnin myndi grípa til
einhverra aðgerða vegna
þeirra einhleypinga og ein-
stæðra foreldra, sem fá á
sig verulegar tekjuskatts-
hækkanir samkvæmt
frumvarpi ríkisstjórnar-
innar um tekjuskatt og
eignarskatt.
Ragnar sagði, að ljóst
hefði verið frá upphafi, að
einstaklingar kæmu ekki
eins vel frá breytingunum
eins og hjón, þótt aldrei
hefði verið ætlunin að hafa
mikinn mun þar á. „Það var
reynt að mæta þessum
vanda með því að teygja
skattstigann og hækka per-
sónuafsláttinn, en slíkar
breytingar eru ákaflega
erfiðar, þar sem lagfær-
ingar á einum stað geta
skapað hættu á ágöllum
annars staðar," sagði fjár-
málaráðherra.
Ragnar sagði ýmsar leið-
ir mögulegar til leiðrétt-
inga án beinna breytinga á
skattstiga, en kvaðst enn
sem komið er ekki hallast
svo að neinni sérstakri, að
hann vildi nefna hana á
nafn.
Mánafoss kyrrsett-
ur vegna smyglmáls
M.S. MÁNAFOSS var í gær
kyrrsettur í Sundahöfn í
Reykjavík vegna leitar að
smyglvarningi, en skipið átti
að leggja úr höfn klukkan 17
í gær. Fimm skipverjar voru í
haldi í Síðumúlafangelsinu í
gærkvöldi og voru þeir í
yfirheyrslu.
Að sögn Kristins Ólafssonar
tollgæzlustjóra fundust 66 flöskur
af vodka og 33 lengjur af vindling-
um við leit í skipinu í gær. Sagði
Kristinn að frekari leit hefði þótt
nauðsynleg og var skipið því
kyrrsett. Leit var haldið áfram til
klukkan 22 í gærkvöldi en henni
var þá hætt. Kristinn sagði að
ákveðið hefði verið að bíða með að
veita skipinu fararleyfi þar til
niðurstaða lægi fyrir úr yfir-
heyrslum Rannsóknarlögreglu
ríkisins yfir skipverjum. Leit yrði
haldið áfram ef yfirheyrslur gæfu
tilefni til.
Mánafoss í Sundahöfn i gær.
Skipið var kyrrsett vegna leitar
að smyglvarningi.
Ljósm. Mbl. Emilía.
Arnar Guðmundsson deildar-
stjóri hjá RLR staðfesti í samtali
við Mbl. í gærkvöldi að fimm
skipverjar væru í haldi vegna
málsins og yfirheyrslur yfir þeim
hefðu staðið frá klukkan fimm í
gærdag þegar RLR var falin
rannsókn málsins. Að öðru leyti
vildi hann ekki tjá sig um málið.