Morgunblaðið - 05.06.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.06.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980 3 Listahátíð: Sýning á verkum Sigur- jóns Olafssonar opnuð Á VEGUM Listahátíðar og Félags íslenskra myndlist- armanna var í gær opnuð sýning á verkum Sigurjóns ólafssonar myndhöggvara. Sýningin er tvískipt og er hluti hennar í FÍM-salnum, Laugarnesvegi 112, og einnig eru nokkur verka Sigurjóns til sýnis fyrir utan vinnustofu hans á Laugarnestanga. Sýningin verður opin til 22. júní og er hún opin virka daga frá klukkan 16 til 22 en milli klukkan 14 og 22 um helgar. í FÍM-salnum eru sýnd 19 útisýningunni á Laugarnes- verk eftir Sigurjón og eru tanga eru 14 verk eftir Sigur- þau flest unnin í tré. Á jón og eru þau unnin í ýmis efni, svo sem grástein, tré, steinsteypu og granít. Verkin, sem standa úti á Laugarnestanga eru frá ýms- um tímum. Það elsta er frá 1946 til 1947 en verkin í FÍM-salnum eru aðallega frá árunum 1979 og 1980. Björn Th. Björnsson list- fræðingur ritar í sýn- ingarskrá um Sigurjón og verk hans og segir þar, að hverc skeið Sigurjóns á Meðal gesta við opnun sýningarinnar á verkum Sigurjóns ólafssonar i FlM-salnum var forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn. Hann sést hér á tali við Sigurjón og með þeim á myndinni eru myndlistarmennirnir Edda Jónsdóttir, Jón Reykdal og Þorbjörg Höskuldsdóttir. Ljósm. Ói. K. Magn. Illuti sýningarinnar á vcrkum Sigurjóns er á útisvæði við vinnustofu og heimili listamannsins á Laugarnestanga. hálfrar aldar listamannsferli hans, hafi fætt af sitt sér- stæða eðli af efninu, leirnum og gifsinu, graníti, gabbrói og grágrýti, málmi, stein- steypu, og loks tré. Og Björn heldur áfram: „Þar sem margur annar sjötugur festist spakur í sínu fari, kastar Sigurjón hér hamnum og leikur sér af svo hugkvæmnisfullum gáska, að vart á sinn líka. Þessi verk eru eintal hans við sjórekinn drumb eða maðksmogna spýtu — eða þá hátíðlegan harðvið af prestsættum: Hver ertu? Hvað varstu? Hvað viltu verða? Og spýtan svarar með laumulegum kvisti eða fattri sveigju, eða þá að hún stendur skyndilega á haus, með afturgengna rótina upp í loftið. Þar með hefur hún, undir augum listamannsins, ofurselt sig nýrri umturnun og endur- fæðingu. Séu fyrri verk Sig- urjóns allegro og majestoso, þá er þessi kafli í list hans hreint scherzo, og meira að segja con brio.“ Félag íslenskra mynd- listarmanna hefur í tilefni af sýningunni gefið út fimm póstkort með myndum af listaverkum eftir Sigurjón Ólafsson og eru þau meðal annars til sölu í FÍM-saln- um. Myndhöggvaramiðstöð á 1200 fermetrum: Höggmyndasýning á Korpúlfsstöðum SUNNUDAGINN 8. júní mun MyndhögKvarafélagið i Reykja- vik opna miðstöð sina að Korp- úlfsstöðum og hefja um leið sýningu á verkum 16 félags- manna og 6 islenskra gesta i tengslum við listahátíð. Auk þessa sýnir hópur nemenda úr Myndlista- og handíðaskólanum verk sín í einu númeri. Forsaga þessa máls er sú, að fyrir fimm árum afhenti Reykjavíkurborg Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík til ráðstöfunar 1200 fermetra hús- næði að Korpúlfsstöðum. Var ástand húsakynna mjög slæmt á þessum tíma, nánast fokheld hlaða og brunarústir. Myndhöggvarafélagið hefur síðan unnið sleitulaust við uppbygginguna og mega þeir vel við uni við opnun þessarar miðstöðvar. Á þessum 1200 fermetrum verða m.a. vinnuherbergi, gríðarstór sýn- ingarsalur og gestaibúð, en hún er ætluð fyrir myndhöggvara af hinum Norðurlöndunum, sem eru að vinna að einhverju verki. Er hugmyndin sú að þeir geti dvalist allt að einu ári á Korpúlfsstöðum, og greiðir Norræni menningarmálasjóðurinn uppihald- ið. Þess má og geta, að slíkar gestaíbúðir eru einnig á hinum Norðurlöndunum. Myndhöggvarar hugsa sér að með opnun þessarar miðstöðvar, sem ætluð er til sýninga og þó einkum sem vinnuaðstaða, megi auðga menningarlíf Reykjavíkur og ná- grennis, og hafa ýmsar uppákomur verið skipulagðar á Korpúlfsstöðum á næstunni. Má þar nefna barna- helgi 14.—15. júní, þar sem brúðu- leikhús verður sett upp og margt fleira verður þar til skemmtunar. Síðar í sumar verður norræn ung- mennasýning, sem Norræni menn- ingarmálasjóðurinn stendur straum af. Það kom fram hjá Ragnari Kjart- anssyni, sem kynnti blaðamönnum aðstöðuna, að myndhöggvarar vilja gera Korpúlfsstaði aftur að vinsæl- um áningarstað, og líta í því tilviki björtum augum til samvinnu við hestamenn, sem þúsundum saman ríða fram hjá Korpúlfsstöðum á útreiðum. Sú nýbreytni verður tekin upp, að kaffiveitingar verða á boðstólum fyrir ferðalanga, en kvenfélag Ár- bæjarkirkjusóknar sér um þær. Von- aðist Ragnar til þess að hinn sögu- frægi bær, Korpúlfsstaðir, myndi vekja forvitni borgarbúa, og ekki sakaði að geta fengið sér kaffitár og skoðað um leið sýningu Myndhöggv- arafélagsins. Ragnar kvað Reykjavíkurborg hafa reynst þeim sérstaklega vel, en Steinunn Þórarinsdóttir við nafnlaust verk sitt. Ragnar Kjartansson við verk sitt Ungur sjómaður. ársleiga á þessum 1200 fermetrum er. ein króna. Ennfremur taldi Ragnar það mikinn heiður fyrir myndhöggv- ara að vera nú þátttakendur í listahátíð, og vonaði að svo yrði einnig í framtíðinni. Miðstöð Myndhöggvarafélags Reykjavíkur verður formlega opnuð kl. 14.00 n.k. sunnudag með ávarpi Sigurjóns Péturssonar forseta borg- arstjórnar Reykjavíkur. Síðan mun Hornaflokkur Kópavogs leika. Sýn- ing Myndhöggvarafélagsins stendur í 3 vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.