Morgunblaðið - 05.06.1980, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JUNI 1980
Vandi frystiiðnaðar
Haraldur Sturlauifsson
Jón Póll Halldórsson
ólafur Gunnarsson
Haraldur Sturlaugsson,
Akranesi:
„Ég sé ekki
hvernig á að
leysa þenn-
an hnút“
— Hjá okkur horfir þetta þann-
ig við, hvað viðkemur frysti-
geymslunum, að við eigum
geymslurými fram í miðja næstu
viku og höfum ekki fengið ákveð-
in svör um hvort við losnum við
fisk fyrir þann tíma, sagði Har-
aldur Sturlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Haralds Böðvars-
sonar og co. hf. á Akranesi. —
Það hefur verið reynt að halda
húsunum gangandi með því að
taka smávegis frá hverjum
framleiðanda, jafnvel til
geymslu erlendis. Þetta er ekki
aðeins hér hjá okkur, heldur á
þetta við um hin húsin hérna í
kring, það eru allir í erfiðleikum.
— Við þetta bætist að búið er
að tilkynna okkur, að við megum
ekki vinna flök á Rússland
lengur. I maímánuði voru skipin
að mestu leyti á karfa og grálúðu
vegna þess að það var lítið
þorskfiskirí og togararnir í
banni. Við höfum verið að heil-
frysta grálúðu á Rússlands-
markað, það er leyft enn þá, en
sem dæmi um vandann má nefna
að með því að heilfrysta fyllirðu
klefana enn fyrr en ella og eitt
vandamálið tekur því við af
öðru.
— Þetta er ekki nóg. Nú á að
fara að setja upp einhverja
„formúlu" um að menn framleiði
ákveðið hlutfall af þorskflökum
á móti blokk á Bandaríkjamark-
að og í því sambandi er talað um
40% af flakaframleiðslunni í
fyrra.
— Margir halda að lausnin sé
að hengja upp í skreið, en það tel
ég hæpið. Að vísu er mögulegt að
hengja upp smærri fisk eitthvað
lengur, en með stærri fisk getur
brugðið til beggja vona um hvort
menn lenda í maðk eða ekki. Ég
held að enginn hafi efni á að sjá
aðeins beinin hangandi á hjöll-
unum í haust. Að vísu hefur
verið reynt að nota efni á fiskinn
til að verja hann, svipað og gert
er með ávexti erlendis. Það er jú
árangur af þessu, en hins vegar
lítil reynsla og auk þess var
sumarið í fyrra kalt og ekki er
þar með sagt að slíkt endurtaki
sig í ár. Þá má ekki rigna á þetta
efni, því þá rennur það af.
— Dæmið gengur engan veg-
inn upp og ég sé ekki hvernig á
að leysa þennan hnút, nema þá á
þennan hefðbundna hátt, með
gengislækkun, sem gerir það að
verkum að verðbólgan magnast
og hringavitleysan heldur
áfram. Ég get ímyndað mér að
frystihúsin hér á Akranesi greiði
um 50 milljónir króna á viku í
laun til starfsfólks í fiskvinnsl-
unni. Það kæmi einhvers staðar
við ef þessi starfsemi hætti einn
góðan veðurdag.
— Ég trúi því vel, að fólki
gangi illa að skilja þann vanda,
sem við er að glíma, þegar
aflabrögð eru eins góð og á þessu
ári. Hvernig á fólk líka að skilja
þetta dæmi, þegar við gerum það
varla sem stöndum í þessu, sagði
Haraldur Sturlaugsson að lok-
um.
Jón Páll Halldórsson,
ísafirði:
„Samdráttur
í flakafram-
leiðslu hefur
í för með sér
bullandi tap“
I SVONA byggðarlögum eins og
hér fyrir vestan þar sem lífið er
freðfiskur er alveg ljóst, að
menn eru áhyggjufullir og
ástandið er vægast sagt uggvæn-
legt, sagði Jón Páll Halldórsson,
framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
hússins Norðurtangans á ísa-
firði.
— Birgðir eru með mesta
móti hjá frystihúsunum, reynd-
ar meiri hjá allflestum heldur en
áður á þessum árstíma og sums
staðar er ekkert frystirými.
Næstu daga eru væntanleg þrjú
skip og þá rýmkast eitthvað um.
— Það breytti í rauninni ekki
miklu fyrir okkur þegar við
urðum að hætta að framleiða
flök fyrir Rússlandsmarkað.
Hitt er miklu alvarlegra hjá
okkur að þurfa að draga saman
framleiðslu þorskflaka fyrir
Bandaríkjamarkað og það hefur
í för með sér bullandi tap.
— Hinn umtalaði núllpunktur
er miðaður við að allt sé sett í
flök og bestu nýtingu hráefnis,
en frá og með 1. júní er okkur
uppálagt að 40% af framleiðslu
á þorskflökum í hverjum mánuði
í fyrra, megi nú fara í flök, hitt
þurfi að setja í blokk, salta eða
hengja upp í skreið. Fyrir aðal-
fund SH var lögð tillaga um að
hætta alveg flakaframleiðslu, en
VANDI fiskvinnslunnar hefur mjög verið til umræðu
undanfarið og mun sjálfsagt verða áfram næstu vikurnar.
Söluerfiðleikarnir á helztu mörkuðum hafa skapað mikla
erfiðleika. í því sambandi má nefna, að ákveðið hefur
verið að draga verulega saman framleiðslu á þorskflök-
um fyrir Bandaríkjamarkað. Sömuleiðis er búið að
framleiða um 3 þúsund tonnum meira, en samningar við
Sovétmenn á flökum gerði ráð fyrir og Rússar hafa ekki
enn svarað tilboði sölusamtakanna um að þeir kaupi
mejra magn af þessum afurðum.
Á sama tíma og við vanda í sölu afurða er að etja hefur
orðið mikil framleiðsluaukning og frystigeymslur víðast
hvar um iandið eru nú fuliar og hafa menn víða orðið að
grípa til þeirra ráða að fá inni með afurðirnar í
frystigeymslum annarra fyrirtækja. Um síðustu mán-
aðamót varð 11,7% kaupgjaldshækkun og í gær var síðan
ákveðin 11,7% hækkun á fiskverði. Sú ákvörðun var tekin
með atkvæðum fiskseljenda og oddamanns gegn atkvæð-
um fiskkaupenda.
Til að grennslast nánar fyrir um stöðu hraðfrystiiðn-
aðarins ræddi Morgunblaðið í gær við þrjá framkvæmda-
stjóra frystihúsa, þá Harald Sturlaugsson á Akranesi, Jón
Pál Halldórsson á ísafirði og Ólaf Gunnarsson í
Neskaupstað.
niðurstaðan varð sú að fram-
leiða mætti þessi 40% fyrst um
sinn, en verið er að vinna að
einhvers konar kvótakerfi á
frystihúsin.
— Við hér á Vestfjörðum höf-
um einbeitt okkur að því í
áraraðir að framleiða flök fyrir
Bandaríkjamarkað og þetta
kemur sér því ákaflega illa fyrir
okkur. Hins vegar gera allir sér
Ijóst, að það er tilgangslaust að
hrúga upp flökum, sem ekki er
unnt að selja. Maðkatíminn fer
nú í hönd og það er því mikið
happdrætti að hengja upp í
skreið þó markaðsástand á
skreiðinni sé gott. Önnur hús eru
með saltfiskverkun jafnhliða, og
þeir munu væntanlega auka
hana á næstunni, en staðreyndin
er eigi að síður sú, að í heildina
eru menn ekki búnir að átta sig á
því hvernig þeir bregðast við
þessum vanda, sagði Jón Páll
Halldórsson að lokum.
ólafur Gunnarsson,
Neskaupstað:
„Rekum okk-
ur alls staðar
upp undir á
mörkuðunum“
— ÞAÐ MÁ eiginlega segja, að
okkar vandi sé fólginn í því, að
við erum stöðugt að reyna að
selja verðbólguna og núna geng-
ur okkur illa að selja hana, sagði
Ólafur Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar
í Neskaupstað. — Nú er svo
komið, að við erum farnir að
reka okkur alls staðar upp undir
á mörkuðunum og það tel ég
stóra málið í þessu. Það er ekki
fyrr en nu nýlega, að við höfum
áttað okkur á því hversu lág
þessi takmörk eru.
— Ég reikna með að afkoman
versni um 10% vegna hækkana á
launum og hráefni, tap vegna
óhagræðis við framleiðsluna tel
ég nema 5—6% og að auki
reikna ég tapið 3% meira vegna
vanreiknaðs vaxtakostnaðar,
sem Þjóðhagsstofnun tekur ekki
með inn í dæmið. Samkvæmt
þessu er frystiiðnaðurinn nú
rekinn með 18—19% tapi og það
segir sig sjálft, að það gengur
ekki að reka fyrirtæki þannig.
— Þegar ég tala um óhagræði
í framleiðslu á ég við, að búið er
að skrúfa fyrir framleiðslu á
Rússlandsmarkað og farið er að
skammta húsunum hvað þau
mega framleiða í neytenda-
pakkningar á þorski fyrir
Bandaríkin. Ekki er endanlega
búið að ákveða hvað kemur í hlut
hvers húss, en þeim mun hærri
sem kvótinn verður, þeim mun
lengri tíma tekur okkur að
komast út úr þessum vanda. Við
höfum verið með á milli 60—
70% í þessar neytendapakkn-
ingar.
— Það hefur verið talað um,
að menn ættu að fara í að
framleiða saltfisk eða skreið í
auknum mæli. En það er ekki
hlaupið að því, auk þess sem ég
sé ekki að endilega sé ástæða til,
að þessi samdráttur komi niður
á starfsfólki frystihúsanna ein-
göngu, sagði Ólafur Gunnarsson.
Aðspurður um hvort Síldar-
vinnslan lægi með miklar birgðir
sagði Ólafur, að auk frystirýmis
fyrirtækisins sjálfs, hefði tekizt
að fá frystigeymslur hjá kaup-
félögunum og væru fiskbirgðir
Síldarvinnslunnar nú einnig í
geymslu á Eskifirði og Reyðar-
firði.
Útvarpað í „steríóu á 50
ára afmæli hljóðvarpsins?
Fáránlegar
ásakanir
— segir Jón Jónsson
„ÞAÐ er von mín að við getum
hafið sterióútsendingar á 50 ára
afmæli útvarpsins þann 20. des-
ember í vetur, en hvort það tekst
er of snemmt að segja fyrir um,“
sagði Hörður Frímannsson, verk-
MIKIL aukning hefur orðið á
kærum fyrir ölvun við akstur í
umdæmi Hafnarfjarðarlögregl;
unnar það sem af er þessu ári. I
gær höfðu 127 ökumenn verið
kærðir fyrir ölvun við akstur en á
sama tima í fyrra höfðu 86
fræðingur Rikisútvarpsins, er
hann var spurður um fyrirhugað-
ar sterióútsendingar hljóðvarps-
ins.
Hörður sagði, að breytingin
væri í tengslum við endurnýjun á
ökumenn verið kærðir. Er þetta
48% aukning frá í fyrra. I um-
dæminu sjálfu hafa 60 ökumenn
verið teknir nú en voru 54 í fyrra
en utan umdæmisins hafa 67 verið
teknir en voru 32 í fyrra.
tækjakosti hljóðvarpsins og kæmu
þessi tæki í stað gamalla tækja.
Hér væri um að ræða nýtt útsend-
inarborð og þularborð með til-
heyrandi útbúnaði fyrir símalínur
og línuskiptingar. Tækin eru
norsk og hafa að sögn Harðar ekki
enn verið afgreidd og af þeim
sökum er erfitt að segja nákvæm-
lega, hvenær steríóútsendingar
hljóðvarpsins hefjast. Hörður
sagði það von þeirra að útsend-
ingar hljóðvarpsins þyrftu ekki að
falla niður um stund meðan þess-
um nýja tækjabúnaði yrði komið
fyrir.
Fram kom í samtalinu við Hörð
að í fyrstu munu steríóútsend-
ingar hljóðvarpsins ekki ná til
allra landshluta, þar sem endur-
varpsstöðvar væru sums staðar
ekki búnar nauðsynlegum tækjum
fyrir slíkar sendingar. Hörður tók
fram að úr því yrði þó bætt í
áföngum.
„ÞETTA eru fáránlegar ásakan-
ir. Ég mótmæli þessu harðlega,“
sagði Jón Jónsson forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, er Mbl.
spurði hann, hverju hann svaraði
ásökunum dr. Sidney Holt um að
Jón hefði nánast aldrei sést á
fundum visindanefndar Hval-
veiðiráðsins.
Jón sagði að síðasti fundur
nefndarinnar hefði verið haldinn í
New College í Cambridge og hefðu
nefndarmenn gist og snætt á
fundarstaðnum. „Ég kom daginn
áður en fundurinn hófst og fór
daginn eftir, en fundurinn tók
hálfan mánuð," sagði Jón.
„Vísindanefndin starfar í mörgum
undirnefndum og að sjálfsögðu
sótti ég helzt fundi þeirra nefnda,
sem fjölluðu um þau mál, sem
Island varðar mestu, eins og
hvalastofna í N-Atlantshafi. Hins
vegar get ég kannast við að hafa
ekki verið tíður gestur á fundum,
þar sem fjallað var um hvalveiðar
við Ástralíu svo dæmi sé nefnt. En
daglega voru haldnir fundir í
vísindanefndinni sjálfri, þar sem
gerð var grein fyrir því, hvað til
umræðu væri í öllum nefndunum
og þessa fundi sótti maður að
sjálfsögðu.
Þeir eru nú orðnir margir fund-
irnir, sem ég hef setið fyrir
íslands hönd erlendis og ég hef
ekki verið gagnrýndur fyrir mín
fundastörf fyrr en nú, að Sidney
Holt kemur með þessar fullyrð-
ingar. Ég veit satt að segja ekki,
hvað honum gengur til. Eg kann-
ast vel við hann sem vísindamann.
Ég kann ekki aðra skýringu en þá,
að hann í blindu á sinn málstað
telji ósannindi geta á einhvern
hátt orðið honum til framdráttar.
Ölvun við akstur:
Mikil aukning
í Hafnarfirði