Morgunblaðið - 05.06.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.06.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980 Ljósm. Emilía Frá Varöarfundinum. Birgir isl. Gunnarsson í ræöustól, en aörir á myndinni eru þeir Magn- ús L. Sveinsson og Hreggviöur Jónsson. átaki. Það er alveg ljóst að ef þið borgarbúar vinnið ekki með okkur þá hljótum við borgar- fulltrúar að erfiða til einskis. Við þurfum að vinna borgina aftur og gera hana aftur að stolti Reykvíkinga," sagði Birgir Isl. Gunnarsson. Höfum sjálfa höfuðborgina að vinna Er Birgir hafði lokið máli sínu tók til máls Davíð Oddsson. Davíð sagði að loforðalisti vinstri flokkanna hefði verið langur þegar þeir tóku við völd- um, en efndalistinn væri stutt- ur. Hins vegar hefði það aldrei komið fram hjá flokkunum þeim að þeir ætluðu að hækka skatta og ekki hefði það heldur komið fram hjá þeim að þeir ætluðu sér að koma skipulagsmálunum í sjálfheldu. Davíð sagði að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hefðu látið kommana kúska sig. Skatta- aukningin hefði verið mikil og hefðu þeir hækkað um 12% á föstu verðlagi. „Þetta er mikil kjararýrnun hjá þeim flokkum sem sögðu að kosningar væru kjarabarátta," sagði Davíð. Davíð gat þess að mikið hefði verið reynt af hálfu vinstri Þurfum að vmna borgma aftur og gera hana að stolti Reykvíkinga Á fundi hjá lands- málafélaginu Verði á dögunum var rætt um 2ja ára vinstri stjórn í Reykjavík. Frummæl- endur voru borgarfull- trúarnir Birgir ísl. Gunn- arsson og Davíð Oddsson. Fyrstur tók til máls Birgir ísl. Gunnarsson. Birgir sagði það ekki ofmælt að dagarnir fyrir tveimur árum hefðu verið dimmir dagar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Birgir ræddi síðan nokkuð um and- rúmsloftið í herbúðum sjálf- stæðismanna fyrir kosningar og sagði að mönnum hefði verið ljóst að erfitt myndi að skilja í sundur umræðu um borgarmál og landsmál. Hann sagði að vinstri flokkarnir hefðu gripið vísitöluskerðingu ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar á lofti og skapað í framhaldi af því slag- orð sem dunið hefðu i eyrum fyrir kosningar. Hann sagði að forsvarsmenn Alþýðubanda- lagsins hefði haldið því fram að kosningarnar snérust um kjara- mál og hefði þeim tekist að koma því inn hjá fólki. Birgir sagði að sjálfstæðis- menn hefðu skynjað vissa deyfð hjá sínu fólki fyrir kosningar, enda hefði Sjálfstæðisflokkur- inn þá haft níu borgarfulltrúa, og hefðu fæstir viljað trúa því að meirihlutinn færi út í veður og vind, sem þó hefði gerst. Síðan bar Birgir saman úrslit borgarstjórnarkosninganna fyrir tveimur árum við úrslit ýmissa annarra borgarstjórn- arkosninga. Hann sagði að hlut- deiid flokksins í atkvæðamagn- inu í kosningunum hefði verið svipuð og oft áður, en atkvæði nýtst verr. Birgir benti á að ýmsir hefðu varað við úrslitum kosninganna og sagt að miklu máli skipti að halda meirihlutanum. I því sam- bandi væri mikilvægt hvaða grundvallarstefnu væri fylgt í borgarmálum, en búast mætti við að hún breyttist ef vinstri flokkarnir kæmust til valda. - segir Birgir ísleifur Gunnarsson Hann sagði að megin ástæða hinna miklu framfara í borginni væri sú hugsun að nýta framtak einstakæinganna heildinni til heilla, og jafnframt hefði flokk- urinn reynt að forðast að færa borgina í fjötra félagshyggju. Hann benti á að spár sjálfstæð- ismanna hefðu reynst réttar hvað varðaði stefnubreytingu í borgarmálum og nefndi í því sambandi grundvaliar breyt- ingar á stjórn borgarinnar og einnig hinn mikla glundroða innan meirihlutasamstarfsins. Birgir gat þess að eitt af því sem varað hefði verið við fyrir kosn- ingar hefði verið fjármálastjórn vinstri flokkanna og bent hefði verið á það að ekki myndi verða allt of styrk stjórn í þeim efnum, kæmust vinstri flokk- arnir til valda. Síðan hafi vinstri flokkarnir gert fjárhags- úttekt á fjármálum borgarinnar og ætlað með því móti að sýna fram á óreiðu i fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins. Þegar niðurstöður fjárhagsúttektar- innar lágu fyrir þá kom í ljós að fjárhagsstaðan var mjög . góð, tekjuafgangur var og litlar skuldir," sagði Birgir. Birgir sagði að frá því á miðju ári 1978 hefði sífellt verið að síga á ógæfuhliðina og væri sífellt auknum fjárskorti mætt með hækkuðum sköttum. Þá ræddi Birgir um þær álagn- ingarreglur sem notaðar hefðu verið í stjórnartíð Sjálfstæðis- flokksins, en þær hefðu verið þær sömu í áratugi. Birgir sagði að strax og vinstri flokkarnir hefðu fengið tækifæri til þá hefðu þeir hækkað þá tekjuliði sem þeir gátu. Síðan rakti Birgir þá tekjustofna borgarinnar sem hækkað hefðu og nefndi þar fasteignaskatta, aðstöðugjald, útsvar og lóðaleigu. Birgir benti á að hækkunin á fasteignaskött- unum hefði verið sérlega þung- bær, vegna þess að fasteigna- matið hefði hækkað um 60% á milli ára, á meðan launin hækk- uðu ekki nema um 48%. Þetta sagði Birgir gefa meirihlutanum 1368 milljónum meiri tekjur en sjálfstæðismenn þurftu að nota á sinni tíð. Síðan sagði Birgir að sjálfstæðismenn hefðu alltaf notast við 11% útsvarsálagn- ingu í sinni stjórnartíð. Vinstri flokkunum hefði ekki nægt þetta, heldur hefði forseti borg- arstjórnar farið sjálfur á fund fjármálaráðherra og beðið um að álagningarheimildin yrði rýmkuð. Síðan hefði stærstur partur heimildarinnar verið nýttur. Birgir sagði að Alþýðubanda- lagið hefði hreykt sér af síðustu fjárhagsáætlun, enda hefðu þeir látið einkafyrirtækin blæða. „Við höfðum þann háttinn á að ákvarða tekjurnar fyrst og síðan útgjöldin, en vinstri meiri- hlutinn fer öfugt að,“ sagði Birgir. Hann sagði þetta glöggt dæmi um muninn á stjórn Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna. Þessu næst vék Birgir máli sínu að skipulagsmálunum. Hann sagði að í apríl árið 1977 hefði aðalskipulagið frá árinu 1965 verið staðfest, Alþýðu- bandalagið hefði greitt atkvæði gegn hinu endurskoðaða aðal- skipulagi, en Framsóknarflokk- ur og Alþýðuflokkur hefðu verið því samþykkir. Síðan hefði Al- þýðubandalagið fengið skipu- lags- og byggingarmál í sinn hlut þegar störfum var skipt innan meirihlutans og þá hefði það ákveðið að hafna skipulag- inu. Birgir sagði að í þessum málaflokkum hefði ríkt mikið skipulagsleysi innan meirihlut- ans, Alþýðubandalagið hefði ekki viljað skipulagið, en ekki getað fundið neitt í staðinn. Það hefði rekið sig á að það væri auðveldara að rífa niður en að byggja upp. Birgir sagði að vegna þessa forystuleysis hefði borgin glatað tveimur árum í skipulagsmálum og ætti eftir að súpa seyðið af því. Hann sagði að þegar væri farið að bera á miklum lóða- skorti, til dæmis kæmi engin lóð undir atvinnuhúsnæði til út- hlutunar í ár. „Til að bjarga þvi sem bjargað verður hafa vinstri flokkarnir fundið upp hugtak sem kallað hefur verið „Þétting byggðar". Við sjaífstæðismenn höfðum ætlað okkur að nýta sum þessara svæða undir byggð, en ekki öll,“ sagði Birgir. Síðan nefndi hann svæði eins og Laug- ardalinn, sem sjálfstæðismenn hefðu ekki hugsað sér að nýta undir byggingar. Hann sagði það skoðun sína að með þéttingu byggðar væri verið að reyna að vinna eitthvað upp í lóðaskort- inn. Birgir sagði að meirihlutinn hefði reynt að afsanna svokall- aða glundroðakenningu sem sjálfstæðismenn sögðu að myndi verða staðreynd, kæmust þessir flokkar til valda. Hann sagði að borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins skynjuðu vel hvernig ástandið væri innan meirihlut- ans, en þar væri mikill ágrein- ingur sem reynt væri að fela. Hann sagði að ákvarðanir drægjust og menn væru í eilífu samningamakki, til að reyna að dylja ágreininginn. Gott dæmi um ágreininginn væri yfirlýsing Guðrúnar Helgadóttur á borg- arstjórnarfundi nýlega. Þar hefði hún sagt að tortryggni væri í garð samstarfsflokkanna. Þá benti Birgir á að ýmsar breytingar hefðu verið gerðar á stjórnkerfi borgarinnar og nefndi stöðu borgarstjóra sem dæmi um það. Þegar síðan eitthvað færi niður í stjórnkerf- inu þá væri reynt að skella skuldinni á embættismennina. Einnig sagði hann sum mál þvælast á milli nefnda í kerfinu og tefðust þau þar von úr viti. Því hefði lítið orðið úr loforðum vinstri flokkanna um að nánara samstarf yrði haft við borgar- búa, en málin þvældust um í borgarkerfinu. „§jálfstæðisflokkurinn þarf að fara að vinna að því að endurheimta borgina úr hönd- um vinstri flokkanna. Það mun ekki takast nema með samstilltu flokkanna að dylja ágreininginn í skipulagsmálunum, en þar hefði allt verið látið reka á reiðanum. Slíkt hefði hækkanir á fasteignamarkaðnum í för með sér. Þá sagði Davíð að ýmsir væru svartsýnir á að borgin ynnist á ný, en hann vísaði öllum slíkum kenningum á bug. Hann sagði að borgar- stjórnarflokkurinn væri sam- stæður flokkur og landinu væri styrkur að því að hafa trausta stjórn í Reykjavík. Um þær ráðagerðir vinstri flokkanna að fjölga borgarfulltrúum í 21 sagði Davíð að sjálfstæðismenn teldu óráðlegt að þenja út kerfið með því móti. Hver borgar- fulltrúi yrði að hafa glögga yfirsýn yfir öll mál borgarinnar, en slíkt myndi farast fyrir ef þeim yrði fjölgað. Hvað varðaði þá skoðun að Sjalfstæðisflokk- urinn ætti minni möguleika á sigri í kosningum væri borgar- fulltrúum fjölgað, sagði Davíð að það skipti ekki máli. Hins vegar myndi fjölgunin kosta aukin útgjöld borgarinnar og seinvirkara stjórnkerfi. Þessu næst sagðist Davíð hafa átt von á að vinstri flokkarnir myndu sýna meiri nýjungagirni og þrótt í stjórn borgarinnar, en raunin hefði orðið á. Af nýjung- um mætti aðeins nefna pylsu- vagn og útimarkað, það væri rýr eftirtekja eftir 50 ára bið. „Okk- ur hlýtur að vaxa ásmegin þegar við lítum á getuleysi meirihlut- ans, en það má samt ekki vera hugsunin," sagði Davíð. „Við verðum að lækka skatta og auka skilvirkni innan borgarkerfisins og koma með þróttmikla stefnu í borgarmálum, þá mun starf okkar skila arangri," sagði Davíð. Davíð sagði að barátta borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins væri lítils megnug ef að ekki fylgdi á eftir stuðningur hvers góðs sjálfstæðismanns. „Nú göngum við til baráttunnar í sókn, við eigum að horfa fram á veginn. Við höfum allt að vinna, við höfum sjálfa höfuðborgina að vinna,“ sagði Davíð Oddsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.