Morgunblaðið - 05.06.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1980
.. þar sem Gaddgeðlar heita“
í Orkneyinga sögu er
Galloway nefnt Gaddgeðlar.
„I>ar mætisk Skotland ok
England.“ í Hákonarsögu er
héraðið nefnt Galvei. Það orð
er sæmilega þjált á íslenzku
og kynni að hafa festst í
málinu. ef samskipti hefðu
haldizt milli landanna. Ég er
lítt fær að rekja orðaskýr-
ingar, en ein er sú, að eldra
orð (Galloviel) þýði Galli, og
þeir hafi fyrstir setzt að í
þessum landshluta. Þá er sú
skýring, að átt sé við útlenda
(norræna) menn, er blandazt
höfðu fólkinu, sem fyrir var,
og voru mælandi á írsku
(Gall-Gáidhil).
Á þjóðveldisöld íslendinga
réðu smákonungar, jarlar eða
lávarðar ríkjum á þessum
slóðum, og bjuggu íbúarnir við
talsvert sjálfræði. Þeir höfðu
Frá heima-
slóðum
Galloway
kynsins
sérstök heimastjórnarlög og
dómstól. Öldum saman héldu
þeir þjóðþing í Urr, sem var
löggjafarþing. Síðastur hinna
gömlu stjórnenda dó 1233, og
röskum tveim öldum síðar
(1455) var héraðið, sem þá var
langtum víðlendara en nú, lagt
undir skozku krúnuna. Kjarni
þessa héraðs, sem enn er nefnt
l.mynd
2. mynd
3. mynd
Galloway, eru dalir þeir og
hálsar, sem verða norðan Sol-
way-fjarðarins, er skilur Skot-
land og England. Úti fyrir
firðinum liggur eyjan Mön.
Fyrr á öldum var land þetta
þakið skógi, einkum skozkri
furu. Þar gengu villtar hjarðir
nautgripa. Gamlar sagnir eru
til um kollótta gripi, og er
Galloway-kynið vafalaust
komið út af þeim.
1. mynd
Kýr úr hjörð Biggars-feðga
nálægt Castle Douglas.
Eftir sameiningu Skotlands
og Englands urðu kjötgæði
Galloway-kynsins fljótt kunn í
Englandi. Þá var farið að reka
þúsundir Galloway-gripa
hundruð km til Englands til
fitunar á góðu graslendi fyrir
slátrun og sölu í borgum.
2. mynd
„Mjúkt, sætt og safaríkt."
Þannig lýsir Ortelius sagn-
fræðingur kjöti af gripum í
Galloway, árið 1573. Ef til vill
hafa einhverjir gaman af þess-
ari klausu á ensku frá 1570 um
Galloway: „In this region ar
mony fair ky and oxin of
quhilk the flesh is delicius and
tender."
Einstakir hlutar skrokksins
af Galloway-grip eru sýndir á
þessari mynd frá kjötsýningu
sláturgripa í Castle Douglas
haustið 1977.
3. mynd
Á þessari sömu sýningu,
sem markaðsnefnd slátur-
gripa í Dumfries efnir til
árlega, voru 207 nautgripa-
skrokkar til sýnis, þar af 46
uxar og 4 kvígur af Galloway-
kyni. Kjötgæði gripanna þar
þóttu mjög mikil, og voru
kjötkaupmenn því ánægðir.
Bezta fallið var af 629 daga
gömlum Galloway-uxa frá
Doon af Urr. Það vó 292 kg.
Sams konar verðlaun og veitt
voru fyrir bezta fallið, fékk
gripur úr sömu hjörð 2 árum
áður. Þyngdaraukning Gallo-
way-gripa á dag er mun minni
en gripa af stærstu kynjum og
því hefur það ekki náð þeirri
útbreiðslu, sem það annars
hefði. Hins vegar þarf það
hvorki jafngott land né mikla
kjarnfóðurgjöf.
Hátíðahöld á
aldarafmæli
Félag ræktenda Galloway-
kynsins var 100 ára 1977.
Skýrsluhald um gripi byrjaði
þó áður, en ýmis skjöl og
skýrslur um kynið eyðilögðust
í safnhúsbruna í Edinborg
1851. Hjarðbókarfærsla var
aftur hafin 1862 og höfð sam-
eiginleg fyrir Galloway- og
Aberdeen Angus-kynið, þ.e.
kollóttu kynin tvö, þótt rækt-
unin væri aðskilin.
4. mynd
Ýmislegt var gert til að
minnast aldarafmælisins. M.a.
var efnt til alþjóðlegrar ráð-
stefnu um Galloway-kynið,
stöðu þess nú og framtíðar-
horfur. Á myndinni sjást
nokkrir ráðstefnugestanna
fylgjast af athygli með því,
sem var að gerast.
4. mynd
5. mynd
8. mynd