Morgunblaðið - 05.06.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1980
21
efna Krabba-
félags Islands
alóðarinnar. Vel sést staðsetning K-bygginKarinnar, sem mun sennilega
en í þessari bygKÍngu mun m.a. verða aðstaða fyrir krabbameinslækn-
ur o.fl. Til skýringar skal þess getið að I er hús Blóðbankans, J er hús
birgðahúsin eru þar sem bilastæðin eru á líkaninu, Q er kyndistöð, U er
'ldhús og mötuneyti, G og H eru hliðarálmur aðalbyggingarinnar (efsti
ekki) og 0 er fyrirhuguð legudeildarálma.
skv. upplýsingum krabba-
meinsskrárinnar, hefur einnig
aukist. Á tímabilinu frá 1955—60
fram til 1967—72 hefur 5 ára
líftími kvenna aukist úr 25,8% í
38,4 og 5 ára líftími karla á sama
tímabili hefur aukist úr 16,0% í
22,5%. Sést hér verulegur bati um
lengingu líftíma en betur má ef
duga skal.
I vestrænum löndum er talið, að
nær 40% þeirra er krabbamein fá
hafi möguleika á Iækningu. Jafn-
framt hefur verið bent á, að með
betri samræmingu á þeirri þekk-
ingu, sem nú er til staðar, ætti að
vera unnt að auka lækningalíkur í
um 50%. Til þess, að svo megi
verða hér er brýn þörf á því að
aðstaða til krabbameinslækninga
verði bætt og styrkur krabba-
meinsfélaganna fari vaxandi þar
er verkefnin eru næg.
It-tæki, sem gefiö
nikilli rausn, þjón-
engur að öllu leyti
?i, sem það hafði í
a mikilla framfara
tækja á síðastliðn-
itendur nú tækja-
slameðferð fyrir
ekki er unnt að
t meðferðartæki
na skorts _
lúsnæði. 7/
D ... unnt að auka
lækningalíkur í
um 50%. Til þess að
svo megi verða hér er
brýn þörf á því að
aðstaða til krabba-
meinslækninga
verði bætt.
Gunnlaugur
Geirsson,
yfirlæknir Frumurann-
sóknastofu Krabbameins-
félags Islands
Það er í raun talsvert
sérstætt að hérlendis
skuli frumurannsókna-
stofa vera rekin af
Krabbameinsfélagi íslands. Erl-
endis eru flestar meiriháttar
rannsóknastofur af þessu tagi við
meinafræðideildir sjúkrahúsa.
Krabbameinsfélagið hefur verið
frumkvöðull þessarar greinar
vísinda hér á landi og þar sem
frumurannsóknum vex nú æ meir
fiskur um hrygg er félaginu tals-
verður vandi á höndum að fylgjast
með nýjungum og koma til móts
við þarfir lækna og sjúklinga á
þessu sviði.
Svo sem öllum er kunnugt er
krabbamein sjúkdómur sem staf-
ar af óeðlilegum frumuvexti, sem
er hömlulaus, deyðir nálægar heil-
brigðar frumur og að lokum ein-
staklinginn ef ekki er unnt að
nema það að fullu á brott.
Æxlin eru í fyrstu auðvitað
mjög lítil, en þegar þau koma í
ljós eru þau mynduð úr milljörð-
um fruma. Þar sem krabbamein er
frumusjúkdómur hljóta frumu-
rannsóknir að vera mikilvægar í
því skyni að leiða í ljós eðli
sjúkdómsins. Rannsóknirnar eru
aðallega tvenns konar, annars
vegar grunnrannsóknir á illkynja
frumum en hins vegar rannsóknir
í þágu sjúklinga til greiningar
sjúkdóma. Það er síðarnefndi
þátturinn sem hefur verið í hönd-
um rannsóknarstofu Krabba-
meinsfélags íslands. Hér er því við
hæfi að gera þjónusturannsóknum
þessum nokkur skil, en þær eru í
eðli sínu þríþættar. í fyrsta lagi
má greina krabbamein á byrjun-
arstigi með frumuprófi svo sem
gert er í hópskoðunum Krabba-
meinsfélagsins. í öðru lagi eru
frumurannsóknir gerðar fyrir-
sjúklinga með einkenni sem bent
geta á krabbamein, þ.e. þéttingu
eða hnút í einhverju líffæri. í
þriðja lagi má taka frumusýni hjá
sjúklingum með langt genginn
æxlisvöxt, þar sem skurðaðgerð
kemur ekki að haldi. Má þar á
auðveldan hátt taka frumusýni til
öruggrar staðfestingar á meininu,
en spara sjúklingum spítalavist og
þá raun sem skurðaðgerð veldur
enda er meðferðin oftast geisla og
lyfjameðferð.
Hvað er þá frumupróf? Það er
fólgið í því að tekinn er vessi frá
því líffæri, sem rannsóknin bein-
ist að. í vessanum eru frumur og
þegr hann er strokinn út á gler
festast frumurnar þar. Frumusýn-
ið er þá litað og skoðað í smásjá.
Frumurnar eru viðkvæmar og það
þarf töluverða kunnáttu til að
handleika þær. Það gera sérþjálf-
aðir meinatæknar, sem þurfa eins
árs starfsþjálfun til þess að verða
fullnuma. Frumusýni má taka á
ýmsan hátt, oft er strokið með
spaða yfir slímhúð og sá vessi sem
þar fæst er látinn á glerið til
smásjárskoðunar. Skoða má frum-
ur í vökvum líkamans, þvagi,
mænuvökva eða slíku. Þar sem
ekki er unnt að komast að meini í
einhverju líffæri „per vias natur-
ales“ verður að stinga til þeirra
með nál og soga þaðan vefjavökva.
Skulu hér tilfærð nokkur dæmi.
Hópskoðanir Krabbameinsfé-
lags Islands sem beinast gegn
brjóstakrabbameini kvenna leiða
til þess að árlega finnast nokkur
hundruð konur, sem hafa ein-
hverja þrimla í brjósti. Þá er
læknunum vandi á höndum að
greina hvort þar er um að ræða
góðkynja eða illkynja fyrirbæri.
Til þess að ekki þurfi að senda
allan þennan fjölda kvenna í
skurðaðgerð til vefjasýnistöku,
sem hefur aðgerð og kostnað í för
með sér, er reynt að leysa málið
með því að taka röntgenmynd af
brjóstinu og seilast síðan til
hnútsins með nál og taka þaðan
frumusýni. Árið 1979 voru tekin
228 slík sýni. Má segja að frumu-
sýnistaka hafi þar sparað mikinn
fjölda aðgerða.
Annað dæmi um stungusýni er
það þegar sjúklingar hafa þétt-
ingu í lunga sem ekki næst til við
berkjuspeglun vegna þess hve ná-
lægt brjóstveggnum hún er. Oft-
ast kemur þar til mismunargrein-
ing milli æxlis og bólgu. Með því
að þræða nál inn í svæðið má ná
þaðan frumusýni og greina sjúk-
dóminn.
Enn má nefna hér dæmi um að
ýmsir kirtlar geta stækkað af
völdum starfrænna sjúkdóma, en
stækkun getur einnig orðið vegna
æxlisvaxtar. Eru þetta einkum
skjaldkirtill og blöðruhálskirtill.
Auðvelt og því nær sársaukalaust
er að þræða fíngerða nál í þessa
kirtla og taka prufu til smásjár-
skoðunar og greina hvers eðlis
stækkunin er.
Að lokum skal getið um eitt
dæmi þar sem taka stungusýnis
getur sparað fé og fyrirhöfn, en
það er þegar sjúklingar sem hafa
verið með illkynja æxli fá þrimla
einhvers staðar og vaknar þá
aftur spurningin um meinvörp.
Með nálarstungum má taka prufu
þaðan og þarf þá ekki að fjarlægja
hnútinn til vefjarannsóknar. Þar
sem slíkir sjúklingar fá yfirleitt
geisla- og lyfjameðferð má einnig
nota hnútinn sem mælikvarða á
árangur meðferðar.
Frumurannsóknir í tengslum
við hópskoðanir og þjónusta við
sjúkrahús eru nú orðnar í allföstu
formi en vaxtarbroddur er mestur
í töku stungusýna. Fyrir tveimur
til þremur árum var aðferð þess-
ari lítið sem ekkert beitt hérlend-
is, en hún hefur nú sannað gildi
sitt að okkar mati.
Frumskilyrði til árangurs er
góð samvinna við aðra lækna svo
þeir skilji hvar og hvenær unnt er
að beita þessari rannsókn. Ávinn-
ingurinn er að spara tímann sem
sjúklingar eru á sjúkrahúsi, eða
greina sjúkdóminn áður en þeir
leggjast inn. Óþægindi fyrir sjúkl-
inginn eru næsta lítil miðað við
aðrar greiningaraðgerðir og
kostnaður verulega minni.
Freistandi er einnig að benda á
möguleika þá sem eru til grunn-
rannsókna á frumum sem teknar
eru við ástungu. Þar er efniviður
sem margt er unnt að gera við ef
skilyrði eru fyrir hendi.
Hins vegar verðum við að hafa
hugfast að slíkt eru því miður
skýjaborgir miðað við núverandi
aðstæður Krabbameinsfélagsins.
Nauðsynlegt er að setja þjónustu-
starfið efst og tryggja öryggi
sjúklinganna sem eiga allt í húfi
um rétta greiningu.
Æxlin eru í fyrstu
auðvitað mjög lítil,
en þegar þau koma í ljós
eru þau mynduð úr millj-
örðum fruma. Þar sem
krabbamein er frumu-
sjúkdómur hljóta frumu-
rannsóknir að vera mikil-
vægar í því skyni að leiða
í ljós eðli sjúkdómsins.
Rannsóknirnar eru aðal-
lega tvenns konar, annars
vegar grunnrannsóknir á
illkynja frumum en hins
vegar rannsóknir í þágu
sjúklinga til grein-
ingar sjúkdóma.
•• ... árlega finnast
nokkur hundruð
kvenna, sem hafa ein-
hverja þrymla í brjósti.
Þá er læknunum vandi á
höndum að greina hvort
þar er um að ræða góð-
kynja eða illkynja fyrir-
bæri. Til þess að ekki þurfi
að senda allan þennan
fjölda kvenna í skurðað-
gerð til vefjasýnistöku,
sem hefur aðgerð og
kostnað í för með sér, er
reynt að leysa málið með
því að taka röntgenmynd
af brjóstinu og seilast
síðan til hnútsins með nál
og taka þaðan frumusýni.
Árið 1979 voru 228 slík
sýni tekin. Má segja að
frumusýnistaka hafi þar
sparað mikinn —
fjölda aðgerða. /7
Frumurann-
sóknir í tengslum
viö hópskoðanir og
þjónusta við sjúkra-
hús eru nú orðnar í
allföstu formi en
vaxtarbroddur er
mestur í töku stungu-
sýna. Fyrir tveimur
til þremur árum var
aðferð þessari lítið
sem ekkert beitt hér-
lendis, en hún hefur
nú sannað gildi sitt
að okkar mati.