Morgunblaðið - 05.06.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.06.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980 13 Pétur Sigurðsson: Leiðrétting í viðtali við mig, sem birtist i Morgunblaðinu sl. sunnudag fór ég nokkrum orðum um það órétt- læti sem ríkti við ákvörðun daggjalda til þeirra heimiia sem vista aldrað fólk og eru ekki rekin af ríki eða sveitarfélögum. t tölulegum samanburði sem fram kom í viðtalinu féll niður halladaggjald, sem Hrafnista í tilkynningu frá daggjaldanefnd um daggjöld sem gilda frá 1. mars sl. fyrir sjúkrahús sveitarfélaga, sjálfseignarstofnanir og einka- stofnanir, sem fá greitt fyrir sjúklinga sína úr sjúkratrygging- unum. Um Hátún 10B (Landspít- alann) er ekki vitað eins og kom fram í viðtalinu, en kostnaður mun verulega hærri en hjá öðrum. Sjúkrahús: rekstrar- halla- heildar- daggjald daggjald daggjald Borgarsp., Barónstíg 27.500 1.800 29.300 Borgarsp., Hafnarbúðir 30.600 6.300 36.900 Sólvangur, Hafnarf. 23.500 23.500 Hjúkrunarheimilið Höfn 17.300 17.300 Hrafnista DAS Hjúkr.deild 13.400 2.600 16.000 Elliheimilið Grund Hjkr.d. 11.100 11.100 Hrafnista Hafnarfirði 11.300 2.600 13.900 Hafnarfirði fær til viðbótar daggjaldinu og hefur m.a. í för með sér að ekki kemur fram rétt mynd af því óréttlæti sem Elli- heimilinu Grund er boðið upp á, en það er sett í lægsta flokk sem daggjaldanefnd (eða „yfirnefndin" — ríkisstjórnin) ákvarðar hverju sinni. Væri bæði ómaklegt og rangt, ef ég leiðrétti þetta ekki. Ég hefi tekið undir réttmæta gagnrýni og mótmæli Gísla Sigurbjörnssonar forstjóra á fundum í Heilbrigðis- ráði Reykjavíkur og óskað með honum eftir sameiginlegum mót- mælum ráðsins, en hef ekki orðið var við neinn árangur þar af ennþá. Ég hef nú undir höndum síðustu Kemur fram í þessu fyrst og fremst hve áberandi er, hve betur er búið að þeim stofnunum sem eru í eigu sveitarfélaga, en sjálfs- eignar- og einkastofnunum. Dag- gjaldanefnd ákveður einnig vist- gjöld fyrir dvalarheimili aldraðra en þau greiða aðilar sjálfir og er það frá sama tíma 1. marz kr. 9.800.- en var 1. des kr. 8.400,- Á Hrafnistu er mikill meiri hluti þeirra sem þar búa á þessu gjaldi, og í Hafnarfirði um 70%. Munu vandfundnar stofnanir eða heimili sem taka aldrað fólk til vistunar, sem eru með jafn mikinn fjölda sinna vistmanna á þessu gjaldi. Pétur Sigurðsson ÞRÍR efstu keppendur í karlaflokki, talið frá hægri: Jón B. Reynisson á Blesa, sem keppti fyrir Blómabúðina Burkna, Sveinn Jónsson á Andrá. sem keppti fyrir Kassagerð Reykjavíkur og Sigurður Sæmundsson á Blakk. sem keppti fyrir Ársæl sf. Ljósm. Sig. Sigm. Firmakeppni Sörla í Hafnarfirði HESTAMANNAFÉLAGIÐ Sörli i Hafnarfirði efndi nýlega til firmakeppni og var hún haldin á félagssvæði Sörla við Kaldár- selsveg. Alls tóku 80 fyrirtæki þátt i keppninni en keppt var i þremur flokkum. Úrslit urðu sem hér segir: Unglingaflokkur: 1. Skóvinnustofa Sigurðar Sigurðssonar keppandi Karl Brandsson á Stefaníu. 2. Bæjarsjóður Hafnarfjarð- ar, keppandi Hafþór Hafdal á Skugga. 3. Sigurður og Júlíus hf. keppandi Atli Guðmundsson á Bryðju. Kvennaflokkur: 1. Vélsmiðja Péturs Auðuns- sonar, keppandi Anna Sól- mundsdóttir á Mána. 2. Góa, sælgætisgerð, kepp- andi Lisbet Sæmundsson á Rekt- or. 3. Lækjarkot, málningavöru- verzlun, keppandi Katrín Jóns- dóttir á Blakk. Karlaflokkur: 1. Blómabúðin Burkni, kepp- andi Jón B. Reynisson á Blesa. 2. Kassagerð Reykjavíkur, keppandi Sveinn Jónsson á And- rá. 3. Ársæll sf. keppandi Sigurð- ur Sæmundsson á Blakk. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU óbætanlegt tjón? Er ekki runnin upp sú stund, að við áttum okkur almennt á því, að þær þjóðir, sem bera umhyggju fyrir lífríki þessa hnattar láta okkur ekki komast upp með það að drepa hvali öllu lengur. Vísinda- menn hafa bent á þá miklu hættu, sem maðurinn er hvalnum. Það er óhugnanlegt, .að maðurinn skuli vera afkastameiri í tortímingu umhverfisins en öflugustu nátt- úruhamfarir. Vísindamenn eru margir hverjir orðnir sannfærðir um, að verið sé að útrýma vitsmunaveru í hvert skipti sem hvalur er drepinn, vitsmunaveru, sem virðist hafa ekki minni heilastarfsemi en maðurinn. Ég veit ekki hvort fólk áttar sig almennt á því, að hér er Dagbjartur Stígsson: veiðiráðinu verður enn á ný nýtt til að tryggja áframhaldandi dráp á hvölum, þá mun það valda okkur miklum erfiðleikum í samskiptum við þær þjóðir, sem vilja vernda lífríki hnattarins. Við íslendingar verðum að skilja, að þótt okkur hafi tekizt að ná 200 mílna fiskveiðilögsögu vegna skilnings annarra þjóða, þá ríkir sá skilningur ekki, þegar um hvaladráp er að ræða. Þessvegna skora ég á ráðamenn okkar að skoða hug sinn vel áður en at- kvæði okkar verður ákveðið og láta það verða til þess að við öðlumst aftur virðingu í samfélagi þjóða. Ég er sannfærður um, að miðað við þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir hjá færustu vísindamönnum Er þaö þriggja milljarða virði? ER ÞAÐ þriggja milljarða virði að taka þátt í því að útrýma stærstu og merkilegustu vitsmunaveru þessarar jarðar? að verða óbeint valdir að því, að 20 þúsund hvalir séu drepnir ár hvert? að missa virðingu annarra þjóða? að eiga von á því, að verða beittir efnahagsþvingunum á fisk- sölumörkuðum, sem ga'tu orsakað verið að tala um stórkostlega möguleika. Það er einfaldlega ver- ið að segja okkur, að við þurfum ekki að fara til annarra hnatta til að kynnast öðrum vitsmunaver- um; þær eru í sjónum í kringum okkur og við höfum drepið þær með ómannúðlegustu aðferðum sem þekkjast og etið þær. Ég er sannfærður um, að ráð- herrar okkar átta sig á því, að ef atkvæði okkar hjá Alþjóðahval- um hvali, vilji íslenzka þjóðin ekki lengur taka þátt í hvaladrápi. Að lokum, sem Islendingur mót- mæli ég því, að þurfa að liggja undir því ámæli að stunda dráp á vitsmunaverum og útrýmingu á lífríki þessarar jarðar. Ég tel að ekkert þjóðfélag geti eða hafi rétt til að leyfa slíkt. Það samrýmist ekki þeim grundvallaratriðum sem ég tel að eigi að vera undirstaða í samfélagi manna. PEYSUFÖT í ÚRVALI LAUGAVEGI 47 SÍMI17575 6.134

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.