Morgunblaðið - 05.06.1980, Side 5

Morgunblaðið - 05.06.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1980 5 Verður að loka skóla- bókasöfnum í haust? í UPPSIGLINGU er all sérstætt mál, sem snertir skólabókasöfn á grunnskóla- stiginu um allt land, en þó að stærstum hluta í Reykja- vík. Málavextir eru þeir í stærstum dráttum, að umsjón- armenn safnanna hafa gjarnan verið kennarar, og því verið ráðnir á sömu kjörum og aðrir kennarar. Fjármálaráðuneytið vill hins vegar ekki lengur viður- kenna að safnverðirnir telj- ist til kennara, en vill þess í stað flokka þá undir aðra starfsmenn við skólana, en sú skilgreining skiptir máli, þar sem kennarar eru ráðnir af ríkinu, en aðrir starfs- menn skólanna, eins og húsverðir, eru ráðnir af sveitarfélögum. Fjármála- ráðuneytið hefur nú látið þau boð út ganga að skóla- bókasafnsverðir verði frá og með næsta hausti ráðnir eins og aðrir opinberir starfs- menn, en ekki sem kennar- ar. í samtali við Morgunblaðið sagði Asgeir Guðmundsson formaður Skólastjórafélags Islands að skólamönnum þætti þetta ill tíðindi. Ásgeir sagði að kennarar litu svo á, að skóla- bókasöfnin væru samofin við kennsluna, og því ættu sömu reglur að gilda um kjör og vinnutíma safnvarða og kenn- ara. Ásgeir benti á, að verði af þessari breytingu lengist vinnu- tími safnvarðanna til muna, og sem dæmi mætti nefna að safn- verðir yrðu að vinna 48—50 klst. á viku á 9 mánaða skólaári til að skila fullri vinnu opinberra starfsmanna. Sagði Ásgeir að við slíkt vildu kennarar ekki una og væru allar líkur á því að þeir kennarar sem starfa við skóla- bókasöfnin myndu frekar snúa sér að kennslu aftur, og væri mjög líklegt að ekki fengist neitt fólk til að vinna við söfnin á þeim kjörum sem fjármálaráðu- neytið býður. Ásgeir sagði að lokum að það væri mjög baga- legt, fyrir safnverðina að búa við slíkt óvissuástand, þar sem þeir vissu ekki hvort þeir ættu að ráða sig við kennslu á ný eða yrðu áfram á sömu kjörum við söfnin. Hafa Ásgeir Guðmunds- son og Valgeir Gestsson formað- ur Sambands grunnskólakenn- ara gengið á fund menntamála- ráðherra, og beðið hann um liðsinni í málinu. í framhaldi af því hafði Morgunblaðið samband við Sigurð Helgason deildar- stjóra í menntamálaráðuneyt- inu, og sagði hann að málið væri í athugun, en engin afstaða hefði verið tekin. Sigurður sagði ennfremur að engin reglugerð lægi fyrir um réttindi og skyldur safnvarða á skólabókasöfnum, og gerði það málið erfiðara viðfangs. Það kom og fram í samtalinu við Sigurð Helgason að reglugerð um þessi efni væri þó væntanleg. Morgunblaðið hafði einnig samband við Fríðu Haraldsdótt- ur, kennara og bókasafnsvörð í Langholtsskóla, en hún er ein þeirra safnvarða sem hér um ræðir. Sagði Fríða m.a., að það væri ljóst að það vantaði alla stefnumótun í þessu máli, og kennarar teldu það mjög mikil- vægt að úr því yrði bætt. Enn- fremur sagði Fríða að svo virtist sem stjórnvöld vildu láta skóla- bókasöfnin undir sama hatt og almenningsbókasöfn, en á þeim væri mikill munur og skólabóka- söfnin hefðu þar sérstöku hlut- verki að gegna, sem almennings- bókasöfnin næðu ekki til. Áð lokum sagði Fríða, að sér þætti ótrúlegt að nokkur fengist á söfnin á þeim kjörum sem fjár- málaráðuneytið byði, og sér kæmi það á óvart ef bókasafns- fræðingar myndu vilja ráða sig í vinnu 9 mánuði á ári við söfnin, en þurfa að leita að annarri vinnu þess á milli. Heimdallur: Mikil gróska hjá skólanefndinni „SKÓLANEFNDIN er vettvang- ur fyrir framhaldsskólanemend- ur innan Ileimdallar. þar sem þeir geta komið saman og borið saman bækur sínar. Öðru hverju höfum við boðið upp á fræðslu fyrir framhaldsskólanema og má þar nefna að sl. sumar gekkst nefndin fyrir velheppnuðum námskeiðum sem vörðuðu blaða- skrif. almenna framkomu á fund- um og alþjóðastjórnmál,'4 sagði Árni Sigfússon form. skólanefnd- ar Heimdallar er Mbl. snéri sér til hans vegna fyrirhugaðra nám- skeiða sem nefndin mun gangast fyrir í sumar Hver verða helstu atriði á þess- um námskeiðum í sumar? „Helstu námskeið má telja „Vandamál þróunarlanda" þar sem kynntar verða tillögur um aðstoð o.fl., Varnarmál íslands og Nato, stóriðja og erlent fjármagn, „innræting", einnig verða teknir fyrir nokkrir þættir úr atvinnulíf- inu s.s verslunarmál , neytenda- mál o.fl. Fyrirkomulag námskeið- anna verður í stórum dráttum þannig að þau taka u.þ.b. eina kvöldstund hvert og þegar tilefni gefst til verður farið í skoðunar- ferðir. Reynt verður að fá sérfróða menn á hverju sviði til að fjalla um þau mál sem um er að ræða. Það er mikilvægt atriði að þeir sem áhuga hafa láti vita af sér m.a. vegna undirbúnings. Árni Sigfússon Bíldudalur: Sölvi Bjarnason land- aði 660 lestum í maí Bildudal. 3. júni. TOGARINN Sölvi Bjarnason landaði hér á laugardaginn rúmlega 79 lestum. mest grá- lúðu. Hann hefur þá landað í 400 Færey- ingar hafa séð „Land og syni“ UM 400 manns höfðu í gær séð íslensku kvikmyndina „Land og synir" í Þórshöfn í Færeyjum. Sýningar þar hófust sl. föstudag og mun þeim haldið áfram að minnsta kosti út þessa viku, að sögn forstjóra Havnar bíós, Jóg- vans Jacobsen. Myndin hefur fengið góða dóma í blöðum þar ytra og sagðist Jógvan vona að það myndi glæða aðsóknina. mánuðinum fimm sinnum, sam- tals rúmlega 660 lestum. Hörpudiskveiðin hefur gengið mjög vel það sem af er og hefur aflanum verið landað hjá Rækju- veri. Þá hefur einn 15 tonna bátur stundað línuveiðar að und- anförnu og hefur aflað um 73 lestir. Póstsamgöngur hafa verið hreint hörmulegar hér að undan- förnu. Fyrir það fyrsta flýgur Arnarflug hingað einungis á þriðjudögum og fimmtudögum, þannig að við fáum engan póst frá föstudegi fram á þriðjudag. Þegar hætt var að fljúga með póstinn til Patreksfjarðar var okkur lofað því, að fá póst í gegnum ísafjörð þrisvar í viku, en við það hefur ekki verið staðið, nema endrum og eins. Það virðist vera þannig, að mest áherzla sé lögð á að koma brennivínssendingum á þessa staði. —Páll. 'O INNLENT Stefán Bjarnason varaforseti EFEO Á AÐALFUNDI Evrópusamtaka flugvélstjóra, sem haldinn var í Rómaborg í síðasta mánuði, var Stefán Bjarnason kosinn varafor- seti samtakanna til tveggja ára, en Stefán var fulltrúi Flugvirkjafé- lags íslantis á fundinum. FVFÍ gekk í samtökin í mars sl. því það hafði áhuga á að ná samstarfi við starfsbræður sína, flugvirkja/flug- vélstjóra, erlendis en ekki voru nein milliríkjasamtök flugvirkja fyrir hendi. Aðildarfélög að EFEO eru nú frá Belgíu, Hollandi, Ítalíu, Spáni, Portúgal, Frakklandi, Grikklandi, Kýpur og íslandi en umsókn flug- vélstjóra í Danmörku liggur fyrir. L9TOFRA* EHSKURINN Ryksugan sem svífur HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun, vegna þess hve fullkomlega einföld hún er. Sogsfyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rumar 12 litra, já 12 lítra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur léttasfa ryksuga sem völ er á, hún liður umj|i gólfið á loftpúða alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig. svo létt er hun. Verö kr. i Egerléttust... búin 800Wmótor og12lítra rykpoka. (Made inUSA) 105.730 FALKIN N SUOURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 _ HOOVER er heimilishjálp Pekkinq

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.