Morgunblaðið - 05.06.1980, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980
í daglegu tali heyrist oft nefnt
að menn eigi að vera sér meðvit-
andi um hitt og þetta. Fólk eigi að
vera sér meðvitandi um þjóðfé-
lagsmál, um helstu uppgötvanir á
sviði vísinda, eigi að vera sér
meðvitandi um menntamál,
skattamál, um eigin stöðu í þjóð-
félaginu og þar fram eftir götun-
um. Jafnan er litið svo á, að með
því að vita um eitthvað verði
maðurinn gæddur meiri lifsfyll-
ingu og jafnframt aukist geta
hans til að hafa meiri og jákvæð-
ari áhrif á líf sitt og nánasta
umhverfi, þess vegna beri að
leggja sem mest kapp á vitneskju
eða þekkingu einstaklingsins
m.ö.o. að sjóndeildarhringur hins
Sturla Sighvatsson:
takmarka vitneskju nemanda í
einstökum námsgreinum heldur
og hversu fær nemandinn sjálfur
er um að meðtaka kennsluna og
hversu góður kennarinn er sem
kennir námsgreinina.
Hér erum við án efa komin að
aðalatriði varðandi vitundarvíkk-
un almennt. Hið huglæga ástand,
móttækileiki nemandans, skoð-
andans eða athugandans skiptir í
raun mestu máli. Þótt kennarinn
sé mjög góður dugir það ekki til ef
mótttakandi kennslunnar eða
þekkingarinnar er lítt opinn eða
jafnvel sljór. Forsenda frekari
víkkunar vitundar nemandans og
þroska hans er brostin og hann er
ekki einu sinni fær um að tileinka
Sturla Sighvatsson
svo afgerandi að þær ná til
smæstu efniseinda líkamans allt
til snúnings frumeinda í atóm-
kjörnum líkamans. Heilinn byrjar
samkvæmt heilalínuritum að
starfa á mjög samræmdan hátt
sem er merki um hvíld og greind
meðan á íhuguninni stendur. Ýmis
streituhormón líkamans hverfa
eða minnka í íhuguninni og hjart-
að hvílist.
Tómasvið efnis
Tilvist handanlægrar vitundar
og ótakmarkaðir eiginleikar henn-
ar er ekki draumsýn góðviljaðra
manna sem vilja víkka vitundarlíf
meðbræðra sinna og auka þar með
andlegar og veraldlegar framfarir
í samfélaginu, sem fylgja ávallt í
kjölfar vitundar og þekk-
Vitund og' maimlíf
almenna borgara sé sem víðastur.
Eins og allir vita hafa börn
minna þróaða vitund en fullorðn-
ir. Vitund eða sjóndeildarhringur
barnsins snýst um leiktæki, leik-
félaga, fjölskyldu og þó einkum
móður. Við skólagöngur víkkar
sjóndeildarhringur barnsins og
þegar út í atvinnulífið er komið, er
barnið, sem eitt sinn lifði í
hugarheimi leiktækja og nánasta
umhverfis heimilis síns orðið full-
orðinn maður eða einstaklingur
sem hefur nógu stóra vitund til
þess að geta fótað sig í marg-
slungnu og fjölþættu mannlífi
samfélagsins þar sem ótal áhrif,
skoðanir og ólík sjónarmið til
ólíklegustu hluta, skyldur og
skemmtanir eru fyrir hendi og
sem hann þarf einnig að taka
afstöðu til og hefur óbeint eða
beint áhrif á.
Vitundarþroski og vitund-
arvíkkun hvers og eins má líkja
við líf manns, sem hefur lengi búið
í sömu sveitinni og aldrei kært sig
um að vera annars staðar. Sjón-
deildarhringur hans takmarkast
að mestu við byggðarlagið og
hugarheimur hans nær lítt út
fyrir það sem gerist innan sveitar-
innar. Ef þessi sami maður tæki á
sig ferðalag til nálægra sveita og
til helstu borga eða bæja landsins,
svo ekki sé talað um til annarra
landa víkkaði vitund hans. Hún
spannaði meira, skilningurinn yk-
ist og hæfni mannsins til að átta
sig á samfélaginu, uppbyggingu
þess og gangverki yrði að sjálf-
sögðu meiri.
Menntun og
vitundarvíkkun
í ofangreindu dæmi um mann,
sem tekur á sig ferðalag til að
auka vitund sína og dómgreind er
lýst einni aðferð til vitundarvíkk-
unar. Sú sem er þó algengust og
oftast er notuð, er það sem í
daglegu tali er nefnt skólaganga.
Nútíma skólaganga miðast ekki
einungis við að búa hvern og einn
undir það, að gegna ákveðnu starfi
í þjóðfélaginu. Jafnframt því sem
menntunin er sérhæfð ákveðnum
miðunum þar sem tekið er tillit til
starfsvals nemendanna, þarfa at-
vinnuveganna er reynt að hafa
menntunina eins víðtæka og unnt
er svo að einstaklingnum gefist
kostur á sem almennastri mennt-
un, það víkkar sjóndeildarhring
hans og vitund. Með sérhæfðri en
jafnframt víðtaækri menntun er
nemandinn undirbúinn fyrir það
starf sem hann hefur valið sér, en
jafnframt á hugur hans að vera
svo víðsýnn, að hann eigi auðvelt
með að taka afstöðu til og átta sig
á almennum málefnum lífs og
samfélagsins í heild.
Ágæti skólagöngunnar tak-
markast þó við það, að vitund
einstaklingsins og skilningur get-
ur aldrei orðið meiri en þær
upplýsingar og fróðleikur sem
menntunin hefur að geyma fyrir
hvern nemanda. Víðsýni nemanda
t.d. i sögu og skilningur hans á
þróunarsögu mannsins takmark-
ast af fjölda kennslustunda, sem
tiltekinn nemandi hlýtur í þessum
efnum. Ekki aðeins klukkustundir
sér það sem rúmast af þekkingu í
hverri kennslustund eða tiltekinni
námsgrein.
Einhverra nýrra aðferða er þörf
sem skýra nemandann og opna
hug hans og vitund svo að mót-
tækileiki hans fyrir kennslu sé
yfirleitt fyrir hendi. Hér er þörf
aðferðar sem meðhöndlar vitund-
ina beint, víkkar hana skilyrðis-
laust, á einfaldan og áhrifaríkan
hátt.
Eðili vitundar
Vitund mannsins er sá eigin-
leiki, sem geymir eða spannar yfir
hugsanir hans, tilfinningalíf,
minni og yfirleitt allt það sem
bundið er hinu huglæga. Því víðari
og stærri sem vitundin er þeim
mun greindari, tilfinninganæmari
og hamingjusamari er einstakl-
ingurinn. Vitundin dafnar og vex
á margvíslegan máta. Sú leið se
notuð er yfirleitt til þess að auka
vitund og stækka liggur um skyn-
færin. Maður sér, heyrir, þreifar á
eða finnur, lyktar og bragðar.
Allar þær upplýsingar um um-
hverfið, sem fara í gegnum skyn-
færin setjast að í huga mannsins;
minni hans og greind aðgreina
upplýsingar sem fengnar eru og
þær raðast niður í ákveðin mynst-
ur hugsana og tilfinninga. Eitt
besta dæmi um víkkun vitundar
fyrir tilstilli skynfæranna er
bókalestur. Við lestur góðrar bók-
ar er hægt að kynnast hugarheimi
rithöfundar eða skálds og tileinka
sér þá vitund sem hann hefur
þróað. Listamenn almennt hafa
orð á sér fyrir að vera gæddir
óvenju mikilli næmni, þeir sjá og
heyra hluti í mannlegu samfélagi
og náttúrunni, sem eru lokaðir
fólki almennt. Nútíma menningar-
samfélag gerir sér þessa sérstöðu
listamanna ljósa þ.e. hæfileika
þeirra til fíngerðari og næmari
skynjunar og eyðir því nokkru af
almanna fé til þess að hinn
almenni borgari geti notið þessar-
ar náðargáfu listamanna til að
dýpka og auka víðsýni sína.
Vísindamenn uppgötva gang-
verk náttúrunnar og miðla al-
menningi af reynslu sinni og
þekkingu. Stjórnmálaskörungar
efla skilning og tilfinningu al-
mennings fyrir eðli og uppbygg-
ingu samfélagsins. Svona mætti
lengi telja hefðbundnar aðferðir
til vitundarvíkkunar.
Að víkka vitund
skilyrðislaust
Til er enn ein aðferð til víkkun-
ar vitundar, sem hingað til hefur
verið gefin of lítill gaumur. Þessi
aðferð byggist ekki á hinni hefð-
bundnu leið, að fá skynfærunum
viðfangsefni, þvert á móti byggist
hún á því að skynfærin eru dregin
burt frá umhverfinu, burt frá
öllum ytri skynjunum, þau eru
látin skynja fínni og fínni stigu
hugsunar þar til fínasta stigi
hugsunar er náð. Að lokum hverf-
ur hugurinn handan allra hugsana
og efniskenndra mótaðra hluta og
hugurinn skynjar þá aðeins innsta
kjarna sjálfs síns, hugurinn
skynjar handanlæga vitund.
Handanlæg vitund er gædd þeim
eiginleikum að hún er ótakmörk-
uð, gædd óendanlegri orku. Greind
handanlægrar vitundar er algjör,
hún er tær vitund, sem öll önnur
vitundarform byggjast á og eru í
raun aðeins brot af. Vitund manns
sem þróast hefur með skynfærun-
um einum getur aldrei orðið annað
en takmörkuð, hún takmarkast að
minnsta kosti af þeim upplýsing-
um sem skynfærin veita mannin-
um af umhverfi hans.
Til þess að hugurinn geti skynj-
að handanlæga vitund þarf sér-
staka tækni eða sérstaka aðferð.
Aðferð, sem er óháð þroska,
menntun eða skilningi einstakl-
inga almennt. Til er aðferð sem
víkkar vitund skilyrðislaust fyrir
þann sem henni beitir. Þessi
aðferð eða tækni nefnist Innhverf
íhugun. Hún er vísindalega sann-
reynd huglæg tækni sem iðkuð er
15—20 mínútur kvölds og morgna.
Þótt hún sé huglæg gjörbreytir
hún starfsemi líkamans, ef marka
má vísindalegar mælingar. Breyt-
ingarnar á starfsemi líkamans eru
ingarvíkkunar. Handanlæg vitund
er raunveruleiki. Nútímaeðlis-
fræði nánar tiltekið skammta-
fræðin, hefur staðbundið grunn-
svið orku og greindar í náttúrunni.
Lýsingar eðlisfræðinga á grunn-
sviðinu sem þeir nefna einnig
tómasvið efnis eru mjög athyglis-
verðar.
Tómasviðið er ótakmarkað að
orku. Orka þess er svo mikil að
ekki er hægt að mæla hana.
Tómasviðið er óbreytanlegt, það
er eins í dag og það var fyrir
milljörðum ára og verður eins
eftir milljarða ára. Það er óbreyt-
anlegt en þó veldur það öllum
breytingum og öllum hreyfingum
bæði reikistjarna, vetrarbraut og
smæstu efniseinda. Tómasviðið
hefur eiginleika óendanlegra sam-
tengsla. Allir hlutir og fyrirbæri
tengjast innan þess og það býr
yfir óendanlegri röð og reglu svo
notað sé orðfæri eðlisfræðinga.
Með tækninni Innhverf íhugun
er auðveldlega hægt að hagnýta
tómasvið efnis til að víkka vitund
einstaklingsins og þar með styrkja
hann, auka greind hans og gleði og
að lokum þróa vitund hans svo að
hún verði ótakmörkuð. Þetta þýð-
ir, að einstaklingurinn verður full-
komlega heilbrigður andlega sem
líkamlega, hamingjusamur maður
eða kona sem leggur hámarks
framlag til samfélagsins.
Betra menntakerfi
Menntakerfið hefur hingað til
einvörðungu stuðst við upplýs-
ingar og fræðslumiðlun ásamt
verklegri kennslu en lítil sem
engin rækt hefur verið lögð við
þekkjandann sjálfan, við huglæg
öfl hans, við óendanlegt atgerfi
vitundarinnar. Það er ekki nóg að
skynfærunum séu færð viðfangs-
efni eins og nútíma menntakerfi
gerir heldur verður uppspretta
skynfæranna hin huglægu öfl til-
finninga og skilnings; ótakmörkuð
vitund, að vera virkjuð.
Menntafrömuðir landsins og
ráðamenn þyrftu að gera sér ljósa
kosti Innhverfrar íhugunar til að
virkja ótakamarkaða tæra vitund.
Með því að kenna Innhverfa íhug-
un í skólum myndu áhrif tærrar
vitundar verða til að skapa sam-
nefnara allra námsgreina.
Grundvöllur allra námsgreina eða
mismunandi þekkingar, svo sem
eðlisfræði, stærðfræði, tungumál,
stjarnfræði, efnafræði, heimspeki
og svo frv. er tær vitund. Allar
hugmyndir manna um náttúruna
og alheiminn spretta þaðan. Allar
kenningar og hugsanir mannsand-
ans eru til staðar í tærri vitund.
Vitneskja um heim fyrirbrigðanna
eins og nútímamenntakerfi veitir
er góð og gild en betra er að hafa
að auki með sér þróaða innri
þekkingu einingar á heimi fyrir-
brigðanna og þá heildaryfirsýn
sem af því skapast. Það er hér sem
tæknin Innhverf íhugun kemur til
skjalanna. Ihugunin útilokar ekk-
ert af því sem þegar hefur verið og
er gert í menntamálum, þvert á
móti hún styrkir nútíma menntun
og færir nær því markmiði að
skapa fullþroskaða ábyrga þjóð-
félagsþegna.
Sturla Sighvatsson.
„Lukkudagar46
Vinningar í maí og ósóttir vinningar
Ósóttir vinningar í
janúar 1980 nr.
7 Hljómplötur að eigin vali
frá Fálkanum 20440
15 TESAI ferðaútvarp 1646
18 KODAK EKTRA 12
myndavél 20853
Hljómplötur að eigin vali
frá Fálkanum ' 21677
TESAI ferðaútvarp 24899
TESAI ferðaútvarp 14985
Hljómpiötur að eigin vali
23
29
30
31
frá Fálkanum
Ósóttir vinningar í
febrúar 1980
6 SHARP Vasatölva
CL 8145
8 KODAK Pocket A1
myndavél
20 TESAI ferðaútvarp
1682
7088
5859
3205
18 KODAK Pocket A1
myndavél 8130
19 SKIL 1552H
verkfærasett 5541
21 Hljómplötur að eigin vali
frá Fálkanum 4588
25 KODAK EK100
myndavél 17834
26 SHARP vasatölva
CL 8145 2806
28 Hljómplötur að eigin vali
frá Fálkanum 23291
29 Sjónvarpsspil 29797
30 Vöruúttekt að eigin vali
frá Liverpool 27958
Ósóttir vinningar i
april 1980 nr.
3 PHILIPS vekjaraklukka
m/útvarpi 2265
4 Vöruúttekt að eigin vali
frá Liverpool 8418
Vinningar i maí 1980 nr.
1 Utanlandsferð á vegum
Samvinnuferða 15328
2 KODAK EKTRA 12
myndavél 1680
3 BRAUN hárliðunarsett
RS67K 14136
4 KODAK EK100
myndavél 4746
5 BRAUN hárliðunarsett
RS67K 9526
6 KODAK EK100
myndavél 1171
7 KODAK EK100
myndavél 3529
8 HENSON æfingagalli 11335
9 Hljómplötur að eigin vali
frá Fálkanum 8418
10 HENSON æfingagalli 3885
11 HENSON æfingagalli 21671
12 SHARP vasatölva
C1 8145 441
13 KODAK Pocket A1
myndavél 12559
14 MULINETTA kvörn 9181
15 SHARP vasatölva
CL 8145 24079
16 Hljómplötur að eigin vali
24 BRAUNLS35 8 Hljómplötur að eigin vali frá Fáikanum 13616
krullujárn 16389 frá Fálkanum 13546 17 KODAK Pocket A1
25 KODAK EklOO 13 Hljómplötur að eigin vali myndavél 25320
myndavél 20436 frá Fálkanum 4396 18 BRAUN LS 35
28 Reiðhjól að eigin vali 16 Sjónvarpsspil 2264 krullujárn 17136
frá Fálkanum 5260 17 Hljómplötur að eigin vali 19 BRAUN LS 35
frá Fálkanum 20595 krullujárn 8083
Ósóttir vinningar í 19 KODAK Pocket A1 20 Hljómplötur að eigin vali
mars 1980 nr. myndavél 27442 frá Fálkanum 23962
3 Hljómplötur að eigin vali 20 KODAK Pocket A1 21 HENSON æfingagalli 28993
frá Fálkanum 16149 myndavél 16396 22 Hljómplötur að eigin vali
4 KODAK EKTRA 12 21 SKIL 1552H frá Fálkanum 27047
myndavél 4751 verkfærasett 15181 23 Sjónvarpsspil 20326
5 Hljómplötur að eigin vali 22 SHARP vasatölva 24 HENSON æfingagalli 27624
frá Fálkanum 5542 CL 8145 18738 25 Reiðhjól að eigin vali
7 Skáldverk Gunnars Gunnars- 24 KODAK Pocket A1 frá Fálkanum 3391
sonar 14 bindi frá AB 4842 myndavél 20361 26 KODAK EK100
8 KODAK EK100 25 SHARP vasatölva myndavél 4912
myndavél 5261 CL 8145 2081 27 TESAI ferðaútvörp 23590
10 Vöruúttekt að eigin vali 26 BRAUN hárliðunarsett 28 Hljómplötur að eigin vali
frá Liverpool 5500 RS67K 28972 frá Fálkanum 9218
15 Vöruúttekt að eigin vali 27 KODAK Pocket A1 29 HENSON æfingagalli 8559
frá Liverpool 18077 myndavél 23500 30 TESAI ferðaútvarp 19026
17 KODAK Pocket A1 30 Hljómplötur að eigin vali 31. Vöruúttekt að eigin vali
myndavél 20797 frá Fálkanum 10641 frá Liverpool 27627