Morgunblaðið - 05.06.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.06.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980 39 • ólafur Magnússon markvörður Vals Krípur inn i leikinn á hættulegu auKnabliki. Einn besti maður Fram i leiknum, Kristinn Jörundsson, er lenjfst tii hægri og bidur færis. Ljósm. Kristján. Framarar héldu sínu striki að velli í gærkvöldi knötturinn aftur til Kristins, sem kom nú boltanum rétta boðleið. lögðu Val FRAMARAR héldu sínu striki í 1. deild íslandsmótsins i knatt- spyrnu í gærkvöldi, en Valur ekki. Fram sigraði nefnilega Val með einn marki gegn engu og tók þar með forystu í 1. deild, hefur hlotið 8 stig í fjórum fyrstu umferðunum. Og Fram hefur enn ekki fengið á sig mark i íslandsmótinu til þessa. Þrátt fyrir að Fram leiki ekki alveg eins fágaða knattspyrnu og sum önnur lið 1. deildar, mun enginn deila um að liðið leikur þeim mun árangursrikari knattspyrnu og sigur liðsins í gærkvöldi var mjög verðskuldaður. Liðið fékk bæði fleiri marktækifæri í leikn- um og betri og satt best að segja fékk Valur ekki eitt einasta marktækifæri sem talandi er um. Eins og við var að búast, voru Valsmenn meira með knöttinn og hann gekk oft laglega manna á milli úti á vellinum. En vörn Fram var sem múrveggur eins og fyrri daginn og færi fengu Valsarar engin. Framarar voru því heldur minna með tuðruna, en voru þess í stað sýnu ákveðnari. Einu færin sem talandi er um í leiknum fengu þeir. Það markverðasta sem kom frá hendi Valsmanna voru þrjú langskot í fyrri hálfleik. Hermann Gunnarsson átti tvö þeirra og Guðmundur Þorbjörnsson það Lið Fram: Guðmundur Baldursson 7 Simon Kristjánsson 6 Trausti Haraldsson 7 Gunnar Guðmundsson 4 Marteinn Geirsson 7 Kristinn Atlason 6 Jón Pétursson 5 Kristinn Jörundsson 7 Guðmundur Torfason 4 Pétur Ormslev 7 Guðmundur Steinsson 5 Lið Vals: Ólafur Magnússon 6 óttar Sveinsson 5 borgrímur Þráinsson 5 Dýri Guðmundsson 6 Sævar Jónsson 6 Magnús Bergs 6 Ólafur Danivalsson 4 Guðmundur Þorbjörnsson 6 Albert Guðmundsson 5 Hermann Gunnarsson 6 Matthías Hallgrímsson 4 Magni Pétursson (vm) 4 Hörður Júlíusson (vm) 3 Dómari: Kjartan Ólafsson 6 Fram - 1 O Valur |~U þriðja. En ekkert þeirra skapaði hættu að ráði. Ólafur Magnússon í marki Vals hafði hins vegar nóg að gera. Hann varði vel skot Trausta Haraldssonar á 6. mínútu og síðan aftur á 16. mínútu, er Kristinn Jörundsson komst einn inn fyrir vörn Vals. Á 30. mínútu fékk Fram enn færi, Pétur Ormslev var þá kominn vel inn í vítateig Vals, er Dýri sópaði honum um koll. Var af þessu megn vítastybba, en Kjartan dómari Ólafsson færði brotið hins vegar út fyrir teig. Ekkert af viti varð úr þeirri aukaspyrnu. Á 37. mínútu kom síðan sigur- mark Fram í leiknum. Símon Kristjánsson bakvörður sendi þá góða sendingu fyrir mark Vals. Kom knötturinn mjög nærri marki Vals og hefði Ólafur mark- vörður átt að hirða sendinguna. Kristinn Jörundsson var í dauða- færi, en hitti knöttinn illa með höfðinu, skallaði þvert fyrir mark- ið, þar sem Guðmundur Steinsson ásamt varnarmanni Vals komu á fleygiferð. Af þeim skrúfaðist Lið ÍBV Páll Pálmason 7 Sveinn Sveinsson 6 Sighvatur Bjarnason 5 Þórður Hallgrimsson 6 Gústaf Baldvinsson 6 Snorri Rútsson 6 Jóhann Georgsson 5 óskar Valtýsson 6 ómar Jóhannsson 6 Kári Þorleifsson 6 Sigurlás Þorleifsson 6 Lið Þróttar: Jón Þorbjörnsson 5 Ottó Hreinsson 6 Þórður Theódórsson 6 Rúnar Sverrisson 6 Sveinn Einarsson 6 Jóhann Hreiðarsson 6 ólafur Magnússon 5 Þorvaldur I. Þorvaidsson 4 Páll Ólafsson 7 Ágúst Hauksson 6 Sigurkari Aðalsteinsson 5 Baldur Hannesson (vm) 4 Harry Hiil (vm) 5 Dómari: Hreiðar Jónsson 6 l-0. Aðeins mínútu síðar tókst Pétri Ormslev á ótrúlegan hátt að spyrna hátt yfir opið markið af meters færi. Trausti Haraldsson hafði þá lætt lúmsku skoti að markinu og Ólafur markvörður missti hann frá sér rakleiðis til Péturs. Og á síðustu mínútu fyrri hálfleiks var Pétur enn í dauða- færi, lék þá snilldarlega á varn- armann eftir að hafa fengið stór- góða sendingu frá Marteini úr aukaspyrnu, en Ólafur Magnússon sá við honum og lokaði markinu. Svo sem sjá má af framan- skráðu, er hæpið að segja Vals- menn hafa vaðið í færum. En um þverbak keyrði í síðari hálfleik, þá var ekki nóg með að Valsmenn sköpuðu sér engin færi, Framarar fengu heldur engin og var leikur- inn þá eitt alls herjar miðjuþóf. Ekki einu sinni þurftu fréttamenn að stinga niður penna til minnis. Leikurinn var í járnum, Framarar greinilega sáttir við fenginn hlut og Valsmenn hömuðust við að hnýta saman boðlegar sóknarlotur án árangurs. Framarar léku leik þennan fyrst og fremst skynsamlega og oft með mjög góðum sprettum í sóknarleiknum. Guðmundur Bald- ursson í markinu gerði góða hluti er til kasta hans kom og Marteinn hélt saman vörninni að vanda. Kristinn „gamli" Jörundsson átti mjög góðan fyrri hálfleik og þokkalegan síðari, hans besti leik- ur lengi. Þá var Pétur Ormselv mjög ógnandi í fremstu víglínunni. Hjá Val var hins vegar færra um fína drætti. Óli Dan, Guðmundur Þorbjörnsson og Magnús Bergs voru ákaflega dug- legir, en erfiði þeirra hlaut enga umbun. Hermann Gunnarsson var nú í byrjunarliði Vals. Hann vantar greinilega enn nokkra af snerpu fyrri tíma, en átti margar vandaðar og fallegar sendingar. Albert er sér kafli í liði Vals. Er slæmt fyrir Val hve lítið kemur út úr Albert. Þar er á ferðinni maður með mikla yfirferð, knattmeðferð og auga fyrir samleik og sendi- ngum. En hann getur ómögulega skilað knettinum frá sér, einleikur fram og til baka í stað þess að gefa frá sér tuðruna. I stuttu máli: íslandsmótið í l. deild, Fram — Valur l:0 (l:0). Mark Fram: Kristinn Jörunds- son (37. mín.). Gul spjöld: Engin. Áhorfendur: 2885. — jrg. Hart barist um stigin í Eyjum íbv - i_n Þróttur I w Vestmannaeyingar náðu að hala inn tvö stig i 1. deild í gærkvöidi þegar þeir sigruðu Þróttara 1—0 í Eyjum. Hafa Eyjamenn nú náð að laga stöðu sina verulega eftir slæma byrjun. Leikurinn fór vel af stað fyrir heimamenn. Fyrstu 20. minút- urnar réði ÍBV öllu um gang leiksins og lék liðið þá stórgóða knattspyrnu. boltinn gekk hratt og vel á milli manna og færi sköpuðust við mark Þróttar. Leikmönnum ÍBV var hinsveg- ar fyrirmunað að skora. Þróttur bjargaði meðal annars á línu eftir að Sigurlás hafði leikið vörn og markvörð grátt. Er leikið hafði verið í tuttugu mínútur urðu heldur betur þátta- skil í leiknum. Þróttarar náðu góðum tökum á leiknum og á þremur mínútum áttu þeir jafn- mörg góð marktækifæri, en í öll skiptin varði Páll Pálmason snilldarlega. Eyjamenn réttu aft- ur úr kútnum síðustu mínútur hálfleiksins og rétt fyrir leikhlé átti Kári Þorleifsson gott skot sem small í samskeytunum á marki Þróttar. 0—0 var því staðan í hálfleik. Síðari hálfleikur einkenndist af barningi og mikilli baráttu beggja liða og mikið um marktækifæri á báða bóga. Eyjamenn voru seigir að misnota sín færi en Páll Pálmason var sú hindrun sem Þróttarar gátu ekki yfirstigið. Á 68. mínútu dró loks til verulegra tíðinda. Eyjamenn náðu þá upp góðri sókn upp vinstri kantinn, Sveinn Sveinsson gaf vel fyrir mark Þróttar og á nær ólýsan- legan hátt tókst Jóhanni Georgs- syni að stýra boltanum í netið með síðunni. Síðustu mínútur leiksins var mikil barátta í báðum liðum. Þróttarar sóttu af miklum krafti án árangurs. Skyndisóknir Eyja- manna sköpuðu ávallt mikla hættu við mark Þróttar. Bestu menn IBV voru hinn síungi Páll Pálmason markvörður og Gústaf Baldvinsson. Sigurlás Þorleifsson var mjög ógnandi í framlínunni. Hjá Þrótti voru beztu menn Páll Ólafsson, Jóhann Hreiðarsson og Ottó Hreinsson. í stuttu máli: íslandsmótið, 1. deild, Vestmannaeyjavöllur: ÍBV-Þróttur 1—0 (0—0). Mark ÍBV: Jóhann Georgsson á 68. mínútu. Gul spjöld: Ólafur Magnússon, Þrótti. Áhorfendur 725. Dómari Hreiðar Jónsson, dæmdi hann sæmilega. HKJ. • Páll Olafsson var einn besti maður Þróttar gegn ÍBV. Lék hann vörn IBV oft grátt með hraða sinum og ieikni. Heimsmet í 100 m hlaupi TUTTUGU og tveggja ára gömul rússnesk stúlka Lyudmila Kondratyeva setti i gær nýtt heimsmet i 100 metra hlaupi kvenna. Hljóp hún vegalengdina á 10,87 sek. og bætti gamla metið um eitt sekúndubrot. En það átti Austur-þýska stúlkan Marliz Goer. Danir unnu Noreg Danir sigruðu Norðmenn 3—1 í vináttulandsleik i knattspyrnu í gærkvöldi, fór leikurinn fram i Kaupmannahöfn. Benny Nielsen. Frank Arnesen og Preben Elkjer skoruðu mörk Dana, en Stein Kollshaug svaraði fyrir Norðmenn. Þá sigruðu Búlgarir Finna 2—0 í undankeppni HM. Markob og Kostadinov skoruðu mörkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.