Morgunblaðið - 05.06.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.06.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980 um sem hann hélt með vissu millibili. Þegar Guðmundur kom heim frá námi, tók hann þegar til hendinni við gerð sjókorta á veg- um Sjómælinga íslands og vann við gerð þeirra í nokkur ár, en ég veit að undir niðri átti ekki við hann að sitja við teikniborðið til langframa, þó hvert lista-sjókort- ið eftir annað kæmi frá hans hendi. Hann byrjaði þá að taka að sér framkvæmdir sem sjálfstæður kafari og starfaði víða um land við hafnarframkvæmdir og ávann sér mikla virðingu sem frábær kafari og verkmaður. Að öðrum verkum ólöstuðum, þá held ég að við lagningu vatnsveitu frá landi til Vestmannaeyja árið 1968 hafi hann unnið einstakt afrek, það geta Vestmannaeyingar best dæmt um. Þeir menn sem störfuðu með Guðmundi vissu að þar fór enginn skráveifa, þegar taka þurfti til hendinni og það var ekki allra að fara í fötin hans, hvort sem það var í hinum þögla heimi hafdjúpanna oft í frosti og kulda eða í okkar venjulega mannheimi. Þarna fór saman þekking og áræði. Ég man að hann sagði mér hvað djúpin væru oft heillandi og fögur og að hann langaði til þess að festa þessa undraveröld á filmu til þess að aðrir gætu upplifað hana líka. Ég vii þakka Guðmundi fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum saman og vináttu alla tíð. Björgu, eftirlifandi syni og dótt- ur, aldraðri móður Oddnýju, systrunum Guðnýju og Huldu, öðrum ættingjum og tengdafólki sendi ég einlægar samúðarkveðj- ur. Örn Harðarson En mór fens 1 föstum þukk hrosta hilmir á hendi stendr. Mákak upp jorAu Krimu. rýnnisreiíl. rcttri halda. (Exill SkaHaKrímsson). Örlagavaldið hefur enn einu sinni gripið inn í atburðarásina og heldur óþyrmilega, að mér finnst. Vaskir drengir hafa verið burt- kallaðir löngu fyrir tímann. Fjöl- mörgum verkefnum var ólokið og óteljandi ný verkefni virtust vera framundan, verkefni, sem aðeins verða leyst af þeim sem til þess hafa reynslu og þekkingu. Til þess að öðlast þá hæfileika hafa þeir orðið að eyða stórum hluta af stuttu æviskeiði. Því verður það svo óskiljanlegt, að þessi þekking og reynsla sé tekin frá okkur löngu áður en eðlilegt má teljast, eða er hennar meiri þörf annars staðar? „Höpp og slys bera dul- arlíki" eins og Einar Benediktsson mælir í ljóði sínu „Einræður Starkaðar". Ljóð þetta gæti á vissan hátt endurspeglað lífsskoð- un Guðmundar vinar míns Guð- jónssonar og þá mína einnig. Ég kynntist Guðmundi fyrst haustið 1976 en þá unnum við saman við undirbúning að viðgerð og breytingu á legu særafstrengs- ins til Vestmannaeyja. Guðmundur hafði mjög víðtæka reynslu í lagningu sæstrengja. Heita má, að hann hafi verið viðriðinn flestar særafstrengs- framkvæmdir á íslandi hingað til. Mjög mikið reyndi á Guðmund við framkvæmd þessara verka. Hann varð oft að kafa niður á 40—60 m dýpi við slæm veðurskil- yrði og þá jafnvel saga strengi í sundur niður við botn, en til þess þarf geysilegt þrek, enda var Guðmundur slíkur þrekmaður, að ég held að einsdæmi sé. Undanfarin ár vann Guðmund- ur mikið fyrir Rafmagnsveitur ríkisins við lagningu og viðgerðir á sæstrengjum. Vegna allra þess- ara verkefna urðu kynni okkar Guðmundar mjög nánin. Þau kynni þróuðust í vináttu, sem náði lengra en verkefnin. Guðmundur var traustur vinur. Það var sér- staklega þægilegt að vera í návist hans, kannski sérstakiega vegna rósemi hans og falslausrar ein- lægni og skaplyndis, sem aldrei var hægt að koma úr jafnvægi. Allt hans eðli var traust. Allt, sem hann vann var gert af einstakri natni, nákvæmni og vandvirkni. Það var margt, sem Guðmundur kenndi mér. Skal hér aðeins nefnt tvennt, sem reynt verður að hafa að leiðarljósi: Að halda dagbók í sem fæstum orðum og þó gleyma engu, sem máli skiptir og færa hana að kvöldi hvers dags. Það var ekki ósjaldan, sem upplýsingar úr bókinni hans komu sér vel. Guðmundur kenndi mér ennig að þekkja fólk og tala aldrei illa um þá, sem nánast voru óvinir eða þá sem börðust gegn manni, ef til vill vegna rangra forsenda, sem ekki hafði tekist að leiðrétta. Guðmundur var mjög lífsreyndur maður og þess vegna var hann í mínum huga stór klettur, sem gott var að styðja sig við þegar á bjátaði. Hverr mér hugaAr á hliö standi annarr þoxn við óöræði. I>arfk þess opt of þvenförum. Verðk varíleyjfr, es vinir þverra. (Eifill Skallaicrimsson). Ég óska vini mínum og ungum, viðmótsþýðum og elskulegum syni hans og einnig vini þeirra, allra heilla í nýjum heimi mót nýjum ævintýrum. Ég votta aðstandendum öllum mína dýpstu samúð. Kári Einarsson. Ekki getum við undirritaðir látið hjá líða að minnast vinar er hann hverfur á braut. Dapurlega heilsaði sumarið okkur, þó svo að veðurguðirnir skörtuðu sínu fegursta á sumar- daginn fyrsta. Þegar líða tók á daginn og eftirgrennslan eftir Jökultindi bar ekki árangur, var sem ský drægi á himininn, en ekki var öll nótt úti og við lifðum í voninni um að áhöfnin á Jökul- tindi væri einhvers staðar heil á húfi, en sú von slokknaði seinni part föstudagsins 25. apríl, er lík Guðmundar fannst rekið, var þá ijóst að Jökultindur hafði farist síðasta vetrardag norður af Vest- mannaeyjum. Ekki erum við sáttir við tilver- una þegar hún grípur þannig inní og tekur menn í blóma lífsins. Ekki verður annað sagt um Guð- mund, fyrir þá sem með honum hafa unnið, að þar er skarð fyrir skildi. Störf hans hér í Vestmannaeyj- um verða seint þökkuð og seint mun skarð hans verða fyllt. Þó ætium við okkur ekki þá dul að lýsa í þessum fátæklegu línum okkar Guðmundi E. Guðjónssyni kafara og sjókortagerðarmanni, slíkur afburðamaður var hann. Við kynntumst Guðmundi fyrst í kringum 1970 og samband okkar og vinátta varð æ meiri eftir því sem kynnin urðu meiri. Guðmund- ur var mjög yfirlætislaus um störf sín, kunnáttu og hæfni en þar sem við áttum sameiginleg áhugamál, bar ýmislegt á góma. Guðmundur var fyrsti sundkaf- ari á íslandi, hann nam köfun í þeim fræga skóla Jan Uhre í Kaupmannahöfn. Guðmundur var við nám í sjókortagerð í Kaup- mannahöfn á árunum 1950 til 1953 og var sundköfunin nokkurs konar aukafag í upphafi. Guðmundur var mjög hæfur maður á þessum sviðum. Hann var með eindæmum vandvirkur og samviskusamur, mikill skipuleggjari og bera verk hans því gott merki víða um landið. Guðmundur var rómað snyrti- menni, þau sjókort og skissur sem við höfum séð, eru gerð af kunn- áttumanni með sérstakri natni og snyrtimennsku. Við höldum að á engan sé hallað þó sagt sé að hann hafi verið færasti kafari landsins og jafnvel þó víðar væri leitað. Guðmundur var prúðmenni, ljúfur í umgengni og mikill barna- vinur. Hann var mikill listamaður af guðsnáð. Fjölskylda Sigurðar varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga Guðmund að vini, áttu þau saman margar ógieymanlegar ánægjustundir á heimili Sigurðar, þegar hann var staddur í Vest- mannaeyjum vegna starfa sinna. Skömmu eftir andlát Guðmund- ar átti Sigurður mjög ánægjulegt samtal við Björgu konu hans á heimili þeirra, vel búnu og snyrti- legu að Bogahlíð 18, Reykjavík. Einhverju sinni hafði það dottið út úr Guðmundi að hann hafi fengist lítillega við að mála mynd- ir í frístundum sínum. Rifjaðist þetta upp fyrir Sigurði það kvöld, svo að af forvitni spurði hann Björgu hvort hún væri ekki með einhverja mynd eftir Guðmund. Benti Björg á myndir í stofunni, feikilega fallegar, telur Sigurður að margur menntaður málarinn mætti vera hreykinn af. Um margt var Guðmundur for- ystumaður á sviði köfunar hér á landi. Hann rak fyrsta sundkaf- araskóla á íslandi og útskrifaði fjölda kafara úr skólanum. Þeir sem útskrifuðust fengu mjög fal- leg skírteini, útbúin eftir Guð- mund, sem á stóð, hinn þögli heimur Neptúnus. Guðmundur lét útbúa afþrýst- ingshylki, það eina sem á íslandi er til. Tilkoma hylkisins var sú, að er hann var að vinna hér við neðansjávarleiðslurnar til Vest- mannaeyja á miklu dýpi, þótti ófært að hafa ekki slíkt hylki. Það var þá sem Guðmundur fékk Andra heitinn Heiðberg í lið með sér og smíðaði Andri hylkið undir leiðsögn Guðmundar. Þarf ekki að orðlengja það að hylkið er þeim báðum til sóma. Enn eitt braut- ryðjendastarf Guðmundar í þágu köfunar hér við land. Það furðar víst engan, sem til köfunar þekkja, þótt Guðmundur hafi verið mikill trúmaður, þar sem hann stundaði svo áhættu- samt starf sem atvinnuköfun get- ur verið. Við kynntumst þeirri hlið á honum talsvert, þótt því hafi hann aldrei fleipað frekar en öðru um sína hagi. Hann var mjög næmur og tilfinningaríkur maður og kirkjurækinn mjög. Stutt er síðan við vissum að Guðmundur gaf eitt sinn út litabók handa börnum, með myndum úr sögum Biblíunnar. I grein sem þessari verður jafn mikilhæfum manni sem Guð- mundi Guðjónssyni ekki getið til fullnustu. Því miður kynntumst við Magn- úsi syni Guðmundar ekki mikið og Kára þekktum við rétt í sjón, en það duldist ekki að þar fóru dugmiklir drengir, það segir sína sögu að Guðmundur vildi hafa þá með sér við ábyrgðarmikil störf. Við sendum eiginkonu Guð- mundar og fjölskyldu svo og fjölskyldu Kára innilegustu sam- úðarkveðjur, þó svo að sumarið hafi ekki byrjað vel, þá eigi sól eftir að hækka á lofti í hjörtum þeirra í minningu um þá. Jóhannes Kristinsson Sigurður óskarsson Vestmannaeyjum. Einn sérstæðasti þáttur í aldarfornri helgimenningu íslendinga er „sumardagur- inn fyrsti." Ég hef oft dvalið erlendis þennan dag á liðnum árum. Þar virðist enginn veita hon- um svo mikið sem eftirtekt, vita að hann sé til. Fyrir hundrað árum, já, alla leið fram á miðja 20. öld var hann samt einn sannasti gleðidagur ársins á Islandi. Fagnað með söngvum. Öll- um gefnar gjafir. Sumir, sem aldrei fengu afmælisgjöf, aldrei jólagjöf fengu áreiðanlega eitthvað fallegt á sumardaginn fyrsta. Oft og víða var þá lítið til í búrinu en varla svo að ekki væri leitað hins bezta til að færa fólkinu þennan dag. Fegurstu ljóð voru ort um vonir og óskir urðu fleygar á allra vitund og á allra vör- um. „A sólgeislavængjum úr suðrænni hlýju er sumarið komið og heilsar að nýju.“ Gæti nokkur þjóð heimsins átt dýpri gleði, sannari og heitari bænir helgaðar ljósi og lífi á jörð en þær, sem óma í sálmi Matthíasar Jochumssonar, drengsins úr afdalakotinu í Skógum. Sá sálmur var lofgjörðaróður til lífsins um gjörvallt landið eftir fimbulvetur, þegar fólk- ið flýði land og hefst á þessa leið: „Kom heitur til míns hjarta, blærinn blíði. Kom blessaður í dásemd þinnar prýði. Kom lífsins engill nýr og náðarfagur í nafni Drottins, fyrsti sumardagur. “ Svo er deginum lýst sem boðbera vorgyðjunnar, sem nálgast í sigurför ljóssins, með makt og miklu veldi og merkið sveipað guðdómstign og eldi. Hún á hollvin í hverju minnsta blómi, þar eð hvert einasta fræ í frosnum sverði er bústaður lífsins. Þar býr andi, sem fæddur á ódauðleikans landi. Þá kemur þessi bæn síðast: „Kom til að lífga, fjörga, gleðja, fæða og freisa, ieysa, hugga, sefa, græða. “ Ekki yrði gildi þessa þjóð- legu helgidags betur lýst í örfáum orðum. Eitt sárasta tákn þess að þarna er íslenzkur helgidag- ur að gleymast er sú stað- reynd, að þessi sálmur er einn þeirra, sem hefur verið strikaður út úr sálmabókinni í síðustu útgáfu hennar. Það er því full ástæða til að ætla þá strengi hjartans, sem hljóma hæst og dýpst í þrá og bæn til ljóssins mega þagna á íslandi. En hvar hefur sumarið verið heitar þráð? Hvar hefur sólskinið verið elskað heitar? Ljósþrá og lífstrú hins íslenzka hjarta hefur sigrað eld og ís, storma og myrkur gegnum aldirnar. Um það ber helgi sumardagsins fyrsta sannast vitni. Ættum við að glata þeirri helgi og þeim áhrifum, sem hún gæti veitt til verndar og vaxtar hverju lífsmagni í landi og hjörtum þessarar þjóðar? Sannarlega yrðum við þá sýnu fátækari á allan hátt, fátæk, örbirg og aum. Til eru þeir einstaklingar og hópar enn, sem vilja þarna vaka, sem betur fer. Þar á meðal eru skátarnir. Þeir hafa gert fyrsta sumar- dag að sínum degi á ýmsan hátt með helgigöngum, söngvum og viðhöfn. Heill sé þeim. En sannarlega mætti þar allt æskufólk sameinast um dali og strendur, annes og eyjar þessa kalda lands. Þar, væri ekki sízt að vænta þátttöku frá æsku- lýðsfélögum safnaðanna, sem ættu að helga sér daginn og undirbúa jafnvel vetrar- langt veglega hátíðadagskrá í hverri kirkju og hverjum skóla á fyrsta sumardag. Þannig yrði í starfi og leik, óskum og bænum plægt og sáð helgasta gróðri á guðs- ríkisbraut hins góða, sanna og fagra, sem aldrei má gleymast neinum æsku- manni né uppalanda. í þeim hátíðahöldum ættu skrúðgöngur, helgisýningar, íþróttir, söngvar, tónlist, helgistundir og dansar í hærra veldi, að hafa sinn rétt. íslenzk æska er nú ein hin fræknasta, fegursta og gáf- aðasta á guðs vegum, ef hún gætir síns auðs, síns andlega auðs, sem nefnist: Hrein- leiki, drenglund og dugur, framborið í auðmýkt en þó ósigrandi metnaði og sjálfs- virðingu ofar öllum eitur- nautnum. Þessi æska örfárra þús- unda, sem halda til jafns við milljónir háþróaðra menn- ingarþjóða, byggir jafnvel óvitandi á hornsteini hug- sjóna og bæna frá vor- mönnum íslands, sem áttu sumardaginn fyrsta og sól- dýrkun hans að hornsteini og dísir hans að verndarenglum. Gleymið því ekki, gleymið aldrei að sumardagurinn fyrsti er sjálfvalinn æsku- lýðsdagur á Islandi til söfn- unar efnislegum og andleg- um fjársjóðum til vaxtar og verndar öllu, sem grær og þráir ljós og Ííf. Lyftið fyrsta sumardegi í það öndvegi íslenzkra helgi- daga og helgidóma, sem hon- um ber, ofar öllum gömlum húsum og fornum minjum, með allri virðingu fyrir þeim. Ef hann gleymist og týnist á brautum þjóðlífsins, er öllu öðru hætt, sem helgast er íslenzkri þjóðarsál, jafnvel handritum og helgigripum. Fegurð, gleði, friður eru kjörorð dagsins. Unga fólkið á íslandi ætti sannarlega að lifa þann boðskap, sem felst í þessum orðum og áminningu sumar- dagsins fyrsta, sem letruð er sólrúnum morgunsins: „Hvar sem leiðin þín liggur um lönd eða höf berðu sérhverjum sumar og sólskin að gjöf.“ Á sumardaginn fyrsta 1980. Árelíus Níelsson. Fyrsti sumardagur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.