Morgunblaðið - 28.06.1980, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980
DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa.
Dómkórinn syngur, organleikari
Marteinn H. Friöriksson. Sr. Þórir
Stephensen.
ARB/E J ARPREST AK ALL: Guös-
þjónustan fellur niður vegna mál-
verkasýningar og kaffisölu Kvenfé-
lagsins í Safnaöarheimilinu. Sr.
Guömundur Þorsteinsson.
ASPRESTAK ALL: Messa kl. 11
árd. að Noröurbrún 1. Sr. Grímur
Grímsson.
BREIÐHOLTSPREST AK ALL: Ef
veöur leyfir, veröur sameiginleg
útiguösþjónusta Breiöholts- og
Fellaprestakalls í garöinum viö
Asparfell og Æsufell kl. 11 árd. Sr.
Lárus Halldórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11
árd. Organleikari Guöni. Þ. Guö-
mundsson. Sr. Ólafur Skúlason.
FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL:
Guösþjónusta í garöinum viö Asp-
ar- og Æsufell kl. 11 f.h. Hljóm-
GUÐSPJALL DAGSINS:
Lúk. 6.: Verið miskunn-
samir.
sveitin 1. Kor. 13 leikur og syngur.
Sr. Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Guösþjónusta
kl. 11. Organleikari Jón G. Þórar-
insson. Almenn samkoma n.k.
fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr.
Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Fyrirbænaguösþjónusta þriöjudag
kl. 10.30 árd. Beöiö fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
árd. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HATEIGSKIRKJA: Messa kl. 11
árd. Sr. Tómas Sveinsson. Organ-
leikari Árni Arinbjarnarson. Sr.
Arngrímur Jónsson verður fjarver-
andi fram aö 19. júlí.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón-
usta kl. 11 árd. Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Guösþjón-
usta kl. 11. Organleikari Ólafur
Finnsson. Guömundur Jónsson
óperusöngvari syngur með kórn-
um. Sr. Sig. Haukur Guöjónsson.
LAUGARNESKIRKJA: Messa kl.
11. Bænaguösþjónusta þriöjudag
1. júlí kl. 18. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Frank M. Halldórsson. Orgel-
tónleikar Reynis Jónassonar kl.
20.30 í kirkjunni.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa
kl. 2. Organleikari Siguröur ísólfs-
son. Prestur sr. Kristján Róberts-
son.
DÓMKIRKJA Krists konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd.
Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa
kl. 2 síód. Alia virka daga er
lágmessa kl. 6 síðd. nema á
laugardögum þá kl. 2 síöd.
FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl.
11 árd.
ENSK messa veröur kl. 12 á
hádegi í Háskólakapellunni.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garöabæ: Hámessa kl. 2 síöd.
KAPELLA St. Jósefsspítala Hafn.:
Messa kl. 10 árd.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl.
8.30. Virka daga er messa kl. 8 árd.
KEFLAVÍKUR- OG NJARÐVÍK-
URPRESTAKÖLL: Guösþjónusta í
Innri-Njarövíkurkirkju kl. 11 árd.
Kór Keflavíkurkirkju syngur, organ-
isti Siguróli Gelrsson. Sr. Ólafur
Oddur Jónsson.
GAULVERJABÆJARKIRKJA:
Guösþjónusta kl. 2 síöd. Sóknar-
prestur.
AKRANESKIRKJA: Messa kl.
10.30 árd. Sr. Björn Jónsson.
STRANDARKIRKJA í Selvogi:
Messa kl. 2 síöd. Sóknarprestur.
Hrafn Sæmundsson:
Lítilli hugmynd
komið á framfæri
Sum málefni eru þannig vaxin
og það stór í sniðum, að þau verða
ekki leyst öðruvísi en með sameig-
inlegu átaki eða með almennri
samhjálp sem allir taka þátt í.
Þetta viðurkennum við í verki í
þjóðfélaginu okkar og eyðum
verulegum fjármunum til sam-
hjálpar.
Engu að síður er það svo að
þrátt fyrir þessa staðreynd og
jafnvel þá að við eyddum enn
meiru í þessu skyni, þá nægir það
aldrei til fulls. Þetta stafar af því,
meðal annars, að opinber forsjá.
Hrafn Sæmundsson
þó góð sé, getur ekki einhliða
komið í staðinn .fyrir ýmsa ann-
arskonar samhjálp. Hér á ég við
það að ekki er hægt að kaupa
mannleg samskipti fyrir peninga
eða þvinga þau fram með lagaboði.
Það er vegna þessarar stað-
reyndar, að ég reifa hér hugmynd,
sem lengi hefur verið að veltast í
huga mínum. Og ég hef raunar
rætt þetta málefni við allmarga
aðila sem framkvæmd þess myndi
heyra undir.
Ég er hér að tala um það,
hvernig leysa megi þann félags-
lega vanda aldraðs fólks og ör-
yrkja, sem eru dæmdir til veru-
íegrar einangrunar í samfélaginu
vegna elli sinnar og örorku.
í Reykjavík einni saman eru
milli 10 og 15% allra íbúanna
ellilífeyrisþegar eða öryrkjar.
Margt af þessu fólki býr við góðar
aðstæður. Hinsvegar eru það
margir sem búa í meiri og minni
einangrun, félagslega séð. Og ég
hef rökstuddan grun um að þeir
sem búa við slíka einangrun séu
miklu fleiri en við vitum um eða
gerum okkur grein fyrir.
Hugmynd mín er sú að gerð
verði tilraun til þess að leysa hinn
félagslega vanda þessa fólks að
einhverju leyti með því að setja
málefni þess á námsskrá fram-
haldsskólanna.
Þeir skólamenn sem ég hef rætt
þessi mál við, hafa ekki talið
veruleg tormerki á að framkvæma
þetta í skólanum. Þessar línur eru
til þess eins að reyna að koma
fleiri skólamönnum og stjórnend-
um fræðslumála inn í þessar
umræður. Það væri til að mynda
fróðlegt að heyra álit rektoranna í
menntaskólunum og fulltrúa
menntamálaráðuneytisins á þess-
ari hugmynd.
Hugmyndin, sem hér er sett
fram óunnin með öllu, er hugsuð
sem kveikja að hugsanlegum um-
ræðum. I grófum dráttum er
hugmyndin sú að það verði metið
inn í sálarfræði og félagsfræði-
kennslu framhaldsskólanna að
nemendur aðstoðuðu aldraða og
fatlaða við að halda félagslegum
tengslum í samfélaginu. Þetta
gæti til að mynda gerst á þann
hátt að myndaðir yrðu vinnuhópar
í framhaldsskólunum, og þessir
hópar ynnu sem hluta af námsefn-
inu við að hjálpa áðurnefndu fólki
til að komast á almannafæri, í
leikhús, á sýningar og samkomur
og aðra félagsstarfsemi.
Auðvitað væri þetta ófram-
kvæmanlegt nema til kæmi einnig
skipulögð starfsemi annarsstaðar
sem ynni með nemendum að
verkefninu. Samtök fatlaðra eru
þegar fyrir hendi en aldraðir hafa
engin samtök og fáir hugsa um
þann hóp á þessu sviði frekar en
öðrum.
Ef þessi hugmynd yrði fram-
kvæmd, held ég að allir myndu
græða á henni. Unga fólkið myndi
þroskast við að glíma við þetta
verkefni og skjólstæðingar þess
fengju aukna lífsfyllingu.
Og eitt er það ennþá í þessu
máli sem snýr að framtíðinni.
Flestallir þeir sem síðar meir
koma til með að stjórna þjóðfélag-
inu, ráðherrarnir, alþingismenn-
irnir, embættismennirnir og allir
hinir, munu koma að stærstum
hluta gegnum framhaldsskólana.
Ef sú hugmynd sem ég hef hér
drepið á yrði framkvæmd, þá
hefðu allir þessir aðilar orðið að
þreifa sjálfir með eigin höndum á
þessum þætti mannlífsins. Stund-
um finnst manni það vafamál að
allir þeir sem um málefni þessara
minnihlutahópa fjalla, hafi mikla
persónulega reynslu eða þekkingu
á þessu sviði. Allavega benda
sumar athafnir þeirra ekki til
þess.
Jakob V. Hafstein, lögfræðingur:
Reykvíkingar svíkja ekki Albert
Fjölmennasti útifundur í Reykjavík fyrr og síðar
Fyrir þrem dögum var ég stadd-
ur á fjölmennum vinnustað í
sjávarplássi á norðanverðu Snæ-
fellsnesi. Forsetakosningarnar
voru þar á dagskrá og mikið
ræddar. Sú hættulega skoðun
skaut upp kollinum, að sennilega
væri hyggilegast að láta atkvæði
sitt falla á ákveðinn frambjóð-
anda til þess að tryggja að annar
frambjóðandi yrði ekki kosinn,
sem valda mundi þjóðarharmleik.
Þá kvaddi einn verkamaðurinn
sér hljóðs, brýndi raustina og
sagði hátt og snjallt. Þetta eru
mikil firn að heyra. Haldið ykkur
fast við ykkar skoðun, sýnið
engan bilbug. Reykvikingar
munu aldrei svíkja Albert og við
gerum það heldur ekki hér.
Rúmum sólarhring síðar var ég
staddur á Lækjartorgi, ásamt tug-
þúsundum Reykvíkinga á útifundi
þeirra ágætu hjóna Brynhildar
Jóhannsdóttur og Alberts Guð-
mundssonar. Sól skein í heiði og
Jakob V. Hafstein.
veðurguðirnir tjölduðu sínu feg-
ursta til að fagna Brynhildi og
Albert og þúsundum Reykvíkinga.
Og það sérkennilega við þessa
geysifjölmennu samkomu var
þetta: Þarna voru reykvískir
kjósendur, æskan var við önnur
hátiðarhöld.
Á þessum stórkostlega útifundi,
þar sem hver ræðumaður var hinn
snjallasti og Albert Guðmundsson
fór á kostum, sannfærðist ég um
það, að reykvískir kjósendur
fylkja sér um Albert, og það, sem
verkamaðurinn á vinnustaðnum á
Snæfellsnesi sagði, sannaðist á
þessum glæéilega útifundi.
Ég vil í þessum fáu línum þakka
Reykvíkingum fyrir það, hve vel
þeir ætla sér að standa vörð um
kosningu Alberts til forseta ís-
lands. Við stuðningsmenn hans
vitum, að fylgi hans fer ört
vaxandi úti á landi, því nú vita
allir að Albert er og verður
„maður fólksins" í landinu. En
menn vita líka jafn vel, að úrslit
forsetakosninganna verða ráðin
hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Fram til sigurs fyrir Albert
Reykvíkingar!
Nýjar teiknimyndasögur
Ldid? Cói+i*****
Iðunn hefur sent frá sér fimm
nýjar teiknimyndasögur. Fyrst er
að telja tvær nýjar bækur í
flokknum um hin fjögur fræknu:
Hin fjögur fræknu og gullbikarinn
og Hin fjögur fræknu og þrumu-
gaukurinn. Þetta er sjöunda og
áttunda bókin í þessum flokki.
Teikningar eru eftir Francois Cra-
enhals, en handrit samdi Georges
Chaulet. Bækurnar eru gefnar út í
samvinnu við Casterman í París,
en prentaðar í Belgíu. — Þá er
þriðja bókin í flokknum um kalíf-
ann í Bagdað, Harún hinn milda
og stórvesírinn Fláráð. Þessi nýja
bók heitir Fláráður geimfari.
Teikningar eru eftir Tabary, en
texti eftir Goscinny.
Bókin er gefin út í samvinnu við
Gutenberg í Kaupmannahöfn.
Fjórða bókin um Viggó viðutan
heitir Leikið lausum hala.
Þær bækur eru eftir franska
teiknarann Franquin og gefnar út
í samvinnu við Á/S Interpresse.
Loks er sjöunda bókin um félag-
ana Sval og Val eftir Fournier.
Nefnist hún Sprengisveppurinn
og segir frá ævintýrum þeirra
félaga í Japan. Bókin er gefin út í
samvinnu við A/S Interpresse,
prentuð í Belgíu. — Jón Gunnars-
son þýddi allar þessar teikni-
myndasögur. Fréttatilkynning