Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 13

Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980 13 námsskrá og námsefni hjúkrunar- fræði við Háskólann, með tilliti til þekkingar og menntunar þeirra, sem þaðan útskrifast, svo að þeir viti hvers má vænta af þeim. Nýju hjúkrunarfræðingarnir fara út á vinnumarkaðinn og starfa undir stjórn þessa fólks, sem þarf þá að vita til hvers hægt er að ætlast af þessum starfskrafti til að nýta þekkingu hans til fulls. Og í þriðja lagi er þetta dýrmætt tækifæri fyrir hjúkrunarforstjórana, sem eru dreifðir um land allt, til að hittast, kynnast og skiptast á skoðunum, því stjórnandinn á hverjum stað er einn. • Magn hjúkrunar og gæði Margaret Hooton segir að upp- byggingin í hjúkrun sé svipuð hér og í Kanada, og raunar eins og alls staðar þar sem um er að ræða framleiðanda og þyggjanda þjón- ustu. En vandinn í dag sé hvernig hægt sé að láta magn og gæði umönnunar haldast í hendur. Hvernig hagkvæmast sé að stjórna fólkinu, sem við þessi störf er, þannig að sem best nýting fáist með þetta markmið í huga. Sá er þó munurinn á þessum stjórnun- arstörfum og mörgum öðrum, að hjúkrunarforstjórarnir eru ekki að nýta tæki heldur mannafla. Og að jafnvel þótt nægur mannafli sé fyrir hendi, sé engin trygging fyrir því að hann framleiði það sem veita á. Ekkert mælitæki er hér til. Að vísu megi telja rúmin, sem búið er um, en það segi ekkert um hve mikið magn það sé af hjúkrun. Auk afkastanna verði því að leggja mikið upp úr gæðum hjukrunar. En gæðin aukast með aukinni þekkingu. Auk þess megi spara í stjórnunarstörfum, ef menntun hjúkrunarfólksins auk- ist. Hjúkrunarfræðingarnir geta þá eytt meiri tíma í hjúkrunina sjálfa, ef þeir þurfa minna að stjórna öðru fólki. Nú á tímum beinist gagnrýnin að því að hjúkr- un sé alltaf að verða ópersónulegri og að mikilvægast sé nú í stjórnun að finna hvernig við getum fengið mannlegu þættina inn í. — Það er rétt að kostnaður til heilbrigðismála er alveg geysileg- ur, sagði Margaret Hooton. Enda snýst stjórnunin um það að reyna að tryggja gæði hjúkrunar og skipuleggja hana með tilliti til þess að sem mest magn fáist fyrir fjármagnið, sem fyrir hendi er. Vissulega eru mjög mismunandi aðstæður hjá þeim, sem sækja þetta námskeið. En hluti af stjórnun er einmitt að láta tæki og þekkingu hæfa hverjum stað og í hverju tilviki. Á námskeiðinu var fjallað um hina ýmsu þætti málsins. Flutt voru erindi um hjúkrun og yfir- stjórn heilbrigðismála á Islandi, hinn mikilvæga þátt hjúkrunar í heilbrigðisþjónustunni, um þátt hugmyndafræði að baki hjúkrun- ar, um stjórnun og hlutverk stjórnandans, um stjórnunarferli. Rædd var ábyrgðarskylda hjúkr- unarforstjóra og hjúkrunarfræð- inga almennt, hvernig og hvers vegna má gera aðra ábyrga í starfi, hvernig er verkum úthlutað til annarra og mat og endurmat á hjúkrun. Þá var fjallað um gæði og magn hjúkrunar, hvernig sjúkradeild er mönnuð, hvað er lagt til grundvallar, hvort hægt er að komast af með færri hjúkrun- arfræðinga, ef þeir eru vel mennf- aðir og við hvað er miðað, þegar fundin er ákveðin tala hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða á sjúkra- deild eða heilsugæslustöð. Erindi voru flutt um hjúkrunarþjónustu samfara öðrum breytingum í þjóð- félaginu, heilsugæslu og störf á heilsugæslustöðvum. Og loks var kynning á násefni hjúkrunarfræði í Háskólanum og rætt hvort og hvernig þeir hjúkrunarfræðingar koma til með að bæta þjónustu vegna betri menntunar og meiri þekkingar. Hrafn Gunnlauqsson__ STOKKHÓLMUR Vænst þykir mér um Gamla stan, borgarhluta sem hefur lítiö breytzt síðustu aldirnar; þveng- mjóar götur lagðar höggnum steinum og húsin líkust leik- tjöldum: Kon- ungshöll, kirkjur, skemmtistaðir. Um þessar götur er gott aö reka lappirnar, líta inn á Stampinn, sem er elskuleg lítil djassbúlla, eöa kíkja niöur í gamla klausturkjallarann gegnt Stórkirkjunni sem nefnist Kur- bits og er einn bezti vísna- klúbbur borgarinnar. Og vilji menn harösnúnari sveiflu er Eng- elen frábær skemmtistaöur, þar sem allt er í botni strax eftir sex á kvöldin. Á neöri hæöinni er svo næturklúbburinn Kollingen sem opnar á miönætti. Gamla stan morar í krókum og kim- um þar sem gaman er aö fá sér bjórkollu, eöa bara aö labba um göturnar og skoöa umhverfiö líkast ævintýri og mannlífið sem er hvergi skrautlegra. Eigi ég erindi í íslenzka sendiráöiö á Östermalm, læt ég ekki hjá líöa aö fá mér bita á matstaönum Muntergök í ná- lægri götu (Grevturegatan), sem Englendingar reka og er trúlega ein vinsælasta krá á Östermalm og mikiö sótt af útlendingum. Full ástæöa ertil aö minna á Moderna Museet (NútímalistasafniÖ) og Dramaten (Þjóö- leikhúsiö), en per- sónulega hef ég mest gaman af aö sjá sýningar Pistolteatern í Gamla stan. Rétt hjá Dramaten er veitinga- staöurinn KB (Kúnstnerabar) þar sem hægt er aö fá frábæran mat og barinn inn af salnum er einn sá skemmtilegasti í borginni. í næstu götu er lítil bjórkrá sem nefnist Prinsen og er hún mjög vinsæl. Varöandi dansiböll á íslenzka vísu er Bolaget rétt hjá Stortorget, pottþétt. Séu krakkar meö í feröinni eru dýragaröurinn (Skansen) og Tívolí (Gröna lund) óvenju fallegir staöir. Stokkhólmur er falleg og frjálsleg borg sem minnir á þægilegt baö, aldrei of heit og heldur ekki of köld. FLUGLEIDIR - E.Pá. Geé B Bp'TBSor I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.