Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 14

Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980 „Sveiflugeirinn", bassaleikar- inn Paul Simenon og trommu- leikarinn Topper Headon, eiga sýnilega og heyranlega mikinn þátt í stöðu Clash í poppinu í dag. Topper er sérlega góður trommuleikari, og sagði Mick Gallagher, sem leikur á hljómborðin með Clash, eftir hljómleikana að Topper væri næst mesti trommuleikari breta, aðeins Charley Charles í Blockheads væri betri. Gallag- her er reyndar fastur liðsmaður í Blockheads, en hefur leikið með Clash bæði á hljómleikum og plötum undanfarið ár. Gítarleikararnir Mick Jones og Joe Strummer hafa báðir dálæti á gítarleik Keith Rich- ards í Rolling Stones, og ein- kennist leikur þeirra mest af sterkum töktum. Jones tók þó sóló af og til, en annars sá Mick Gallagher um allar tónlist- arskreytingar, á hljómborði sínu, enda með bestu hljóm- borðsleikurum Breta. Þess má geta hér að Gallag- her hefur leikið allt frá 1960 og verið í hljómsveitum eins og Animals, Skip Bifferty, Bell + Arc og með Peter Frampton, en hann samdi einmitt með Fram- pton lagið „Show Me The Way“ sem margir kannast eflaust við. Joe Strummer sá að mestu um sönginn, en Mick Jones og Paul Simenon sungu þó líka. Clash hafa náð að skapa sér sérstöðu í rokkheiminum með sérlega vel heppnaðri blöndu af rokki, punki, reggae og jazz sem á sér ekki hliðstæðu. Meðfylgjandi myndir tók Kristinn Olafsson á hljómleik- unum á laugardagskvöldið og tala sínu máli. Hia. P.S. Meira verður fjallað um hljómleika Clash í Slagbrandi á sunnudaginn. Rokkhljómsveitin Clash lék fyrir næstum f jögur þúsund manns í Laugar- dalshöll á Laugardags- kvöldið var. I*eir léku nær linnu- laust í um það bil tvær klukkustundir af svo mikl um krafti að líkja mætti við breskt fótboltalið. Og eins og það hafi ekki verið nóg til að þreyta þá, brugðu þeir sér, ásamt fylgdarliði, í fótbolta á gólfi Laugardalshallar- innar á eftir. Sjaldan hafa undirtektir ver- ið jafn miklar og hjá Hallar- gestum á laugardagskvöldið. Það fór ekki á milli mála að Glash eiga stóran aðdáendahóp hérlendis og rokk-tónlistin er þeir keyrðu á fullu átti vel við áhorfendur. Einn ljóður var þó á hljóm- leikunum, en hann var sá að hljómburðarkerfið var borið ofurliði og náði hávaðinn á köflum upp í 130 decibil, en mörkin eru vanalega látin vera um 100 þegar mest er. Bubbi Morthens og Utan- garðsmenn hófu hljómleikana rétt upp úr klukkan níu, og léku nokkur frumsamin lög. Tónlistin og flutningurinn eru ef til vill ekki langt á veg komin, enda hljómsveitin rétt um þriggja mánaða gömul. En vald Bubba á áhorfendum er sérstakt og tilburðir hans á sviði áhrifameiri en flestra annarra söngvara hérlendis. Það fer ekki á milli mála að Utangarðsmenn eiga eftir að verða góð hljómsveit fyrir lok sumarsins, bæði tónlistarlega og hvað sviðsframkomu áheyrir ef fer fram sem horfir. Eftir að Bubbi og félagar hurfu af sviðinu leið ekki á löngu áður en Clash létu sjá sig. Um leið og þeir birtust ætlaði allt um koll að heyra hjá þeim sem héldu sig uppi við sviðið, en þess má geta að um 15 ung- mennum var bjargað úr þren- gingunum við sviðið á meðan á hljómleikunum stóð. Clash byrjuðu á hraðari lög- um sínum, sem flest voru af fyrstu plötum þeirra. Þau lög eru „Hrárri og „punkaðri" og byggja meira á „drunum" líkt og í gömlu ensku þjóðlögunum. Hávaðinn var líka meira afger- andi fyrri hluta hljómleikanna. Nýrri lögin fylgdu síðan á eftir, sveiflukenndari, með jazz og reggae töktum, en stefna þeirra virðist einmitt beinast í þá átt. Öll þekktustu lögin voru flutt, „London Calling", „Train In Vain“, „Tommy Gun“, „Arm- agideon Time“, „Rudie Can’t Fail“, „White Riot“, „I Fought The Law“, „Jimmy Jazz“ og „Hit The Road Jack" gamalt jazzlag uppfært á Clash-vísu, sem var sérlega athyglisvert framlag hjá þeim. Hljómsveitin sjálf stóð sig ágætlega, ef horft er fram hjá „hljómburði" ofkeyrðra tækja. CLASH LISTAHATIÐ 1980 slagBrzariourz

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.