Morgunblaðið - 28.06.1980, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.06.1980, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980 Björg Einarsdóttir: Vandi kjósenda Hugleiðingar vegna forsetakjörs Fjölmiðlarnir sem brugðust Framundan eru kosningar í æðsta embætti þjóðarinnar og margir standa nú í þeim sporum að verða að gera upp hug sinn. Landsmönnum hafa borist fjögur tilboð, sem öll hafa til síns ágætis nokkuð, en aðeins er unnt að velja eitt þeirra. Tvennt þarf fólki að vera til- tækt til að byggja val sitt á. Annars vegar vitneskja um eðli og tilgang embættisins, sem sótt er um og hins vegar yfir hverju þeir búa, sem um embættið sækja. Beinast hefði legið við, að ríkis- fjölmiðlarnir tækju að sér það hlutverk að upplýsa fólk um emb- ættið þegar er það var auglýst laust, og síðan í lok umsóknar- frestsins rifjað upp aðalatriðin. Fólk hefði þá haft nauðsynlegan þekkingarforða á hendinni og get- að eftir því sem tímar liðu og forsetaefnin hófu að kynna sig og sjónarmið sín, tengt þá hugmynd sinni um forsetaembættið. Starf forseta Islands er marg- slungnara en fljótt á litið kann að virðast og veigamestu þættir þess blasa ekki við dagsdaglega. Ekki er sanngjarnt að ætlast til að fólk hafí að jafnaði annað í huga varðandi forsetastarfið, en það sem að því snýr. Ríkisfjölmiðlarnir eru að stór- um hluta starfræktir fyrir skatt- peninga landsmanna og þeir hafa skyldum að gegna við skapara sinn — okkur kjósendurna. Allt öðru gegnir um dagblöð og aðra fjölmiðla, sem eiga tilveru sína undir því að seljast og heyja harða samkeppni innbyrðis um kaupeyri fólks. Undanfarna mánuði hafa kjós- endur hrakist til og frá undan skjalli og skrumi um frambjóð- endur, sem tæplega eru ofsælir af sumu sem dropið hefur úr pennum stuðningsmanna þeirra, er ekki sjást fyrir í ákafanum við að vegsama „sinn mann“. Skrifunum fylgir oftast skilgreining á for- setaembættinu sniðin til fyrir þann frambjóðanda, sem lofsung- inn er í það og það skiptið. Vissulega hefur glitrað á mál- efnalegar og hófsamar greinar inn á milli og „faglega" skilgreiningu á starfinu á Bessastöðum, sem nú er í brennidepli, en flest hefur það lent í skugganum af skrifum sem jaðra við trúboð. Afvegaleidd umræða Ónóg vitneskja um aðalatriði málsins hefur leitt til þess að mestöll almenn umræða hefur snúist um aukaatriði. Menn hafa velt fyrir sér hæð og þyngd forsetaefnanna, jökkum þeirra og frökkum, kyni og hjúskaparstöðu, háralit og augnabúnaði, raddstyrk þeirra í fjöldasöng í félagsheimil- um norður við heimskautsbaug, orðheppni þeirra við fáránlegum spurningum og þar fram eftir götunum. Minna hefur farið fyrir vanga- veltum um hver væri líklegastur til, á úrsiitastundu, að taka yfir- vegaðar ákvarðanir; hver hefði mestan styrk af eigin dómgreind til að setja stjórnmálamönnum stólinn fyrir dyrnar, þegar þeir sjást ekki fyrir í baráttunni um völdin og bestu bitana. Seint og um síðir fékk sjónvarp- ið hæstaréttardómara og laga- prófessor til að útlista valdsvið forsetans. En þá brá svo við að traust hlustenda var horfið og menn sátu bara og brutu heilann um hvaða frambjóðendum þessir mætu menn fylgdu, skoðuðu hlut- lausan málflutning þeirra út frá spádómum um stuðning og eftir sem áður fór kjarni málsins fyrir ofan garð og neðan. Útvarp og sjónvarp hafa ekki þekkt vitjunartíma sinn, hugir manna eru haldnir og spyrja verður: Hverjum hentar þetta moldviðri? Kjósendur á stóli ráðherra Stöðuveitingar falla í hlut ráð- herra og er fátt jafn umdeilt og val manna í opinberar stöður, sem flestar eru þýðingarmiklar og hver þeim sinnir getur skipt sköpum fyrir fjölda manna um langan tíma. Ráðherrar fá umsagnir frá hlut- aðeigandi aðilum um umsækjend- ur og síðan er það þeirra kvöl að velja. Stundum liggja þeir undir ámæli fyrir að fara að flokkspóli- tískum línum sjálfra sín við stöðu- veitingar, þykir það siðleysi og engum gott nema e.t.v. flokks- systkinum viðkomandi ráðherra. Almenningur telur sig eiga óskor- aðan rétt á að hæfni ráði vali í opinber störf. En sá er eldurinn heitastur er á sjálfum brennur og nú stöndum við öll með tölu, kjósendur þessa lands, í sporum ráðherra og eigum að veita einum manni mikilvæg- ustu stöðu þjóðfélagsins. Nú er höfuðverkurinn okkar. Kjarkur kjósenda Fátt er hættulegra lýðræðinu en kjarklítið fólk — fólk sem ekki þorir að taka eigin ákvarðanir, bíður átekta eftir því, hvert straumurinn liggi, og fylgir hon- um síðan. Lýðskrumarar leika á þessa áráttu manneskjunnar og til munu þeir leiðtogar, sem telja auðveldara að stjórna fjöldanum ef hann er leiðitamur — auðveld- ara að skipa fyrir en skírskota. Það þarf festu til að mynda sér sannfæringu og styrk til að fram- fylgja henni, óþægilegt getur verið að láta straumkastið brjóta á sér. Á sunnudaginn reynir á, hver kjarkur okkar, íslenskra kjósenda er, hvort við raunverulega þorum að treysta lýðræðið í landinu með því að kjósa óumdeilanlegasta hæfasta forsetaefnið. Reynsla kjósanda Fleiri en forsetaefni verða reynslunni ríkari að baráttu lok- inni. Fyrir þá, er hér drepur niður penna, hefur lífsreynslan dýpkað til muna. Tilvera mín hefur fram til þessa verið svo vernduð að það er fyrst nú, nær efsta degi ævinn- ar en upphafi, að mér er borið á brýn að vera bæði brigðul og öfundsjúk. Það dregur ekkert úr sársauka þeirrar reynslu, þótt ég fylli í þessu tilliti flokk allra íslenskra kvenna, því ummælin voru skilyrt af hálfu dómarans í málinu. Áð- eins með krossi við ákveðið nafn á kjörseðli gat ég iorðað mér frá að lenda á svo furðulegri “sakaskrá“. Framboði sem fylgir sjálfvirk kvöð um kosningu er ekki raun- verulegt framboð, heldur herút- boð. Skylda kjósenda Raunverulegir frambjóðendur til forsetastarfs eru þeir einir, sem með ljúfu geði leggja sig í dóm kjósenda á grundvelli jafn- réttis, þegar til leiksins er komið. Raunverulegir kjósendur eru þeir einir, sem mynda sér sína eigin skoðun og láta hana ráða vali á forseta — hinir hafa ekkert með kosningarétt að gera. leika á við þá og dugar þó ekki til í mörgum tilvikum. Því held ég að allt jafnréttis- sinnað fólk fagni því heilshugar, að jafn hæf og gagnmenntuð kona með jafn mikla kennd og fyrir þjóð okkar og jafn mikla ást og þekkingu á landi okkar og Vigdís Finnbogadóttir, hefur haft kjark og þrek til að fara í framboð til forsetakjörs fyrir þjóð sína. Og við skulum velja hana. Við skulum sýna heiminum, að við íslenskar konur og jafnréttisfólk trúum konu fyrir æðsta embætti þjóðarinnar. Það er ómetanleg viðurkenning á jafnrétti kynjanna og við skulum því ekki sleppa því tækifæri sem við eigum nú til að sýna það, að konu, að vísu konu með fjölþætta hæfileika trúum við Herdís Ólafsdóttir, Akranesi: Veljum Vigdísi — Hversvegna? Ég vil gjarnan svara því eins og svo margir aðrir sem nú hafa á undanfarandi dögum lýst því yfir í blaðaskrifum, hvaða forsetaefni þeir vilji styðja og hvers vegna. Af þekkingu minni í félagslegu starfi, er mér fullkunnugt um þær takmarkanir sem verða á vegi konu sem gefur sig að félagslegum og pólitískum störfum að hún á sér ekki von á miklu jafnrétti. Það hefur verið álit manna að til þess að kona geti vænst jafnstöðu viðkarla til opinberra áhrifa, þurfi hún helst að hafa tvöfalda hæfi- fyrir því að flytja til Bessastaða og taka við forsetastörfum úr hendi hins ágætasta forseta sem þar hefur starfað fyrir þjóð sína síðustu þrjú kjörtímabil. Hin bjarta, prúðmannlega og hlýlega Vigdís Finnbogadóttir verður eftirtektarverður þjóðhöfð- ingi frjálsrar lítillar þjóðar sem byggir okkar norðlæga land Is- land. Við hljótum nógu mörg að sameinast um það val. Ellert Sölvason: Albert er bróðir í leik Það eru til margar aðferðir við að kynnast fólki, það er að segja skapgerð þess og tilfinningum, en ég tel að skapgerð manna komi einna ljósast fram í knattspyrnu, og á þá ekki aðeins við samherj- ana, heldur mótherjana líka. Á knattspyrnuvellinum, í hita leiksins, kemur skapið í ljós. Þrautseigjan, baráttugleðin, vilja- styrkurihn og drenglyndið. Ég hefi tekið eftir þessu, enda leikið knattspyrnu lengi og eins unnið sem þjálfari um langa hríð. Ég lék í mörg ár með Albert Guðmundssyni og þeir eðliskostir Jónas Bjarnason yfirlæknir: Drengskaparmanninn Albert Guðmundsson í forsetastól Mér er ljúft að rita hér nokkur orð, ef það mætti veita heiðurs- hjónunum Albert Guðmundssyni og Brynhildi Jóhannsdóttur brautargengi til að ná því marki sem þau hafa sett sér, að verða valin af okkur, þegnum Islands, til að gegna æðsta embætti þjóð- arinnar, forseta íslands. Ég tala hér m hjónin sem einingu, því auðvitað eru þau bæði í framboði og þarf ekki að fara í grafgötur um að tveir verðugir fulltrúar, sem ein og órjúfanleg heild, hljóta að standa sig betur í því ábyrgðarmikla starfi, sem hér um ræðir, en ef væri um einstakling að ræða. Það veit enginn, nema sem reynir, hvað það er að eiga maka sér við hlið, sem treysta má í hvaða raun, sem að höndum ber og sem hefur áhuga á því starfi sem tekist er á við hverju sinni. Um eiginleika Brynhildar til að koma fram sem forsetafrú vita allir sem til þekkja. Hún kann að stýra heimili, hún kann að um- gangast fólk, jafnt háa sem lága og hún hefur mikla tungumála- kunnáttu, sem er nauðsynlegt í starfi forsetafrúar. Hún kann og að tjá sig og koma fyrir sig orði, sem frægt er af kosningafundum þeirra hjóna um landið. Er ég þess fullviss að hún yrði verðugur fulltrúi íslands sem forsetafrú. Að maki vinnur með og fyrir maka í forsetaembætti þjóðar okkar, hlýtur að mega sín meira en ef um einstakling væri að ræða. Niðurstaðan hlýtur því að verða, samkvæmt lífslögmálinu, að tveir samheldnir einstakl- ingar, eins og Albert og frú Brynhildur eru, hljóta að afkasta meiru í sama embætti heldur en einstaklingur getur gert. Það, að við hjónin styðjum Albert og Brynhildi af alefli í kosningabaráttu þeirra, er fyrst og fremst vegna drengskapar- mannsins Alberts Guðmundsson- ar. Drengskapur hefur gengið eins og rauður þráður í gegn um allt líf hans og er sá eiginleiki sem hefur helst einkennt hann. Drengskapur er að mínu mati verðugasta dyggð, sem prýtt get- ur einstakling sem gefur kost á sér í það embætti sem Albert Guðmundsson býður sig nú fram til. Það þarf kjark og áræði til að skapa sér þann sess, sem Albert gerði á íþróttaleikvelli fyrr á árum, og ég álít að sá árangur, sem hann náði þar, hafi ekki síst verið því að þakka hver dreng- skaparmaður hann var. Við hjón- in fylgdumst með frama Alberts á íþróttabrautinni, eins og svo margir aðrir íslendingar, og það vermdi okkur um hjartaræturnar að milljónaþjóðir skyldu dá hann. Við urðum sannfærð um, að það var ekki eingöngu snilli Alberts, sem greiddi honum götuna, held- ur einnig framkoma hans og drengskapur, jafnt við mótherja sem samherja. Við álítum að fáir Islendingar hafi náð eins langt og Albert í að komast áfram í byrjun æviskeiðsins á þessu tvennu, snilli og drengskap. Stjórnmál á íslandi eru vafa- samur leikvangur til að ná hylli samborgaranna. Eftir að íþrótta- ferli Alberts lauk, kaus hann þó að hasla sér völl á þeim leikvangi og var drengskapurinn honum leiðarljós sem fyrr. Það hefur gustað af Albert sem stjórnmálamanni, en aldrei hefur drengskapur hans verið dreginn í efa, hvorki af andstæðingum hans né samherjum. Á leikvangi stjórnmálanna hefur Albert sýnt að hann þorir að standa á sann- færingu sinni, þótt mótbyr hafi oft verið mikill. í stjórnmálabaráttunni hefur drengskapur Alberts ef til vill

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.