Morgunblaðið - 28.06.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JIJNÍ1980
21
Klttpp á Grimsstaðaholti.
Selfoss:
Hans Christiansen
sýnir í Safnahúsinu
í dag verður opnuð myndlist-
arsýning í Safnahúsi Árnessýslu
á Selfossi. Hans Christiansen
sýnir þar 34 vatnslitamyndir og
teikningar, gerðar á þessu og
síðasta ári.
Hans Christiansen hefur lagt
stund á myndlist um árabil og
stundaði nám í Handíða og
myndlistaskólanum, Myndlista-
skólanum í Reykjavík og Aka-
demiet for Fri og Merkantil
Kunst í Kaupmannahöfn.
Sýningin verður opin um helg-
ar kl. 14—22 og virka daga kl.
20—22. Sýningunni lýkur á
sunnudagskvöld 6. júlí.
Akranes:
Tíu Finnar sýna
í Bókasafninu
UM helgina var opnuð málverkasýning í Bókasafni Akraness á vegum
„Nárpes Konstklubb", sem er myndlistafélag í vinabæ Akraness í
Finnlandi. Tíu listmálarar frá Nárpes hafa sent um 40 málverk á þessa
sýningu, olíumálverk, vatnslitamyndir og grafík.
Sýningin stendur fram að 2. júlí og er opin daglega milli kl. 14 og 22.
Myndir eftir Elínu Sandstrttm. „Gul Bióm“ og „Hlóðir.“
Utivist:
Við refagildru.
Ferð á Selatanga
Á MORGUN, sunnudaginn 29.
júní verður ferð frá Utivist á
Selatanga. Selatangar er gamall
útróðrastaður á ströndinni miðja
vegu milli Grindavíkur og Krísu-
víkur. Þar er að finna með merk-
ustu fornminjum á Suðvesturlandi
t.d. hraunhlaðin fiskabyrgi, refa-
gildrur og verbúðarústir. Bygg-
ingar minna á írskan byggingar-
stíl og telja margir að Papar hafi
búið þarna. Ströndin er hraun-
strönd þar sem sjá má fallegt
brim og seli o.fl.
Fararstjóri verður Jón I.
Bjarnason. Lagt verður af stað frá
Umferðarmiðstöðinni kl. 13.00, i
Hafnarfirði við Kirkjugarðinn kl.
13.15.
Samhliða Selatangaferð verður
fólki gefinn kostur á göngu á
Stóra-Hrút.
Opið hús að Sólheimum í Grímsnesi:
Um átta hundruð manns
sóttu staðinn heim
í TILEFNI þess að um þessar
mundir eru 50 ár liðin frá því
Sesselja Sigmundsdóttir hóf
rekstur barnaheimilis að Sólheim-
um í Grímsnesi var haldið „Opið
hús“ á Sólheimum sunnudaginn
22. júní s. 1. til kynningar á
starfsemi staðarins. Um átta
hundruð manns sóttu Sólheima
heim á þessum degi, skoðuðu
staðinn og þáðu veitingar.
Dagurinn hófst með því að
foreldrar og aðrir vandamenn
nemenda komu á staðinn snemma
morguns og áttu saman ánægju-
lega morgunstund í heimilisein-
ingu viðkomandi nemanda. í eftir-
miðdaginn voru öll heimili og
vinnustofur opnaðar almenningi
til sýnis og einnig voru munir þeir,
sem nemendur hafa unnið, t. d. í
dúkkugerð, vefstofu, smíðastofu
og kertagerð til sölu. Seldist flest
það sem til var upp á skammri
stundu. Þá seldist einnig græn-
meti þáð, sem ræktað er á Sól-
heimum mjög vel. Sundlaug stað-
arins, sem félagar í Lionsklúbbn-
um Ægi hafa unnið við endurbæt-
ur á að undanförnu var óspart
notuð af gestum, enda veður hið
ákjósanlegasta. Kynnt var í máli
og myndum starf Sólheima frá
fyrri árum.
Þótt hinn eiginlegi afmælisdag-
ur sé ekki fyrr en 5. júlí n. k.
bárust Sólheimum á þessum degf
margar góðar gjafir, t. d. málverk
frá Dritvík á Snæfellsnesi, eftir og
frá Veturliða Gunnarssyni, bóka-
gjöf frá Menntamálanefnd Þjóð-
kirkjunnar, íþróttatæki frá For-
eldra- og vinafólki Sólheima og
frá starfsfólki staðarins garð-
yrkjutæki, blóm o. fl.
Auðséð var, að dagurinn var
gestum og ekki síður nemendum
og starfsmönnum til óblandinnar
ánægju.
278 kandidatar frá H.Í.:
Haraldur Sigurðs-
son heiðursdoktor
Afhending prófskírteiná til
kandídata fer fram við afhöfn í
Háskólabíói í dag. Athöfnin hefst
með samleik á flautu og sembal,
Manúela Wiesler og Helga Ingólfs-
dóttir leika. Rektor háskólans,
prófessor Guðmundur Magnússon
flytur ræðu. Síðan verður lýst kjöri
heiðursdoktors og afhent doktors-
bréf. Forseti heimspekideildar, dr.
Alan Boucher, lýsir kjöri Haralds
Sigurðssonar bókavarðar. Deild-
arforsetar afhenda prófskírteini.
Háskólakórinn syngur nokkur lög,
sljórnandi frú Rut Magnússon.
Að þessu sinni verða braut-
skráðir 278 kandídatar og skiptast
þeir þannig: Embættispróf í guð-
fræði 6, B.Á.próf í kristnum fræð-
um 1, embættispróf í læknisfræði
36, aðstoðarlyfjafræðingspróf 6,
B.S.-próf í hjúkrunarfræði 16,
B.S-próf í sjúkraþjálfun 15, emb-
ættispróf í lögfræði 22, kandí-
datspróf í viðskiptafræði 24,
kandídatspróf í íslenskum bók-
menntum 1, kandídatspróf í sagn-
fræði 2, kandídatspróf í ensku 2,
B.A.-próf í heimspekideild33, próf í
íslensku fyrir erlenda stúdenta 3,
lokapróf í rafmagnsverkfræði 11,
fyrrihlutapróf í efnaverkfræði 3,
B.S.-prófi í raungreinum 49, kandí-
datspróf í tannlækningum 6,
B.A.-próf í félagsvísindadeild 19.
Norræna húsiö:
Sumarsýning á verkum
íjögurra listamanna
SUMARSÝNING Norræna húss-
ins 1980 vferður opnuð í dag
laugardaginn 26. júní og er þetta
fimmta sumarsýning hússins.
Að þessu sinni sýna þrír list-
málarar og einn myndhöggvari
verk sín, Benedikt Gunnarsson,
Jóhannes Geir, Sigurður Þórir
Sigurðsson og Guðmundur Elías-
son.
Aðaltilgangur sýningarinnar er
að veita þeim fjölmörgu erlendu
ferðamönnum, sem leggja leið
sína í húsið á sumrin nokkra
innsýn í íslenska myndlist, jafn-
framt því að vera íslenskum list-
unnendum ánægjuauki.
Sumarsýningin verður opin
daglega frá kl. 14—19 fram til 19.
ágúst.