Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 24

Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. ASÍ verður að skýra sitt mál Alþýðusamband íslands hefur gagnrýnt Vinnu- veitendasambandið harðlega fyrir afstöðu þess í samningaviðræðum þessara aðila og segir í ályktun um síðustu atburði: „í stað þess að koma til móts við kröfur ASI um endurflokkun láglaunahópanna og bætta stöðu þeirra með lágmarksvísitölubótum tala vinnuveitendur um kauplækkun.“ Nú er það svo, að óðaverðbólgan, sem hér hefur geysað síðan vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar tók við völdum á miðju sumri 1971 með nokkru hléi á valdatíma Geirs Hallgrímssonar, hefur tvímæla- laust leikiö láglaunafólk verst og þar með talda bótaþega almannatrygginga. Hins vegar er það gömul saga og ný, að það hefur gengið afskaplega erfiðlega að gera kjarasamninga, sem veita lág- launafólki kjarabætur umfram aðra. Ýmsir for- svarsmenn verkalýðssamtakanna hafa látið í veðri vaka, að þeir vilji nú ná þessu markmiði með því að nota vísitölukerfið til þess, þ.e. að setja bæði „gólf“ og „þak“ á vísitöluna og tryggja með þeim hætti launajöfnun. Nú hefur Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, hins vegar lagt fram tölur um kröfugerð verkalýðssam- takanna, sem eru þess eðlis, að menn hljóta að draga í efa raunverulegan vilja verkalýðsforingjanna til þess að ná fram launajöfnun og bæta sérstaklega kjör láglaunafólks. Þorsteinn Pálsson skýrir frá því í samtali við Morgunblaðið í gær, að auk kröfu um 5% grunnkaupshækkun, hafi ASÍ krafizt 2,4% hækkunar til viðbótar fyrir fiskvinnslufólk, 2,16% fyrir verkamenn, sem vinna að ryðhreinsun og í jarðvinnu með handverkfærum, 5,5% fyrir járniðn- aðarmenn á verkstæði, 9,73% fyrir trésmiði við óþriflega vinnu og 11,33% fyrir trésmiði við óþriflega vinnu á verkstæðum. Þessi kröfugerð bendir ekki til þess, að Alþýðu- samband íslands hafi sérstakan áhuga á að bæta hag láglaunafólks umfram aðra. Þvert á móti stefnir þessi kröfugerð í þá átt að bæta kjör þeirra, sem við betri laun búa meira en hinna lægst launuðu. M.ö.o. kröfugerð ASÍ stefnir þvert á marggefnar yfirlýs- ingar forystumanna þess, um nauðsyn þess að bæta sérstaklega hag láglaunafólks. Forystumenn ASÍ verða ekki teknir alvarlega, þegar þeir ræða um sérstakar kjarabætur fyrir láglaunafólk, fyrr en þeir hafa gert viðhlítandi grein fyrir þeim rökum, sem liggja til grundvallar þeirri kröfugerð, sem Þorsteinn Pálsson gerði að umtals- efni í gær. Það er heldur ekki hægt að taka alvarlega tillögur þeirra um að nota vísitölukerfið til að bæta hag láglaunafólks, þegar þeir leggja fram kröfur, sem ganga í allt aðra átt. Óneitanlega lítur kröfugerð ASI þannig út, að verkalýðsforingjarnir séu einfaldlega að blekkja láglaunafólk og telja því trú um, að kröfugerð verkalýðssamtakanna nú sé fyrst og fremst miðuð við hagsmuni þess. En slíkur blekkingarleikur gengur ekki til lengdar. Almenn- ingur á kröfu á skýringum frá ASÍ. Fimm ára viðskiptasamningur við Sovétríkin: ■ r Obreytt magn frystra sjávarafurða — aukning saltsíldar og lagmetis í SAMNINGI íslendinga og Sovétmanna um fimm ára viðskiptasamning, sem tekur gildi um næstu áramót, er kveðið á um að báðir aðilar skuli leitast við að auka við- skipti og stefna að jöfnuði á milli þjóðanna í þeim efnum. í þessum samningi er ekki gert ráð fyrir aukningu i magni frystra fiskflaka. heilfrysts fisks og fiskimjöls til Sovétrikj- anna, en hins vegar er reiknað með verulegri aukningu i sölu saltsildar, lagmetis og ullar- vara á næstu 5 árum. Hér fer á eftir tilkynning frá Viðskiptaráðuneytinu frá í gær um samningaviðræðurnar: „Samningaviðræðum milli ís- lands og Sovétríkjanna sem hóf- ust í Reykjavík hinn 23. júní sl. lauk í dag með samkomulagi um bókun um gagnkvæmar vöru- afgreiðslur frá íslandi og Sov- étríkjunum á árunum 1981 — 1985. Formenn samninganefnda landanna, Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri og Gennadi Zhuravlev aðstoðarutanríkis- viðskiptaráðherra, settu upp- hafsstafi sína við texta bókunar- innar. Ráðgert er að formleg undirritun hennar fari fram í Moskvu síðar á árinu en núgild- andi bókun var undirrituð í Reykjavík á árinu 1975. Viðskiptasamningurinn gildir í fimm ár, frá 1. janúar 1981—31. desember 1985. Honum fylgja tveir listar yfir vörur þær sem afgreiða á, annar yfir íslenskar vörur og hinn yfir sovézkar vörur. Ginstakir sölusamningar eru síðan gerðir milli viðkom- andi aðila í löndunum og má fara fram úr magni og upphæð- um í vörulistunum. Vöruskipti sem samið kann að verða um, t.d. á milli Sambands íslenskra samvinnufélaga og Samvinnu- sambands Sovétríkjanna, koma til viðbótar tilgreindri sölu. í samningnum er tekið fram að báðir aðilar skuli leitast við að auka viðskiptin og stefna að jöfnuði í þeim eins og frekast er unnt. Gert er ráð fyrir umtalsverðri aukningu á útflutningi til Sov- étríkjanna sé nýi vörulistinn borinn saman við þann vörulista sem gilt hefur á árunum 1976— 1980. Magn frystra fiskflaka, heilfrysts fisks og fiskimjöls er að vísu óbreytt en gengið er út frá verulegri aukningu á sölu saltsíldar, lagmetis og ullarvara miðað við gamla vörulistann. Gert er ráð fyrir sölu á 15000— 20000 tonnum af saltsíld í stað 2000—4000 tonna sölu með mögulegri aukningu áður. Upp- hæðin fyrir lagmeti er 4,0—6,5 milljónir Bandaríkjadala í stað 1,3—2,0 milljóna dala áður. Samanlagt verðmæti ullarvara hækkar úr 2,1—3,1 í 4.0—4,9 milljón dala. Treflar, ullargarn og gólfteppi eru nú tilgreind sérstaklega. Talan fyrir máln- ingu og lökk hækkar úr 1000— 1500 tonnum í 1500—2000 tonn. Að því er varðar sovéskar vörur eru gert ráð fyrir talsvert auknum kaupum á svartolíu, 110000—180000 tonnum í stað 110000 tonna, en jafnframt tals- verðum samdrætti í kaupum á gasolíu, 100000—190000 tonnum í stað 270000 tonna. Magn bens- íns hækkar úr 90000 tonnum í 100000 tonn. Gert er ráð fyrir meiri kaupum á vélum, tækjum og timbri en í gildandi samn- ingi.“ Skógrœktarfélag Islands 50 ára AÐAL- og afmælis/undur Skógræktarfélags íslands var settur á Þingvöllum í dag að viðstöddum mörg- um gestum. Meðal þeirra sem viðstaddir voru má nefna Kristján Eldjárn, forseta íslands, landbún- aðarráðherra, Pálma Jónsson, og forsætisráð- herra, Gunnar Thorodd- sen, ásamt eiginkonum þeirra. Fundurinn var settur við há- tíðlega athöfn ofan við furu- lundinn á Þingvöllum kl. 14.30. Jónas Jónsson, formaður Skóg- ræktarfélagsins, setti fundinn og sagði frá tildrögunum að stofnun félagsins, sem stofnað var á þessum stað fyrir réttum fimmtíu árum. Forseti íslands, Kristján Eldjárn, ávarpaði fundinn, níu ungmenni sungu nokkur lög, þar á meðal eitt sem samið var í tilefni dagsins af Atla Heimi Sveinssyni, og Gunnar Eyjólfsson las upp fundargerð stofnfundar félags- ins. Síðan var gengið í furulund- inn þar sem fyrst var gróðursett 1899 og er fyrsta íslenzka skóg- ræktarverkefnið. Þar sagði Há- kon Bjarnason, fyrrverandi skógræktarstjóri, sögu lundar- ins og frá upphafi skógræktar á íslandi. Þá var haldið til Val- hallar og aðalfundinum fram- haldið þar. Um kvöldið var svo hátíðarfundur og flutti Jónas Jónsson, formaður Skógræktar- félags Islands, hátíðarræðu og flutt voru mörg ávörp. Fyrir hádegi í dag verður svo aðalfundi fram haldið og verða lagðar fram skýrslur félaga og skýrsla um ár trésins, þá verður afgreiðsla mála og að lokum stjórnarkosning. Ætlunin er að fundinum ljúki fyrir hádegi, en síðan verður farið í Haukadal og þaðan á kvöldvöku á Aratungu í Reykholti í boði Búnaðarsam- bands Suðurlands, Selfossbæjar, Skógræktarfélags Árnesinga og sýslunefndar Árnessýslu og þar lýkur hátíðardagskrá Skógrækt- arfélags íslands. „Ástandið í ullar- iðnaði áhyggjuefni“ — UM STÖÐU ullariðnaðarins er mjög erfitt að segja ná- kvæmlega núna, en 20% hækk- un á ullarverði til bænda kom til framkvæmda 1. júní sl. og teljum við að niðurgreiðslur ríkisstjórnar á ull eigi eftir að hækka í framhaldi af því, en um það hefur ckkert verið ákveðið ennþá, sagði Iljörtur Eiríksson á Akureyri, framkvæmdastjóri iðnaðardeildar SÍS. Hjörtur Eiríksson sagði að búið væri að selja alla fram- leiðslu þessa árs á föstu verði eins og venjan væri á heims- markaði og því gerðu allar inn- lendar verðhækkanir, t.d. á ull, vaxtahækkun og síðustu launa- hækkanir, framleiðendum mjög erfitt fyrir. Sagði hann að ætl- uðu íslendingar sér að taka þátt í að selja ullarvörur á erlenda markaði yrðu þeir að vera reiðu- búnir til að ákveða fast verð er gilti í heilt ár og leita yrði ráða til að mæta innlendum hækkun- um án þess að hækka söluverð til neytenda. Þá sagði Hjörtur að ástandið nú væri ullarframleið- endum mikið áhyggjuefni. Starfshópur sá sem fjalla á um ullarverð og niðurgreiðslur ríkissjóðs hefur ekki verið skipaður að fullu, en gert er ráð fyrir að það verði eftir helgina og taki hann þá til starfa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.