Morgunblaðið - 28.06.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 28.06.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980 3 1 Garðar Sverrisson: Til Auðar Auðuns Kjósum,konu forseta íslands — næstu f jögur ár í Morgunblaðinu s.l. fimmtudag ritið þér grein sem ber heitið „Dylgjum svarað". Þar látið þér líta út eins og þér séuð að svara grein Svölu Thorlacius sem birtist í Mbl. þremur vikum áður og nefnist „Ætla konur að bregðast?" Persónulega er undirritaður öld- ungis ósammála því sjónarmiði að konum beri skylda til að kjósa Vigdísi Finnbogadóttur af kyn- ferðisástæðum. Þ.a.l. virðir han tilraun yðar til að andmæla skrif- um Svölu og gera henni grein fyrir því að þér, sem og aðrar konur, hafið algerlega óbundnar hendur í komandi kosningum. Hitt er verra, Auður, að þér virðist einvörðungu hafa verið að nota grein Svölu til að fjandskap- ast út í persónu Vigdísar Finn- bogadóttur. Og svo undarlega vill til að þetta er gert þremur vikum eftir að grein Svölu birtist, en aðeins tveimur dögum fyrir kosn- ingar. Hefði nú ekki verið stór- mannlegra að snúa sér beint að kjarna málsins," Vigdísi Finn- bogadóttur? Þér segið það „hástemmt oflof“ þegar stuðningsmenn Vigdísar benda á gáfur hennar og menntun. I því sambandi segið þér: „lægstu háskólagráður. þ.e. BA-próf eru talin hámenntun þar í sveit". Ekki er undirrituðum kunnugt um hverjar „gráður" Vigdís Finn- bogadóttir kann að hafa sakir skólagöngu, en hitt veit hann að hún hefur þá menntun að henni hugkvæmist ekki að floka sam- ferðamenn sína með tilliti til skólagöngu. Þessa menntun virð- ist þér hinsvegar hafa farið á mis við, Auður goð. í hinu síðbúna svari vitnið þér í skoðanabróður yðar og samherja, Þorstein Sæmundsson. Ekki mun undirritaður hirða um þá ívitnun, þótt ritsmíðar Þorsteins séu jafn- an stórbrotnar og yfirvegaðar. Nú, umfjöllun yðar um framkomu Vigdísar í ríkisfjölmiðlum er þess eðlis að óþarft er að fara um hana mörgum orðum. Almenningur er nefnilega ekki jafn fávís og sumir virðast halda. Hann þarfnast ekki aðstoðar við að skilja orð Vigdísar Finnbogadóttur. Það má því segja að útskýringar yðar séu unnar fyrir gýg og fallnar um sig sjálfar. Að lokum þetta, Auður góð: Ein megin ástæðan fyrir stuðningi undirritaðs við Vigdísi Finnboga- dóttur er sú, að hún er bæði fjölmenntuð og víðsýn. Hún er yfir það hafin að hugsa í líkingu við þá hugsun sem liggur til grundvallar og er hvati skrifa yðar í Mbl. s.l. fimmtudag. Með kveðju. Sem stuðningsmanni Vigdísar Finnbogadóttur til forsetakjörs, kemur mér það sannarlega spánskt fyrir sjónir, þegar sagt er að konur eigi ekki að kjósa Vigdísi bara vegna þess að hún sé kona, en jafnframt er því gjarnan bætt við, að hún sé hæfur og glæsilegur fulltrúi kvenna í þessum kosning- um. Ég tel, að þegar saman fer að Vigdís stendur öðrum frambjóð- endum síst að baki og einnig sú staðreynd, að hún er kona, þá hljóti konur að styðja hana og leggja með því lóð á vogarskálarn- ar í jafnréttisbaráttunni, því sannarlega yrði kjör Vigdísar í embætti forseta íslands eitt stærsta skrefið í jafnréttisbarátt- unni hér á landi og raunar heims- sögulegur atburður á sviði mann- réttinda, þar sem hún yrði fyrsta konan sem kjörin hefur verið sem forseti. Ég býst við að það eigi við um alla stuðningsmenn Vigdísar, karla og konur, að þeir kjósi hana vegna þess að þeir telja hana þeim kostum búna, sem forseti íslands Garðar Sverrisson. þarf að hafa að vegarnesti og að í hópi frambjóðenda sé hún hæfust meðal jafningja. En einmitt vegna þess er ljóst, að kjör Vigdísar í embætti forseta íslands væri glæsilegt innlegg í jafnréttisbar- áttuna og þetta hvet ég fólk til að hugleiða. Það álit okkar stuðningsmanna Vigdísar, sem ég hef lýst hér með fáum orðum, byggjum við á alúð- legri framkomu hennar og glæsi- mennsku, samfara reisn og skör- ungsskap í málflutningi, sem er án alls hroka og stærilætis, þótt hún hafi sínar ákveðnu skoðanir. Einnig á hún sterkar rætur i sögu og menningu þjóðarinar, og ann frelsi hennar og sjálfstæði. Af þessum eiginleikum og mörgum fleiri, yrði Vigdís sannar- lega verðugur fulltrúi þessarar þjóðar, hvort heldur sem væri á erlendri grund eða hér heima á Fróni. Ég vona að sem flestir tileinki sér kjörorð okkar, sem styðjum framboð Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta íslands, og „velji Vigdísi". Þau keppa fjögur um forseta- tign á íslandi þessa daga. Þau komu nýlega í útvarpið og fluttu ávörp sín. Pétur sagðist kunna vel til verka og vera þeirra vanastur að umgangast tigna menn. Albert sagðist vera þeirra mestur stjórn- málamaður og auk þess orðinn ríkur stórkaupmaður. í orðum hans lá, að hann einn væri hæfur þeirra fjögurra. Það er lýti á þessum mönnum, að þeir virðast holdugri en hæfir hér í hungur- heimi. Guðlaugur hældi sér ekki áber- andi. Annars man ég ekki hvað hann sagði. Hógværust og skemmtilegust fannst mér Vigdís vera. Hún yrði næsti forseti Is- lands, ef ég mætti ráða. Vísast er að mikill mannfjöldi kýs hana. En þar munu konur ráða úrslitum. Hér gefst þeim gullið tækifæri. Að sýna hvort þær kunna að standa saman. Glati þær því að þessu sinni, kemur það eigi aftur. Auk þess glata þær verulegu af samfé- lagsvirðingu sinni. Konur eru hornrekur í voru þjóðfélagi. Það er einkum þeirra sjálfra sök. Þær þurfa að treysta samtök sín, og hætta að láta karlmenn vefja þeim um fingur sér. Það sitja langt of fáar konur á Alþingi Islendinga. Ef annar hver þingmaður væri kona, mundi þingið vera til muna betra og þjóðhollara. Þorsteinn Sæmundsson, stjarn- fræðingur skrifaði í Mogga óhróð- ur um Vigdísi Finnbogadóttur. Sagði hana herstöðvaandstæðing, sem einhverntíma hefði sést í Keflavíkurgöngu. Mér sýnist þetta sanna, að hún sé góður íslending- ur. Og ég held að þessi ritsmíð Þorsteins færi henni marga fylg- ismenn. Arnór Hannibalsson er góður og guðelskandi maður. Það veit ég síðan hann gisti á Heiðarbrún, fyrir mörgum árum. Ég kom í morgunsárið inn til hans, til þess að bjóða honum góðan daginn. Þá sat hann með Biblíuna á hnjánum og var að lesa í henni. „Þú ert að lesa Biblíuna. Ætlar þú að verða prestur?" spurði ég. „Nei, en ég slæ þeirri bók oft upp, í því skini að vita hvar ég stend," svaraði hann. Nú biður þessi góði maður guð að hjálpa og styðja okkur: fylg- ismenn Vigdísar Finnbogadóttur. Þakka þér þá fyrirbæn Arnór minn. Ég trúi því að þú sért bænheitur? Matthías Jochumsson skáld- snillingur lauk hugljúfu ljóði um móður sína þannig: „Ó gleym ei móður minni, en legðu fagurt lilju-blað á Ijóða minna valinn stað. ok helKa hennar minni.“ Þegar við komum í kjörklefa að þessu sinni, skulum við minnast mæðra okkar, og kjósa konu forseta íslands næstu fjögur ár! Látum það vera „liljublað" til minningar um góðar mæður okkar Heiðarbrún, 12. 6. 1980 Guðmundur II. Eyjólfsson. AUGLÝSING A STOFA MYNDAMÓTA Aöáilstræti 6 simi 25810 Grétar Þorsteinsson: Hvers vegna við veljum Vigdísi Eiríkur A. Guðjónsson, ísafirði: Forsetakjör og kvenréttindi Fortíð sjötugs manns er ekki langur tími í lífi þjóðar. Þó minnist ég þess, að í bernsku minni hefði það þótt hin mesta fásinna þar í sveit, ef stungið hefði verið upp á því, að kona yrði kjörin til opinberra starfa, svo sem í hreppsnefnd. — Það skyldu karlmenn annast. Svo stutt er síðan, að réttur konunnar var lítils metinn, að hann var í raun enginn. Hún skyldi þjóna karlmanninum og lúta vilja hans í einu og öllu. öll fjárráð voru í hendi hans og annað eftir því. Þetta voru leifar aldagamallar áþjánar. — Svo langt sem sögur herma — og trúlega alla leið frá upphafi mannlífs á þessari jörð. — Og hinar svokölluðu kristnu þjóðir hafa þar engir eftirbátar verið, enda höfðu þær forskriftina í trúarriti um fyrirmæli Drottins alsherjar til konunnar, er hann hafði skapað hana úr rifi Adams: „Maður þinn skal drottna yfir þér ..— Þessu boði hefur kirkjan reynt að framfylgja dyggilega og jafnan risið öndverð gegn sér- hverju því, er miðaði að auknum mannréttindum konunnar. Og enn berst „hans heilagleiki" páfinn gegn því, að konur njóti sama réttar og karlar, svo sem til vígslu prestsembætta. í árþúsundir hefur konan þann- ig verið kúguð og þrælsetin. Hlut- verk hennar skyldi það eitt, að vera vinnudýr karldýrsins og hjá- svæfa, þegar því þóknaðist. En tíminn stendur ekki í stað: — Þrátt fyrir andstöðu hinna geistlegu stétta og annarra svartnættis-íhaldsafla, hefur þok- ast í rétta átt, vegna baráttu öndvegis kvenskörunga, sem kröfðust réttar handa sér og kynsystrum sínum. Og ég hygg mér vera óhætt að segja það kynbræðrum mínum til málsbóta, að í þeim hópi hafi jafnan fundist einhverjir, sem tóku undir með konum í réttindabaráttu þeirra. — Þrátt fyrir allt er oss körlum — þó þröngsýnir séum oft með afbrigð- um — ekki alls varnað. Og vegna baráttu kvenréttinda- samtakanna og einstakra kjarna- kvenna — er nú svo komið, að jafnrétti kynjanna er viðurkennt. En þó er fullyrt, að við fram- kvæmd þess, verði þar stundum misbrestur á, og í sumum tilvik- um, er það óumdeilanlegt, svo sem að því er varðar opinber störf.. (ljósmæður eru þó undanskildar.) Þátttaka kvenna í stjórnum bæja- og sveitarfélaga má telja „á fingrum annarrar handar". Þó tekur stein úr, þegar kemur að löggjafarsamkundunni. Þar sitja nú 3 konur en 57 karlar. Hvernig skyldi standa á því? — Ég tel, að því valdi frekja og framhleypni karlmannanna, en hlédrægni og undanlátsemi kvenna. Þeir troða sér venjulega hver um annan þveran í efstu sætin á kjörlistunum, en hafa þó gjarnan fáeinar konur þar sem punt og þá venjulega í baráttusæt- um, þegar best lætur, þar sem vonlítið er, að þær nái kosningu. Og konur láta bjóða sér það. — Mál er að linni. Nú er forsetakjör fyrir dyrum á íslandi. — Og nú ber það til tíðinda, að kona er einnig í kjöri. Sem sé: 3 karlar og 1 kona. þar eru konur einn fjórði frambjóðanda. Svo hlaut að vera. Annað hefði verið brot á „norminu". En það eitt, að kona skyldi leggja í það, að bjóða karlaveldinu byrginn eru stór tíðindi og gleði- leg. Og trú mín er, að kjör hennar myndi verða öðrum konum hvatn- ing til að hafa sig meira í frammi á opinberum vettvangi en nú er, þjóðinni allri til farsældar. Það myndi boða bætta stjórnarhætti og manneskjulegra samfélag. Vigdís Finnbogadóttir hefur með framboði sínu gerst braut- ryðjandi. Þar er hún að bjóða karlaveldinu byrginn, ryðja kyn- systrum sínum braut og vera þeim til fyrirmyndar og fordæmis í að láta ekki deigan síga í baráttunni til fullra réttinda, einnig til æðstu embætta samfélagsins. En svo sem við var að búast heyrast nokkrar hjáróma karla- raddir, sem hafa reynt að finna henni allt til foráttu, og atyrt hana fyrir að fara þarna inn á friðhelgan forréttindareit karl- kynsins. Því þó þeir tali um jafnrétti kynjanna á háfleygum stundum, var þetta ekki meining- in! — Sagt er, að hún hafi ekki karlmann við hlið sér til eldhús- starfa á Bessastöðum — hinir frambjóðendurnir hafi þó allir konur til að malla fyrir sig. — Það er þó líklega munur. — Og svo hefði verið nokkur raunabót fyrir þá að geta sagt: Vigdís og Jón Jónsson. Þá er sagt að hún hafi ekki stjórnmálareynslu. — Ekki skorti Dr. Gunnar Thoroddsen stjórn- málareynslu og kolféll hann þó við siðasta forsetakjör fyrir stjórn- málareynslulausum manni, sem óumdeilanlega hefur reynst far- sæll í 12 ára löngu forsetastarfi. Allt þetta nöldur karlleggsins er skiljanlegt. Þeim sárnar eðliilega, þegar konur ryðjast þangað inn, sem þeir telja sinn friðhelga bás. Hitt er undarlegra, þegar ein og ein kona tekur undir þennan söng karlastéttarinnar. Þær virðast haldnar vanmáttarkennd gagn- vart fornum yfirdrottnunarrétti karlkynsins, og trú á, að allt sé best í höndum þeirra, en öllum getur yfirsést og alltaf er hægt að endurskoða hug sinn í ljósi nýrra upplýsinga. Og sérhver persóna — karl eða kona hefur auðvitað fullan rétt á að hafa sína skoðun i máli hverju. En hitt vekur furðu, og er alvarlegra: — Svo virðist sem kona ein hafi gerst svo lítilsigld, að reyna að gera þjóð sína að hlátursefni í augum erlendrar þjóðar fyrir það eitt, að vilja meta konu jafnréttháa körlum til æðstu embætta. En hvort sem Vigdís Finnboga- dóttir nær kjöri eður ei, er það trú mín, að nafns hennar muni minnst á spjöldum sögunnar, sem fyrstu konunnar, er lagði í það, að keppa við karlmenn til kjörs í æðsta embætti þjóðar sinnar. Minning hennar mun lifa löngu á eftir að nöfn þeirra, sem nú reyna að lítilsvirða hana, eru gleymd. Framboð þessarar kjarkmiklu konu hefur vakið athygli erlendis. Og það mun marka spor í sögunni og verða konum hvarvetna hvatn- ing til að láta nú ekki deigan síga í kvennréttindabaráttunni, heidur sækja fram til æðstu embætta síns samfélags. Og trú mín er, að forysta kvenna um alla jörð muni boða bjartari framtíð og afstýra þeim ragnarökum, sem mannkyninu virðist nú búin undir misvitri stjórn karlaveldisins. Vér karlar berum ábyrgð á kúgun konunnar í aldaraðir, og hörmum það jafnframt því, sem við fögnum með konum því, sem þar hefur þokast í rétta átt. Og við viljum skora á allar konur, að reka nú smiðshöggið á það, með því að kjósa nú kynsystur sína, þá önd- vegiskonu sem nú er í kjöri til æðsta embættis íslands. Og mun- um vér karlar stuðla að því eftir mætti, og sýna með því vilja til að bæta fyrir árþúsunda misrétti kynbræðra vorra gegn betri helm- ingi mannkvnsins. ísafirði, 17. júní 1980.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.